Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.10.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.10. 2021
MATUR
Töfrandi tómatsúpa
Fyrir 4-5
1 laukur (saxaður)
2 gulrætur (saxaðar)
2 hvítlaukrif (söxuð)
50 ml rauðvín (má
sleppa)
40 g hveiti
100 g tómatpúrra
300 ml vatn
2 dósir niðursoðnir
tómatar (með basilíku,
hvítlauk og oregano)
300 ml rjómi
1 msk söxuð basilíka
1 msk grænmetiskraftur
(duft)
30 g smjör
salt
pipar
hvítlauksduft
sýrður rjómi
söxuð basilíka, til að
strá yfir
Steikið lauk, gulrætur
og hvítlauk við með-
alhita upp úr smjörinu
þar til mýkist, kryddið
eftir smekk.
Hækkið hitann, hell-
ið rauðvíninu yfir
grænmetið og hrærið
þar til það hefur að
mestu gufað upp.
Bætið þá hveitinu á
pönnuna og hrærið vel,
næst má setja tómat-
púrruna og hræra sam-
an og þá vatnið, hrærið
áfram vel.
Báðar dósir af tóm-
ötum mega fara sam-
an við ásamt rjóma,
krafti, basilíku og svo
má krydda eftir smekk
og smakka til.
Leyfið að malla í um
30 mínútur við vægan
hita, hrærið í af og til.
Maukið síðan súpuna
með töfrasprota eða í
blandara að 30 mín-
útum liðnum og topp-
ið með sýrðum rjóma,
basilíku og pipar.
Frábært að bera
fram með góðu
brauði, t.d. hvítlauks-
brauði.
Frá gotteri.is
Fyrir 4
1 heill kjúklingur, skor-
inn í bita (má líka nota
bita)
ólífuolía
salt
1 kg litlar kartöflur
2 rauðlaukar, skornir í
báta
2 rauðar paprikur,
skornar í bita
6 stór hvítlauksrif, skor-
in í þunnar sneiðar
1 sítróna, skorin í báta
2 tsk kummín
1 tsk cayennepipar
Hlutið kjúklinginn í
bita ef þið eruð með
hann heilan. Brúnið
bitana í olíu á heitri
pönnu og saltið.
Skrúbbið kartöflur
og skerið í litla báta.
Setjið í skál og hell-
ið smá olífuolíu yfir og
saltið. Leggið kjúk-
lingabitana og kartöfl-
urnar í eldfast mót og
eldið í ofni á 220°C í
30-40 mínútur.
Setjið þá út í fatið
rauðlauk, papriku,
hvítlauk og krydd og
blandið saman við
kjúklinginn og kartöfl-
urnar. Kreistið sítrón-
una yfir og setjið svo
sítrónubitana með í
fatið. Eldið áfram í 15-
20 mínútur.
Berið strax fram
með grófu brauði og
jafnvel salati.
Þessi uppskrift er
einstaklega einföld en
rétturinn á eftir að slá
í gegn á heimilinu.
Frá femina.dk.
Ljúffengur haustkjúlli
Fyrir 6
½ bolli óelduð grjón
2 msk ólífuolía, plús
aðeins meira til að
hella yfir paprikur
1 meðalstór laukur,
skorinn smátt
2 msk tómatpuré
3 hvítlauksrif, rifin
½ kg nautahakk
1 dós tómatar í ten-
ingum
1½ tsk óreganó
gróft salt
nýmalaður pipar
6 paprikur, fjarlægið
innvolsið og toppinn
1 bolli rifinn ostur
steinselja til skrauts
Hitið ofninn í 200°C.
Sjóðið grjónin í
litlum potti sam-
kvæmt leiðbein-
ingum. Hellið olíu á
pönnu og stillið á
miðlungshita. Eldið
laukinn þar til hann
er orðinn mjúkur.
Hrærið saman við
tómatpuré og
hvítlauk og eldið
áfram í um það bil
mínútu. Bætið þá við
nautahakkinu og
eldið þar til eldað í
gegn, hrærið og
brjótið það niður
um leið. Hellið um-
framvökva af pönnu
og blandið grjónum
saman við á pönn-
unni og þar næst
tómatbitunum úr
dósinni. Kryddið
með óreganó, salti
og pipar. Látið malla
í fimm mínútur.
Raðið paprikum
með opið upp í eld-
fast mót og bleytið
aðeins í þeim með
ólífuolíu.
Skiptið hakkinu á
milli paprika og setjið
ostinn yfir.
Breiðið álpappír
yfir og bakið í ofni í
rúman hálftíma. Tak-
ið þá álpappír af og
bakið í tíu mínútur í
viðbót. Skreytið með
steinselju.
Berið fram með
grófu brauði með
smjöri eða ólífuolíu.
Ekki skemmir fyrir að
hafa með gott salat.
Frá delish.com.
Fylltar paprikur
Heitur matur á
haustin vermir!
Þegar hausta tekur er gott að borða mat sem yljar bæði sál og
líkama. Kjöt og kartöflur, súpur og pottréttir er ekta haustmatur
sem öll fjölskyldan mun kunna að meta.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Fyrir 6
500 g nautahakk
1 stór laukur, skorinn
smátt
3 hvítlauksrif, rifin
1 dós nýrnabaunir (hellið
vökva af)
ein paprika, litur er ykkar val
1 flaska passata-tómatsósa
eða tvær dósir niður-
soðnir tómatar (sósa eða
litlir bitar)
salt
1 chilipipar skorinn smátt
2 msk olífuolía
2-3 tsk reykt paprikuduft
2-3 tsk chiliduft
2-3 tsk kummín
1 bolli rifinn ostur
2 bollar basmatihrísgrjón,
(sjóðið í 4 bollum af vatni
og ekki gleyma að salta)
1 bolli sýrður rjómi
nachosflögur
Skerið lauk og papriku
smátt og steikið á pönnu
í ólífuolíu í góðum potti.
Bætið hvítlauk og chili
við og steikið áfram.
Setjið því næst hakkið út
í pottinn og brúnið vel,
hrærið og brjótið hakkið
vel niður. Kryddið með
kummíni, papriku og
salti. Hellið tómatasós-
unni saman við og nýrna-
baununum og hrærið.
Látið malla um stund.
Smakkið og kryddið
meira ef þurfa þykir.
Stráið osti yfir og látið
malla með loki í nokkrar
mínútur áður en þið ber-
ið pottinn fram.
Berið fram með hrís-
grjónum, nachos og
sýrðum rjóma.
Þessi réttur tekur ekki
meira en hálftíma að
elda, hann er til um leið
og grjónin.
Slær alltaf í gegn!
Einfalt chili con carne