Morgunblaðið - 29.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
JÓL OG ÁRAMÓT
Á TENERIFE EÐA ALICANTE
HÁTÍÐ SÓLAR OG FRIÐAR
23. DESEMEBER - 06. JANÚAR
22. DESEMEBER - 11. JANÚAR
TENERIFE
ALICANTE
Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla
fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli
fjarri öllu jólaamstri. Um jólin er um það bil
20° - 21° hiti á Alicante og Tenerife.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þó nokkrir afsláttadagar hafa verið í
þessum mánuði og er í dag hinn svo-
kallaði net-mánudagur eða Cyber
Monday. Töluverð umræða hefur
verið um það að fyrirtæki séu að
hækka verðlagningar fyrir afsláttar-
daga til þess að setja síðan afslátt of-
an á. Samkvæmt Breka Karlssyni,
formanni Neytendasamtakanna,
bárust ellefu slíkar tilkynningar til
samtakanna eftir Singles Day af-
sláttardaginn sem var 11. nóvember.
Einhverjar tilkynningar höfðu
einnig borist eftir síðastliðinn föstu-
dag þegar svokallaður svartur föstu-
dagur eða black friday var.
„Tilkynning-
arnar eru af mis-
munandi toga,
allt frá því að fólk
segi okkur frá því
en náttúrulega
best er ef að það
eru myndir til að
staðfesta bæði
verð fyrir og eftir
og helst með dag-
setningum, þannig að það sé hægt að
staðfesta það,“ segir Breki. Hann
segir að í þeim tilvikum sendi sam-
tökin málið til Neytendastofu sem
tekur svo ákvörðun um hvort það
verði rannsakað og þá hugsanlega
einhverjir sektaðir eða úrskurðað í
málinu.
Fyrirtæki bregða á fleiri ráð
Hann segir þetta þó ekki einungis
vera það eina sem fyrirtæki hafi tek-
ið upp á vegna afsláttardaganna
heldur hafi líka komið dæmi um það
að verslun hafði tilkynnt um að tilboð
væri að ræða en ekkert sagt um verð
áður heldur einungis gefið upp til-
boðsverðið. „Það þarf að vera með
verðið fyrir og eftir, þannig að fólk
geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir
Breki.
„Við náttúrulega vonum ekki en
við fáum því miður alltaf einhverjar
tilkynningar,“ segir Breki, spurður
hvort að búist væri við því að fleiri
tilkynningar myndu berast eftir af-
sláttardaginn í dag.
Gera ráð fyrir álagi í dag
Greiðsluþjónustufyrirtækið Val-
itor gerir ráð fyrir miklu álagi á net-
verslun í dag og segjast í skriflegu
svari við fyrirspurnum Morgun-
blaðsins hafa unnið að því að efla
varnir enn frekar bæði hvað varðar
álag og netárásir. Bæði Valitor og
Saltpay lentu í netárásum fyrir helgi
á Black friday aflsáttardeginum, en
um var að ræða svokallaða DDoS-
árás þar sem kerfið er yfirfyllt af
beiðnum sem er gert til þess að
hægja eða slökkva á kerfinu.
Bæði fyrirtækin greindu frá því að
árásin hafði engin áhrif á innra kerfi
fyrirtækjanna og að neytendur
þyrftu því ekki að hafa áhyggjur af
því hvort að gögn þeirra væru örugg.
Samkvæmt Valitor hafa greiðslu-
miðlunarkerfi verið uppfærð á und-
anförnum mánuðum til þess að upp-
fylla þær kröfur sem innleiddar voru
með lögum að fullu hér á landi í byrj-
un nóvember. rebekka@mbl.is
Tilkynningar vegna afsláttardaga
- Ellefu tilkynningar bárust á Singles day - Búast við tilkynningum í dag - Valitor gerir ráð fyrir
álagi í dag vegna Cyber Monday - Greiðsluþjónustur Valitor og Saltpay sættu netárás á föstudag
Breki Karlsson
Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli
voru tendruð í beinni útsendingu í
kvöldfréttum sjónvarps á Rúv í
gærkvöldi. Sunnudagurinn 28. nóv-
ember er fyrsti sunnudagur í að-
ventu og vegna samkomutakmark-
ana var ekki um neinn viðburð að
ræða.
