Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Blaðsíða 29
oft talað um að músisera saman en
ekkert orðið úr því enda báðir mjög
uppteknir með Sólstöfum og Dimmu.
Þegar riffin hlóðust upp hugsaði Addi
hins vegar með sér: „Núna er tæki-
færið!“ Og Birgir var klár í slaginn.
Hann var þá nýhættur í Dimmu og
orðinn „póstmeistari Íslands“, eins og
Addi orðar það. „Hann hætti ekki í
Dimmu fyrir Bastarð,“ upplýsir hann
hlæjandi.
Ólympíuleikar gítarsins
Addi nær að fullnægja ýmsum tón-
listarlegum þörfum í Bastarði sem
hann nær ekki að gera í Sólstöfum;
svo sem að henda í fimm „ógeðslega
hröð“ gítarsóló í röð. Um þá hlið mála
sjá Hanneman og King Íslands, eins
og hann kallar þá, Ragnar Sólberg og
Þráinn Árni Baldvinsson. Þeir sem
ekki kveikja á þeirri líkingu eru pott-
þétt ekki að lesa þessa grein, þannig
að útskýringa þarf ekki við. „Þeir eru
rosalegir, báðir
tveir; hafa ekkert
fyrir þessu.“
– Ólympíuleikarar
gítarsins?
„Já, heldur betur.
Ég er búinn að stilla
fleirum upp, það
komust ekki allir fyrir á þessari plötu.
Geymi þá þangað til næst. Synd að
Gulli vinur minn Falk sé farinn, ann-
ars hefði hann tekið öll þessi sóló.
Ótrúlegur músíkant og yndisleg sál.
Eddie Van Halen Íslands. Gulli bauð
okkur strákunum oft heim að drekka
landa og hlusta á Pantera.“
Addi spilar sjálfur á bassa á plöt-
unni enda vanur maður úr gömlum
dauðarokks- og pönksveitum. „Einn
af mínum uppáhaldsbassaleikurum,
Flosi Þorgeirsson úr Ham, spilar á
bassann í einu lagi sem skýrir hvers
vegna Tom Araya víkur fyrir Cliff
Burton um stund,“ segir hann sposk-
ur. „Flosi tekur líka eitt mergjað
sóló.“
Þeir voru á sínum tíma saman í
pönksveitinni Bölvun en þar spilaði
Addi á trommur. „Pönkið hefur fylgt
mér lengi – undir radarnum.“
Eitt lag á Satan’s Loss of Son er
einmitt frá þeim tíma, Afturhalds
kommatittir. Höfundar þess eru Ingi
Þór Pálsson og Vilhelm Vilhelmsson.
Önnur lög eru eftir Adda og flestir
textarnir.
Fleiri góðir gestir koma við sögu á
plötunni. Alan Averill úr Primordial
syngur í einu lagi og á þess utan tvo
texta og Marc Grewe úr Morgoth
syngur í einu lagi. Báðir eru þeir
ágætir vinir Adda. „Ég kynntist Alan
hérna heima en Marc þegar Sólstafir
voru að spila á skemmtiferðaskipi í
Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Það
var mikil veisla enda elska ég Mor-
goth, sem er aðaldauðarokkssveitin
frá Þýskalandi. Ég sagði honum strax
að ég elskaði bandið hans og hann
svaraði: Ég elska bandið þitt líka.
Hann var meira en til í að syngja með
Bastarði og það var þvílíkt „fan boy
moment“ fyrir mig að heyra hann
syngja lag eftir mig.“
Það eru heldur engir aukvisar í
bakröddum. „Við vorum að mixa plöt-
una með Jóhanni Rúnari Þorgeirs-
syni í Hljóðrita og vantaði öskurkór
fyrir Afturhalds kommatitti og bönk-
uðum upp á í næsta herbergi. Þar
voru Ásgeir Trausti, Júlli T, sem
vinnur mikið með honum, og Steini
Hjálmur. Þeir sögðu strax já. Ætli
þetta séu ekki dýrustu bakraddir Ís-
landssögunnar?“ segir Addi og skellir
upp úr. „Ég held að þeir hafi aldrei
fengið eins mikla útrás.“
Hressilega er keyrt á Satan’s Loss
of Son en þess má geta að hún er 29
mínútur að lengd, eins og Reign in
Blood með Slayer. „Hér er alls ekki
verið að finna upp hjólið; þvert á móti
eru þetta tilvísanir í tónlistarsöguna,
breskt pönk, sænskt dauðarokk og ís-
lenska pólitík. Þetta er virðingar-
vottur við þá sem
hafa haft áhrif á mig
gegnum tíðina.“
Umslag plötunnar
er augljóslega líka óð-
ur til kröstsins og eit-
ís-tímans, Napalm
Death og slíkra
sveita, en það er hannað af Fannari
Inga. Nafnið Bastarður vísar líka í
fræga sveit en Motörhead átti upp-
haflega að heita Bastard.
