Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.10.2021, Qupperneq 29
Þessar raunir eru þó hjómið eitt
samanborið við það sem gengur á í
líklega frægasta mánudagslagi allra
tíma, I Don’t Like Mondays með
sjálfum Sir Bob Geldof og írska
rokkbandinu Boomtown Rats. Það
byggist á sönnum atburðum en 29.
janúar 1979 hóf sextán ára stúlka,
Brenda Ann Spencer, skothríð fyrir
utan barnaskóla í San Diego í
Bandaríkjunum og myrti tvo full-
orðna og særði átta börn og einn lög-
reglumann. Hún var tekin höndum
en sýndi enga iðrun. Spurð hvað
henni hefði gengið til yppti Spencer
bara öxlum og svaraði: „Ég kann
ekki að meta mánudaga. Þetta lífg-
aði upp á daginn.“
Lagið kom út þá um sumarið og
var umdeilt. Fjölskylda Spencers
reyndi meðal annars að koma í veg
fyrir útgáfuna. Síðar fékk Geldof
bréf frá Spencer sjálfri, þar sem hún
þakkaði honum fyrir lagið; það hefði
gert hana heimsfræga. „Með því er
ekki gaman að lifa,“ sagði hann.
Spencer er 59 ára í dag og situr enn í
fangelsi. Geldof er auðvitað fræg-
astur sem upphafsmaður Live Aid-
tónleikanna.
Það er heldur ekkert sérstaklega
létt yfir sögumanni í hinum fræga
smelli bresku nýbylgjusveitarinnar
New Order, Blue Monday, frá 1983.
Hann gerir þar upp við einhvern
samferðamann sem hann hefur farið
halloka í samskiptum við. Svo sem
sjá má hér:
I see a ship in the harbor
I can and shall obey
But if it wasn’t for your misfortunes
I’d be a heavenly person today.
Sumsé tómt vesen. Mánudagur
kemur að vísu aldrei fyrir í text-
anum en á hvaða öðrum degi getur
uppgjör sem þetta farið fram?
Í enn einum frægum smelli frá
1971, spyrða Carpenters-systkinin
mánudaga og regndaga saman,
Rainy Days and Mondays. Og hvað
gera þeir dagar? Jú, draga mann
niður. Sögumaður lýsir sér sem „ein-
mana trúði“ sem talar við sjálfan sig
og líður eins og farið sé að slá í sig.
Honum finnst hann hvergi tilheyra
en veit þó af einhverjum sem ann
honum og gerir sér líka grein fyrir
því að þetta kemur til með að líða
hjá. Þegar styttir upp og mánudeg-
inum er loksins lokið.
Byrjar vel en endar illa
Þegar hlustað er á Monday, Monday
með bandarísku þjóðlagasveitinni
The Mamas & the Papas frá 1965
gæti maður til að byrja með haldið
að mánudagar væru hreint ekkert
svo slæmir. „Er mér svo góður,“
syngja þau hástöfum. En síðan syrt-
ir í álinn og áður en yfir lýkur er
sögumaður orðinn óhuggandi vegna
þeirrar mæðu sem dagurinn færir
honum. „Honum er ekki treystandi“,
„mánudagur, mánudagur, neitar að
fara“ og „allir aðrir dagar vikunnar
eru fínir“. Einmitt það. Hálfgerður
eineltisbragur á þessu, ekki satt?
Ekki er Stormy Monday með The
Allman Brothers Band frá 1971 til
þess fallið að hressa okkur við. Í
textanum segir: „Þeir tala um
stormasama mánudaga en þriðju-
dagar eru alveg eins slæmir. Guð og
miðvikudagar eru ennþá verri. Og
fimmtudagar ömurlegir.“
Svona, svona, bræður!
Aðeins lifnar yfir þeim eftir það;
örninn flýgur á föstudögum og á
laugardögum fara þeir út að leika
sér. Enda svo í kirkju á sunnudög-
um. Amen!
Eins og sjá má af þessu er leitun
að mánudagslagi með jákvæðum
anda og merkingu. Það er helst að
Íslandsvinirnir ljúfu í Duran Duran
nái að hífa okkur upp úr djúpinu
með slagara sínum New Moon on
Monday frá 1984 – enda þótt enginn
virðist með vissu vita hvað þeir fé-
lagar eru yfirhöfuð að fara með þeim
brag. Nýtt tungl hlýtur þó að teljast
jákvætt, ekki síst þegar í framhald-
inu er stiginn elddans fram á rauða
nótt. Einhverjir ganga meira að
segja svo langt að halda því fram að
þarna hafi Simon Le Bon verið að
spá kommúnismanum í Austur-
Evrópu dauða og bjartri tíð eftir
það. Munið þið hvort Berlínar-
múrinn féll á mánudegi? Kenningin
er í öllu falli góð.
Önnur kenning er sú að kærasta
sögumanns hafi einfaldlega verið að
hafa á klæðum. Hann varði jú köld-
um degi með einmana gervitungli;
það er þurfti að híma hundfúll fyrir
framan imbakassann frekar en að
gera þið vitið hvað …
Susanna Hoffs og The
Bangles áttu sem frægt
var manískan mánudag.
