Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 2
Hver ert þú, Margrét?
Ég er íslensk kona og hef unnið sem fréttakona, upp-
lýsingafulltrúi og markaðsstjóri og er auk þess móðir
þriggja dætra.
Segðu mér frá þáttunum Heil og sæl?
Hugmyndin spratt upp úr mínum eigin vangaveltum sem
kona, en oft les ég mér til um hvernig við konur eigum
að haga lífi okkar til þess að líða sem best og vera ham-
ingjusamar. Ég réð mig til Heilbrigðisvísindasviðs Há-
skólans í tímabundið starf og þar átta ég mig á því hvað
við eigum margt flott vísindafólk hér á landi sem auðvelt
er að nálgast til þess að fá svör við spurningum sem
brenna á okkur. Ég vildi skoða heilsu Íslendinga en svo
þrengdist fókusinn á konur. Heilbrigði og hamingja er
stór málaflokkur og við slítum ekki í sundur andlega
þáttinn frá hinum líkamlega. Það er samofin heild.
Þú hefur þá ráðist í gerð þátta?
Já, ég hafði samband við Sjónvarp Símans sem hafði
áhuga á þessu. Ég tek viðtöl við hátt í þrjátíu manns;
fólk sem vinnur sem sérfræðingar, vísindafólk og
konur sem segja frá. Við eigum til dæmis met í notk-
un svefnlyfja og notum líka mikið af þunglyndis- og
kvíðalyfjum. Ég vil skoða málin út frá reynslu
kvenna.
Var eitthvað sem kom á óvart?
Já, það kom mér margt á óvart varðandi tíðahvörf,
einkum mýturnar og lausnirnar. Nú veit ég hvern-
ig ég vil tækla það skeið.
Hvað með karlana?
Ég hef fengið fjölda spurninga undanfarið frá
karlmönnum sem spyrja: „Hvað með okkur
karlana?“ Mig langar mest að demba mér í
gerð næstu seríu um flottu íslensku karl-
mennina.
Morgunblaðið/Eggert
MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fókusinn
á konur
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021
Ég ætla að taka hjá þér lífsmörkin og blóðþrýstinginn!“ Hjúkrunarfræð-
ingurinn stóð áræðinn fyrir framan mig, vopnaður litlum vagni með
allskyns búnaði og óteljandi litlum glösum. Það er nú líklega óþarfi,
svaraði ég sposkur. Ég er bara gestur hérna, altso aðstandandi. Ábyggilega
margir sem þurfa meira á þeirri þjónustu að halda en ég. „Ha,“ svaraði
hjúkrunarfræðingurinn gáttaður og sneri sér við á miðjum ganginum. „Nú,
þarna er hann!“ Átti þar við umrenning sem skömmu áður hafði komið inn á
börum og leit ekki bara út fyrir að vera að koma þráðbeina leið úr seinna
stríði, heldur því fyrra líka. Samt var
hann merkilega stóískur og afslapp-
aður andspænis þessum beisku ör-
lögum sínum; var fljótlega farinn að
draga ýsur. Það rann hins vegar upp
fyrir mér ljós. Hjúkrunarfræðing-
urinn hafði fengið skýr fyrirmæli um
að taka lífsmörkin og blóðþrýsting-
inn hjá umrenningnum frammi á
gangi og sumsé ruglast á honum og
mér. Ég get svo svarið það. Ekki
þarf að taka fram að ég er búinn að
reka stílistann minn og er að leita að
nýjum. Einhverjar hugmyndir?
Það er mikil upplifun að koma inn
á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvoginum. Ég hef auðvitað komið þar áð-
ur, bæði sem aðstandandi og sjúklingur, en ástandið hefur aldrei verið neitt í
líkingu við þetta. Slík var traffíkin þennan dag að mér leið meira eins og að
ég væri staddur á alþjóðaflugvelli á borð við Heathrow eða Schiphol en á
spítala. „Ástandið er óvenju slæmt hérna núna,“ sagði hjúkrunarfræðingur
sem ég hitti fyrir á biðstofunni. Engin furða að starfsfólk hafi sent út neyð-
arkall.
Það kannast ábyggilega flestir við bið á bráðamóttökunni en að bíða í hálf-
an fjórða tíma á biðstofunni, eftir að komast inn á deildina sjálfa, er fullmikið
af því góða, sérstaklega þegar fólk er augljóslega þjáð og verkjað. „Það er því
miður ekkert laust pláss inni,“ ítrekaði hjúkrunarfræðingurinn nokkrum
sinnum. Sumir voru hreinlega sendir heim og sagt að koma seinna.
Þegar inn var komið tók við önnur bið frammi á gangi, þar sem fólk í alls-
konar ástandi lá eins og hráviði upp við alla veggi. Aðeins hluta sjúklinga var
boðið upp á stofu eða prívatrými af einhverju tagi. Þyrfti fólk næði var far-
andskilrúmi hent upp við rúm viðkomandi. Skáskjóta þurfti sjúklingum á leið
í röntgen framhjá í rúmum sínum. „Obbosí. Sorrí. Afsakið!“
Eftir sjö og hálfan tíma kom greining og hægt var að stefna skónum heim.
Á leiðinni út veitti ég því athygli að biðstofan var kjaftfull.
Blaðamaður varð
að umrenningi
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Ekki þarf að taka
fram að ég er búinn
að reka stílistann minn
og er að leita að nýjum.
Einhverjar hugmyndir?
Kristín Sigurðardóttir
Ég vildi geta flogið eins og
ofurhetja.
SPURNING
DAGSINS
Hvaða
ofurkrafta
myndir þú
velja þér?
Jónatan Belanyi
Ég myndi vilja hafa þann ofurkraft
að vera ógeðslega heppinn.
Edda Björk Ágústsdóttir
Ég held að ég myndi vilja vera eins
og Flash og geta hlaupið hratt.
Erlingur Þór Gunnarsson
Að fljúga.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Unnur Karen Björnsdóttir
Serían Heil og sæl? fer í
loftið 21. október í Sjón-
varpi Símans, en þætt-
irnir eru framleiddir af
Pegasus og Task 4 media
í umsjón Margrétar Stef-
ánsdóttur. Þeir fjalla um
heilsu og hamingju ís-
lenskra kvenna.
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg