Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Qupperneq 8
SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 T veir menn voru fyrr í þessum mán- uði dæmdir í 30 ára fangelsi fyrir að skjóta til bana Derk Wierum, verj- anda lykilvitnis í máli gegn helsta eiturlyfjabaróni Hollands árið 2019. Í liðinni viku hófust réttarhöld gegn tveimur mönnum, sem sakaðir eru um að hafa myrt blaðamanninn Peter R. de Vries með köldu blóði í sumar. De Vries var þekktur fyrir fréttir sínar úr undirheimum Hollands og telur lög- regla ljóst að ástæðan fyrir morðinu sé að hann hafi verið sama vitni innan handar. Bæði þessi morð hafa skekið Holland og hafa verið höfð til marks um það að landið sé að breytast í dópríki þar sem eiturlyfjagengi hafa tögl og hagldir og þeir sem vogi sér að bjóða þeim byrginn séu í bráðri hættu. Í þessum mán- uði var öryggisgæsla Marks Rutte, forsætisráð- herra landsins, sem ávallt hefur hjólað eða gengið í vinnuna, efld vegna þess að vísbend- ingar komu fram um að eiturlyfjamafían hygð- ist ráða hann af dögum eða ræna honum. Ridouan Taghi nefnist foringi eiturlyfja- mafíunnar í Hollandi. Hann situr í fangelsi, en óttast er að hann haldi enn um alla þræði. Hann er talinn standa að baki morðunum, þótt ekki liggi fyrir sannanir. Árlega fara mörg hundruð tonn af kókaíni í gegnum Holland að verðmæti mörg hundruð milljarða evra. Að sögn þýska blaðsins Der Spiegel, sem birti úttekt á ástand- inu í Hollandi fyrir viku, kostar aftaka 50 þús- und evrur (um 7,5 milljónir króna) og er þá allt innifalið; eftirlit með fórnarlambinu fyrir til- ræðið, bifreið til að komast undan, morðvopn og morðingi. „Í vandamálahverfunum í suðaustur- hluta Amsterdam standa strákar í röð til að fá að myrða fyrir gengin,“ segir rannsóknar- lögreglumaður, sem ekki vill láta nafns síns get- ið, við Der Spiegel. Holland er þekkt fyrir að vera opið land og eitt af aðalsmerkjum þess er umburðarlyndi. Mikið frjálsræði hefur ríkt í kringum eiturlyf og hefur marijúana og hass verið selt þar fyrir opnum tjöldum í áratugi. Í skjóli þess þrifust viðskipti með eiturlyf, líka þau sterku, og hark- an í undirheimunum færðist í aukana með morðum og blóðsúthellingum. Afdrifaríkt frjálsræði Fyrir um áratug braust út stríð milli eiturlyfja- gengja og þá hætti ofbeldið að einskorðast við undirheimana. Hrollur fór um samfélagið þegar afskorið höfuð fannst á gangstétt fyrir utan kaffihús. Allt í einu voru ekki aðeins þeir sem tilheyrðu gengjunum í hættu og lágu í valnum, heldur fólk sem lifði borgaralegu lífi. Þeir sem sækja eiturlyfjagengin til saka eru í hættu og sömuleiðis þeir sem leyfa sér að fjalla um þau, lögregluþjónar, lögmenn og blaðamenn. Al- mennir borgarar eru líka í hættu þegar ofbeldið á sér stað á götum úti og ekki er óalgengt að morðingjarnir, sem oft eru ungir, óharðnaðir og taugaveiklaðir, fari einfaldlega mannavillt. Samkvæmt tölum hollenska dómsmálaráðu- neytisins voru framin 178 leigumorð í Hollandi á árunum 2013 til 2019 og létust alls 189 í árás- unum. Flest tengdust morðin gengjastríðinu, en ekki öll. Umburðarlyndið gagnvart „mildari“ eitur- lyfjum má rekja til sjöunda áratugarins. Hin svokölluðu ópíumlög voru sett árið 1976 þar sem skýr greinarmunur var gerður á „hörðum“ og „mildum“ efnum. Litið var á neyslu þeirra „mildu“ sem skaðlausa og sölu þeirra sem hver önnur viðskipti og nú eru rúmlega 160 „kaffi- búðir“ í Amsterdam þar sem kaupa má mari- júana og hass. Þegar ný efni og harðari komu til sögunnar ráku Hollendingar ávallt lestina þeg- ar kom að því að banna þau og ástæðan var ávallt pólitískur þrýstingur að utan. Þegar eit- urlyfin fóru á svartan lista í Hollandi voru hol- lensk eiturlyfjagengi komin með forskot. Yfirvöld