Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 10
KNATTSPYRNA 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 Burnley. Mestum hæðum náði Hunt þó fjórum árum áður, þegar hann skoraði 42 mörk í 46 leikjum í 2. deildinni. Hann gerði sem frægt er fyrstu tvö Evrópumörk sín á Laugardalsvellinum gegn KR haustið 1964, framhjá Gísla Þor- kelssyni. Hann skoraði líka í seinni leiknum í Liverpool, þá framhjá Heimi Guðjónssyni. Vel haldnir af markvörðum á þessum árum, KR- ingar. Þetta var viðburðaríkt ár hjá Hunt en 22. ágúst skoraði hann fyrsta markið sem sýnt var í hinum langlífa og sívinsæla sjónvarpsþætti Match of the Day, eða Leik dagsins, á BBC. Það gerði hann fyrir framan The Kop í 3:2 sigri á Arsenal. Lyfti boltanum viðstöðulaust yfir bjargar- lausan Jim Furnell í markinu eftir fyrirgjöf frá Ian Callaghan. „Það var mark,“ galaði Kenneth Wolsten- holme sem seinna lýsti úrslitaleik HM á Wembley. Skömmu áður hafði verið brotið á Callaghan á hægri kantinum en leikurinn hélt eigi að síður áfram í drykklanga stund á eft- ir enda heyrði ekki nokkur maður í flautu Kevins Howleys dómara vegna hávaða á pöllunum. Eða „herra Howley“, eins og Wolsten- holme kallaði hann. Menn kunnu sig í þá daga. Hunt var ekki aðeins iðinn við kolann, heldur vann hann alla tíð einnig eins og þjarkur án bolta. Réttnefndur draumaleikmaður knattspyrnustjórans. Fræg er líka samvinna hans við Skotann Ian St John í framlínu Liverpool sem dugði í átta ár. Einhver ljóðræn fegurð í því að þeir skuli falla frá á sama árinu. Í Liverpool Echo-viðtalinu ber Hunt lof á St John og einnig útherj- ana, téðan Callaghan og Peter Thompson sem skópu ófá mörkin fyrir hann. Einu vonbrigðin á ferli Hunts voru að vinna ekki Evróputitil með Liverpool. Lengst komst hann í undanúrslit Evrópukeppni meist- araliða 1965 og ári síðar laut Rauði herinn í gras í framlengdum úrslita- leik gegn Borussia Dortmund, 1:2, í Evrópukeppni bikarhafa, eftir að Hunt hafði jafnað 1:1. Hann yfirgaf Liverpool í desem- ber 1969 og gekk í raðir Bolton Wanderers og lék í þrjú tímabil með þeim, í 2. og 3. deild, áður en hann lagði skóna á hilluna 1972, tæplega 34 ára gamall. Sama ár efndi Liverpool til ágóðaleiks fyrir kappann á Anfield sem 56 þúsund manns sóttu. Eftir að sparkferlinum lauk tók hann við flutningafyrirtæki fjöl- skyldunnar, Hunt Brothers, ásamt Peter bróður sínum en þeir bræður heyrðu til þriðju kynslóðinni sem hélt þar um stjórnvölinn. Félagar falla Rúmri viku áður en Hunt kvaddi sagði félagi hans í framlínu Eng- lands í fyrstu leikjum HM 1966 einn- ig skilið við þetta líf, Jimmy Grea- ves. Þeir voru parið sem Alf Ramsey stólaði á að myndi sigla fyrsta heimsbikarnum heim. Greaves meiddist hins vegar illa í þriðja og seinasta leiknum í riðlakeppninni, þegar Frakkinn Joseph Bonnel renndi tökkunum eftir legg hans með þeim afleið- ingum að sauma þurfti 14 spor. Geoff Hurst kom inn í liðið í fjórðungsúrslitunum og skoraði sigurmarkið gegn Argentínu. Hélt svo sæti sínu í undanúrslitunum gegn Portúgal og úrslitunum, þar sem hann gerði sem frægt er þrennu. Greaves var orðinn leik- fær þann dag en Ramsey kaus að rugga ekki bátnum. Valdi því Hunt og Hurst fram yfir Greaves sem sat eftir með sárt ennið. Fékk ekki einu sinni medalíu en samkvæmt miskunnarlausum reglum sem þá voru við lýði áttu aðeins þeir ellefu sem tóku þátt í leiknum rétt á henni. Það var ekki fyrr en 2009 að Alþjóðaknattspyrnusambandið samþykkti að breyta reglunum afturvirkt og þá fékk Greaves loksins laun erfiðisins. Lands- liðsferillinn rann eiginlega út í sandinn eftir þetta; hann skoraði aðeins eitt mark í þremur lands- leikjum 1967, sem var seinasta ár- ið sem hann skrýddist ljónabún- ingnum. Greaves var ennþá marksæknari en Hunt á sínum ferli; er raunar sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk í efstu deild á Englandi frá upphafi, 357. Hvorki meira né minna. Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því að hann lagði skóna á hilluna hefur enginn kom- ist nálægt þessu meti. Það segir sína sögu um undramátt Jimmy Greaves. Mörkin gerði hann í að- eins 516 leikjum sem gerir 0,69 mörk á meðaltali í leik. Þá gerði Greaves 44 mörk í aðeins 57 lands- leikjum. Greaves sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild, með Chelsea, 1957-58, aðeins 17 ára gamall; skor- aði 22 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum. Alls skoraði hann 132 mörk í 169 leikjum fyrir þá bláu á fjórum tímabilum áður en hann gekk til liðs við AC Milan á Ítalíu. Þar fann kappinn sig ekki nægilega vel, enda þótt liðið yrði ítalskur meistari, og sneri aftur til Lundúna eftir aðeins einn vetur. Þá varð Tottenham Hotspur fyrir valinu, þar sem Greaves gerði garðinn frægan næstu níu árin. Gerði 268 mörk í 381 leik. Hann lauk ferlinum hjá þriðja Lundúnaliðinu, West Ham United, en komst aldrei á flug þar. Alls varð Greaves sex sinnum markakóngur efstu deildar á Eng- landi, fyrst 1959 og seinast 1969. Mest gerði hann 41 deildarmark á einu og sama tímabilinu, fyrir Chelsea 1960-61. Greaves varð aldrei enskur meist- ari í knattspyrnu en vann bikarinn í tvígang með Tottenham, 1962 og 1967 og svo Evrópukepnni bikarhafa 1963; skoraði tvisvar í 5:1 sigri á Atlético Madrid. Eins og að drekka vatn Ekki er ofsögum sagt að Greaves hafi fæðst til að leika knattspyrnu – og skora mörk. Hann var eld- fljótur, las leikinn betur en flestir, var jafnvígur á báða fætur og frá- bær skallamaður miðað við hæð, hann var 1,73 sentimetrar. Fyrir honum var það að skora mark eins og að drekka vatn. Jafnvel auð- veldara. Annars konar drykkja kom hon- um í koll síðar en Bakkus konungur læsti klónum um tíma í Greaves eftir að hann hætti sparkiðkun. Hann sökk djúpt en komst á end- anum upp á yfirborðið. Það var þó ekki álagið sem fór með hann held- ur þvert á móti skortur á álagi, eins og hann orðaði það einu sinni í sam- tali við breska blaðið The Guardi- an. „Það var ekki álagið sem fylgdi því að spila sem fékk mig til að drekka mér til óbóta, heldur tóm- leikinn sem hlaust af því að spila ekki,“ sagði hann. „Ég saknaði fót- boltans.“ Þannig tengdi hann við tvo af frægustu ógæfumönnum enskrar knattspyrnusögu, George Best og Paul Gascoigne. „Þeir fundu aldrei fyrir álagi meðan þeir voru að spila; þeir bara nutu þess.“ Greaves eignaðist fimm börn með eiginkonu sinni, Irene, öll áður en hann varð 25 ára og missti eitt þeirra á fyrsta ári. Irene stóð eins og klettur við hlið bónda síns alla tíð og átti stóran þátt í því að hann sneri á endanum blaðinu við. Eftir að skórnir fóru á hilluna fékkst Greaves við viðskipti af ýmsu tagi og naut lýðhylli sem sparkskýrandi, bæði í blöðum og sjónvarpi. Þekktastur er hann líklega fyrir samstarf sitt við téð- an Ian St John í sjónvarpsþátt- unum Saint and Greavsie, sem voru í loftinu á ITV frá 1985 til 1992. Já, enginn tengir Jimmy Greaves og Roger Hunt líklega betur saman en félagi þeirra Ian St John. Blessuð sé minning þeirra allra! Jimmy Greaves stingur sér framhjá Jacky Simon í landsleik Englands og Frakklands á HM 1966. Hann meiddist í leiknum og missti af úrslitaleiknum. AFP ’ Það var ekki álagið sem fylgdi því að spila sem fékk mig til að drekka mér til óbóta, heldur tóm- leikinn sem hlaust af því að spila ekki. Ian St John, kær félagi bæði Hunts og Greaves, lést í mars á þessu ári. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.