Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021
KVIKMYNDIR
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
11 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
11 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1 Þú finnur bæklinginn
husgagnahollin.is
Allir sófar og sófaborð
á taxfree tilboði*
TAXFREE
K
vikmyndin Saga Borgarættarinnar markar upphaf kvik-
myndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð af Nordisk
Films Kompagni eftir samnefndri skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar sem færði honum frægð og frama í Danmörku.
Hún var að stærstum hluta tekin upp á Íslandi haustið 1919 en
frumsýnd ári síðar í Kaupmannahöfn og telst til stórmynda
norrænnar kvikmyndasögu á tíma þöglu myndanna.
Leikstjóri myndarinnar var Gunnar Sommerfeldt, sem einn-
ig lék eitt aðalhlutverkið. Aðalleikarar voru flestir danskir
nema Guðmundur Thorsteinsson, betur þekktur sem myndlist-
armaðurinn Muggur, en hann lék aðalsögupersónuna, Ormar
Örlygsson. Íslensku leikkonurnar Stefanía Guðmundsdóttir og
Guðrún og Marta Indriðadætur léku einnig í myndinni ásamt
fjölda íslenskra aukaleikara.
Saga Borgarættarinnar vakti gríðarlega athygli og var sýnd í
allt að fimmtán löndum þegar hún kom út. Hérlendis var hún
frumsýnd snemma árs 1921 og hefur allar götur síðan verið
hjartfólgin Íslendingum. Löngu eftir tilkomu talmynda var hún
sýnd reglulega í Nýja Bíói fyrir fullu húsi þar til Sjónvarpið tók
við sýningarkeflinu um 1970.
Í tilefni 100 ára afmælis myndarinnar hefur Kvikmyndasafn
Íslands í samvinnu við Dansk Film Institut endurgert myndina
á stafrænu formi í háskerpu eftir bestu varðveittu eintökum.
Þórður Magnússon tónskáld hefur samið tónlist við myndina.
Til stóð að efna til hátíðarsýningar með lifandi flutningi á tón-
listinni í Eldborg Hörpu vorið 2020 en heimsfaraldurinn kom í
veg fyrir það. Í febrúar síðastliðnum var tónlistin því tekin upp
hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Bjarna Frí-
manns hljómsveitarstjóra. Grammyverðlaunahafinn Steve
McLaughlin annaðist hljóðblöndun áður en tónlistin var lögð
við hina þöglu stórmynd.
Frumsýning stafrænu endurgerðarinnar með nýrri tónlist
fer fram á þremur stöðum samtímis í dag, sunnudag: Í Bíó
Paradís í samstarfi við RIFF, Hofi á Akureyri og Herðubíói á
Seyðisfirði.
Keldur gátu ekki verið Borg
Kvikmyndatökurnar árið 1919 vöktu að vonum mikla athygli á
Íslandi. Kvikmyndaver var smíðað á Amtmannstúni í Reykja-
vík en jafnframt var kvikmyndað úti á landi, mest á Keldum á
Rangárvöllum og í Reykholti í Borgarfirði. Leiðangurinn ferð-
aðist að mestu um á hestum sem fluttu fólk og allan búnað á
milli staða í kalsasömu haustveðri.
„Við komum hingað á þriðjudagskvöld og var sumt ferðafólk-
ið orðið þreytt eftir reiðina frá Þjórsárbrú, þótt eigi sé það löng
dagleið. Þó höfðu víst flestir búist við að útlendingarnir, sem
aldrei höfðu fyr komið á hestbak, mundi verða lélegri ferða-
menn en raun varð á,“ sagði Árni Óla blaðamaður í ferðapistli í
Morgunblaðinu 27. ágúst 1919 en hann fylgdi tökuliðinu eftir
við gerð Sögu Borgarættarinnar. Þarna var hann kominn að
Keldum sem áttu að vera Borg en þegar á hólminn var komið
sáu menn strax að það gekk ekki fyrir þær sakir að kirkjan á
staðnum stendur svo nærri bænum. Þess vegna var afráðið að
gera Keldur að Hofi í staðinn.