lögðu áherslu á heilbrigð- isþáttinn. Takmarka skyldi fíkn og með því að leyfa mildari efnin myndi fólk halda sig frá þeim harðari. Að því leyti virtist stefnan virka og fjöldi andláta af völdum eiturlyfja var í kringum meðaltalið í Evrópusambandinu. Öðru máli gegndi með glæpavæðinguna þar sem salan var leyfð en ekki framleiðslan. Hver viðskiptavinur má ef til vill aðeins kaupa lítið magn í „kaffibúðunum“ en veltan er gríðarleg og farnar eru ólöglegar leiðir við öflun efnisins. Þar komu eiturlyfjagengin til sögunnar. „Kólumbía Evrópu“ Árið 2000 lagði Cyrille Fijnaut, afbrotafræð- ingur og fyrrverandi ráðgjafi stjórnvalda, fram kenningu sem mörgum fannst ögrandi. Hann hélt því fram að Holland væri að verða „Kól- umbía Evrópu“ og rökstuddi það með því að í Hollandi væru líka framleidd eiturlyf í stórum stíl. Það hefði hins vegar ekki verið fyrr en tíu árum sí́ðar að stjórnmálamenn landsins áttuðu sig á hvað staðan væri orðin alvarleg og hverjar hætturnar væru, allt frá peningaþvætti og spill- ingu til aftaka. Þá var hins vegar orðið of seint að bregðast við, að mati Fijnauts. Sá sem leyfi svo umfangsmiklum eiturlyfjaglæpum að dafna geti ekki látið sér koma á óvart þegar „ofbeldi er beitt í baráttu um markaðshlutdeild og gegn ríkinu“, hefur Der Spiegel eftir honum. Vegna áherslunnar í þessum málum var ekki einu sinni til fíkniefnadeild innan hollensku lög- reglunnar. Einblínt var á efnahagsbrot. Fíkni- efnabrot fengu væga meðferð. Saksóknarar fóru ekki fram á nema sex til átta mánaða fang- elsi fyrir að smygla hálfu til einu kílói af hörðum efnum inn í landið. Samkvæmt Der Spiegel var um skeið það lítið að gera í hollenskum fang- elsum að klefar voru leigðir undir fanga frá Belgíu og Noregi. Þegar gengjastríðin brutust út fyrir tæpum áratug stóð lögreglan á gati og hafði litla sem enga þekkingu á undirheimunum. Öll augu beinast nú að glæpaforingjanum Taghi. Hann fæddist í Marokkó árið 1977. For- eldrar hans fluttu til Hollands til að vinna og hann óx úr grasi í Vianen skammt frá Utrecht. 17 ára gamall hætti hann í skóla, fór að selja hass á götum úti og varð hluti af unglingagengi. Hann keypti hass í Amsterdam og seldi í Ut- recht og óx fljótt ásmegin. Brátt fór hann að nýta tengslin við Marokkó og byrjaði að smygla hassi þaðan til Hollands. Árið 2006 fóru kókaín- hringirnir í Suður- Ameríku að smygla í meira mæli um Afríku. Frá Marokkó var kók- aíninu smyglað til Evr- ópu. Þar sætti Taghi lagi. Smyglleiðir sínar fyrir hass gat hann einn- ig notað fyrir kókaín og hvíta duftið var mun ábatasamara. Í gengja- stríðinu, sem hófst 2012, myndaðist tómarúm í undirheimum Hollands. Inn í það steig Taghi og varð valdamesti undirheimaforingi landsins. Lykilvitni varð til þess að Taghi var handtek- inn í arabíska furstadæminu Dúbaí í desember 2019. Yfirvöld gefa aðeins upp nafnið Nabil B. Hann var handtekinn fyrir að hafa ólögleg vopn í fórum sínum. Nabil B. hafði verið í gengi Tag- his og var á vegum þess þegar rangur maður var tekinn af lífi. Nabil B. tók reyndar ekki í gikkinn, en hann var hluti af hópnum sem framdi morðið. Svo óheppilega vildi til að fórn- arlambið var úr valdamikilli glæpaklíku og hún fékk upplýsingar um að Nabil B. hefði verið við- riðinn morðið. Nú hafði Nabil B. fulla ástæðu til að hafa áhyggjur, en staða hans versnaði til muna þegar hann áttaði sig á að hans eigið gengi vildi líka koma honum fyrir kattarnef vegna þess að hann vissi of mikið. Nú var Nabil B. milli tveggja elda og hann kom því þannig fyrir að hann var handtekinn. Og þegar hann var kominn í hendur lögreglu leysti hann ræki- lega frá skjóðunni. Glæpagengin hefna og skapa ótta Nabil B. tengdi Taghi við fjölda morða og tveimur mánuðum eftir handtöku hans sagði lögreglan frá lykilvitni sínu þrátt fyrir að hann hefði lagt vara við því að það yrði gert svona fljótt. Viku síðar var bróðir Nabils B. myrtur. Hann stýrði auglýsingastofu, var ekki á saka- skrá og hafði engin undirheimatengsl. Ári síðar var Derk Wiersum myrtur. Hann var lögmaður Nabils B. Það var ekki hlaupið að því að finna honum annan lögmann. 