Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 10
Eins og ég segi þá þykir mér ákaflega vænt um
þessa hreyfingu enda hefur hún gefið mér svo
margt sjálfri. Ég fann því til með fólkinu sem
lenti í auga stormsins, Guðna Bergssyni, starfs-
mönnum sambandsins og stjórninni. Ég veit að
þetta mál hefur tekið á og reynst öllu þessu fólki
erfitt.“
Eins og alþjóð veit þá sæta tveir af bestu
knattspyrnumönnum Íslandssögunnar og
átrúnaðargoð þúsunda æskufólks, Aron Einar
Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, nú lög-
reglurannsókn vegna meintra kynferðisbrota.
Þá hefur mál Kolbeins Sigþórssonar farið hátt í
fjölmiðlum, hér heima og erlendis, en ólíkt hin-
um málunum lauk því með sáttargreiðslum fyrir
þremur árum. Eins og aðrir Íslendingar er
Vanda sleginn yfir þessum málum.
„Auðvitað er þetta högg, það er engin leið að
orða það öðruvísi. Enginn hefur þó ennþá hlotið
dóm og líklega er best að tjá sig sem minnst um
þessi tilteknu mál fyrr en rannsókn lögreglu
lýkur, hér heima og í Bretlandi. Mér finnst mik-
ilvægast að búa til traust og faglegt vinnulag
sem tekur við tilkynningum þolenda en einnig
þurfum við að efla forvarnir, með það að mark-
miði að þurfa vonandi ekki að nota þær við-
bragðsáætlanir sem eru í smíðum. Almennt séð
þá hlustar KSÍ á þolendur og fordæmir ofbeldi,
í hvaða mynd sem er. Hlutverk okkar nú er að
búa til umhverfi, þar sem þolendur geta leitað
til okkar.“
– Koma menn sem sæta lögreglurannsókn
ekki til álita í íslenska landsliðið?
„Nei, ekki að mínu mati. Ekki meðan mál eru
í ferli, hvort sem er af hálfu lögreglu eða sam-
skiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Ég
vil þó taka það fram að þetta eru mínar skoð-
anir. Það er starfshópur á vegum ÍSÍ að vinna
að því að búa til reglur fyrir íþróttahreyfinguna
og við eigum eftir að sjá hvað kemur út úr þeirri
vinnu. Mér finnst eðlilegt að fólk stígi til hliðar á
meðan að mál eru til skoðunar. Slík vinnubrögð
eru viðteknar vinnureglur hjá ýmsum stofnun-
um og fyrirtækjum í samfélaginu, sem og
Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR). Varðandi
það hvort menn eigi afturkvæmt þegar mál
þeirra hafa verið leidd til lykta þá segi ég já, að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ég vil búa í
þannig samfélagi, að hægt sé að bæta ráð sitt.
Það þarf þó að meta í hverju tilviki fyrir sig.“
Má ekki endurtaka sig
– Hvernig er best að tækla svona alvarleg mál
gagnvart yngri iðkendum sem líta upp til leik-
manna sem sæta alvarlegum ásökunum?
„Það er eitt af því sem við þurfum að skoða
mjög vandlega hér hjá KSÍ og í hreyfingunni
allri. Mín skoðun er sú að fræðsla og forvarnir
skipti miklu máli í því sambandi og ekki bara
núna meðan við erum í þessum öldudal, heldur
ekki síður þegar við verðum stigin upp úr hon-
um. Við þurfum með öllum tiltækum ráðum að
koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig.“
– Áttu von á að fleiri svona mál komi upp á
næstunni?