Tendrun jólaljósanna á Óslóar-
trénu hefur í gegnum árin markað
upphaf aðventunnar í borginni og
minnir sem fyrr á áratuga vina-
samband Reykjavíkur og Óslóar-
borgar. Óslóarborg gefur bókagjöf
til allra grunnskóla Reykjavíkur.
Óslóartréð í ár felldi borgarstjóri í
Heiðmörk þann 20. nóvember síð-
astliðinn og var það sett upp á Aust-
urvelli nú í vikunni. Það er fag-
urlega skreytt í ár með það fyrir
augum að gleðja gesti og gangandi
sem eiga leið um Austurvöll. Morgunblaðið/ Óttar Geirsson
Ljós Óslóar-
trésins voru
tendruð
í gær
Nokkur viðbúnaður var í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar á laugardags-
kvöldið þegar grunsamleg ferða-
taska virtist hafa verið skilin eftir í
stöðinni. Sérsveit ríkislögreglu-
stjóra var kölluð á vettvang en eftir
gegnumlýsingu kom í ljós að ekkert
var að óttast. Arngrímur Guð-
mundsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í flugstöðvardeild lögreglu-
stjórans á Suðurnesjum, segir að
þegar farþegi skilji tösku eftir án
eftirlits inni í flugstöð, fari í gang
ákveðnir verkferlar.
Er þetta ekkert einsdæmi í Leifs-
stöð heldur þekkt í öryggisferlum
flugstöðva um allan heim. Fulltrúar
frá sprengjudeildinni voru fengnir
til að gegnumlýsa töskuna og kom
þá ekkert athugavert í ljós. Eigandi
töskunnar fannst að lokum. Gestum
flugstöðvarinnar var þó skiljanlega
brugðið við þennan mikla viðbúnað.
Einmana
taska í
Leifsstöð
Innanlands greindust 77 smit á laug-
ardag, þar af voru 34 í sóttkví. Þrír
greindust á landamærum að því er
fram kom á covid.is í gær. Ekki hef-
ur enn greinst smit af hinu nýja Ómí-
kron-afbrigði veirunnar, hér á landi.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
telur engu að síður fullaástæðu til að
hafa áhyggjur af afbrigðinu, miðað
við þær upplýsingar sem liggja fyrir.
Helstu áhyggjuefnin séu hvort af-
brigðið sé meira smitandi, hvort það
valdi alvarlegri einkennum eða ann-
ars konar og þá stóra spurningin,
hvort hún finnni sér leið fram hjá
bólusetningum.
Enn er mikil óvissa um alla ofan-
greinda þætti sem hefur meðal ann-
ars orðið tilefni að ferðatakmörkun-
um á Evrópska efnahagssvæðinu.
Reglur voru hertar á landamærum á
laugardag, í samræmi við tillögur
sóttvarnalæknis. Ferðalangar sem
koma til landsins og hafa dvalið í
meira en sólarhring á skilgreindum
hááhættusvæðum síðastliðnar tvær
vikur verður skylt að fara í PCR-
próf við komuna til landsins og síðan
að sæta fimm daga sóttkví sem lýkur
með öðru PCR-prófi á síðasta degi
sóttkvíar.
Sveinn H. Guðmarsson, upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins,
segir engan hafa haft samband
vegna vandræða við að komast leiða
sinna, en það hafi þó nokkrir einstak-
lingar sem staddir eru á svæðinu,
verið í sambandi við borgaraþjón-
ustu utanríkisráðuneytisins í leit að
upplýsingum um gildandi reglur.
Kári Stefánsson telur fréttir af
ógnvænlegum krafti hins nýja af-
brigðis vera umfram það sem gögn
gefi tilefni til. Hann segir því mik-
ilvægt að Íslendingar haldi áfram að
raðgreina veiruna og ef Ómíkron-af-
brigðið berst hingað, ætti að vera
hægt að grípa inn í hið snarasta.
Óvissan um Ómí-
kron vekur óhug
- Nýjar takmarkanir gengnar í gildi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leifsstöð Skylt að fara í PCR-próf
við komu frá hááhættusvæðum.