Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 12
Þ að eru fimmtíu ár frá því að ég kom í fyrsta skipti inn í þennan sal, ég gleymi því ekki. Ég var nýkominn til Reykjavíkur, sat í lands- prófsdeild Hagaskóla hér í ná- grenninu, kom hingað minnir mig á kynningu sem Sinfóníuhljómsveitin var með fyrir skóla- fólk. En þessi salur, ég hafði hreinlega aldrei séð annað eins, hafði aldrei komið í rými þar sem var svona hátt til lofts. Og vítt til veggja. Og hlutföllin rétt og blátt klæði á sætunum, undarlegur og nútímalegur gúmmídúkur á gólf- inu. Þessi frumskynjun á salnum í Háskólabíói tók sér bólfestu einhvers staðar innst í hug- anum og hefur ekki vikið þaðan síðan.“ Þetta sagði Sigurður heitinn Pálsson skáld í ræðu sem hann flutti við skólaslit Mennta- skólans í Reykjavík á 50 ára stúdentsafmæli sínu 2017. Og ennfremur: „Stóri salurinn í Háskólabíói þar sem við erum núna, hann getur kennt okkur ýmislegt. Þetta hús er ekki lítilla sanda, lítilla sæva. Maður finnur að arkitektarnir höfðu ekki asklok fyrir himin. Hugsið ykkur þennan sal, þessa byggingu þegar hún var ekki annað en teikning á blaði. Og hugsum okkur enn lengra aftur á bak, þegar þessi bygging var ekki annað en hugmynd í höfði arkitektanna. Þá var mikils virði að hlusta á innri röddina, hún leiðbeinir. Hún prédikar ekki, hún kennir. Þessi bygging er stór í sniðum af því að hún er stór í hugsun.“ Fleiri merkilegir listamenn hafa átt eftir- minnilegar stundir í Háskólabíói við Hagatorg í Reykjavík; nægir þar að nefna bandaríska djasstónlistarmanninn Louis Armstrong. „Það er gaman að vera kominn hingað. Stórkostlegt. Íslenzku áheyrendurnir, sem ég spilaði fyrir í gærkvöldi, eru að mínum smekk,“ sagði hann í samtali við Matthías Johannessen í Morg- unblaðinu 9. febrúar 1965 eftir að hafa komið fram á einhverjum frægustu tónleikum sem haldnir hafa verið í húsinu. – Þú veizt að það er erfitt að fá Íslendinga til að syngja? spurði Matthías. „Það gerir ekkert, ég finn að það er mikill djass í þessu fólki, það klappar saman lófunum. Það er skemmtilegt. Ég var glaður að geta gert það hamingjusamt.“ – Kveiðstu fyrir að koma til Íslands? „Nei. Ég var fullur af eftirvæntingu. Alltaf ný og ný reynsla, sem bíður manns. Lífið er stór- kostlegt ævintýr. Að kynnast nýju fólki, lönd- um. I love it.“ Því fer víðsfjarri að þetta sé í eina skiptið sem hamingjan hefur ráðið ríkjum í Háskólabíói á þeim sextíu árum sem liðin eru frá því að þetta mikla musteri menningar og lista í þessu landi var tekið í notkun. Og ekki hefur alltaf þurft sjálfan Louis Armstrong til. Einna líkastir harmoníkubelg Fyrir réttum 80 árum var tekin um það ákvörð- un að svonefndur Sáttmálasjóður skyldi eiga og reka kvikmyndahús Háskólans og var það upp- haflega opnað í Tjarnarbíói ári síðar, eða 1942. Það varð fljótt of lítið til hagkvæms rekstrar. Um tíma voru uppi hugmyndir um að reisa nýtt Háskólabíó í Austurstræti, þá á lóðinni milli Þjóðminjasafns og Gamla Garðs, þar sem síðar reis Félagsstofnun stúdenta, en á endanum varð Hagatorg fyrir valinu. Gunnlaugur Halldórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson voru arkitektar hússins en Alexander Jóhannesson háskóla- rektor formaður byggingarnefndar. Auk þess að þjóna sem kvikmyndasalur var húsinu ætlað að hýsa Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem sett var á laggirnar árið 1950, og ýmsa stærri viðburði, svo sem tónleika, fundi og ráðstefnur. Fram- kvæmdir hófust árið 1958 og lauk haustið 1961. Morgunblaðið heimsótti Háskólabíó undir lok ágústmánaðar 1961, þegar framkvæmdir voru á lokastigi, og kom þar fram að húsið er byggt með tilliti til notkunar sem kvikmyndahús og fullkomið hljómleikahús sem tæki 1.000 manns í