Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 1

Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 1
M Á N U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 280. tölublað . 109. árgangur . MANNVÆNT OG FJÖLBREYTT UMHVERFI JAFNT Í STÓRLEIK Í LUNDÚNUM ELÍSABET II EKKI LENGUR ÞJÓÐHÖFÐINGINN ENSKI BOLTINN 27 BARBADOS LÝÐVELDI 13ÁSDÍS HLÖKK 11 Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum í gær, á fyrsta degi aðventu, en það er skipað sömu flokkum og mynduðu síðustu ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokki, Framsóknar- flokki og Vinstri hreyfingunni – grænu fram- boði. Tólf ráðherrar skipa hina nýju ríkisstjórn, og sátu tíu af þeim einnig í fyrri ríkisstjórn Katrínar. Tveir nýir ráðherrar bætast hins vegar í hópinn, þeir Jón Gunnarsson frá Sjálf- stæðisflokki, sem tekur við dómsmálaráðu- neytinu og Willum Þór Þórsson, Framsóknar- flokki, sem tekur við heilbrigðisráðuneytinu. Vinstri græn halda forsætisráðuneytinu, og skipar Katrín Jakobsdóttir það sem fyrr. Svan- dís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guð- brandsson, hinir ráðherrar flokksins, halda áfram sem ráðherrar, en Svandís fer úr heil- brigðisráðuneytinu og tekur við sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, á meðan Guðmundur Ingi hverfur úr umhverfisráðuneytinu, en verð- ur þess í stað félags- og vinnumarkaðsráð- herra. Framsóknarflokkurinn bætir við sig ráðu- neyti frá fyrri ríkisstjórn flokkanna. Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokks- ins, verður innviðaráðherra, en það ráðuneyti tekur við hlutverki samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins, þar sem Sigurður Ingi fór með lyklavöldin áður. Lilja Dögg Alfreðs- dóttir og Ásmundur Einar Daðason halda áfram ráðherraembættum, en Lilja verður Ferðamála, viðskipta- og menningarmálaráð- herra á meðan Ásmundur tekur við hlutverki mennta- og barnamálaráðherra. Auk þeirra bætist Willum Þór í ráðherralið flokksins, líkt og að ofan var getið. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fimm ráðu- neytum, líkt og í fyrri ríkisstjórn, en flokkurinn fær nú í sitt skaut embætti forseta Alþingis frá Vinstri grænum. Bjarni Benediktsson, formað- ur flokksins, gerði tillögu um það á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna í gær að Birgir Ár- mannsson, sem var þingflokksformaður á síðasta kjörtímabili, tæki við því embætti og var það samþykkt. Líkt og í tilfelli hinna flokkanna eru miklar tilfæringar í hlutverkum ráðherra Sjálfstæð- isflokks, og er Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins sá eini sem heldur sama titli og í fyrri ríkisstjórn. Í samtali við mbl.is í gærkvöldi útilokaði Bjarni þó ekki, að hann myndi færa sig um set og yfir í annað ráðuneyti á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi lýstu yfir óánægju með að Guðrún Hafsteinsdóttir, odd- viti flokksins í kjördæminu fengi ekki ráð- herraembætti, en Bjarni Benediktsson sagði í gær að Guðrún ætti að taka við af Jóni Gunn- arssyni sem dómsmálaráðherra í síðasta lagi eftir 18 mánuði. „Ég veit að það er ákall eftir því að Suðurkjördæmi fái ráðherrastól og því verður svarað á þessu kjörtímabili,“ sagði Bjarni. Almennt orðaður stjórnarsáttmáli Formenn stjórnarflokkanna komu saman á Kjarvalsstöðum í gær til þess að undirita óvenjulangan stjórnarsáttmála, þar sem vikið er að helstu stefnumiðum í stóru og smáu. Þrátt fyrir það þykir sáttmálinn nokkuð al- mennt orðaður um margt, eins og e.t.v. má bú- ast við í ríkisstjórn flokka með svo ólíka sýn á hlutina, en fyrir vikið mun víða mikið velta á túlkuninni þegar þar að kemur. Mikil áhersla er lögð á að bæta ríkisfjármálin á ný eftir kórónukreppuna, en lykillinn að því er sagður vera vöxtur og verðmætasköpun til velsældar. Sömuleiðis hyggst ríkisstjórnin beita sér til þess að gera vinnumarkaðsmál sem áfallaminnst með varanleg lífskjör að leiðar- ljósi. Átak í loftslagsmálum og græna hagkerf- ið eru einnig fyrirferðarmikil, en stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 og að Ísland verði fyrst ríkja heims til þess að hætta að nota jarð- efnaeldsneyti svo nokkru nemi. Til þess að til slíkra orkuskipta geti komið þarf að virkja meira, en af mikilli varúð. Þá skal bæta hressi- lega í innviðauppbyggingu, en hana á að kosta með frekari sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að loknum ríkisráðsfundi Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur tekur sér stöðu við Bessastaði eftir fyrsta ríkisráðsfund sinn með forseta Íslands. Tólf ráðherrar skipa ríkisstjórnina. NÝ RÍKISSTJÓRN Á AÐVENTU - Framsóknarflokkur bætir við sig ráðherra - Willum Þór Þórsson verður heilbrigðisráðherra - Forseti Alþingis úr Sjálfstæð- isflokki - Bjarni Benediktsson gerir tillögu um Birgi Ármannsson - Stjórnarsáttmálinn þykir almennt orðaður - Áhersla lögð á vöxt og verðmætasköpun til velsældar MNý ríkisstjórn tekur við »4, 6, 10 og 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.