Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021 KVIKMYNDIR H in mexíkóska Edna Lupita tekur vel á móti blaðamanni í hlýlegri Vestur- bæjaríbúð sinni og skellir á borð bæði vínarbrauðum og brauði með rækjusal- ati. Edna sýpur á heitu tei og segir blaðamanni frá ævintýrinu með Ásthildi Kjartansdóttur og Önnu Þóru Steinþórsdóttur, leikstjórum heim- ildarmyndarinnar Ekki einleikið. Í myndinni fær Edna leikarana Sólveigu Guðmundsdóttur og Val Frey Einarsson með sér í það sem hún kallar „tilfinningalegt og afhjúpandi ferðalag“, en Edna vinnur á Batamiðstöðinni LSH á Kleppi og hefur unnið fyrir Hlutverkasetur sem dans- og leiklistar- kennari. Alltaf best í dansi Edna hefur upplifað tímabil þunglyndis og sjálfsvígshugsana, en hún hefur verið greind með geðhvörf. „Ég er fædd í Mexíkóborg árið 1974. Ég man eftir mér strax sem barn að upplifa þung- lyndi. Ég man þegar ég var sex ára þá vildi ég bara deyja og ég vildi oft flýja. Ég átti góða foreldra en þau voru mjög ströng. Ég mátti lít- ið fara út að leika mér því mamma var svo hrædd um að mér yrði rænt,“ segir Edna og segist einnig hafa verið í afar ströngum nunnu- skóla þar sem henni var gjarnan haldið inni í frímínútum fyrir að hafa ekki skilað heima- vinnu. „Skólinn gerði mig mjög þunglynda. Ég var mjög einmana og svo var ég lesblind og örugg- lega tölublind líka. Það tekur langan tíma fyr- ir mig að læra og ég þarf alltaf að meiri tíma en aðrir. En í dansi og leiklist var ég alltaf best.“ Gott að tala um sögu sína „Ég kom til Íslands á síðustu öld, árið 1998 með þáverandi eiginmanni mínum, Pétri. Við erum enn miklir vinir og eigum þrjár stelpur saman. Nú er ég búin að vera jafnlengi á Ís- landi og í Mexíkó,“ segir Edna sem byrjaði á því að fara hér í Háskóla Íslands þar sem hún kláraði BA-nám í spænsku en Edna segir það hafi tekið sig langan tíma að aðlagast íslensku samfélagi; veðrinu og tungumálinu. „Ég fór svo að kenna dans í Kramhúsinu árið 2004 og þá breyttist líf mitt því þá fannst mér ég hafa meira hlutverk í samfélaginu. Ég kenndi svo dans í tveimur grunnskólum og fór svo að sækja mér kennararéttindi í Listahá- skólanum. Þar voru dansarar og leikarar í leik- listardeild og lærði ég leiklistaraðferðir. Ég út- skrifaðist svo þaðan með kennararéttindi en þá kom hrunið og það var hætt að kenna dans í skólunum og ég varð atvinnulaus,“ segir hún. „Ég varð þá þunglynd og fékk meðferð hjá Hvítabandinu, sem er göngudeild Landspít- alans, og þar lærði ég hugræna atferlis- meðferð. Ég fann þá hversu sterkt það væri að fólk myndi tala um sögu sína til að læknast, sem er líka hægt með leiklist. Þannig að ég hugsaði að það væri gott að blanda saman sál- fræðimeðferð og leiklist.“ Þerapía í gegnum leiklist „Ég er að þróa nýja aðferð við þerapíu í gegn- um leiklist og aðferðin þróaðist enn frekar við gerð myndarinnar. Í námi mínu í Listaháskól- anum komst ég að því hversu skemmtilegt það er að kenna leiklist, en ég er ekki menntaður leikari, heldur dansari,“ segir hún. „Árið 2012 ákvað ég að taka þátt í starfi Hlut- verkaseturs, aðallega til að hjálpa sjálfri mér. Ár- ið 2015 stofnuðum við Leikhópinn Húmor – Geð- veikt leikhús fyrir alla! Markmið okkar Húmor- ista er að gera sýningar sem skipta máli og taka virkan þátt í baráttu og umræðum um geðheilsu- mál. Leikhópurinn samanstendur af fólki úr ýmsum áttum. Nokkur okkar hafa glímt við geð- sjúkdóma en ekki allir, einnig er þar myndlistar-, tónlistar- og leiklistafólk og síðast en ekki síst sálfræðingar og iðjuþjálfar,“ segir hún. „Ásthildur fékk fljótlega áhuga á þessari þerapíu og hvernig hægt er að hreinsa burt áföll með leiklistarþerapíu og fannst spenn- andi að fókusera á hana í myndinni. Ég vinn við það þó ég megi í raun ekki kalla mig leik- listarþerapista,“ segir Edna. „Þær Ásthildur og Anna fylgdu mér eftir í sex ár, og myndin er sjötíu mínútur. Ég vona að fólk sjái hversu miklir snillingar þær eru,“ segir Edna en í myndinni leika Valur og Sól- veig senur úr lífi Ednu, en spinna oft sjálf út frá eigin reynslu. „Ég táraðist oft þegar þau túlkuðu mínar sögur.“ Upphafið að einhverju stærra Edna segir að draumurinn sé að fara lengra með þetta verkefni og segist jafnvel stefna á leikna kvikmynd. „Og vinna svo Óskarsverðlaun!“ segir hún og hlær dátt. „Mig langar lengra með þetta því ef þessi mynd gengur vel er þetta bara upphafið. Það er markmið okkar að fara með myndina lengra. Við erum alltaf að horfa á sögur sem eru byggðar á raunveruleikanum,“ segir Edna og hvetur fólk til að sjá myndina. „Fólk hefur ennþá tækifæri til að sjá mynd- ina Ekki einleikið þessa dagana í Bíó Paradís, en síðar verður hún sýnd á RÚV. Það mundi gleðja okkur mikið að sjá fólk í Bíó Paradís,“ segir Edna brosandi. Að hreinsa burt áföll með leiklist Heimildarmyndin Ekki ein- leikið er um afhjúpandi ferða- lag Ednu Lupitu Mastache þar sem hún dregur fram erfiðar minningar í leit sinni að tengingu við geðveikina og sjálfsvígshugsanirnar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ég er að þróa nýja aðferð við þerapíu í gegnum leiklist og aðferðin þróaðist enn frekar við gerð myndarinnar,“ segir Edna. Morgunblaðið/Ásdís Edna og leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir eru í heimildarmyndinni Ekki ein- leikið sem fjallar um hvernig leiklistarþerapía getur hjálpað fólki. Kvikmyndagerðarkonurnar Ásthildur Kjartansdóttir og Anna Þóra Stein- þórsdóttir fylgdu Ednu eftir í sex ár við gerð myndarinnar Ekki einleikið. Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.