Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Page 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 Li Bai almennt talinn höfuðskáld Tang-tímans. Fyrir þá sem hafa áhuga þá hefur Helgi Hálf- danarson líka þýtt Du Fu í Ljóðum úr austri. „Þarna er verið að yrkja um tilfinningar sem eru til á öllum tímum, söknuð, heimþrá og annað slíkt. Það breytist ekkert. Formið er líka hreint og beint, laust við allt orðskrúð og flúr. Sem bet- ur fer fyrir okkur, annars væri þessi kveðskap- ur ekki eins aðgengilegur,“ segir Hjörleifur. Í bókinni er líka mikið um náttúru- og stemn- ingslýsingar, fjöll og fuglar áberandi, sem vita- skuld getur staðið fyrir margt annað. Hann seg- ir það ekki síður höfða til okkar tíma, en það sem hann hafði fyrst og fremst að leiðarljósi var að velja vísur sem hafa kveikt í honum sjálfum en huga um leið að ákveðinni fjölbreytni. „Þetta eru ekki endilega frægustu vísurnar og ég skoð- aði margar fleiri sem pössuðu ekki endilega í bókina. Svo er auðvitað misjafnlega erfitt að snúa þeim á íslensku; það hafði líka áhrif.“ Kínverjar eru duglegir að halda skáldum frá þessum tíma hátt á lofti og þarlent æskufólk þekkir til flestra þeirra nafna sem koma við sögu í bókinni. Upp úr stendur, að verki loknu, að hægt sé að byggja brú á milli þessara tveggja tíma – og það án teljandi fyrirhafnar. „Þetta er svakaleg brú í tímanum, 1.400 ár, en mun smærri í tilfinn- ingum talið. Það gerir þessi sterki sammannlegi tónn.“ Um er að ræða mikið karlakver, af 20 skáld- um eru tvær konur. Það endurspeglar þó óhjá- kvæmilega þessa tíma, konur voru ekki eins sýnilegar. „Konur náðu engu máli í samfélaginu enda höfðu þær allt á móti sér til að svo gæti orðið.“ Smávegis fróðleikur fylgir Smávegis fróðleikur frá Hjörleifi fylgir hverri vísu í bókinni. Ekki til að stafa kveðskapinn ofan í fólk, eins og hann orðar það, heldur til að setja hann í samhengi og færa nær fólki. „Það væri vondur þýðandi sem þyrfti að útskýra allt fyrir lesendum,“ segir hann sposkur. Tökum sem dæmi kvæði Han San um einbú- ann sem settist að á fjöllum og „stingur hausn- um í lækinn og skolar úr eyrunum“. Þar er vísað til þekktrar sögu um hinn goðsögulega keisara Yao og einbúann Xu You en þeir félagar eiga að hafa verið uppi á þriðja árþúsundi fyrir okkar tímatal. Hjörleifur setur þá líkingu í samhengi með þessum orðum: „Mikið orð fór af lærdómi og snilli einbúans og gerði keisarinn út mann upp í fjall á hans fund til að bjóða honum að ger- ast keisari í sinn stað. Xu You brást við með því að stika að bæjarlæknum og skola svo skamm- arlegt tilboð úr eyrunum.“ Hjörleifur segir þennan gamla kveðskap geta vísað í ýmsar áttir og fyrir vikið sé fróðlegt að velta hlutum sem þessum upp. „Þessar vísur láta alla jafna ekki mikið yfir sér en það má skilja þær á ýmsa vegu.“ Skemmtilegan samanburð er að finna í bók- inni, milli kínverska skáldsins Luo Binwang og Gæsavísu hans og Egils okkar Skallagríms- sonar og Þat mælti mín móðir, en báðir voru þeir sjö ára þegar þeir ortu þessar vísur. Vísa Luo Binwangs er svona: Gæsir gæsir gæsir teygja upp hálsinn og garga. Hvítar fjaðrir fljóta á grænu vatni, busla rauðu sundfitin. Hjörleifi finnst þetta fallega kveðið og ein- hvern veginn passa betur við ungan aldur skáldsins en téð vísa Egils. Af vertíð til Beijing Hjörleifur kveðst hafa verið milli vita á trollbát, nánar til tekið blöðrubát, á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum árið 1976 þegar hann sá auglýs- ingu frá kínverska sendiráðinu á Íslandi um styrk til náms í Beijing. „Ég bjóst ekki við neinu en fékk styrkinn býsna óvænt og gat ekki látið þetta tækifæri mér úr greipum ganga,“ rifjar hann upp. „Kínverjar voru drifnir áfram af já- kvæðri forvitni, stofnuðu til sendiráða víða á þessum árum og sögur fóru af því í Reykjavík að þeir væru jafnvel að bjóða öskukörlum inn í kaffi sem meintir hofmóðugir sendiherrar ann- arra ríkja voru almennt ekki að gera.