Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Síða 15
tökunni, sem kostaði nokkur þúsund dollara.“ Leikstjóri Fiskimannsins frá Galileu var Frank Borzage og aðalhlutverk léku Howard Keel (Símon Pétur), Susan Kohner (Fara prins- essa) og John Saxon (Voldi prins). 45 þúsund sáu Tónaflóð Hver stórmyndin hefur rekið aðra í Háskólabíói síðan. Og einhverjar smærri líka. Eins og geng- ur. 1968 sáu 45 þúsund manns Sound of Music – sem var ekkert smáræði á þeim tíma. Þorri nefnir líka Grease og Top Gun sem eftir- minnilegar metaðsóknarmyndir. Þá náði röðin gjarnan langt út á torg. Íslenskar myndir hafa oft fengið góða aðsókn, svo sem 79 af stöðinni, Óðal feðranna, Punktur, punktur, komma, strik og Með allt á hreinu. Margt hefur breyst til batnaðar á þessum sex áratugum og nefnir Þorri tilkomu surround- kerfisins sérstaklega í því sambandi. „Það var algjör bylting.“ Árið 2002 hætti Háskóli Íslands rekstri á kvikmyndasýningum í Háskólabíói og gerði samning við SAMbíóin um leigu á sýningar- aðstöðunni. Sena tók við þeim rekstri 2007. Af myndum sem sýndar eru í húsinu þessa dagana má nefna Dýrið eftir Valdimar Jóhanns- son og nýju James Bond-myndina, No Time to Die. Vær saa god, Flatöbogen! Af öðrum merkum viðburðum í húsinu má nefna þegar Helge Larsen, menntamálaráðherra Dana, afhenti Íslendingum handritin við hátíð- lega athöfn 1971. „Vær saa god, Flatöbogen!“ Sama ár hélt norski landkönnuðurinn Thor Heyerdal eftirminnilegan fyrirlestur í salnum. Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, hélt þar fund 1963, eins Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, eftir fund sinn með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Höfða 1986. Hann kom svo aftur tuttugu árum síðar. Fimmtíu ára útgáfuhátíð Halldórs Laxness fór fram í Háskólabíói 1969 og fjáröflunar- skemmtun vegna gossins í Vestmannaeyjum 1973. Listaskáldin vondu tróðu þar eftirminni- lega upp 1976, Jerry Seinfeld var með uppi- stand 1998 og Quentin Tarantino með bíókvöld 2005. „Hann var sérstakur – og er,“ segir Þorri sposkur. Árið 2002 fór fram NATO-þing í húsinu og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið þar ófá landsþingin. Söngvakeppni Sjónvarpsins hefur margoft farið fram í Háskólabíói; Frostrósir voru þar oft og seinustu árin Áramótaskop Ara Eldjárns. Margir tengja Háskólabíó líka við jól- in en þar hafa hinir geysivinsælu Jólatónleikar Baggalúts farið fram um árabil; féllu að vísu niður í fyrra vegna heimsfaraldursins. Menn ætla að bæta sér það rækilega upp nú fyrir jólin. Söguveggur í kjallaranum Um allt þetta má lesa á veglegum „söguvegg“ í kjallara hússins, þar sem kaffistofa og búninga- herbergi Sinfóníunnar voru. Veg og vanda af honum eiga Jónatan Garðarsson og Björn G. Björnsson. Frá seinni árum nefnir Þorri sérstaklega ljós- myndasýningar og fyrirlestra Ragnar Axels- sonar ljósmyndara, Tómasar Guðbjartssonar hjartalæknis og Ólafs Þórs Björnssonar augn- læknis sem njóta mikilla vinsælda. Eins fyrir- lestra og ljósmyndasýningar Vilborgar Örnu Gissurardóttur pólfara. Á árunum 1985-1990 var reist viðbygging við húsið sem hýsir skrifstofur og fjóra minni sýn- ingarsali sem samtals taka 817 manns í sæti. Nemendur við Háskóla Íslands hafa verið í tím- um í Háskólabíói frá árinu 1990 en í húsinu fer kennsla fram