Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021
MADONNA & PINZOLO
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 WWW.UU.IS
SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022
Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót
fyrir fjölskylduna saman!
Við erum með vikulegt beint flug til Ítalíu þar sem
farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum
skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna.
Kláfur tengir skíðasvæðin tvö, svo mögulegt er að
nýta bæði svæðin í sömu ferð.
SKÍÐI
2022PINZOLO EÐAMADONNA
ÍSLENSK
FARARSTJÓRN OG
FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI
INNIFALIÐ Í VERÐI
HOTEL BELLAVISTA 3*- PINZOLO
22. - 29. JANÚAR VERÐ FRÁ 129.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
HOTEL GRIFONE 4* - MADONNA
22. - 29. JANÚAR VERÐ FRÁ 181.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
HOTEL EUROPEO 4* - PINZOLO
29. JAN. - 05. FEB. VERÐ FRÁ 189.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
S
tjórnarmyndunarviðræður
héldu enn áfram og gekk víst
upp og ofan, en mjakaðist þó.
Svona að því marki, sem eitthvað
fréttist út af viðræðum formanna
stjórnarflokkanna. Þeir sátu fastir
við sinn keip um að gera út um út-
afstandandi þrætuepli fyrra kjör-
tímabils, en ræddu þó um sitthvað
fleira, einir síns liðs.
Landsmenn fengu forsmekk af vetr-
inum á sunnudag, þegar vonsku-
veður gekk yfir landið og víða gular
viðvaranir vegna hvassviðris. Öku-
menn lentu víða í vandræðum og
sumir utan vegar.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lögðu
til að þegar yrði ráðist í skipulags-
breytingar og lóðaúthlutun til bygg-
ingar 3.000 nýrra íbúða og tóku bæði
verkalýðshreyfing og samtök at-
vinnurekenda undir það. Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri kærði sig
hins vegar kollóttan og sagði að eng-
ar nýjar byggðir yrðu skipulagðar
fyrr en borgarlínan væri komin um
2034.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrver-
andi forseti Íslands og forvígismaður
Hringborðs norðurslóða, átti óvænt
innlegg í umræðu um orkumál, þegar
hann hreyfði því að útflutningur
hreinnar og endurnýtanlegrar orku
um sæstreng væri tímabært um-
ræðuefni.
Fjör verður á kirkjuþingi, sem stend-
ur út þessa viku, en fram eru komnar
ýmsar umdeildar tillögur um sölu á
24 fasteignum kirkjunnar, breytingar
á stöðugildum í prófastsdæmum og
launakjör presta, fyrst og fremst
hvað varðar aukaverkin. Verkamenn-
irnir í víngarði Drottins eru ekki á
eitt sáttir um þau, en þar kemur 10.
boðorðið m.a. við sögu.
Hús, sem Reykjavíkurborg og Minja-
vernd sömdu um að flytja af Lauga-
vegi og gera upp við Starhaga, var
selt á 50 m.kr. minna en til var kost-
að. Útsvarsgreiðendur fá að greiða
helminginn af því og kaupandinn
þakkar vafalaust fyrir sig.
Jólabókaflóðið er farið að láta á sér
kræla, hvað sem líður pappírsskorti,
en þó er það tíðinda að í ár eru í
fyrsta sinn gefnar út fleiri hljóð-
bækur en verða prentaðar.
. . .
Jóhann Steinar Ingimundarson var
sjálfkjörinn formaður Ungmenna-
félags Íslands. Hann er 47 ára.
. . .
Mitt í kórónukreppunni bárust af því
fregnir að hvergi í löndum Efnahags-
og framfarastofnunarinnar (OECD),
sem í eru öll þróuðustu hagkerfi
heims, væri fátækt minni en á Ís-
landi. Vanhæf ríkisstjórn.
Dómsmálaráðuneytið útilokar ekki
að ef til uppkosninga komi í Norð-
vesturkjördæmi gæti það leitt til enn
fleiri vafatriða en þeirra, sem til um-
fjöllunar hafa verið undanfarnar vik-
ur. Því fögnuðu vafaþingmenn í kjör-
dæminu Limbó.
Síminn hefur komist að samkomulagi
við fyrirtækið Ardian France um að
hefja einkaviðræður um sölu á dótt-
urfélaginu Mílu.
Ekki voru allir á eitt sáttir um að
hluti fjarskiptainnviða kæmist þannig
í erlenda eigu. Sérstaklega var gam-
an að fylgjast með fulltrúa Við-
reisnar, sem fyrir fjórum vikum lagði
mikla áherslu á inngöngu í Evrópu-
sambandið, telja fjarstæðukennt að
útlendingar þaðan fengju að fjárfesta
hér á landi.
Mælingar sýna að land hefur risið
talsvert við Öskju frá því í sumar.
Það er rakið til þess að kvika sé farin
að safnast fyrir grunnt í jarðskorp-
unni og treysta eldfjallafræðingar sér
ekki til þess að útiloka möguleikann á
gosi frekar en endranær.
Maður var handtekinn, grunaður um
að hafa framið rán í apóteki í Vallakór
í uppsveitum Kópavogs. Við það not-
aði maðurinn dúkahníf og huldi andlit
sitt. Hann náði enhverju af lyfjum, en
engan sakaði.
Teppasalinn Alan Talib kveðst í áfalli
yfir þriggja milljóna króna sekt
Neytendastofu, en hún setti nýtt met
í viðbragðsflýti og fjársektum, enda
um útlending að ræða. Að sögn Neyt-
endastofu hafði teppasalanum ekki
tekist að sýna fram á sakleysi sitt,
þann heila dag sem hann fékk ráð-
rúm til þess að svara fyrirspurnum
þess.
