Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.10.2021, Qupperneq 29
Fannar Smári brosandi. Óttar út-
skrifaðist á undan og kynni tókust
með þeim þegar Fannar Smári fékk
hann til að taka upp útskriftarmynd-
ina sína árið 2019.
Verkefnið byrjaði sem útskrift-
armynd fyrir Arnfinn Daníelsson,
sem leikur pabbann í myndinni.
Hann er sjálfur veiðimaður og fer
reglulega upp á hálendið og hug-
myndin kviknaði út frá því. Fannar
Smári og Óttar leggja söguna upp
saman en sá fyrrnefndi skrifar hand-
ritið. Með önnur hlutverk í myndinni
fara Margrét Kaaber, sem leikur
móðurina, Ingvar Örn Arngeirsson,
sem leikur soninn þegar hann er orð-
inn tvítugur, Valur Darri Ásgríms-
son, sem leikur soninn átta ára, og
Emma Júlía Ólafsdóttir, sem leikur
systur drengsins. Tvö þau síðast-
nefndu eru frændsystkini Fannars
Smára og segir hann þau hafa staðið
sig með stakri prýði.
Fjármagna úr eigin vasa
Vinnsla við myndina hófst á seinasta
ári en frestaðist ítrekað vegna
heimsfaraldursins. Félagarnir voru
þó staðráðnir að gera myndina og
héldu áfram að þróa hana. Þá eign-
aðist Óttar barn í fyrra, þannig að í
mörg horn var að líta.
Þeir höfðu áform um að sækja um
styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands en
hættu á endanum við það og ákváðu
að fjármagna myndina alfarið sjálfir.
„Það er langt og flókið ferli að sækja
um styrk hjá Kvikmyndasjóði og all-
ir vita að möguleikar þeirra sem ekki
hafa þegar skapað sér nafn í grein-
inni eru ekki miklir. Við ákváðum því
að fjármagna myndina alfarið úr eig-
in vasa. Það er líka góð leið til að
sýna fram á hvað við getum,“ segir
Fannar Smári.
– Er það slagur að hasla sér völl í
kvikmyndageiranum á Íslandi?
„Já, það er slagur. Maður þarf að
búa sér til tækifærin sjálfur en það
er verðug áskorun og gefandi að
þurfa að sanna sig.“
Hann segir stuttmyndina krefj-
andi og skemmtilegt form kvik-
myndagerðar. „Við Óttar erum báðir
heillaðir af þessu formi og það er
mikil áskorun að segja svona knappa
sögu; við erum að tala um á bilinu 15
til 20 mínútur. Það er ekki auðvelt að
segja góða sögu á svo stuttum tíma;
það má ekki ein einasta lína fara til
spillis.“
Beðið eftir snjónum
Tökur á Byl standa yfir um þessar
mundir. Byrjað var í húsi í Borgar-
nesi sem tekið var á leigu en síðan
barst leikurinn til Hveragerðis og í
Þrengslin, í hlöðu við bæinn Ytri-
Þurá í Ölfusi og senn kemur að því
að taka upp í fjallakofa á Hellisheið-
inni. Að því búnu þarf að bíða eftir
snjó á hálendinu, til að klára útitök-
urnar. „Við erum ekki með sér-
stakan stað í huga,“ segir Fannar
Smári, „bara þar sem snjóar fyrst.“
Hann segir þá hafa verið gríð-
arlega heppna með veður meðan á
tökum hefur staðið sem skiptir sköp-
um enda ekki á vísan að róa í þeim
efnum hér um slóðir. Eins og við
þekkjum gerist veðrið varla sérlund-
aðra en á Íslandi. „Það getur verið
krefjandi að taka upp í íslenska veðr-
inu en maður verður bara að rúlla
með því. Fram að þessu hefur veðrið
í tökunum bara verið eins og í hand-
ritinu – sem hlýtur að teljast mjög
sjaldgæft.“
Verkefnið er á áætlun og Fannar
Smári gerir ráð fyrir að eftirvinnslu
verði lokið fyrir jólin. Hvað ætli taki
þá við?
„Að koma myndinni inn á hátíðir
erlendis,“ svarar Fannar Smári.
„Það er mikill meðbyr með íslenskri
kvikmyndagerð, ekki síst stutt-
myndum, og við erum mjög spenntir
að sýna hvað getum og láta á þetta
verkefni reyna.“
Fannar Smári og Óttar eru þegar
farnir að leggja drög að næsta verk-
efni sem jafnframt verður stutt-
mynd. „Ég reikna með að byrja að
skrifa handritið um leið og þessu
verkefni lýkur,“ segir hann og bætir
við að næsta verkefni eftir það verði
vonandi kvikmynd í fullri lengd.
Fannar Smári er 26 ára en kvik-
myndaáhuginn hófst fyrir alvöru
þegar hann fékk myndavél í ferm-
ingargjöf. Þá byrjaði hann að gera
heimatilbúin myndbönd og eftir það
var ekki aftur snúið. „Þetta er það
sem mig langar til að gera í lífinu og
ég er hvergi nærri hættur – vonandi
bara rétt að byrja.“
Arnfinnur Daníelsson og
Valur Darri Ásgrímsson í
hlutverki feðganna í Byl.
