Morgunblaðið - 29.11.2021, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
n
595 1000
Róm
ng
a
á
21. apríl í 4 nætur
Borrgarferð
129.850
Flug & hótel frá
4nætur
Ný ríkisstjórn tekur við
Urður Egilsdóttir
Stefán Gunnar Sveinsson
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur sat
sinn fyrsta ríkisráðsfund á Bessastöðum í
gær, en Jón Gunnarsson, nýr dóms-
málaráðherra, og Willum Þór Þórsson, nýr
heilbrigðisráðherra, mættu þar til fundar, en
Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra, vék af
fundi.
Tólf ráðherrar sitja í hinni nýju stjórn, en
þó að tíu af tólf ráðherrum hafi einnig setið í
fyrra ráðuneyti Katrínar er verka- og verk-
efnaskipting þeirra nokkuð ólík því sem var.
Þá hafa sum ráðuneytin breytt um nafn, og
í einu tilfelli verður stofnað nýtt vísinda-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðuneyti. Ráðuneytin
munu taka til starfa um eða eftir áramót.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur verið tilnefndur forseti Al-
þingis en hann hefur setið á þingi síðan árið
2003. Hann gegndi embætti varaforseta á ár-
unum 2003 til 2007 og einnig 2016 til 2017.
Nokkrar breytingar á verkaskipan
- Tíu af tólf ráðherrum sátu einnig í fyrra ráðuneyti
Katrínar - Jón Gunnarsson og Willum Þór koma nýir inn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisráðsfundur Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipað í gær á Bessastöð-
um en þar undirritaði Guðni Th. Jóhannesson forseti úrskurð sinn um skiptingu starfa ráðherra.
Katrín Jakobs-
dóttir, formaður
Vinstri grænna,
verður áfram
forsætisráðherra
en hún hefur
sinnt því emb-
ætti síðan árið
2017.
Helstu breyt-
ingar á verkefnum forsætisráðu-
neytisins innan nýrrar ríkis-
stjórnar er að mannréttindamál
færast til ráðuneytisins frá dóms-
málaráðuneytinu.
Forsætisráðherra
Sigurður Ingi-
Jóhannsson, for-
maður Fram-
sóknarflokksins,
mun gegna emb-
ætti innviða-
ráðherra en áður
var hann sam-
göngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra. Innviðaráðuneytið er
nýtt ráðuneyti en verkefni innviða
verða í aðalatriðum þau sömu og
verkefni samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytisins.
Þá færast húsnæðis- og mann-
virkjamál til ráðuneytisins frá fé-
lagsmálaráðuneytinu og skipulags-
mál frá umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu.
Innviðaráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, mun gegna embætti umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra en áður gegndi hann embætti utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.
Verkefni ráðuneytisins verða að mestu þau sömu og
áður, en orkumál og auðlindanýting færast til ráðuneyt-
isins frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá
færast skógrækt og landgræðsla frá ráðuneytinu til
landbúnaðarráðuneytisins, og skipulagsmál til innvið-
aráðuneytisins.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Bjarni Bene-
diktsson, for-
maður Sjálf-
stæðisflokksins,
mun áfram
gegna embætti
fjármála- og
efnahags-
ráðherra. Hann
hefur nánast
gegnt því embætti sleitulaust frá
árinu 2013. Árið 2017 gengdi hann
embætti forsætisráðherra í ellefu
mánuði í ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokks, Viðreisnar og Bjartrar
framtíðar.Verkefni ráðuneytisins
haldast óbreytt á milli ríkis-
stjórna.
Fjármála- og
efnahagsráðherra
Svandís Svav-
arsdóttir, þing-
maður Vinstri
grænna, mun
gegna embætti
sjávarútvegs-
og landbún-
aðarráðherra
en áður gegndi
hún embætti
heilbrigðisráðherra. Verkefni
ráðuneytisins byggja að mestu á
grunni þeirra verkefna sem
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra sinnti í síðustu
ríkisstjórn en skógrækt og land-
græðsla færast til ráðuneytisins
frá umhverfis- og auðlindaráðu-
neytinu.
Sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðherra
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins, mun
gegna embætti
utanríkis- og
þróunarsam-
vinnuráðherra.
Áður var hún
ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra. Hún gegndi
einnig embætti dómsmálaráð-
herra í nokkra mánuði árið 2019.
Verkefni utanríkisráðuneyt-
isins verða í aðalatriðum þau
sömu og þau voru í fyrri ríkis-
stjórn.
Utanríkis- og þróun-
arsamvinnuráðherra
Willum Þór Þórs-
son, þingmaður
Framsóknar,
mun taka við
eimbætti heil-
brigðisráðherra
en hann hefur
ekki áður setið í
ráðherrastóli.
Willum hefur set-
ið á þingi síðan árið 2013. Verkefni
heilbrigðisráðuneytisins haldast
óbreytt á milli ríkisstjórna.
Heilbrigðisráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, mun gegna embætti vísinda-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra. Hún gegndi áður embætti dóms-
málaráðherra frá árinu 2019.
Helstu verkefni þessa nýja ráðuneytis verða málefni
vísinda- og rannsókna, þ. á m. háskóla, iðnaðar og ný-
sköpunar og fjarskiptamál. Áslaug Arna verður með
aðsetur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar
til hið nýja ráðuneyti tekur til starfa.
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, mun gegna emb-
ætti innanríkisráðherra en hann
sat síðast í ríkisstjórn árið 2017,
þá sem samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra. Innanríkisráðu-
neytið er nýtt ráðuneyti en verk-
efni ráðuneytisins verða í
aðalatriðum þau sömu og dóms-
málaráðuneytið hefur. Eftir 18
mánuði mun Guðrún Hafsteins-
dóttur, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, taka við keflinu af Jóni
en hún er að setjast á þing í fyrsta
sinn.
Innanríkisráðherra
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir,
þingmaður
Framsóknar,
mun gegna
embætti ferða-
mála-, viðskipta-
og menningar-
málaráðherra.
Hún gengdi áð-
ur embætti mennta- og menning-
armálaráðherra. Verkefni ráðu-
neytisins byggja á grunni þeirra
verkefna sem ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra og
mennta- og menningarmálaráð-
herra sinntu í síðustu ríkisstjórn,
þ.á m. menningarmál sem færast
frá mennta- og menningar-
málaráðuneytinu.
Ferðamála-, við-
skipta- og menning-
armálaráðherra
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
þingmaður
Vinstri grænna,
mun gegna emb-
ætti félagsmála-
og vinnumark-
aðsráðherra en
áður var hann
umhverfis- og
auðlindaráðherra. Verkefni ráðu-
neytisins eru að mestu þau sömu og
verið hafa hjá félagsmálaráðu-
neytinu en þjónusta við umsækj-
endur um alþjóðlega vernd færist
yfir í ráðuneytið frá dómsmála-
ráðuneytinu.
Félagsmála- og
vinnumarkaðs-
ráðherra
Ásmundur Einar
Daðason, þing-
maður Fram-
sóknarflokksins í
Reykjavík norð-
ur, mun gegna
embætti mennta-
og barna-
málaráðherra en
hann varð fyrst
félags- og jafnréttismálaráðherra í
fyrra ráðuneyti Katrínar Jakobs-
dóttur, áður en titill hans breyttist í
félags- og barnamálaráðherra árið
2019.
Helstu verkefni ráðuneytisins
verða málefni skóla, íþrótta- og
æskulýðsmála og málefni barna.
Mennta- og barna-
málaráðherra
Birgir
Ármannsson