Unglingur stakk annan með hnífi við
Breiðholtslaug. Sá særði var færður í
sjúkrahús, en lögregla handtók hinn.
Úr öðrum sakamálafregnum var það
helst að dauðasveitir Matvælastofn-
unar (MAST) ruddust inn á heimili
rímnaskáldsins Ágústs Beinteins
Árnasonar með húsleitarheimild í
leit að gæluref. Var þó hvorki rök-
studdur grunur né órökstuddur um
að nokkur ætlaði sér að éta rebba.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að
helminga metnað sinn við pálmatrjá-
rækt í Vogunum. Það verður víst að-
eins eitt, en upphaflega áttu þau að
vera tvö. Pálmatréð verður haft í
upphituðum glerhjúp og mun á ein-
hvern hátt vera minnismerki um nýja
Íslendinga, rifna upp með rótum úr
fjarlægri paradís og komið fyrir í
köldu og hrjóstrugu landi.
. . .
Nýjar afléttingar sóttvarnatakmark-
ana voru kynntar, en nú mega ekki
fleiri en 2.000 manns koma saman,
því þá kviknar hættan á smiti. Þá
mega öldurhús fyrir náð sóttvarna-
læknis og heilbrigðisráðherra hafa
opið til klukkan eitt á nóttunni, en þá
fer veiran á kreik.
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefnd-
ar Alþingis lét sér ekki nægja hefð-
bundna fundi og gagnaköll, heldur
lagði hún land undir fót og fór í vett-
vangskönnun á Hótel Borgarnesi.
Þar kynnti hún sér aðstæður, sér-
staklega í krókum og kimum. Engu
var líkara en að Barnaby yfirlög-
regluþjónn gengi í salinn á Hótel
Borgarnesi þegar Birgir Ármanns-
son, formaður nefndarinnar, lýsti því
yfir að þangað væri nefndin komin til
þess að leysa ráðgátu.
Áhyggjur hafa kviknað um að jóla-
verslun verði ekki með sama hætti og
vant er vegna bresta í aðfangakeðjum
heimsins. Jafnvel þannig að einhver
jólavara berist ekki fyrr en eftir ára-
mót.
Afkomutölur sjávarútvegsins voru
kynntar á sjávarútvegsdeginum í
Hörpu, en þar kom fram að ekkert
hefði orðið úr samdrætti í sjávar-
útvegi, líkt og óttast var í upphafi
heimsfaraldursins. Tekjurnar 2020
námu 284 milljörðum króna, fjórum
milljörðum meira en árið áður.
. . .
Lögreglustjórinn á Vesturlandi lauk
rannsókn sinni á talningu í Norðvestur-
kjördæmi og komst að þeirri niður-
stöðu að yfirkjörstjórn hefði ekki farið
að lögum um gætilega meðferð kjör-
gagna. Bauð hann kjörstjórnar-
mönnum að greiða sektir. Ingi
Tryggvason formaður vill ekki ganga
að þeirri sátt, en hann er héraðsdómari.
Vísindamenn hafa náð að tímasetja
viðveru norrænna manna í Vínlandi
fyrir nákvæmlega eitt þúsund árum.
Talið er ljóst að þeir hafi verið þar
árið 1021, en sú ályktun er dregin af
mælingum á trjábolum, sem þeir
felldu þar sem nú er L‘Anse aux
Meadows á Nýfundnalandi.
Icelandair skilaði hagnaði upp á tvo
og hálfan milljarð króna á þriðja
fjórðungi ársins, en það er í fyrsta
sinn frá því að heimsfaraldurinn hófst
sem afkomureikningar félagsins eru
ekki löðrandi í rauðu bleki. Þar á bæ
telja menn horfurnar um framhaldið
góðar.
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga staðfestir
að félagið muni aftur veita matar-
gjafir til efnalítilla fyrir komandi jól.
Það er gert með aðstoð hjálparstofn-
ana, en þær áætla að verðmæti gjaf-
anna sé á annað hundrað milljónir
króna.
. . .
Angjelin Sterkaj var í héraðsdómi
Reykjavíkur dæmdur í 16 ára fang-
elsi fyrir morðið á Armando Beqirai í
Rauðagerðismálinu svonefnda, en
þau Sheptim Qerimi, Claudia Sofia
Coelho Carvalho og Murat Selivrada
voru sýknuð af kröfum ákæruvalds-
ins. Dómari fann að störfum lögreglu
í dómnum og verjendur hinna sýkn-
uðu ráðgera skaðabótamál á hendur
ríkinu standi dómarnir.
Loðnuvertíðin hófst og sjómenn
bjartsýnir á aflafeng.
Kjarvalsverk var slegið á tvöföldu
matsverði á uppboði og útlit fyrir að
meistarinn sé að komast aftur í tísku.
Síra Nönnu Sif Svavarsdóttur líst
illa á hagræðingartillögur í manna-
haldi kirkjunnar og telur að þær
muni auka álagið á presta, án þess að
þeir njóti þess í neinu. Hún óttast að
þjónustan minnki og sáluhjálpin þar
með.
Ráðgátur og refir
af ýmsum gerðum
Birgir Ármannsson og félagar hans leiddir um vettvang talningarinnar af Jóni Péturssyni á Hótel Borgarnesi (t.v.).
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þó
17.10.-22.10.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is