„Auðvitað gæti það gerst en ég vona svo
sannarlega ekki. En ef það gerist þá ætlum við
að vera tilbúin með faglega áætlun og þá er ég
ekki bara að tala um KSÍ, heldur íþróttahreyf-
inguna sem heild en ÍSÍ er aðili að þessari
vinnu. Þetta er ekkert einkamál KSÍ eða
íþróttahreyfingarinnar, heldur samfélagslegt
vandamál sem við þurfum að taka á með sam-
stilltu átaki.“
Eitt af því sem Vanda nefnir er að fara með
markvissa fræðslu inn í yngri landsliðin. „Sú
fræðsla er þegar til staðar en maður veltir fyrir
sér, í ljósi umræðunnar, hvort ekki þurfi að
herða róðurinn ennfrekar og hjálpa ungum leik-
mönnum að búa sig undir atvinnumennsku, A-
landsliðið og alla athyglina og álagið sem því
fylgir.“
Sumum fannst ekki nóg að formaðurinn og
stjórnin segðu af sér og vildu að Klara Bjart-
marz, framkvæmdastjóri KSÍ, axlaði líka
ábyrgð og hætti. Hún fór um stund í leyfi en er
nú snúin aftur. Vanda kveðst ber traust til
hennar.
„Já, ég treysti Klöru til að sinna áfram starfi
framkvæmdastjóra. Þessi mál hafa verið erfið
fyrir allt starfsfólk KSÍ, eins og aðra í samfélag-
inu, en ég get ekki byrjaði á því að ganga hér
inn og hreinsa út. Svo mikið veit ég um krísu-
stjórnun. Það væri hvorki faglegt né skyn-
samlegt. Klara hefur unnið hjá KSÍ í meira en
tuttugu ár og býr að mikilli og dýrmætri
reynslu sem mun án nokkurs vafa hjálpa mér að
setja mig inn í mál, afla upplýsinga og taka rétt-
ar ákvarðanir. Vel má vera að ekki séu endilega
allir sáttir við mig en svona er ég og svona vinn
ég. Ég ætla að vera ég sjálf hér eftir sem hingað
til og halda í mín grunngildi í lífinu. Þessi
ákvörðun er í samræmi við það. Á heildina litið
er ég mjög ánægð með starfsfólk KSÍ; það hef-
ur sýnt mikla tryggð við sambandið, ásamt því
að hafa haldið haus við mjög erfiðar aðstæður
og unnið sína vinnu af fagmennsku.“
Ætlar að hlusta á félögin
Vanda minnir líka á að ítarleg greining á við-
brögðum KSÍ við ásökunum um kynferðisof-
beldi standi nú yfir, þar sem hún trúir að hverj-
um steini verði velt við. „Komi eitthvað nýtt
fram eftir þá vinnu tökum við að sjálfsögðu af-
stöðu til þess.“
Vanda hefur skilning á því að allt hverfist um
þessi erfiðu mál og hún þurfi ítrekað að svara
fyrir þau á þessum fyrstu dögum í starfi. Hún
hlakkar á hinn bóginn til að snúa sér að öðrum
verkefnum, svo sem fjárhagsáætlun, mótanið-
urröðun fyrir næsta ár og síðast en ekki síst
landsleikjunum sem framundan eru hjá bæði
körlunum og konunum í undankeppni HM. Þá
hefur hún áform um að heyra í fulltrúum félag-
anna í landinu og kynnast þeirra sjónarmiðum
til margvíslegra mála. „Ég ætla að bjóða félög-
unum á fund í næstu viku á netinu til þess að
koma strax á tengingu. Í framhaldinu mun ég
svo heimsækja þau, eitt af öðru, eins mörg og ég
get. Ég ætla ekki bara að segja að ég sé tilbúin í
samtal – ég ætla að standa við það. Ég get ekki
beðið eftir að kynnast öllu þessu fólki sem lagt
hefur svo mikið á sig í sjálfboðavinnu vegna
ástríðu sinnar og áhuga fyrir íþróttinni.“
Seint verður talað um KSÍ sem kvennavígi.