sæti. Húsinu var síðan lýst af býsna mikilli ná- kvæmi. „Útveggir þess eru eins og menn sjá einna líkastir harmoníkubelg og ýmist kallaðir V- veggir eða harmoníkuveggir. Í hverju vaffi verður komið fyrir plötu á hjörum og er með henni ýmist hægt að gera veggina „harða“ eða „mjúka“, eins og það er nefnt. Þurfa þeir að vera mjúkir þegar kvikmyndasýning fer fram en harðir á hljómleikum,“ stóð í blaðinu. Einnig kom fram að bakveggnum væri hægt að breyta með teppum til þess að milda hljóm- burðinn. Þá væru botnar sætanna „absorber- aðir“ með götóttri plötu og steinull, „þannig að þegar ekki er setið í sætinu á hljómburður í hús- inu að vera líkur og þegar maður er í því. Þann- ig á hann ekki að breytast hvort sem húsið er fullsetið eða ekki. Sýningartjaldið verður mjög voldugt, er 5 tonn að þyngd og er hægt að lyfta því upp í turninn þegar hljómleikar fara fram á sviðinu. Sérstakur útbúnaður verður á sviðinu til þess að hljómurinn sé eðlilegur frammi í sal og til þess að hljómlistarmennirnir sjálfir heyri hann eðlilega.“ Sérlegur tækniráðunautur um hljómburð var dr. Vilhelm Jordan frá Danmörku. Fullkominn hljómútbúnaður Allur var þessi hljómútbúnaður sagður mjög fullkominn. Plötum veggjarins yrði stjórnað með vökvaþrýstingi og rafseglar halda þeim föstum eftir því hvernig þær ættu að vera á hverjum tíma. Búningsherbergi var sagt verða undir sviði en það yrði nægilega stórt fyrir sin- fóníuhljómsveit og kór. Sæti voru sögð rúmgóð og þægileg í húsinu og dúkurinn á gólfinu með svampi og því sérlega mjúkur að ganga á svo og átti hann að þola slit á við þykka gúmmídúka. Þess má geta að upprunaleg sæti eru enn í salnum. Eins mikið af tæknibúnaði, sem þykir dágott eftir sex áratugi. „Margt af þessu er þó að kveðja okkur,“ segir Þorvaldur Kolbeins, rekstrarstjóri hússins í dag, alltaf kallaður Þorri, en á dögunum henti hann til dæmis upp- runalegum loftræstimótor. Gott þykir að slík græja endist í sex til átta ár í dag. Margt hefur verið varðveitt. Þannig er inni á skrifstofu hjá Þorra og Margréti Gunnars- dóttur, fjármálastjóra hússins, flennistór hurð úr stáli. Hún var áður á peningaskáp hússins, sem nú hefur verið hent, enda allir hættir að borga fyrir bíómiðann, poppið og kókið með reiðufé. Í dag er allt rafrænt. „Það gekk mikið á í þrjúbíóinu í gamla daga; þegar peningum var fyrst mokað niður í skúffu og síðan hlaupið með þá sem leið lá inn í pen- ingaskápinn,“ segir Margrét. Hún hefur unnið í Háskólabíói í rúma tvo ára- tugi og Þorri talsvert lengur og tengst húsinu enn lengur. „Ég þekki hjartsláttinn í þessu húsi,“ segir hann. Þorra þykir Háskólabíó hafa elst rosalega vel, að innan sem utan, enda arkitektúrinn langt á undan sinni samtíð. „Við höfum alla tíð passað vel upp á arkitektúrinn og haldið upprunalegum litum á húsinu. Frá því hvikum við ekki.“ Ekkert tildur En hverfum aftur til ársins 1961. Hannes á horninu í Alþýðublaðinu var líka kampakátur í Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Goðsögnin Louis Arms- trong á sviðinu í Há- skólabíói í febrúar 1965. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ekki asklok fyrir himin Sextíu ár voru í vikunni liðin frá vígslu Háskólabíós sem markaði þáttaskil í menningar- og listalífi þjóðarinnar. Loksins var komið til sögunnar hús sem sómt hefði sér vel í hvaða stórborg sem er og gat hýst stærri viðburði á borð við tónleika og ráð- stefnur, auk þess að svala kvikmyndaþorsta landans. Nafnið fór hins vegar ekki vel í alla. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Háskólabíó í öllu sínu veldi. Sinfóníuhljómsveit Íslands kveður Há- skólabíó árið 2011 eftir fimmtíu ár. Morgunblaðið/Kristinn AFMÆLI 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.