– En hvaðan kemur sonarmissir
Satans?
„Ég hætti að drekka fyrir nokkrum
árum eftir að hafa verið um tíma í
myrkrinu. Við það varð Satan einum
syni fátækari. Svo einfalt er það.
Þetta snýst um að sigrast á einhverju
slæmu og snúa aftur í ljósið.“
Tónleikar á næsta ári
Addi og Birgir hafa sett saman „live“-
útgáfu af Bastarði og stefna á tón-
leikahald á nýju ári. Engar dagsetn-
ingar liggja þó enn fyrir. „Það er eng-
inn á Dillon að bíða eftir Bastarði og
enginn að fara að meikaða með þessu
bandi. Þetta er enginn Born to be
Wild-fílingur, heldur talsvert meira
neistaflug,“ segir Addi kankvís en í
hópnum eru téður Þráinn Árni og
Snæbjörn Ragnarsson, félagi hans úr
Skálmöld, á gítar og Gísli Sigmunds-
son úr Sororicide á bassa.
Addi kann að vonum öllum þeim
mönnum sem hér hafa verið nefndir
bestu þakkir fyrir þeirra framlag.
„Það hefur aldeilis stækkað, litla
bandið okkar Bigga. Annars lítum við
á þetta sem hvert annað áhuga-
mannafélag, þar sem við gegnum for-
mennsku. Allir eru til í að vera með
og skemmta sér með okkur. Þetta eru
regnbogar og ostar, það er tær
skemmtun – enda þótt harðbannað sé
að brosa. Það hæfir ekki tónlistinni.“
Hafandi sagt það er full alvara á
bak við Bastarð. „Við gerum þetta af
ástríðu og samkvæmt læknisráði; all-
ir menn þurfa að fá útrás.“
’
Það er enginn á
Dillon að bíða
eftir Bastarði og eng-
inn að fara að meik-
aða með þessu bandi.
31.10. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
ÓLATILBOÐ
Malika125
með
setu
verð
. vsk.
20
óll
erð
vsk.
05
aðri setu
verð
m. vsk.
Malika1
Staflast
Tilboðsv
14.648 m.
Malika1
Með bólstr
Tilboðs
18.907
Staflastóll
bólstraðri
Tilboðs
20.269 m
ST
Malika100
Tilboðsverð
13.664 m. vsk.
REIMLEIKAR Systkinin Jack og Kelly
Osbourne ólust sem kunnugt er að hluta
upp í sjónvarpi. Enn eru þau komin á
kreik í þáttunum Jack & Kelly Osbourne:
Night of Terror á sjónvarpsstöðinni
Discovery+, þar sem þau rannsaka
meinta reimleika um borð í skipinu RMS
Queen Mary. Það hefur verið
lokað frá því að heimsfarald-
urinn skall á og spurning hvort
það hafi hleypt illu blóði í
draugana. Hver eru betur til
þess fallin að komast að því en
vinir okkar Jack og Kelly.
Rannsaka meintan draugagang
Kelly Osbo-
urne hress
að vanda.