Sem frægt er voru bara tveir stjórnarmenn af
fjórtán konur í síðustu stjórn og Vanda er fyrsta
konan til að gegna starfi formanns sambands-
ins. Raunar sú fyrsta í gjörvallri álfunni. Leið
kvenna í forystusveit KSÍ hefur ekki alltaf verið
greið en Vanda segir það vera að breytast. Ekki
bara með kjöri hennar.
„Ef ég horfi til baka þá hefur jafnrétti innan
sambandsins ekki alltaf verið upp á marga fiska.
Það verður bara að segjast alveg eins og er.
Staðan er ekki fullkomin í dag en mjög margt
hefur þó lagast, ekki síst á síðustu árum, og nú
eru bæði formaður og framkvæmdastjóri kon-
ur, svo dæmi sé tekið.“
Megum ekki falla af vagninum
Hún segir stöðu kvenna líka orðna mun sterkari
úti í félögunum og nefnir sitt gamla félag,
Breiðablik, sem dæmi en kvennalið þess varð í
vikunni fyrst íslenskra liða til að leika í fyrstu
riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Hjá
Breiðabliki hafa verið teknar ákvarðanir sem
leitt hafa til þess að aðstaða kvenna er orðinn
mjög góð. Það á líka við um Val og fleiri félög.
Sum félög geta þó ennþá gert betur.“
Engin leið er að bera þessa aðstöðu saman
við það sem þekktist þegar Vanda var sjálf að
stíga sín fyrstu skref sem leikmaður í meist-
araflokki á öndverðum níunda áratugnum.
„Þetta eru tveir gjörólíkir heimar – sem betur
fer. Reglurnar á vellinum eru að mestu leyti
þær sömu en þar með er það upp talið. Kvenna-
fótbolti er í mikilli sókn í Evrópu og heiminum
öllum og við Íslendingar höfum borið gæfu til að
vera á þeim vagni. Nú ríður á að falla ekki af
honum. Það eru mikil sóknarfæri í kvennaknatt-
spyrnu án þess að það þurfi að bitna á körl-
unum. Þetta á að styðja hvort við annað og
vinna saman.
Spilaði fyrst með strákum
Vanda fæddist á Sauðárkróki 1965 og fékk ung
áhuga á knattspyrnu. Ekkert kvennalið var á
staðnum, þannig að hún spilaði bara með strák-
unum í yngri flokkunum. Hún fór til náms á Ak-
ureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki
með KA sumarið 1982. Þaðan lá leiðin til Akra-
ness. „KA var í annarri deild og þar sem ég
hafði drauma um að vinna titla og komast í
landsliðið skipti ég yfir í ÍA,“ segir hún.
Það gekk svo sannarlega eftir en Vanda er
einn sigursælasti knattspyrnumaður Íslands-
sögunnar. Hún varð sex sinnum Íslandsmeistari
sem leikmaður með ÍA og Breiðabliki, þrisvar
sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður og þjálf-
ari með Breiðabliki (sem hún þjálfaði í þrjú ár,
frá 1994-96) og þrisvar Íslandsmeistari sem
þjálfari hjá KR. Einnig öll árin sem hún þjálfaði
liðið. Þá varð hún fjórum sinnum bikarmeistari
á Íslandi sem leikmaður og þjálfari og náði einn-
ig góðum árangri í Svíþjóð, þar sem hún lék til
skamms tíma með GAIS. Vanda lék 37 lands-
leiki í knattspyrnu, þar af 28 sem fyrirliði. Ekki
nóg með það, hún var líka liðtækur körfubolta-
maður með Íþróttafélagi stúdenta og lék níu
landsleiki fyrir Íslands hönd. Vanda stundaði
líka aðrar íþróttir, eins og frjálsar, sund, blak,
skíði og skák.
Vanda lagði skóna á hilluna og hætti að þjálfa
Breiðablik 31 árs gömul og gaf þá skýringu á
þeim tíma að hún hefði viljað verja meiri tíma
með eiginmanni sínum, Jakobi Frímanni Þor-
steinssyni, auk þess sem kominn væri tími til að
huga að barneignum. Þau eiga þrjú börn í dag,
Þorsteinn Muna, Þórdísi Dóru og Gunnar Ás-
geir.
