Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.10.2021, Síða 28
K röstpönk eða D-bít er tónlist- arstefna sem varla er hægt að segja að hafi gengið á land á Íslandi – fyrr en nú með frumburði Bastarðs, samstarfsverkefni Aðal- björns Tryggvasonar, sem oftast er kenndur við Sólstafi, og Birgis Jóns- sonar, fyrrverandi trymbils Dimmu og núverandi forstjóra flugfélagsins Play. Kröstið á rætur að rekja til Bretlands snemma á níunda áratugn- um og er óskilgetið afkvæmi gamla góða pönkrokksins og öfgamálms. Textarnir voru oftar en ekki myrkir og pólitískir og menn ófeimnir við að stinga á kýlum. „Pönkið á Íslandi var meiri ný- bylgja og indie snemma á níunda ára- tugnum, eins og sjá má og heyra í Rokki í Reykjavík,“ útskýrir Að- albjörn, eða Addi, eins og hann er alltaf kallaður. „D-bítið er á hinn bóg- inn ofboðsleg keyrsla, megareiði og risahanakambar. Sá bátur kom aldrei hingað.“ Sjálfur var Addi aldrei pönkari, í hefðbundnum skilningi þess orðs, hefur til að mynda aldrei skartað kambi, en ber samt djúpa virðingu fyrir senunni sem kennd er við Rokk í Reykjavík. „Ég var of ungur til að ná þessu í rauntíma en byrja að hlusta á þessa tónlist seint á níunda áratugnum um leið og ég kynntist Slayer, Motörhead og öllum þeim pakka. Entombed og norræna dauða- rokkið komu aðeins seinna inn í mitt líf,“ segir hann og sækir vínylútgáfu af Rokki í Reykjavík í digurt plötu- safn sitt. Þar er pönkdrottning Ís- lands á þeirri tíð, Ellý í Q4U, á fyrsta farrými á umslaginu, en þegar geisla- platan kom út nokkrum árum síðar var henni skipt út fyrir Björk – sem þá hafði meikaða úti í hinum stóra heimi. Sólstafir, bandið sem Addi hefur verið í síðustu 26 árin, er með rætur í öfgamálmi en hefur þróast í aðra átt í seinni tíð – flæðir nú eins og tignarleg elfur, straumhörð á köflum. „Sól- stafir er ekki mikið riffaband og ein- hvers staðar verður maður að fá út- rás fyrir þá hneigð. Það jafnast fátt á við að tjúna gítarinn heima í stofu og særa fram ný riff. Þá líður mér eins og barni í sælgætisbúð,“ segir hann sposkur og tilgreinir James Hetfield í Metallica sem innblástur í þeim efn- um. „Hann er konungur riffsins,“ segir Addi en eins og menn þekkja þá er Hetfield með orðið riff húðflúrað á fingur hægri handar. Fyrsta riffið á Satan’s Loss of Son varð til fyrir fjórum árum. Smám saman urðu riffin að lögum og Addi hugsaði þá sem endranær: „Þetta er plata!“ Hann er ekki mikið fyrir að henda lagi og lagi inn á Spotify. „Hugsunin á bak við plötur er svo rómantísk og þá er ég fyrst og síðast að tala um vínylinn.“ Satan’s Loss of Son kemur þó líka út á geisla. Útgef- andi er Season of Mist. Addi og Birgir kynntust fyrir um áratug og er vel til vina. Þeir höfðu Aðalbjörn Tryggvason og Birgir Jónsson segja nauðsynlegt að fá útrás. Ljósmynd/Rúnar Geirmundsson. Samkvæmt læknisráði Neistar fljúga á fyrstu breiðskífu kröstpönkbandsins Bastarðs, Satan’s Loss of Son, en bandið skipa Aðalbjörn Tryggvason úr Sólstöfum og Birgir Jónsson, áður í Dimmu en nú kenndur við Play. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.10. 2021 LESBÓK ÚTI Á TÚNI Alex Abramovich, höfundur flunkunýrra æskuminninga Nikki Sixx, bassaleikara Mötley Crüe, The First 21: How I Became Nikki Sixx, fékk þá frábæru hugmynd meðan á skrifunum stóð að bjalla í fyrstu kær- ustu kappans en þau voru saman um stund snemma á áttunda áratugnum. Kvaðst hann vera að skrifa bók um Frank Feranna, eins og Sixx hét á þeim tíma. „Hvað varð um Frank?“ spurði kærastan og kom bersýnilega af fjöllum. Brá í brún þegar hún frétti að hann væri í hljómsveit? „Hvaða hljómsveit?“ Kom þá á daginn að hún hafði einu sinni tekið upp Mötley Crüe-plötu í plötu- búð og fundist einn bandingjanna grunsamlega líkur honum Frank sínum. En það stóð samt Nikki Sixx, þann- ig að hún lagði plötuna frá sér og keypti hana ekki. Er hann í hljómsveit? Frank gamli Feranna. AFP SJÁLFSBLEKKING Breski blaðamaðurinn Chris Loc- hery kom heldur betur inn á þjóð sína bera í vikunni þegar hann upplýsti í grein í The Guardian að eyði- merkurganga hennar í Júróvisjón hefði ekkert með stjórnmál að gera; lögin sem send hefðu verið til keppni undanfarin ár væru einfaldlega bara hræðilega vond. Margir hafa haldið því fram að hver bjarma- landsför Breta af annarri í Júróvisjón sé Brexit að kenna; Evrópa sé enn þá móðguð út í hina brottgengnu þjóð og neiti fyrir vikið að gefa henni stig í keppninni. Lochery hafnar þessu með þeim rökum að rotnunin hafi verið byrjuð löngu fyrir 2016 og að fyrsta árið eft- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafi Bretar náð sínum besta árangri í meira en áratug. Kom heldur betur inn á þjóð sína bera James Newman, fulltrúi Breta í ár. AFP Taylor Momsen í ham á tónleikum. Vakna aftur til lífsins ENDURKOMA Bandaríska rokk- bandið The Pretty Reckless mun koma fram á sínum fyrstu tón- leikum í hér um bil fjögur ár í Bro- oklyn Made í New York í endaðan mars. Taylor Momsen, söngkona bandsins, upplýsti um þetta á sam- félagsmiðlum í vikunni. Fram kom að þau væru ánægð með að sækja aftur í ræturnar, það er New York, og að giggin yrðu innileg og hress í glænýjum tónleikasal, Brooklyn Made. The Pretty Reckless var stofnuð árið 2009 og fjórða breið- skífa sveitarinnar, Death by Rock and Roll, kom út fyrr á þessu ári. Einhverjir muna líklega eftir Mom- sen sem barnastjörnu í kvikmynd- um á borð við Trölli stal jólunum. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Við komum víða við í ár, heimsækjum fjölda fólks og verðummeð fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa. Morgunblaðsins Kemur út 25. 11. 2021 Jólablað

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.