Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 TÓNLIST S túdíó Þórarins Guðnasonar, ávallt kallaður Tóti, er stútfullt af hljóðfærum og tölvum, skjáum og tökkum sem blaðamaður myndi ekki þora að snerta. Það er dregið fyrir glugga, enda gott að loka sig af í dimmunni þegar semja á mystíska kvikmyndatónlist. Tóti hef- ur haft nóg að gera í tónlistinni en hann vinnur nú nær eingöngu við tón- smíðar en gefur sér einnig tíma fyrir hljómsveit sína Agent Fresco. Mögnuð hún systir mín Tóti er umvafinn tónlistarfólki. Faðir hans er Guðni Franzson klarínettu- leikari, kennari og stjórnandi. „Mamma er ekki í músík en heldur því fram að hún komi frá henni,“ seg- ir hann og brosir, en móðir hans er Jóna Fanney Friðriksdóttir. Hálfsystir Tóta samfeðra er í dag einn þekktasti Íslendingur samtím- ans, Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi. „Hildur er sjö árum eldri en ég þannig að hún er nánast kynslóð fyrir ofan mig. Ég var oft þekktur fyrir að vera bróðir Hildar, því hún var lengi mikið í íslenskri tónlistarsenu og er þekkt fyrir það.“ Leistu upp til hennar? „Já, ég hef alltaf gert það. Við er- um mjög góðir vinir og höfum kynnst nú á annan hátt í gegnum alla okkar vinnu saman,“ segir Tóti og segist hafa fyrst unnið með Hildi í kvik- myndinni Sicario 2. Hvernig var að vinna undir hennar stjórn? „Bara frábært. Hún er mögnuð hún systir mín og hefur sannað það vægast sagt,“ segir Tóti sem vann einnig sem hennar aðstoðarmaður við gerð tónlistarinnar í kvikmyndinni Jóker, en eins og alþjóð man sópaði Hildur til sín öllum helstu tónlist- arverðlaunum heims fyrir þá list- sköpun. „Allt ferlið tók eitt, eða eitt og hálft ár. Að vera í þessu aðstoðar- mannahlutverki felur í raun í sér að verða framlenging á hugmyndum tónskáldsins og hjálpa til við að gera sýn þess að veruleika.“ Kom þitt nafn fyrir í kredit- listanum á Jóker? „Ef þú bíður í tuttugu mínútur þá kem ég á eftir kaffimeisturum aðstoð- arleikstjóra,“ segir Tóti sposkur á svip. „Mig minnir að við nafnið mitt hafi staðið: „additional arrangements“.“ Ertu hissa á velgengni Hildar? „Nei, hún á þetta fyllilega skilið. En þetta er auðvitað magnað og ótrúlegt. Hún er brautryðjandi á svo margan hátt í tónlist. Hún er opnari fyrir fleiru og sannari sjálfri sér sem listamaður heldur en gengur og gerist í þessum bransa. Það er svo hætt við að fólk fylgi einhverjum formúlum, þó það sé að breytast,“ segir Tóti og segist sann- arlega hafa fyllst stolti þegar Hildur tók við Óskarsverðlaunum. „Það hefur verið ótrúleg lukka að hafa fengið að vera smá með henni í þessu ferli. Ég er líka þakklátur fyrir að hafa kynnst henni betur í gegnum tónlistina,“ segir hann og segist ef- laust munu vinna meira fyrir hana í framtíðinni. Að keppa við þögnina Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhanns- sonar, er fyrsta kvikmynd sem Tóti fékk að spreyta sig á sem tónskáld. „Þetta var algjört draumaverkefni til að byrja á. Við Valdi náðum vel saman og áttum yndislegt samstarf. Hann er mjög opinn fyrir skrítinni tónlist sem ég tek mjög fagnandi. Ég fékk fyrst handritið og var mjög hrif- inn,“ segir Tóti sem fékk síðan senur sendar sem hann fór að vinna með. „Valdi var með hugmyndir um tón- listina sem ég byggði á, en í myndinni er þögnin mjög sterk. Það var mjög mikilvægt að skemma ekki þessa magnþrungnu þögn sem ríkir í sveit- inni og sem ég þekki sjálfur vel þar sem ég er alinn upp í sveit fyrir norð- an. Það þarf að virða þögnina; hún getur verið besta músík í heimi,“ seg- ir hann. „Myndefnið er svo sterkt í mynd- inni og talar sínu máli og ég held að það sé mjög mikilvægt að tónlistin bæti við en reyni ekki að taka yfir. Valdi hafði á einhverjum tímapunkti hugsað sér að hafa hana alveg þögla. Þannig að ég var að sumu leyti að keppa við þögnina.