Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 HREKKJAVAKA Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kona horfist í augu við alblóðugan og frekar óhuggulegan uppvakning til sýnis í verslunarmiðstöð í San Pedro Garza í ríkinu Nuevo Leon í Mexikó. Sigurvegarinn í árlegri keppni í New York um hryllilegasta hrekkjavökubúning- inn fagnar. Keppnin var haldin fyrir viku um leið og sérstök hundaganga fór fram sem kennd er við Thompson-torg. Beinagrind virðist flýja skelfingu lostin þegar grímuklædd kona kemur út af veitingastað í Kænugarði í Úkraínu. Skreytingar í tilefni af hrekkjavökunni má víða finna. Graskerjum safnað saman fyrir hrekkjavökuna á akri fyrirtækisins Thorsbjerggård í Skalskor, skammt frá Slagelse í Dan- mörku. Þar er ræktuð um ein milljón graskerja til að skreyta og neyta. Fyrirtækið hefur ræktað grasker í 15 ár. AFP Hrekkjavakan er í dag, sunnudag, daginn fyrir allraheilagramessu. Hana má rekja til kristinnar trúar, en ræturnar liggja víða. Víða er haldið upp á hrekkjavökuna, þótt sennilega sé mest um að vera í Bandaríkjunum, og sumir leggja mikið í búninga og skreytingar. Fátt annað en hrekkjavökubúningar og -skraut - grasker, draugar og leður- blökur - virðist vera til sölu í þessari fjölförnu verslunargötu í Hong Kong. Tjaldhiminn úr útskornum, upplýstum graskerjum vekur athygli ljósmyndara á ljósahátíð í tilefni af hrekkjavökunni í Van Cortlandt-herragarðinum í Croton við Hudson í New York. Hátíðin gengur út á að breyta graskerjum í ljósker. Grikkur eða gott Kona skoðar hrekkjavökugrímur í Miami í Flórída. Óttast var að hillur myndu tæmast vegna vöruskorts.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.