Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.10. 2021 HÖNNUN Ég er fjórða kynslóð íranskra teppasölumanna. Langafi minn stofnaði teppabúð í Kúveit. Ég byrjaði að spá í teppi fjögurra ára gamall. Þetta er í blóðinu,“ segir íranski við- skiptamaðurinn Alan Talib sem kominn er til Íslands til að heilla landann með handunnum pers- neskum teppum. „Hvert teppi er unnið úr hnút- um og er hver hnútur hnýttur sér; þeir tengjast ekki. Vegna þess mun persneskt teppi endast í margar kynslóðir. Það er nánast ómögulegt að eyðileggja þessi teppi.“ Þúsund ára gömul hefð „Teppaiðnaðurinn er að hrynja einfaldlega vegna viðskiptahafta á Íran; það er ekki hægt að milli- færa peninga inn í landið. Við- skiptabann var sett á Íran árið 2009 en við höfðum smá glugga til að stunda viðskipti til ársins 2012 en þá var sett algjört bann á pen- ingaviðskipti og eftir það fór að halla undan fæti. Þannig að enginn getur keypt af handverksfólkinu og því hafa mjög margir hætt að vinna teppin. Ef slík hefð deyr út er nær ómögulegt að endurvekja hana. Það er hægt að herma eftir, en það verður aldrei eins og upp- runalegu teppin,“ segir Alan. „Þessi teppi tilheyra ekki Íran, þau tilheyra sögu heimsins; þetta er þúsund ára gömul hefð sem nú er að líða undir lok. Þau hafa verið búin til síðan fyrir Krist, en nú er pólitík að eyðileggja þessa menn- ingarlegu hefð og þessi saga þarf að heyrast,“ segir Alan sem hyggst nú selja þau teppi sem hann á til og snúa sér að veitinga- rekstri. „Ég ætla að selja teppin ódýrara en þau ættu að seljast á, en ég þarf að losa mig við þau, þótt það sé sorglegt að segja frá því. Það er einfaldlega ekki lengur hægt að reka svona fyrirtæki,“ segir hann. „Persnesk teppi munu hækka í verði, sérstaklega núna þegar ekki er verið að framleiða fleiri. Þetta verða dýrmætir söfnunargripir í framtíðinni. Þetta eru listaverk.“ Á enn 25.000 teppi Alan er alinn upp í Noregi en bú- settur í London þar sem hann rek- ur fyrirtæki sitt. Hann segir Ham- borg vera mekka teppaverslunar í Evrópu. „Í eina og hálfa öld hefur Ham- borg verið miðstöð teppaviðskipta í Evrópu og í raun öllum heim- inum, en það byrjaði með því að Tyrkir komu til Hamborgar með persnesk teppi. Fólk fer ekki til Írans til að kaupa teppi, heldur til Hamborgar,“ segir hann. „Ég er með mjög fáa milliliði, ég sendi mitt fólk beint í bæina til að kaupa af handverksfólkinu,“ segir hann og útskýrir að hann hafi í raun ekki getað keypt nein teppi þaðan síðan fyrir 2012. „Venjuleg teppabúð á kannski um 900 teppi, en ég er heildsali og þegar við byrjuðum átti ég 65.000 teppi. Ég á enn um 25.000 teppi,“ segir Alan. Hann segir afar langt og strangt ferli fari í gang eftir að hann kaupi teppin, en þau þurfa að vera þveg- in, snyrt, teygð og toguð, sett í gegnum ýmsar vélar og að lokum eru þau látin þorna úti í hitanum í sextíu daga. Eftir slíka meðferð er ljóst að teppin munu endast í aldir. „Það tekur á bilinu sex mánuði til tvö ár að búa til eitt teppi. Fólk vinnur í kringum fjóra, fimm tíma á dag við teppagerðina,“ segir Al- an og segir misjöfn mynstur notuð eftir því hvaðan í Íran þau koma. Saga á bak við hvert teppi „Ég er hingað kominn með 4.200 teppi og ætla að vera með stóra út- sölu. Þetta er stærsta safn pers- neskra teppi sem nokkurn tímann hefur sést hér á landi. Við ætlum að selja teppin á verði sem er að- eins þriðjungur af venjulegu verði og verðum við með búðina opna í níu daga til að byrja með. Ef fólk hefur áhuga gæti ég framlengt,“ segir hann. „Teppin eru komin og það er allt að verða klárt, en búðin verður opnuð nú um helgina,“ segir Alan og segir teppin seld á bilinu 58.000 til 200 þúsund krónur eftir stærð- um og gæðum. „Það er saga á bak við hvert ein- asta teppi. Fólk mun eiga þau alla ævi og börn þess munu svo erfa þau.“ Endast í margar kynslóðir Alan Talib er Írani sem hingað er kominn með þúsundir persneskra teppa sem hann hyggst selja hér á landi. Hann segir synd að hefðin sé að deyja út vegna póli- tískra ákvarðana. Tepp- in segir hann vera lista- verk sem muni aðeins hækka í verði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Alan Talib er á landinu og er með 4.200 persnesk teppi til sölu. Morgunblaðið/Ásdís ’ Þessi teppi tilheyra ekki Íran, þau til- heyra sögu heimsins; þetta er þúsund ára gömul hefð sem nú er að líða undir lok. Þau hafa verið búin til síðan fyrir Krist, en nú er pólitík að eyðileggja þessa menn- ingarlegu hefð og þessi saga þarf að heyrast. Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.