“ Nú hefur myndin verið að gera það gott víða um heim, ertu hissa á því? „Dýrið er að fara töluvert víðar en ég gerði ráð fyrir þegar ég hóf að vinna að henni. Þetta er furðuleg mynd með nýrri nálgun í íslenskri kvikmyndagerð. En hún er gullfalleg og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í svona vel heppn- uðu verkefni sem mínu fyrsta,“ segir Tóti og segist viss um að myndin opni honum fleiri dyr í framtíðinni. Hefur ekki orðið vakning í kvik- myndatónlist undanfarið? „Það hefur orðið rosaleg breyting undanfarin ár. Ég hef verið stálhepp- inn að fá að vinna með fólki sem hefur átt þátt í þeirri hreyfingu sem er að eiga sér stað í kvikmyndatónlist. Það eru að opnast nýjar gáttir í þessu list- formi og hún er að verða sífellt áhugaverðara listform í stöðugri þró- un. Hildur systir og Jóhann Jóhanns- son eiga stóran þátt í þeirri breyt- ingu,“ segir Tóti. „Það eru furðulega margir Íslend- ingar að gera það gott í kvikmynda- tónlist enda er þetta frábær vett- vangur til tónsköpunar og skapandi samstarfs.“ Í rokkstússi í mörg ár Aðspurður hvaða leið Tóti fór í tónlist segist hann hafa byrjað ungur á fiðlu en fært sig yfir á gítar sem unglingur. Hann lærði á gítar í FÍH og fór þaðan í tónsmíðar í Listaháskólann. „Ég hef verið í rokkstússi í mörg ár og er enn,“ segir Tóti en hann spilar í Agent Fresco, hljómsveit sem stofn- uð var 2008 og er enn starfandi. „Í framhaldi af náminu fór ég til Berlínar og vann hjá Jóhanni Jó- hannssyni sem aðstoðarmaður. Ég bjó þar meira og minna í þrjú ár og fór yfir til Hildar þegar hún fór að fá stór verkefni.“ Hvað varstu að vinna með Jó- hanni? „Ég gerði mikið af útsetningum fyrir hann og spilaði með honum á tónleikum þar sem ég útsetti líka. Við tókum nokkra túra með strengja- sveitum og kórum,“ segir hann og segist hafa lært heilmikið af Jóhanni. Tóti gefur sér enn tíma til að spila með Agent Fresco. „Við erum svo gott sem búin með plötu sem hefur verið lengi í vinnslu, og kemur út á næsta ári. Við höfum ekki spilað mikið undanfarin ár, það var auðvitað Covid og margir af strákun- um að stofna fjölskyldur, en hjarta mitt er enn 100% í Fresco. Ég er mjög stolt- ur af hljómsveitinni; hún er ekki að elta neina strauma. Við erum bara að skapa okkar tónlist úr okkar hugarheimi og vonandi nennir fólk að hlusta.“ Útrás í hinu drungalega Er eitthvað á döfinni? „Já, það er eitthvað að malla, frek- ar stórt,“ segir Tóti dularfullur á svip og segist ekki mega gefa meira upp í bili. „Þó ég sé að byrja á mínum ferli sem kvikmyndatónskáld finnst mér gaman að vinna með öðru fólki og vona að ég haldi því áfram. Ég var til dæmis að vinna að tónlistinni í Kötlu með Högna og er núna að vinna með Ólafi Arnalds í sjónvarpsseríu sem hann er að gera.“ Nú er Katla, Jóker og Dýrið alvar- legt og jafnvel drungalegt efni. Hef- urðu samið fyrir gamanefni? „Ég hef ekki gert það og veit ekki hvernig það myndi þróast. Það hefur ekki dottið inn á borð hjá mér enn,“ segir hann og hlær. „Við Hildur erum býsna lík að því leyti að eins lífsglöð og við erum og alls ekki dimm og drungaleg, þá fáum við útrás fyrir það í tónlistinni. Kvik- myndatónlist er gott tæki fyrir slíka útrás.“ Við förum að slá botnið í samtalið en Tóti segir að lokum: „Það eru svo mikil forréttindi að fá að vinna að list allan daginn af heilum hug.“ Þögnin getur verið besta músík Tóti Guðnason, tón- skáld og tónlistar- maður, segir það for- réttindi að fá að starfa við tónlist alla daga. Morgunblaðið/Ásdís Tónskáldið Tóti Guðna- son samdi tónlistina við kvikmyndina Dýrið en áður hafði hann unnið sem aðstoðarmaður hjá systur sinni Hildi við gerð tónlistar við Jóker. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Það var mjög mikil- vægt að skemma ekki þessa magnþrungnu þögn sem ríkir í sveitinni og sem ég þekki sjálfur vel þar sem ég er alinn upp í sveit fyrir norðan. Það þarf að virða þögnina en hún getur verið besta músík í heimi. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2022

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.