“ Tveir Íslendingar voru fyrir við nám í borg- inni og einn til viðbótar hélt utan með Hjörleifi um haustið. „Það var skrýtið að koma til Kína en ennþá skrýtnara samt að koma heim aftur. Þá hafði ég vanist mannmergðinni og því að vera hvergi einn, ekki einu sinni á almennings- salernum. Allar götur síðan hef ég aldrei gert kröfu um að vera einn út af fyrir mig. Þegar ég kom heim var ekki nokkur kjaftur á ferð í Reykjavík og ég hugsaði með mér: Hvar er allt fólkið? Í Beijing bjó fólk mikið til úti á gang- stéttum á sumrin enda mun svalara þar en inni í húsunum.“ Á þessum fimm árum sem hann var við nám í Beijing kom Hjörleifur aðeins einu sinni heim í frí, eftir tveggja ára dvöl. Það var langt og strangt ferðalag með Síberíulestinni, meðal annars í gegnum Mongólíu, þar sem skipta þurfti um undirvagn á allri lestarlengjunni, vegna þess að sporið var annað þar en í Kína. Það tók nokkra klukkutíma. „Það var mikil fyr- irhöfn að komast heim, þannig að ég beið með það í þrjú ár, eða þangað til náminu var lokið. Þá kom ég alkominn heim.“ Hann hefur farið nokkrum sinnum til Kína síðan, síðast fyrir bráðum áratug. „Það er dálítið langt síðan ég hef komið en menningin er alltaf jafnrík í manni; hún er sterk og læsir í mann klónum og sleppir ekki. Það er auðvitað bæði til góðs og ills en þetta er alltaf með manni.“ Ekki hefur Hjörleifi þó geðjast að öllu sem fram fer þar eystra og hefur í ræðu og riti verið gagnrýninn á stjórnvöld í Kína, ekki síst eftir hina hræðilegu atburði á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. „Það var afar sárt á að horfa og ég tók þetta mjög nærri mér. Fréttamynd- irnar sem fóru eins og eldur í sinu um heims- byggðina voru gríðarlega sterkar og maður skildi svo vel þessi ungmenni sem voru að mót- mæla. Ríkisvald sem ræðst á eigin þegna er sví- virðilegt en það er gömul saga og ný að alræð- isyfirvöld, sem ekki sækja umboð sitt til valda í almennum kosningum, eru viðkvæmari en stjórnvöld þar sem lýðræði tíðkast.“ Hjörleifur ferðaðist mikið um Kína meðan á náminu stóð og kynntist fólkinu ágætlega. Í Beijing voru þó skráðar og óskráðar reglur gegn of miklum samgangi útlendinga og borg- arbúa. Hjörleifur bjó á stúdentagörðum og verðir fylgdust grannt með því hverjir komu inn á svæðið. „Það voru girðingar víða, ekki síst í höfði fólks.“ – Hvernig upplifðirðu sál þessarar þjóðar? „Mér hefur alltaf fundist Kínverjar vera við- felldið, hjálpsamt og nærgætið fólk. Gott er við það að lynda, þó karlar í valdastöðum geti verið yfirgangssamir.“ – Þegar þú hugsar um Kína, hvort hugsarðu þá um þessa merku menningarsögu eða harð- ræði stjórnvalda? „Hvort tveggja. Stundum er sagt að menn fái þau stjórnvöld sem þeir eiga skilið en ég á vont með að heimfæra þá speki á Kínverja.“ Það voru sárafáir útlendingar í Beijing á þessum tíma, fleiri sunnar í landinu, í héröðum nær Hong Kong, og Hjörleifur viðurkennir að hann hafi til að byrja með upplifað sig eins og Marsbúa. „Sumir voru feimnir við okkur og mæður kipptu gjarnan í hendurnar á litlum börnum sínum þegar maður mætti þeim. Aðrir voru forvitnari og vildu jafnvel fá að snerta mann eða klappa manni eins og hverjum öðrum stórgrip.“ Hann brosir. „Sumir útlendingarnir höfðu gaman af því að láta taka svona eftir sér, ganga um í fóní þjóð- höfðingjafíling, en mér fannst þetta fyrst og fremst skrýtið og útilokandi.“ Þegar Hjörleifur kom fyrst til Kína var hlut- fall háskólanema með því allægsta sem þekktist í heiminum en það hefur breyst mikið. Á þess- um tíma höfðu svonefndir „gong, nong og bing“ forgang að slíkum stofnunum, það er börn verkamanna, bænda og hermanna enda var menningarbyltingin gerð til þess að efla hag hinna vinnandi stétta, eða þannig hljómuðu slagorðin. Ekki var heldur um margt að velja fyrir er- lenda stúdenta, aðeins heimspeki, sagnfræði eða bókmenntir. Hjörleifur valdi síðastnefnda fagið, fyrst og fremst til að eiga þess kost að ná góðu valdi á tungumálinu. „Það hefði verið skrýtið að eyða einhverjum árum í að læra málið og fara síðan í verkfræði eða lögfræði.