Morgunblaðið/Unnur Karen
3.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
VEIKINDI Málmgoðin í Judas
Priest hafa neyðst til að aflýsa
Bandaríkjatúr sínum eftir að gítar-
leikarinn Richie Faulkner var lagð-
ur inn á spítala í vikunni vegna
alvarlegs hjartakvilla. Faulkner er
aðeins 41 árs, langyngstur hins
geistlega bands en þrír meðlima
eru komnir á áttræðisaldurinn. Úti-
lokað er talið að KK Downing, fyrr-
verandi gítaristi Priest, verði feng-
inn til að leysa Faulkner af hólmi
enda hefur hann staðið í hnútukasti
við sína gömlu félaga seinustu árin.
Lagður inn á hjartadeild
Við sendum Faulkner batakveðjur.
AFP
BÓKSALA 22.-28. SEPTEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Bréfið
Kathryn Hughes
2
Þögla ekkjan
Sara Blædel
3
Verstu foreldrar í heimi
David Walliams
4
Minn hlátur er sorg
Friðrika Benónýsdóttir
5
Dagbók Kidda Klaufa 14
– brot og braml
Jeff Kinney
6
Stúlka A
Abigail Dean
7
Fimmtudags-
morðklúbburinn
Richard Osman
8
Sögur og ljóð
Ásta Sigurðardóttir
9
On fire – Iceland’s
youngest volcano
Ari Trausti Guðmundsson /
Ragnar Th. Sigurðsson
10
Sagas Of The Icelanders
Ýmsir höfundar
1
Verstu foreldrar í heimi
David Walliams
2
Dagbók Kidda klaufa 14
– brot og braml
Jeff Kinney
3
Bold – fjölskyldan í klípu
Julian Clary
4
Bangsímon - Þokan mikla
Walt Disney
5
Þín eigin saga Rauðhetta
Ævar Þór Benediktsson
6
Ófriður í grænmetis-
garðinum
Sven Nordqvist
7
Ljóni og Lindís plokka
Guðný Anna Annasdóttir
8
Í huganum heim
Guðlaug Jónsdóttir
9
Kennarinn sem kveikti í
Bergrún Íris Sævarsdóttir
10
Palli Playstation
Gunnar Helgason
Allar bækur
Barnabækur
Fædd árið 1939 og fyrsta árið mitt
bjuggu foreldrar mínir víða í
Reykjavík enda er húsnæðisekla í
Reykjavík alls ekkert nýtt fyrir-
brigði. Foreldrar mínir voru ákaf-
lega bókhneigð og mér er sagt að
þegar þau lögðust til svefns með
mig á milli sín var mér rétt slitur
af ensku blaði svo ég gæti flett ein-
hverju eins og þau, það vantaði
framan á það en ein fyrirsögn á
æsispennandi grein er The
Hungry Man. Foreldrar mínir lásu
allt sem þau komust í, voru bæði
afar vinstrisinnuð og fylgdi þeim
ýmislegt bókatengt, ekki bara um
pólitík heldur er ég enn með bæk-
ur eftir Agötu Christie sem eru
merktar pabba.
Held sjálf upp á
bækurnar hennar.
Fyrsta alvöru bók-
in sem ég fékk í fjög-
urra ára afmælisgjöf
og lét í fyrstu lesa
oft fyrir mig heitir
Mýsnar og myllu-
hjólið, alveg dásamleg bók með
teiknuðum myndum í lit og svo
það sem var svo nýstárlegt: gat í
gegnum bókina. Fyrsta ábending
um hinar mörgu og dularfullu
hliðar bókahönnunar.
Því bók er ekki bara spjöld og
pappírssíður, hún er þrívíð og
teymir lesandann áfram og aftur
og á dýpið ef umbrotið og mynda-
dreifing eru með lesvænum hætti.
Maður les frá vinstri til hægri og
er leiddur áfram af textanum nið-
ur síðuna og svo áfram á næstu
opnu. Á hinum dularfullu,
óþekktu textasíðum sem eftir er
að lesa leynist einhver ný vitneskja
eða óþekktir leyndardómsfullir
hlutir – ef höfundinum hefur tekist
vel upp.
Af bókum bernskunnar standa
Lísa í Undralandi og Lína lang-
sokkur upp úr. Ógleymanlegt var
líka að lesa margar
fullorðinsbækur því
engar hömlur voru
settar á hvað ég
læsi. Ógleymanleg
er bók Selmu Lag-
erlöf um Nils Hol-
gerson sem var
landafræði Svíþjóðar samkvæmt
sýn drengs sem flýgur á baki gæs-
ar yfir landið sitt og
lýsir fyrir ungum
lesendum sínum.
Þvílík hugmynd,
þvílík víðátta sem
blasti við drengn-
um, hugsa sér hvað
börn gátu gert í út-
löndum!
Allar bækur sem börn lesa hafa
áhrif á þau.
Af seinni tíma höfundum held
ég upp á flestar bækur Jóns Kal-
mans Stefánssonar og magnaðar
lýsingar hans á lífi og hugsunum
fólks. Þá er ég hrifin af Guðrúnu
Evu Mínervudóttur, hún kemur oft
verulega á óvart. Ljóðabækur sem
ég gríp stundum í
eru alveg frá Stef-
áni Ólafssyni gegn-
um höfunda í tíð
Jónasar Hallgríms-
sonar til nútímans
með Þorstein frá
Hamri og auðvitað
bókum móður
minnar, Halldóru B. Björnsson.
Svo er Tove Ditlevsen i miklu dá-
læti.
Bækur eru endalaus uppspretta
svara við öllu í lífinu.
ÞÓRA ELFA BJÖRNSSON ER AÐ LESA
Endalaus uppspretta svara
Þóra Elfa
Björnsson er
setjari og fram-
haldsskóla-
kennari á eftir-
launum.