20 lögmenn höfnuðu boði um að verja hann. Sá sem loks tók verkið að sér gerði það í skjóli nafnleyndar svo hann yrði ekki skotskífa glæpamanna. Hann sást ekki í mynd í yfirheyrslum og rödd hans var breytt. Nabil B. vildi nýjan lögmann og hafði samband við blaðamanninn Peter R. De Vries til að leita hjálpar. Hann útvegaði honum lögmanninn Peter Schouten. Schouten nýtur nú lögregluverndar og aðstoðarmaður hans sömuleiðis. Schouten minnist þess að þeir de Vries hafi rætt hættuna sem þeir legðu sig í með því að bjóða eiturlyfjabarónunum byrginn. Í október í fyrra komust þeir á snoðir um að glæpagengin hefðu lagt fé þeim þremur til höf- uðs. Lögmennirnir Schouten og aðstoðarmaður hans nutu þá fullrar lögregluverndar, en de Vries vildi ekki sjá lífvörð, þannig gæti blaða- maður ekki unnið. 6. júlí var de Vries skotinn á götu úti í gamla bænum í Amsterdam. Hann var hæfður fimm skotum. Níu dögum síðar lést hann á sjúkrahúsi. Yfirvöld eru sannfærð um að ástæðan hafi verið aðstoð hans við Nabil B. Lífið er dýrmætara en fréttin Þessi háskalega þróun í Hollandi hefur haft sín áhrif á störf lögreglu í landinu. Lögreglumenn, sem fást við glæpi tengda eiturlyfjum, gætu verið í hættu. Nöfn lögregluþjóna koma ekki lengur fyrir í málskjölum. Blaðafulltrúar koma oft ekki fram undir nafni. Í málum Taghis og de Vries er passað upp á það að sami lögreglu- þjónninn sitji ekki of oft fyrir svörum þannig að enginn einn maður verði andlit lögreglunnar og þar með skotmark eiturlyfjamafíunnar. Fjölmiðlar þurfa einnig að gæta sín. Í júní árið 2018 var sendiferðabíl ekið inn í höfuð- stöðvar blaðsins De Telegraaf. Maður steig út og kveikti í bílnum með þeim afleiðingum að hann sprakk. Blaðamenn, sem fjalla um afbrot og lögreglumál, gæta sín sérstaklega. Blaða- menn forðast að leggja nafn sitt við fréttir. Regla númer eitt er að lífið sé dýrmætara en fréttin. Regla tvö að skrifa bara það sem lög- reglan hefur þegar komist á snoðir um. Í Der Spiegel er talað við blaðamanninn Paul Vugts, sem hefur notið verndar sömu lögreglusveitar og verndar hollensku konungshjónin frá árinu 2017 vegna þess að glæpagengi vildu hann feigan út af skrifum hans. Hann segist vera með tilbúið efni í frétt, en hefur enn ekki skrif- að hana af því að hann er með meira í höndum en lögreglan. „Ef ég birti fréttina verð ég í sjónvarpinu í tvo daga og svo er málið gleymt,“ segir hann. „En þetta lið gleymir mér aldrei.“ Heimildir: AFP, Der Spiegel, New York Times. Í ógnargreipum eiturlyfjabaróna Maður og kona virða fyrir sér blómahaf í Lange Leidsedwars- straat í Amsterdam þar sem Pet- er R. de Vries var skotinn 6. júlí. Réttarhöld yfir meintum morð- ingjum hans hófust í vikunni. AFP Holland er orðið miðstöð eiturlyfjagengja og þaðan er eiturlyfjum dreift um alla Evrópu. Eiturlyfjabarónarnir hafa dafnað í skjóli um- burðarlyndis gagnvart eiturlyfjum og nú gjalda þeir með lífi sínu, sem þora að bjóða þeim byrginn. Því er haldið fram að ástandinu í Hollandi megi líkja við Kólumbíu og það sé orðið dópríki. Karl Blöndal kbl@mbl.is ’ Bæði þessi morð hafa skekið Holland og hafa verið höfð til marks um það að landið sé að breytast í mafíuríki þar sem eitur- lyfjagengi hafa tögl og hagldir og þeir sem vogi sér að bjóða þeim byrginn séu í bráðri hættu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.