Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 6

Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Ný ríkisstjórn tekur við SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnarflokkarnir kynntu í gær nýjan og langan stjórnarsátt- mála sín á milli, sem undirritaður var af formönnum þeirra á Kjarvals- stöðum í gær. Þau Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviða- ráðherra sögðu nokkur orð um sátt- málann, sem fæli í sér sátt um hags- muni þjóðarinnar, þar sem vöxtur væri forsenda velsældar. Þrátt fyrir lengdina er stjórn- arsáttmálí heildina afar almennt orðaður og mun vafalítið reyna á helstu túlkunarfræðinga stjórn- arflokkanna eftir því sem líður á kjörtímabilið. Vöxtur og velsæld Sagt er berum orðum að „vöxtur og velsæld“ verði leiðarljós rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálum, en uppbygging ríkisfjármála á nýjan leik byggist á öflugu atvinnulífi og verðmætasköpun, þar sem til verði ný, fjölbreytt og verðmæt störf. Samspil peningastefnu, ríkisfjár- mála og vinnumarkaðar verði und- irstaða þess að unnt verði að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum. Ríkisstjórnin vill auka opinbera fjárfestingu í grænum verkefnum og rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum. Sömuleiðis verður haldið áfram að selja hluti ríkisins í bönk- um og ábatinn nýttur í innviði. Skattkerfið á bæði að nýta til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð og tekju- jöfnunar borgaranna, en samkvæmt sáttmálanum á bæði að auka al- mannaþjónustu og lækka skatta, en með loftslagsmarkmið í huga. Rætt er um að bæta lífskjör hinna efna- minnstu og styrkja samkeppn- isstöðu fyrirtækja. Kjarasamningar á næsta ári eru ríkisstjórninni greinilega hugleiknir, því heitið er árangursríku samráði við aðila vinnumarkaðarins og að leitast verði við að tryggja gott sam- spil hagstjórnar og kjarasamninga með bætt lífskjör að markmiði. Tækni og tækifæri Talsvert er um það rætt að nýta tækifæri sem tækni og þekking geta gefið, sem m.a. þurfi að skapa í menntakerfinu. Hlúa skal að skap- andi hugsun, þekkingu og vísindum og endurmenntun með það fyrir augum, auk frekari eflingar iðn- og verknáms, tækni- og raungreinar. Þá er stefnt að því að auka sam- keppnishæfni atvinnulífsins því að grisja regluverk og gera ný lög skýr- ari og skilvirkni, en um leið á að auka völd eftirlitsstofnana og Sam- keppnisseftirlitið sérstaklega nefnt. Ríkisstjórnin hyggst viðhalda endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunar, ívilnunum til grænna fjár- festinga og efla grunnsjóði í rann- sóknum, nýsköpun og skapandi greinum, en jafnframt fjölga kostum lífeyrissjóða til aukinnar þátttöku í innviðafjárfestingum og grænum fjárfestingum. Loftslagsmál í forsal vinda Ríkisstjórnin hyggst skipa land- inu í fremstu víglínu í baráttunni gegn loftslagsvánni og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Stefna á að 55% samdrátt á kolefnislosun Íslands 2030 (miðað við 2005). Draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefn- ishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja heims. Orkuskipti verða einn helsti þátturinn í alþjóðlegu framlagi Ís- lands í loftslagsmálum, samhliða því að styrkja efnahagslega stöðu. Kveðið er á um að sátt verði að ríkja um nýjar virkjanir, sem nauð- synlegar séu til að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag. Það verði að gerast af varfærni gagnvart viðkvæmri náttúru og í takt við vax- andi orkunotkun samhliða því sem dregið verður úr notkun jarð- efnaeldsneytis, til að mæta fólks- fjölgun