Ekki viðraði vel á menn og málleysingja til að byrja með og
báru tjaldbúðirnar sig ekki vel eftir fyrstu nóttina, að sögn
Árna. Sumir leituðu fyrir vikið í betra skjól. „Ungfrú Spangs-
feldt og frú Jacobsen fengu að sofa einar inni í lítilli stofu og síð-
an hafa þær eigi þaðan farið, Jacobsen og Kijhl settust að í
gestastofunni og síðan hafa þeir Larsen og Gunnar Gunnarsson
flutt sig þangað líka. Íslenzku leikkonurnar þrjár lögðu kirkj-
una undir sig og hafa lifað þar eins og blóm í eggi, að því er þær
sjálfar segja,“ skrifar Árni.
Slepptu skemmtifundi
Fólki úr sveitinni var smalað að Keldum á sunnudegi en sextíu
aukaleikara vantaði fyrir stóra töku þann dag. Til allrar ham-
ingju voru veðurguðirnir mönnum hliðhollir og það rofaði til, að
öðrum kosti hefði þurft að bíða næstu helgar. Svo áhugasamir
voru sveitungar um kvikmyndagerðina að þeir létu skemmti-
fund í Stokkalækjarhólum lönd og leið. Séra Erlendur Þórð-
arson í Odda lét veru gestanna þó ekki raska sínum áformum
og söng messu á Keldum. „Kirkjan og hin léttúðga veröld höfðu
hér háð þögla baráttu – og kirkjan hafði sigrað,“ skrifaði Árni
en tökuliðið beið á meðan klerkur lauk sér af.
Af öllum þeim aragrúa, sem samankominn var á Keldum
þennan dag, var það auðvitað ekki nema lítill hluti sem átti að
vera með í leiknum. „En hinir fóru samt eigi, þótt messunni væri
lokið og skemtunin biði. Allir vildu fá að sjá eitthvað. Það tafði
fyrir. Annað hitt, að leikfólkið var alveg óæft fyrir og ekkert af
„Sport“ í því að koma
með á kvikmyndina
Frumsýning stafrænu endurgerðarinnar á þöglu kvikmyndinni Sögu Borgarættarinnar
með nýrri tónlist Þórðar Magnússonar fer fram á þremur stöðum samtímis í dag, sunnu-
dag. Gerð myndarinnar vakti mikla athygli hér í fásinninu árið 1919 og Morgunblaðið
sendi til að mynda blaðamann til að fylgja tökuliðinu eftir á ferð þess um landið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sögupersónan Páll á Seyru með dótturina á fossbrúninni. Hana lék
fjögurra ára gömul stúlka frá Akranesi, Sigurdís Kaprasíusdóttir.
því hafði neina hugmynd um leiklistarreglur. Lenti því margt í
handaskolum, en yfirleitt mun óhætt að fullyrða að myndirnar
hafi tekist furðanlega vel. Trúi eg ekki öðru en sá þáttur mynd-
arinnar þyki góður, þar sem fjórir bændur bera lík Örlygs gamla
frá kirkju. Bændurnir léku svo blátt áfram og eðlilega, einkum
Jón á Gunnarsholti, að aðrir hefði eigi getað gert betur.“
Í næsta pistli var Árni staddur í Þjórsártúni og hópurinn tek-
inn að dreifast. Var það helst að frétta að allir hestarnir höfðu
fælst nema einn, sem stóð heima á hlaði. „Var það ófögur sjón
að sjá klárana tólf saman æðistrylta hendast á hvað sem fyrir
var, gaddavír, hraun og girðingar, slíta af sér kofort og reiðinga
og hverfa út í buskann.“
Bóndi ætlaði að taka gísl
Í þriðja pistlinum var Árni kominn í Reykholt en þá höfðu tveir
dagar farið í að laga kvikmyndavélina og gera hana nothæfa á
ný. Hópurinn hafði þurft að flýta sér frá Þjórsárbrú og stór
hluti hans fyrir vikið misst af því að sjá Gullfoss. Gunnar Gunn-
arsson lagði þó leið sína þangað. Árni lýsir ferðalaginu í ít-
arlegu máli, meðal annars þegar bóndinn á Laug ætlaði að
halda einum af dönsku leikurunum eftir sem gísl þangað til
hann fengi fulla borgun fyrir allt sitt. Árna blöskraði ágirnd