AFP
24.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ÓHAPP Vince Neil, söngvari glys-
verjanna í Mötley Crüe, er á bata-
vegi eftir að hafa fallið fram af
sviðinu á tónleikum með sólóbandi
sínu í Tennessee um liðna helgi.
Nokkur rif brotnuðu við fallið og
var Neil fluttur á sjúkrahús. Kapp-
inn uggði ekki að sér og gekk beint
fram af sviðinu í laginu Don’t Go
Away Mad (Just Go Away) að sögn
sjónarvotta en myndband af atvik-
inu hefur farið eins og eldur í sinu
um netheima. Fram að því var Neil
sagður hafa verið í góðu formi.
Féll fram af sviðinu og braut rif
Lukkan var ekki í liði með Vince Neil.
AFP
BÓKSALA 13.-.19. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Úti
Ragnar Jónasson
2
Náhvít jörð
Lilja Sigurðardóttir
3
Stúlka, kona, annað
Bernardine Evaristo
4
Bannað að eyðileggja
Gunnar Helgason
5
Sólkerfið
Sævar Helgi Bragason
6
Bréfið
Kathryn Hughes
7
Skáldleg afbrotafræði
Einar Már Guðmundsson
8
Hælið
Emil Hjörvar Petersen
9
Jólasvínið
J.K. Rowling
10
Heimskautsbaugur
Liza Marklund
1
Bannað að eyðileggja
Gunnar Helgason
2
Sólkerfið
Sævar Helgi Bragason
3
Jólasvínið
J.K. Rowling
4
Ljósberi
Ólafur G. Guðlaugsson
5
Kynjadýr í
Buckinghamhöll
David Walliams
6
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
7
Handbók gullgrafarans
Snæbjörn Arngrímsson
8
Risaeðlugengið
– ferðalagið
Lars Mæhle/Lars Rudebjer
9
Tommi klúður 2
Stephan Pastis
10
Hvar er Mikki?
Walt Disney
Allar bækur
Barnabækur
Ég man ekki eftir að hafa séð
neinn fullorðinn Íslending lesa
teiknimyndasögur – ekki einu
sinni í bókabúðum. Áhuginn virð-
ist lítill sem enginn á þessari teg-
und bókmennta hér á landi. Þeg-
ar ég slæ „teiknimyndasögur fyrir
fullorðna“ í leitarstrenginn hjá
Forlaginu, poppa upp aðeins 30
titlar. Ef þær bækur sem eru ætl-
aðar unglingum
eða ungmennum
eru undanskildar,
þá eru eftir um
15 titlar. Það er
ekki mikið ef
miðað er við
hina marg-
umræddu höfða-
tölu. Margir halda e.t.v. að teikni-
myndasögur eigi ekki erindi til
fullorðinna, en því fer fjarri. Til
samanburðar skoðaði ég tölur frá
Frakklandi, en ég þekki nokkuð
vel til þar og veit
að áhuginn á
teiknimyndasög-
um er mikill. Ég
átti svo sem alveg
von á því að töl-
urnar væru háar,
en ég verð að
játa að þær komu
mér á óvart.
Á árinu 2020 voru gefnir út
10.245 titlar í Frakklandi (bækur
fyrir 15 ára og eldri) og þar af var
um 42% nýtt efni – sem er sem
sagt ekki endurútgefið. En þar
með er ekki öll sagan sögð, því
prentuð voru um 78 milljón ein-
tök á árinu! Enda víst um 14%
Frakka sem kaupa teiknimynda-
sögur. Um helmingur þeirra er
40 ára eða eldri og kynjahlutföllin
eru nokkuð jöfn.
Hvað er það sem heillar Frakk-
ann við lestur myndasagna og
sem ekki nær til Íslendingsins?
Áður hefur verið minnst á það að
mörg halda e.t.v. að myndasögur
séu bara fyrir börn. Sem betur
fer hafa nokkrir íslenskir teikn-
arar og textahöfundar skotið upp
kollinum á undanförnum árum
og vakið áhuga Íslendingsins á
teiknimyndasögum og má þar
helst nefna Hugleik Dagsson, Lóu
Hlín Hjálmtýsdóttur, Halldór
Baldursson o.fl. Þau eiga þakkir
skildar og vonandi vex þessari
tegund bók-
verka ásmegin
á næstu árum,
því þetta form
gefur færi á að
takast á við
málefni dagsins,
án þess að
endilega vísa í
ákveðnar persónur, heldur með
því að fjalla um málefni við aðrar
aðstæður. Eins og að taka hlut úr
ákveðnu boxi og setja í allt öðru-
vísi box og fá þannig nýtt sjón-
arhorn. Sjá fáránleikann, húm-
orinn eða jafnvel tilgangsleysið
við ákveðnar aðstæður.
Það eru nokkrar íslenskar
teiknimyndasögur sem mig lang-
ar að lesa eftir að hafa rýnt í titl-
ana á netinu og verður örugglega
látið verða af því að kaupa bráð-
lega og lesa – alla vega verður
þeim bætt á bókastaflann á nátt-
borðinu …
GUÐRÚN C. EMILSDÓTTIR ER AÐ LESA
Áhugi fullorðinna á
teiknimyndasögum
Guðrún C.
Emilsdóttir er
þýðandi.