Ráðin landsliðsþjálfari fyrst kvenna
Hún var þó hvergi nærri hætt afskiptum af
knattspyrnu en Vanda var ráðin landsliðsþjálf-
ari kvenna árið 1996, fyrst kvenna á Íslandi og
ein af þeim fyrstu í heiminum. Hún hætti með
landsliðið 1998 og tók við KR. Á þeim tíma
fannst henni eiga betur við sig að þjálfa félagslið
en landslið enda hafði hún þannig daglegan að-
gang að leikmönnum sínum en þurfti ekki að
bíða milli landsliðsverkefna.
Vanda og fjölskylda fluttu á Sauðárkrók alda-
mótaárið 2000 og það vakti mikla athygli á vor-
dögum 2001 þegar hún var ráðin þjálfari karla-
liðs Neista á Hofsósi enda varð hún þar með
fyrst kvenna til að þjálfa karla á Íslandi. Þið
munið, hún kann að brjóta blað. Vanda segir
það verkefni hafa verið ákaflega skemmtilegt,
ekki síst að koma strákunum í form!
KR kallaði aftur eftir kröftum hennar 2002 og
þjálfaði Vanda liðið í tvö á. Síðar þjálfaði hún
Tindastól og tók þá fram skóna á ný, Breiðablik
og Þrótt Reykjavík.
Vill sjá fótboltann blómstra
Við komum aftur að KSÍ í lokin. Vanda er kjörin
fram að ársþingi í febrúar 2022 en á ekki von á
öðru en að gefa kost á sér áfram þá. „Planið er
að bjóða mig aftur fram og halda áfram, nái ég
kjöri. Þá tekur við tveggja ára kjörtímabil og við
skulum bara sjá hvernig staðan verður að því
loknu. Ég á þó von á mótframboðum og finnst
það bara eðlilegt í svona fjölmennri hreyfingu“
– Hvar viltu sjá KSÍ að þessum tveimur árum
liðnum?
„Ég vil sjá fótboltann blómstra út um allt
land; sterka grasrót og frábært afreksfólk,
karla og konur. Ég vil líka sjá landsliðin okkar á
stórmótum, það er svo gaman og gefur þjóðinni
svo mikið. Ég vil að sátt ríki innan hreyfing-
arinnar og að allir rói í sömu átt, þó áherslur
kunni að vera ólíkar. Það er ekki til öflugra for-
varnarstarf en íþróttir og það þurfum við að
rækta. Ég vil líka sjá aðgerðaáætlanir í kynferð-
isbrota- og öðrum ofbeldismálum innleiddar á
kjörtímabilinu – en vona hins vegar innilega að
aldrei þurfi að nota þær.“
Þar með birtist framkvæmdastjórinn í gætt-
inni; formaðurinn á að vera mættur á næsta
fund. Togað er í hann úr öllum áttum. Vanda
vippar sér á fætur og kveður með breiðu brosi.
Miklar greinilega ekki verkefnin fyrir sér. Á
leiðinni út horfi ég aftur yfir Laugardalsvöllinn.
Er hann orðinn ennþá grænni?
’
Ég vil sjá fótboltann blómstra
úti um allt land; sterka grasrót
og frábært afreksfólk, karla og
konur. Ég vil líka sjá landsliðin
okkar á stórmótum, það er svo
gaman og gefur þjóðinni svo mikið.
Þjálfarinn og leikmaðurinn Vanda
fær flugferð frá lærimeyjum sínum
og samherjum eftir að Breiðablik
varð bikarmeistari árið 1994.
Morgunblaðið/Bjarni
Vanda stjórnar æfingu hjá
meistaraliði KR sumarið
1999. Ásthildur Helga-
dóttir þiggur góð ráð.
Morgunblaðið/Golli
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021