Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Page 17
kjördegi og þó hafði varla nokkur maður eða flokkur
eytt á hana orði í baráttunni. Samfylkingin slóst við
Viðreisn um forystuhlutverkið sem undirlægja Evr-
ópusambandsins og var sú sjón ekki vænlegt aðdrátt-
arafl. Sjálfsagt hafa forystumenn systurflokkanna
gert sér grein fyrir því að snúið væri að heyja kosn-
ingabaráttu þegar eina mál beggja ætti ekki upp á
pallborðið hjá kjósendum. En það rann upp fyrir þeim
of seint og þá var ekki auðvelt að bjóða eitthvað annað
á niðursettu verði.
Draga má drjúgan lærdóm
En hvers vegna hafa mál snúist svona? Það var auðvit-
að mikið áfall fyrir sjálfsánægða í Brussel, þegar
breska þjóðin ákvað, eftir áratuga reynslu, að kveðja
þennan selskap sem gerðist sífellt ágengari. Bretland
er fyrrverandi heimsveldi og þótt nú sé önnur tíð í
þeim efnum þá er það enn á meðal öflugustu ríkja og
með margvísleg tengsl og áhrif sem önnur ríki hafa
ekki. Er þar bæði horft á alþjóðleg fjárhagsleg sam-
skipti og öflug tengsl við ríki Samveldisins, sem nú eru
öll á jafnréttisgrundvelli. En jafnvel slíkt ríki sá að
fullveldisþáttur þess þyldi ekki öllu lengur þetta sí-
freka boðvald. Þó hafði Bretlandi tekist að komast hjá
því að lykkja evrunnar yrði hengd um háls þess, sem
munaði miklu við stýringu eigin mála. Þegar tilraunir
Evrópusambandsins, með stuðningi svikahrappa í
breska þinginu, runnu loks út í sandinn og óvæntur
kosningasigur Johnsons og flokks hans 12. desember
2019 hafði gjörbreytt stöðunni og tryggt útgönguna,
þá var áróðrinum breytt. Eftir að Bretland, sem ætíð
hafði dregið lappir sínar í samstarfinu, eins og það var
orðað, hefði „komið sér burt“ væri loks komið kjörið
tækifæri til þess að þétta og styrkja samstarfið í ESB
og færa nær því að verða eitt ríki, sem keppt gæti við
Bandaríkin.
Reyndin er þó önnur.
Glögg mynd dregin
Fát og fálm í bóluefnamálum varð til þess að þjóðirnar
reyndu að bjarga sér fyrir horn og stórbokkaháttur
ókjörnu yfirstjórnarinnar í Brussel tók um leið að fara
enn meir í taugarnar á einstökum ríkjum sem nú
höfðu ekki lengur stuðning í Stóra-Bretlandi. Í rit-
stjórnargrein í Telegraph í gær sagði að hefði yfir-
stjórn ESB „trúað því að meðvitaðar tilraunir hennar
til að trufla óspart og lengja sífellt í baráttu Bretlands
við að tryggja markmið Brexit væru til þess fallnar að
styrkja til muna vald þess yfir þeim þjóðum sem eftir
sitja, þá hafa þau nú hrokkið upp með andfælum
vegna hatrammrar deilu við pólsku ríkisstjórnina upp
á síðkastið“.
Pólland er sakað um að hafa skaðað hin „lýðræðis-
legu gildi!“ Evrópusambandsins eftir að stjórnlaga-
dómstóll landsins ítrekaði að stjórnlög Póllands væru
framar „Evrópurétti“.
Snemma í vikunni lýsti Ursula von der Leyen, for-
seti framkvæmdastjórnar ESB, þessum ákvörðunum
sem „beinum ögrunum við heilleika lagalegrar skip-
unar Evrópusambandsins og hótaði að viðeigandi
refsiviðbrögðum yrði beitt. Sú aðvörun fylgdi, að léti
ESB undir höfuð leggjast að bregðast mjög hart við
gæti það leitt til þess að sambandið riðlaði til falls.“
Þar eru ekki spöruð stóru spjótin.
Í fyrnefndri ritstjórnargrein segir að Brussel virðist
ganga út frá því og það geri jafnframt þeir evrópsku
leiðtogar sem lengst vilja ganga, að þar sem Pólland
þiggi milljarða evra í niðurgreiðslur frá ESB og þar
sem vitað sé að meirihluti Pólverja sé fylgjandi veru í
sambandinu, þá sé óhætt að taka landið mjög föstum
tökum.
Aðrir telji þó að þar sé gengið of hart fram og of
fljótt og þar sé Merkel kanslari með talin.
Ritstjórnargeininni lýkur svo: „Hvað sem þessu líð-
ur, þá er bersýnilega hætta á að Brussel misreikni sig
í framgöngu sinni. Hafi Brexit getað kennt ESB eitt-
hvað, þá er mikilvægasta atriðið það, að „fullveldi
þjóðar“ er ekki almennt hugtak, sem flýtur með í um-
ræðunni, eins og aðrar klisjur, og skipti í raun ekki
miklu í heimi nútímans.
Þar er þvert á móti um að ræða innihaldsríkt megin-
atriði, sem sker úr um hvort fyrir hendi sé lýðræðisleg
skipan sem virkar út í æsar eða ekki.“
Þetta er ekki flóknara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Í kosningunum hér í lok september fóru
tveir flokkar, Samfylkingin og Viðreisn,
með sömu stefnuna í öndvegi og höfðu sára-
lítið annað fram að færa. Samfylkingin gerði
sér litla eða enga grein fyrir stöðu sinni í að-
draganda kosninganna og taldi sig hafa
stærð og stöðu til að úrskurða hvaða stjórn-
málaflokkar væru „stjórntækir“ á Íslandi!
24.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17