Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 2
Hvað eru aldamótatónleikar? Hugmyndin að aldamótatónleikum kom upphaflega frá Atla Rúnari hjá ARG-viðburðum. Hann langaði að halda stóra tón- leika og átti erfitt með að velja á milli banda. Hann ákvað því að taka stærstu böndin sem voru vinsæl í kringum aldamótin á Íslandi og halda risatónleika. Okkur fannst þetta frábær hug- mynd og ekki skemmdi það að fá að hittast öll aftur og spila saman. Við skelltum svo í tónleika og þakið ætl- aði að rifna af húsinu þannig að við endurtókum leik- inn og höfum haldið fullt af tónleikum síðan víða. Það selst alltaf upp. Það er alveg magnað hvað þetta er vinsælt. Atli segir þetta vera eins og sveitaball á sterum! Hver spilar undir? Hann Vignir Snær í Írafári sér um hljómsveitina og þeir spila undir hjá okkur öllum. Hvaða lög eruð þið að taka? Það eru svo mörg góð lög sem við tökum. Ég tek til dæmis Ég sjálf, Fingur og Allt sem ég sé. Svo heyrast lög eins og Spenntur, Vöðvastæltur, Farinn og Nakinn. Þetta eru lög sem allir þekkja, lög sem voru á toppnum um aldamótin á Íslandi. Eru gestirnir allir yfir fertugu? Nei, það er það sem er svo skemmtilegt. Ég myndi segja að þeir væru frá um tvítugt og upp í fimmtugt. Það eru líka nokkrir fastagestir og mikil nostalgía í gangi. Margir átta sig á því þegar þeir koma að þeir kunna öll lögin og stundum heyrist hærra í salnum en í manni sjálf- um. Hvað ertu annað að sýsla þessa dagana? Ég er með þrjár bækur sem eru að koma út og svo jólaleikrit í Þjóðleikhúsinu. Það er nóg að gera! BIRGITTA HAUKDAL SITUR FYRIR SVÖRUM Sveitaball á sterum Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is S tiklan sem gerð var fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik í Ríkissjónvarp- inu á dögunum hlýtur að vera rosalegasta efni sem framleitt hefur verið í 55 ára sjónvarpssögu þessa lands. Hafiði séð þetta meistara- verk? Ég fékk gæsahúð um allan líkamann, líka milli tánna, meðan stiklan rúllaði í fyrsta skipti yfir skjáinn hjá mér. Lenti hálfpartinn í andnauð. Svo spenntur varð ég og fullur eftirvæntingar að ég svaf ekki svo dögum skipti. Var orðinn allverulega víraður þegar fyrsti þáttur vetrarins fór loksins í loftið í vikunni enda engin leið að misskilja það af stiklunni að nú yrði í eitt skipti fyrir öll gengið milli bols og höfuðs á bófum þessa lands. Bæði Horatio Caine og John Luther fundu til smæðar sinnar úti í lönd- um. Ég sá fyrir mér fíkniefni flæða, blóð renna og byssur hátt á lofti. En hvað var a’tarna? Annars vegar fréttaskýring um offituvanda barna á landsbyggðinni og hins vegar um tortryggni í garð bóluefna! Vodd??? Sannarlega þörf mál og alvarleg en hvar voru byssurnar? Hvar var blóðið? Það hlýtur að renna næst. Meira er um undirheima og drullusokka í nýju þáttunum um Stellu Blóm- kvist í Sjónvarpi Símans Premium. Þar sætir þó mestum tíðindum blæti miðaldra rannsóknarlögreglumanns, vinar aðalsöguhetjunnar, fyrir ak- ureyrsku gleðipoppsveitinni Stuðkompaníinu, þeim góðu drengjum. Sú ágæta sveit reis hæst á ofanverðum níunda áratugnum en er nú ábyggilega flestum gleymd. Kannski getur þessi djöflasýra af sér kombakk? Hver veit? Ekki svo að skilja að erkitöffarinn Stella Blómkvist hafi verið að fíla Magna gítarleikara og þá Örvars- og Ingólfssyni en þegar blætið náði hámarki og rannsóknarlögreglumaðurinn og ráðherra í ríkisstjórn Íslands sungu há- stöfum með smellinum 1700 vindstig í miðju „ródtrippi“ til Kínu reif hún snælduna með offorsi úr tækinu og henti henni út úr bílnum. Hvaða rugl, Stella? Talandi um kombakk þá birtist beinasti fréttamaður Íslandssögunnar, Jóhann K. Jóhannsson, óvænt í þráðbeinni í sjónvarpinu á dögunum – nú hinum megin við míkrófóninn – en kappinn er orðinn slökkviliðsstjóri Fjalla- byggðar. Ástæðan var óheyrileg úrkoma nyrðra. Jóhann var sem fyrr fum- leysið uppmálað í beinni á RÚV og vonandi rignir sem allra oftast og mest þar um slóðir í vetur svo við fáum þennan aufúsugest reglulega heim í stofu til okkar. Ætli Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sé líka fluttur norður? Kveikt í bófum þessa lands Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég sá fyrir mér fíkni- efni flæða, blóð renna og byssur hátt á lofti. En hvað var a’tarna? Signý Björk Kristjánsdóttir Ég þekki ekki James Bond-myndir; hef aldrei horft á neina. SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds James Bondinn þinn? Agnar Óli Grétarsson Örugglega þessi nýi, Daniel Craig. Anna Sigurgeirsdóttir Þessi nýjasti, Daniel Craig. Þórður Kristján Pálsson Sá fyrsti, Sean Connery. Svo var Roger Moore líka góður og mikill húmoristi. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Tvennir aldamótatónleikar verða í Háskólabíói föstudaginn 15. október, klukkan 20.00 og 23.00. Þar spila helstu stjörnur Íslands sem vinsælar voru um aldamótin. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.