og þörfum grænnar atvinnu- uppbyggingar. Afar almennt orðaður sáttmáli - Langur stjórnarsáttmáli undirritaður í gær - Vöxtur forsenda velsældar og bættra ríkisfjármála - Innviðauppbygging kostuð með bankasölu - Virkjað af varúð í þágu orkuskipta og loftslagsmála Morgunblaðið/Eggert Handsalað Formenn stjórnarflokkanna tókust brosandi í hendur eftir undirritun stjórnarsáttmálans í gær. Í stjórnarsátt- málanum er margt áhuga- vert að finna, að mati Loga Einarssonar, formanns Sam- fylkingarinnar. Þar kalli margt á aukið fjár- magn og frávik frá fjármálá- ætlun, semkomi því til með að vera fyrsta þolraunin. Þá gagn- rýnir Logi að Vinstri græn hafi látið frá sér tvo af þeim þremur málaflokkum sem flokkurinn hafði talað um að vilja standa vörð um, heilbrigðismál og um- hverfismál. „Þau taka sér nú stöðu í ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegs þar sem þau eru bara sammála Framsókn- arflokknum og Sjálfstæð- isflokknum.“ Vinstri græn gefi eftir málefnin sín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur áhyggjur af því að fátæku fólki hafi verið gefið of lítill gaumur við gerð nýs stjórn- arsáttmála VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks- ins. „Þeir halda áfram að ýta undir þessa rosalegu örbrigð. Það eru 1.400 fjölskyldur sem vitað er að muni á næstu vikum óska eftir mataraðstoð hjá fjölskylduhjálp og þetta er bara sorglegt,“ segir Inga og bendir á að fátækt er hvergi nefnd í sáttmálanum. Hún fagnar því þó að frítekjumark verði tvöfaldað og að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Fátækt fólk sitji eftir í sáttmálanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, segir nýja verkaskipt- ingu ráðherra virka sérstaka við fyrstu sýn og að hún virðist fyrst og fremst snúast um að koma mönnum fyrir í verk- efni. „Svo er það stjórnarsáttmálinn, sem átti að vera stutt og hnitmiðað plagg, en svo kom annað á daginn, hann er 60 síður!“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að textinn byggi á punktum sem hefðu getað verið skrifaðir af flokksráði Samfylking- arinnar. „Meginniðurstaðan er því að þetta verði meira af því sama, sátt- máli kerfisstjórnar, sem ætlar að stunda „Woke“-stjórnmál, og fela kerfinu aukið vald.“ Sáttmáli „Woke“ kerfisstjórnar „Þessi stjórn- arsáttmáli er mjög óljóst orðaður,“ segir Halldóra Mogensen, þing- flokksformaður Pírata. Hún segir mikið af fallegum orðum í sáttmál- anum sem hafi verið soðin saman í einhvern graut. „Sáttmálinn boðar hins vegar al- gjöra uppgjöf í stóru málunum sem ríkisstjórnin náði ekki saman um á síðasta kjörtímabili,“ segir Halldóra og nefnir þar sérstaklega stjórn- arskrána, hálendisþjóðgarðinn og af- glæpavæðingu vímuefna. Þá segir Halldóra margt valda áhyggjum. „Það virðist vera mark- mið að einkavæða grunninnviði okk- ar. Þá er einnig mjög úreld hugsun í efnahagsmálum miðað við nágranna- ríki okkar.“ Boðar uppgjöf í stóru málunum Nýi stjórn- arsáttmálinn er „fremur um- búðir en inni- hald“ að mati Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur, for- manns Við- reisnar. Hún telur fjölgun ráðherra, vísbend- ingu um að báknið bólgni. Stefnu og sýn skorti. Þá líkir hún uppstokkun ráðuneytanna við stólaleik. Varðandi heil- brigðismálin þá vonast hún til þess að með því að heilbrigð- isráðuneytið færist frá Vinstri grænum yfir til Framsókn- arflokksins, verði afturhvarf frá ríkisvæðingunni í heilbrigð- iskerfinu þannig að hægt verði að styrkja spítalann og virkja ólík rekstrarform. Stólaleikur og stefnulaus sáttmáli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.