Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.10. 2021
LESBÓK
SPÉ Michael Caine gat ekki varist hlátri fyrir skemmstu
þegar hann fékk sent handrit að kvikmynd, þar sem
hann var beðinn um að leika mann á harðakani undan
forhertum glæpamönnum. „Ég get ekki gengið, hvað þá
hlaupið,“ útskýrir hinn 88 ára gamli breski leikari í The
Guardian. Hann gengur við staf og er slæmur í bakinu.
Caine hefur verið virkur í leiklistinni fram á þennan dag
en lætur að því liggja í viðtalinu að nú sé mál til komið
að rifa seglin. „Ég hef leikið í 150 myndum. Ætli það sé
ekki nóg?“ Það þýðir væntanlega að Best Sellers, þar
sem hann leikur úrillan eldri rithöfund, verði hans síð-
asta mynd. Hún var frumsýnd á dögunum en tekin upp
fyrir tveimur árum. „Skrýtið að tala um hana núna,
minnið er ekki eins og það var,“ segir hann.
150 bíómyndir eru nóg
Michael
Caine er
engum líkur.
AFP
ORKA „Geturðu ímyndað þér hvernig er að
vera giftur mér? Hvernig er að vera barnið
mitt? Ég er svo orkumikil, einbeitt og bý að svo
mikilli drift. Veistu af hverju? Mottóið mitt er: Ef
ekki nú, hvenær þá? Ef ekki ég, hver þá? Ég vil
hafa stjórn á örlögum mínum, sköpuninni, meðan
ég er hér,“ segir bandaríska leikkonan Jamie
Lee Curtis í eldhressu og skemmtilegu við-
tali í breska blaðinu The Independent.
Þess má geta að hún hefur verið gift sama
manninum í 37 ár, leikaranum Christopher
Guest, sem margir tengja helst við spé-
bandið Spinal Tap, og á með honum tvö
uppkomin börn. „Þau eru bæði æði.“
Jamie Lee Curt-
is kann illa við
sig í lognmollu.
AFP
Hvernig er að vera giftur mér?
Ann Wilson er enn í fullu fjöri.
Gömlu kynnin
gleymast ei
LUKKA Aðdáendur Heart komust í
feitt á sólótónleikum Ann Wilson,
söngkonu bandaríska rokkbandsins
vinsæla, í Seattle um síðustu helgi.
Þá steig á svið með henni enginn
annar en gítarleikarinn Roger
Fisher sem upphaflega var í Heart
og samdi smelli á borð við Crazy On
You og Barracuda. Hann vék úr
bandinu árið 1979 þegar slitnaði
upp úr ástarsambandi hans við
Nancy Wilson, systur Ann og gítar-
leikara í Heart. Þau gátu ekki hugs-
að sér að vera lengur saman í
hljómsveit. Til að flækja málið enn
frekar fyrir ykkur þá sló Ann sér
um tíma upp með Mike Fisher,
bróður Rogers, sem var umboðs-
maður Heart á áttunda áratugnum.
E
f marka má þjóðtrúna er
mánudagur til mæðu og yrð-
um við beðin um að velja
uppáhaldsvikudaginn okkar myndu
líklega fæstir nefna þann annars
ágæta dag. Ég meina, fimmtudagur
er til frægðar, föstudagur til fjár,
laugardagur til lukku og sunnudag-
ur til sigurs, samkvæmt sömu trú.
Allt talsvert meira aðlaðandi, ekki
satt? Eigi að síður er mánudagur
vinsælt yrkisefni í dægurlögum og
hefur verið lengi – kannski ekki síst
mæðunnar vegna. Ekkert er jú
skáld án þjáningar.
Hvað með til dæmis aumingja Sú-
sönnu Hoffs í The Bangles sem var
að kyssa sjálfan Valentínó í kristals-
bláu flæðarmálinu á Ítalíu þegar
bannsett vekjaraklukkan hringdi á
slaginu sex? Og hvaða dagur var?
Jú, enn einn manískur mánudagur
og hún varð að drattast á fætur til að
hafa fyrir salti í grautinn. „Ég
vild’ða væri sunnudagur,“ söng hún
seiðandi röddu í Manic Monday
1986, „því að hann er fagur.“ Í of-
boðslega lauslegri þýðingu. Ekki
bætti úr skák að hún var sein fyrir
og hefði ekki nægt að hafa flugvél til
að mæta í vinnuna á réttum tíma.
Dæmigerður mánudagur, maður!
Morð og
mannraunir
Mánudagar hafa orðið mörgum poppurum að
yrkisefni gegnum tíðina – sjaldnast þó af góðu,
samanber I Don’t Like Mondays, Blue Monday,
Stormy Monday og Manic Monday. En við eigum
líka bjartari brag, eins og New Moon on Monday.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sir Bob Geldof byggði hið fræga lag sitt I Don’t Like Mondays á sönnum at-
burðum. 16 ára stúlka hóf skothríð fyrir utan barnaskóla í Bandaríkjunum.
AFP
Var Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, að spá falli kommúnsmans í Austur-
Evrópu í New Moon on Monday eða hafði kærastan hans bara á klæðum?
Morgunblaðið/Hari
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Við komum víða við í ár, heimsækjum
fjölda fólks og verðummeð fullt af
spennandi efni fyrir alla aldurshópa.
Kemur út 25. 11. 2021
Morgunblaðsins
Jólablað