í fimm sölum bíósins og tveimur kennslustofum. Nemendur við skólann hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum sem haldnir eru á ári hverju í byggingunni. Salir 1 til 5 undirgengust miklar breytingar árið 2008. Sama ár var settur fullkominn tækni- búnaður í salina fyrir ráðstefnur þótt raunar sé sífellt verið að laga og bæta við til þess að halda í við nýjustu tækni. Áfram fjölnota hús Þorri og Margrét horfa björtum augum til framtíðar. „Okkar sýn er sú að húsið verði áfram í sama hlutverki, sem fjölnota hús,“ segja þau. „Hér eru reglulega haldnar stórar ráð- stefnur; stórfyrirtæki var hérna með stóran við- burð um daginn sem teygði sig til fjögurra landa gegnum fjartækni. Húsið er og verður vinsæll tónleikastaður og svo verða hér kvik- myndasýningar á vegum Senu.“ Heimsfaraldurinn rak sem kunnugt er fleyg í þá starfsemi en land er byrjað að rísa á ný. Þorri vill þó sjá þjóðina fara meira í bíó. „Menn spyrja mig stundum hvers vegna myndir séu ekki sýndar í stóra salnum, nema þá helst frum- sýndar, eins og Dýrið um daginn. Þá spyr ég á móti: Hvenær fórst þú síðast í bíó? „Tja, fyrir svona þremur eða fjórum árum.“ Ég hvet ís- lensku þjóðina til að vera duglegri að mæta í bíó; það er og verður einstök upplifun.“ Hann kveðst vera í góðu samstarfi við stjórn hússins sem hafi mikinn metnað fyrir þess hönd en í henni eru Stefán Ólafsson prófessor, for- maður, Guðmundur R. Jónsson, framkvæmda- stjóri HÍ, og Guðrún Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Draugar með þægilega nærveru Ekki er hægt að kveðja Háskólabíó án þess að spyrja út í orðróm um draugagang í húsinu. „Orðróm?“ hváir Þorri. „Það er enginn orðróm- ur; hér er reimt. Það hef ég vitað lengi. Bæði hef ég séð hér skugga sem ég get ekki útskýrt og orðið var við hljóð og umgang. Það er til dæmis reglulega kveikt ljós á klósettinu og halað niður án þess að nokkur sé sjáanlegur á staðnum.“ Agnar Hermannsson, tæknimaður í húsinu, staðfestir þetta með klósettið, þannig að draug- urinn eða draugarnir virðast vera með lélega blöðru. Agnar er stundum einn í húsinu á nótt- unni, vegna vinnu sinnar, og heyrir iðulega hljóð um svipað leyti. „Það er eins og það sé umgang- ur en aldrei neitt eða neinn að sjá. Alls konar smellir líka.“ Margrét, Þorri og Agnar vita ekki hver er þarna á ferð en aðalatriðið er að ekkert þeirra hefur fundið til ótta. „Það er gott á milli okkar, draugsins eða drauganna,“ segir Þorri og Agn- ar bætir við: „Maður venst þessu fljótt, þessi draugur eða draugar hafa þægilega nærveru.“Ljósmynd/Spessi Oftar en ekki var röð langt út á götu þegar vinsælar myndir voru sýndar. Hér bíða menn spenntir eftir að komast á frumsýningu á Rambo II. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Helge Larsen, menntamálaráð- herra Dana, við afhendingu hand- ritanna í Háskólabíó 1971. Flat- eyjarbók liggur á borðinu. Morgunblaðið/Kristinn Fiskimaðurinn frá Galileu var fyrsta kvikmyndin sem sýnd var í Háskólabíói. Þorvaldur Kolbeins, rekstrarstjóri Há- skólabíós, og Yoko Ono eftir tónleika The Plastic Ono Band árið 2010. Halda þarf bíóinu við, eins og gengur. Hér er verið að taka gólf- ið í stóra salnum í gegn árið 2015. Baggalútur í banastuði á Jóla- tónleikum sínum í Háskólabíói. 10.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.