Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Page 17
sem vangeta þeirra og delluhugmyndir tryggja.
Fjáraustur ríkisins í þetta tískumál hér hefur ekk-
ert með framþróun þess á heimsvísu að gera og segir
sig sjálft. Allur heimurinn yrði að vera með, og það
jafnvel þótt kenningarnar um manngert veður, sem
eru að vonum umdeildar, reyndust að einhverju leyti
réttar. Kína hefur haft góð orð um að skoða aðkomu
sína að hinu mikla „átaki“ um og upp úr árinu 2035 og
veit enginn hvað úr slíku tali verður. Væri ekki ráð að
verða samferða Kína?
Rússland Pútíns lætur ekki teyma sig í þessa vit-
leysu. Gæti ekki verið gott að koma í kjölfarið á hon-
um. Viðurkennt er að Afríka og Suður-Ameríka hafa
enga fjárhagslega stöðu til að blanda sér í mál af
þessu tagi.
Þeir sem horfðu nýlega á hörmulegar fréttamyndir
af líkbrennslum á opnum völlum af alls konar tagi, í
öðru fjölmennasta ríki veraldar, eru varla að ímynda
sér að Indland muni á næstunni blanda sér í þennan
kostnaðarsama samkvæmisleik góða fólksins. Gæti
ekki verið rétt að vera ekki að troða sér fram fyrir
Indland, Afríku og Suður-Ameríku? En koma svo. Og
þá eru ekki margir eftir í „heimsátakinu“ en auðvitað
munar rosalega um Ísland, hvað sem spúandi eld-
fjöllum þeirra líður, þótt Kína, Rússland, Indland,
Afríka og Suður-Ameríka og annað smælki sé ekki
með.
Miklu meira en nóg til
Það þótti mikil ósvífni þegar „launþegahreyfingin“,
með skylduaðild fólks úr öllum flokkum, tók að verja
miklu fé, fengið með afli frá „bláskínandi fátækum
launþegum“, í áróður sem félli að hugmyndum fram-
bjóðenda með sömu pólitísku sýn og forsprakkarnir
sem eyddu fjármunum launþeganna. Afsökun verka-
lýðsforkólfanna fyrir þessari pólitísku sjálftöku var í
fæstum orðum þessi: „Það er nóg til.“ Það er erfitt að
bera á móti því af hálfu ríkisstjórnar sem ætlar sér að
haga sér eins og afglapi í meðferð almannafjár gegn
ímynduðum heimsfaraldri, sem 85% íbúa þessa sama
heims ætla ekki að koma nálægt! En á móti þessum
85 prósentum heimsbyggðarinnar kemur þó, að á Ís-
landi er „nóg til“.
Er það ekki öruggt?
Morgunblaðið/Unnur Karen
’
Heyrst hefur að íslensk yfirvöld ætli sér
að kasta 50 milljörðum króna í fyrstu at-
rennu á nýjasta tískubálið af skattfé borg-
aranna.
3.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17