AFP
BÓKSALA 20.-26. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Úti
Ragnar Jónasson
2
Allir fuglar fljúga í ljósið
Auður Jónsdóttir
3
Bærinn brennur
Þórunn JarlaValdimarsdóttir
4
Stúlka, kona, annað
Bernardine Evaristo
5
Kynjadýr í Buckinghamhöll
David Walliams
6
Horfnar
Stefán Máni
7
Bréfið
Kathryn Hughes
8
Systu megin
Steinunn Sigurðardóttir
9
Bannað að eyðileggja
Gunnar Helgason
10
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
1
Kynjadýr í Buckinghamhöll
David Walliams
2
Bannað að eyðileggja
Gunnar Helgason
3
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
4
Einkaspæjarastofa
Suðurgötusystranna
Anna Cabeza
5
Meira pönk, meiri
hamingja
Gerður Kristný
6
Jólasvínið
J.K. Rowling
7
Dreki í Múmíndal
Cecilia Davidsson
8
Furðufjall – nornaseiður
Gunnar Theodór Eggertsson
9
Sólkerfið okkar – vísindalæsi
Sævar Helgi Bragason
10
Hvar er Mikki?
Walt Disney
Allar bækur
Barnabækur
Nýverið hafa komið út bækur eftir
tvo af uppáhaldsrithöfundunum
mínum sem ég hef beðið spennt
eftir. Önnur þeirra er Naomi No-
vik, sem hefur verið einn af mín-
um uppáhaldshöfunum alveg síð-
an ég las Temeraire-bálkinn eftir
hana. Það er níu bóka sería sem
rekur sögu breska offisérans Willi-
ams Laurence í Napólensstyrjöld-
unum. Það er samt varla hægt að
kalla þetta sögulegar skáldsögur,
þótt margt í þeim sé byggt á raun-
verulegum atburðum, því það eru
líka drekar. Og Laurence er kapt-
einn drekans Temeraire. Temer-
aire er hluti af hernum og berst
fyrir England, sem og fleiri drekar,
en þeir eru frekar
sérlundaðir og
stórir upp á sig.
Novik er að skrifa
nýjan þríleik
þessa dagana,
sem heitir The
Scholomance og
önnur bókin í
þeim þríleik, The Last Graduate,
er nýkomin út. Scholomance-
þríleikurinn er innblásinn af Harry
Potter, nema Novik finnst að
gjaldið sem þurfi að greiða fyrir
galdramáttinn í HP-heiminum sé
ekki nógu hátt. Þannig að hún er
að skrifa um
galdraskóla sem
fæstir nemendur
lifa af dvölina í.
Önnur bók sem
ég hef beðið mjög
spennt eftir er
The Witness for
The Dead eftir
Katherine Add-
ison. The Goblin Emperor, sem
hún gaf út fyrir nokkrum árum, er
með bestu bókum sem ég hef les-
ið. Heimurinn sem hún skapar er
svo heillandi, það er flókin pólitík,
mikið af baktjaldamakki og næst-
um því enginn meinar það sem
hann segir. The Witness for The
Dead er óbeint framhald, og fylgir
aukapersónu í The Goblin Emper-
or. Hún er ekki næstum því jafn
góð og sú fyrri, en ég mæli samt
með henni – og hinni auðvitað
líka.
Þriðja bókin sem ég hef verið
hrifin af undanfarið er Project
Hail Mary eftir
Andy Weir. Hann
varð fyrst frægur
fyrir bókina The
Martian, sem var
fín, og var gerð
mjög fín mynd
eftir, en Project
Hail Mary er enn
betri. Hún er fyndin og spennandi,
gerist í geimnum og það eru
geimverur. Hvað meira getur
maður beðið um? Ég hlustaði á
hana á hljóðbók á Audible og les-
arinn er frábær.
Í lokin verð ég
svo að mæla með
Lady Astronaut-
seríunni eftir
Mary Robinette
Kowal, þar sem
höfundur ímyndar
sér að geimferðir
hefðu hafist á sjötta áratugnum,
og smásagnasafninu Stories of
Your Life and Others eftir Ted
Chiang. Báðir höfundar eru súper-
stjörnur í Bandaríkjunum og þau
eru gestir á íslensku bókmennta-
hátíðinni IceCon sem verður hald-
in næstu helgi hér í Reykjavík!
HILDUR KNÚTSDÓTTIR ER AÐ LESA
Sérlundaðir drekar
Hildur Knúts-
dóttir er rit-
höfundur.