“ Menningarbyltingin var gagnger umbreyting í samfélagi og stjórnmálum Kína á árunum 1966 til 1976 sem Maó Zedong, leiðtogi Kína, kom af stað. Í menningarbyltingunni glataðist mikið af hinni hefðbundnu kínversku menningararfleifð og hún olli glundroða í kínversku samfélagi og hagkerfi. Hjörleifur kom til Kína undir lok þessa tímabils og segir enn hafa eimt eftir af hugmynd Maós formanns um að heimurinn væri þrískiptur. Í fyrsta lagi risaveldin, Sov- étríkin og Bandaríkin. Í öðru lagi gömul evr- ópsk stórveldi og önnur stöndug ríki, eins og Bretland, Frakkland, Þýskaland og Japan. Og í þriðja lagi fátæk lönd í þriðja heiminum, þar með talin Kína og Ísland. „Það er svo merkilegt að margir virtust átta sig á Íslandi enda er nafn landsins gagnsætt, Bing sem merkir ís og Dao sem merkir eyja. Þetta þótti mönnum forvitnilegt þar eystra. Þorskastríðin höfðu líka vakið mikla athygli og Kínverjum þótti til fyrirmyndar að þetta pínu- litla ríki skyldi standa uppi í hárinu á gamla heimsveldinu Bretum. Sumir höfðu líka lesið „íslenska“ skáldsögu um sjómenn við strendur Íslands sem ég áttaði mig síðar að var eftir Frakkann Pierre Loti og heitir Á Íslandsmiðum í íslenskri þýðingu. Hún fjallar um frönsku duggarana sem komu hingað til veiða.“ Árin sem Hjörleifur var í Kína voru við- burðarík en 1978 flutti Deng Xiaoping hina frægu ræðu sína Pólitík hinna opnu dyra. „Þar var stefna sett á það þjóðfélag sem reis upp síð- ar og menn fóru strax að finna fyrir því. Þetta voru fín og frjó ár, þar sem leit stóð yfir að ein- hverju betra.“ Of snemmt að segja til um það – Hvað finnst þér um Kína í dag? Ríkið gerir sig sífellt breiðara á alþjóðavísu og er meira að segja farið að skipta sér af málum á Íslandi og norðurslóðum enda þótt það eigi ekki land að því svæði. „Það er of snemmt að segja til um það, segi ég bara eins og Zhou Enlai, forsætisráðherra Kína, um frönsku byltinguna,“ svarar Hjörleifur sposkur en Zhou fékk þá spurningu sem frægt er árið 1972. „En vissulega hefur ásýnd Kína breyst en er það ekki bara rauður þráður úr gamalli sögu? Kína er og verður miðjan í huga heimamanna enda þýðir nafnið beinlínis Mið- ríkið. Kína hefur alltaf haft samskipti við um- heiminn, stundum mikil, stundum lítil. Núna eru þau mikil og Kínverjar farnir að leggja belti og braut út um allar trissur. Vilja þeir ekki bara færa varninginn heim, eins og segir í kvæði Jón- asar? Mér finnst líklegra að þeir séu sem fyrr að hugsa um miðjuna í stað þess að ætla að teygja sig um allan heim. Þá vantar hráefni frá Mið- Asíu og Afríku og stunda sín viðskipti út frá sín- um hagsmunum – eins og fleiri þjóðir. Hvað norðurslóðir varðar þá held ég að áhuginn sé fyrst og fremst siglingalegur enda eru Kínverj- ar býsna innilokaðir hvað varðar sjóleiðir og geta ekki siglt eins auðveldlega út um allt eins og sumir keppinautar þeirra.“ Sjálfur mun Hjörleifur meðan hann lifir líta á sig, með orðum Jónasar Árnasonar, sem „sér- legan sendiherra“ Kína á Íslandi. „Sama máli gegnir um hina krakkana sem voru þarna á sama tíma og það breytir engu þó við höfum ver- ið og séum krítísk á stjórnvöld í landinu. Ég hef til að mynda kennt víða og tekið saman bækur til að miðla þekkingu minni og upplifun af þessari dvöl á heimsenda. Ég er stöðugt í tímavél í höfð- inu á mér og mér rennur blóðið til skyldunnar.“ Fyrri bók Hjörleifs, Apakóngur á Silkiveg- inum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, kom út 2008 og fyrir hana fékk hans Íslensku þýðingarverðlaunin. „Það er svo sem ekki merkilegt tempó á þessu hjá mér, 2008, 2021. Með sama áframhaldi verð ég búinn að vera dauður í mörg ár þegar ég kem með næstu bók.“ Hann glottir. Hjörleifur hlaut Íslensku þýðingar- verðlaunin árið 2009 fyrir þýðingu sína á Apakóngi á Silkiveginum, sýn- isbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, sem JPV gaf út. Morgunblaðið/Ómar ’ Það er svo merkilegt að margir virtust átta sig á Ís- landi enda er nafn landsins gagnsætt, Bing sem merkir ís og Dao sem merkir eyja. Þetta þótti mönnum forvitnilegt þar eystra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.