Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 8
V ið Vanda Sigurgeirsdóttir, nýkjör- inn formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, horfum yfir fagurgrænan og rennisléttan Laugardalsvöllinn meðan Krist- inn Magnússon ljósmyndari stillir græjum sín- um upp og landsleikurinn gegn Armeníu í karla- flokki, sem fara á fram rúmum sólarhring síðar, berst í tal. „Hefði einhver sagt við mig fyrir ör- fáum vikum að ég ætti eftir að sitja í heið- ursstúkunni á þessum leik við hliðina á forseta Íslands hefði ég farið að hlæja,“ segir Vanda sposk á svip. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er, segir spakmælið, og Vanda er þvert á öll áform tekin við formennsku í KSÍ – og það á snúnustu tímum í sögu sambandsins. „Ég bý hérna rétt hjá og sé skrifstofurnar að heiman og hef stundum velt fyrir mér að gaman gæti verið að vinna hérna. En þá var ég meira að hugsa um fræðslu- og forvarnamál eða annað slíkt sem stendur mér nærri; ég gerði aldrei ráð fyrir því að verða kjörin formaður Knattspyrnu- sambands Íslands. Ekki einu sinni í mínum villt- ustu draumum. Svona getur lífið verið skrýtið,“ trúir Vanda mér fyrir. Hún er að koma beint vestan úr Háskóla Ís- lands, þar sem hún kenndi námskeið um morg- uninn, líkt og hún ætlaði að gera í allan vetur. Vanda er lektor í tómstunda- og félagsmála- fræðum og sérsvið hennar eru meðal annars einelti, börn og náttúra og frítíminn. „Ég er að reyna að losa mig úr þeim verkefnum og hef mætt miklum vilvilja og skilningi hjá Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta menntavísindasviðs, og öðru samstarfsfólki mínu í háskólanum. Ég var búin að taka að mér námskeið og unnið er að því að fá aðra til að hlaupa undir bagga. Síðan fer ég í launalaust leyfi frá HÍ. Sama gildir um fyrir- tækið KVAN, þar sem ég er einn af fjórum eig- endum. Allir boðnir og búnir til að aðstoða. Ég er mjög þakklát fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið frá samstarfsfólki mínu eftir að líf mitt tók þessa óvæntu stefnu.“ Sækist ekki eftir frama og völdum – Þegar Guðni Bergsson, forveri þinn, gekk héðan út fyrr í haust, hugsaðir þú þá: Nú er tækifæri fyrir mig? „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið mikið í að sækjast eftir frama og völdum og ekkert slíkt hvarflaði að mér þegar Guðni hætti. Síðan fór ég að fá áskoranir frá fjölskyldu og vinum og á samfélagsmiðlum, þar á meðal Magnúsi Guð- mundssyni, sem kallaður er Maggi Peran, sem varð til þess að ég fór að hugsa málið. Ég áttaði mig á því að reynsla mín og þekking gætu nýst sambandinu vel við þessar aðstæður en samt sló ég úr og í með þetta til að byrja með. Var síðan eiginlega alveg hætt við.“ – Hvers vegna? „Fyrir utan að vera afskaplega ánægð í starfi mínu í háskólanum stofnaði ég fyrirtæki með eiginmanni mínum og öðrum hjónum, sem við erum að byggja upp, og fannst erfitt að hverfa frá því verki. Ég neita því heldur ekki að ég velti fyrir mér hvort eitthvert vit væri í því að sækj- ast eftir formennskunni í KSÍ; gæti ég ekki bara alveg eins farið inn í næsta geitungabú?“ – Hvað breyttist? „Aldan þyngdist. Fleiri og fleiri skoruðu á mig og það hafði áhrif. Ég er ofboðslega þakklát fyrir allan stuðninginn og þá trú sem fólk hefur á mér. Svo virðist sem fólki finnist ég vera rétt kona á réttum stað akkúrat núna. Og auðvitað rann mér blóðið til skyldunnar. Ég hef verið inni í þessari hreyfingu síðan ég var lítil stelpa og þykir mjög vænt um KSÍ; hér er þrátt fyrir erfiðleikana sem nú steðja að unnið gríðarlega þarft og gott starf. Reynsla mín úr fótboltanum og fræðasamfélaginu hafa búið mig vel undir þetta hlutverk og ég vona að það hjálpi mér að gera gott starf ennþá betra.“ Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta – og ábyggilega ekki síðasta – skipti sem Vöndu rennur blóðið til skyldunnar. Frægt er þegar hún svaraði kallinu og lék einn leik í marki Tindastóls sumarið 2008, orðin 43 ára. ,,Markvörður Tindastóls meiddist og það var hringt í mig klukkutíma fyrir leik,“ sagði Vanda í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn en hún hafði aldrei leikið í marki áður. „Dóttir mín sagði ’mamma varði allt nema tvö’,“ bætti hún við en leiknum lauk með 1:2 sigri Hattar. Auðvitað ekki sambærileg mál en segir okkur þó sitthvað um karakterinn. Kona samtals og samvinnu – Er ábyrgðin að taka við formennskunni í KSÍ ekkert yfirþyrmandi? Það standa öll spjót á sambandinu. „Bæði og. Þetta verður sannarlega áskorun en um leið spennandi verkefni og skemmtilegt. Ég er heldur ekki að þessu ein; ég er kona sam- tals og samvinnu og hér á skrifstofunni vinnur afskaplega gott fólk sem vill hreyfingunni vel, eins og nýja stjórnin, sem ég er að fara að funda með í fyrsta skipti formlega á eftir. Ég vil líka nota þetta tækifæri til að þakka fyrrverandi for- manni og gömlu stjórninni fyrir að hafa skilið vel við og koma þessum erfiðu málum sem komu upp í réttan farveg hjá fagfólki. Þar eiga þau heima og ég ber fyllsta traust til fagfólksins sem fjalla mun um þau. Ólíkt fyrri formönnum, sem hafa getað einbeitt sér að knattspyrnu, þarf ég að einhenda mér í að endurheimta traust, sem hefur laskast, og laga ásýnd og trúverðug- leika sambandsins. Vonandi gengur það hratt og vel, þannig að við getum farið að hugsa og tala um það sem við gerum best, að skipuleggja knattspyrnustarfið í landinu.“ Vanda segir það hafa verið rétt skref hjá KSÍ að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart þessum kynbundu ofbeldismálum og leita eftir aðstoð. „Sérfræðinga í slíkum málum er ekki að finna hér hjá sambandinu eftir því sem ég best veit, ekki einu sinni mig, þrátt fyrir alla mína reynslu af eineltismálum og öðru slíku í mínu fagi, þann- ig að það var mikilvægt skref að kalla eftir að- stoð. Þannig læra menn best. Nú bíðum við bara og sjáum hvað kemur út úr þeirri menningar- breytandi vinnu sem nú er í gangi. Þetta eru grafalvarleg mál og taka þarf á þeim af festu.“ Varð sorgmædd – Hvernig leið þér, sem óháðri manneskju úti í bæ, að fylgjast með atburðarásinni sem fór hér í gang fyrir nokkrum vikum og lauk með afsögn formannsins og stjórnarinnar? „Ég varð sorgmædd, eins og flestir aðrir. Vanda Sigurgeirsdóttir ætlar að leggja mikla áherslu á fræðslu og forvarnir innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ekki í mínum villtustu draumum! Vanda Sigurgeirsdóttir kann að brjóta blað. Hún varð á sínum tíma fyrsta konan til að þjálfa kvennalandslið Íslands í knatt- spyrnu og fyrsta konan til að þjálfa karlalið á landinu, Neista á Hofsósi. Nú er hún sest í stól formanns Knattspyrnusambands Íslands, fyrst kvenna, ekki bara hér heldur í gjörvallri Evrópu. Nóg verður að gera enda hefur gustað um sambandið undanfarið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég áttaði mig á því að reynsla mín og þekking gætu nýst sambandinu vel við þessar aðstæður en samt sló ég úr og í með þetta til að byrja með. Var síðan eiginlega alveg hætt við. VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.