Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Félagið Frjálst land spyr á blog-
.is að því hvert eigi að selja
loðnuna: „Íslensk stjórnvöld álp-
uðust til að taka þátt í refsiaðgerð-
um gegn Rússum þegar Úkraína
neitaði að sækja
um aðild að ESB
sem Rússum var
kennt um. Rússar
svöruðu í sömu
mynt og settu
bann á ESB og
leppana sem
þýddi að Ísland missti risamarkað
fyrir útflutningsvörur eins og
loðnuafurðir. Þannig launa Íslend-
ingar þeim sem staðið hafa með
landinu frá upphafi gegnum þykkt
og þunnt í viðskipta- og auðlin-
dastríðum við gömlu stríðsþjóðir
ESB.
- - -
Síldarvinnslan, eitt mikilvægasta
fyrirtæki landsins, ætlar að
veiða mikið af loðnu enda mestu
veiðihemildir um langt skeið. En
þeir selja ekkert á sinn fyrrum
stóra markað, Rússland, meðan við
erum með í viðskiptastríði ESB/
EES gegn Rússlandi.“
- - -
Vitnað er í orð forstjóra Síldar-
vinnslunnar, sem sagði að hætt
væri við „að viðskiptabann Rússa
muni bíta fast á komandi vertíð en
þar hefur verið einn stærsti mark-
aður Íslendinga fyrir frosna loðnu
og miklivægur hrognamarkaður“.
- - -
Þá minnir Frjálst land á að „Fær-
eyingar létu ekki tæla sig í
refsiaðgerðir gegn Rússum og geta
nú selt loðnu, lax og reyndar hvað
sem er á einn sinn stærsta markað“.
- - -
Íslendingar eru líklega sú þjóð
sem orðið hefur fyrir hvað
mestum skakkaföllum vegna við-
skiptabannsins. Og ESB hefur ekk-
ert komið til móts við okkur vegna
þessa. Er endurskoðun ekki orðin
tímabær?
Loðnan og rúss-
neski markaðurinn
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þriðju skák heimsmeistaraeinvígis
Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi
og Magnúsar Carlsen, ríkjandi
heimsmeistara frá Noregi, lauk í
gær með jafntefli. Eftir þrjár um-
ferðir er hvor með einn og hálfan
vinning, en öllum skákunum þrem-
ur hefur lokið með jafntefli.
Nepomniachtchi, sem jafnan er
kallaður Nepo, var með hvítt í gær,
og lék hann kóngspeðinu fram í
fyrsta leik. Tefldur var spænskur
leikur og fórnaði heimsmeistarinn
peði í áttunda leik til þess að fá
virkari stöðu. Samið var um jafn-
tefli eftir 41 leik, en skákin þótti hin
litlausasta til þessa í einvíginu.
Í dag fá Carlsen og Nepomni-
achtchi að hvíla sig og verður fjórða
skák einvígisins tefld á morgun,
þriðjudag, en þá hefur heimsmeist-
arinn hvítt. Skákin hefst klukkan
12.30 að íslenskum tíma, en einvígið
fer fram í Dúbaí í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum.
Tefldar verða 14 skákir og stend-
ur einvígið til 14. desember nema að
til þess komi að annar hvor þeirra
nái 7½ vinningi áður 14 skákum er
lokið, að því er kemur fram á
skak.is.
Verði jafnt 7-7 verður teflt til
þrautar hinn 15. desember með
skemmri umhugsunartíma.
Þriðju skákinni lauk með jafntefli
- Hvor með einn og hálfan vinning
- Samið um jafntefli eftir 45 leiki
AFP
Jafntefli Enn var jafnt í þriðju skák
Carlsens og Nepomniachtchi í gær.
Skipið Patrekur varð heima í höfn að
sitja og fiskvinnsla Odda hf. á Pat-
reksfirði hefur ekki getað starfað síð-
an á miðvikudag eftir að þrír skip-
verjar greindust smitaðir af Covid-19
sem og tíu starfsmenn fiskvinnsl-
unnar.
Skjöldur Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Odda hf., segir af-
skaplega rólegt um að litast á Pat-
reksfirði að undanförnu vegna þess
hve stór hluti íbúa sé í sóttkví, en sem
betur fer virðist sýnatökur síðustu
daga ekki hafa leitt í ljós nein ný smit.
Á laugardag voru tekin fjölmörg
sýni en í gær var stærsti sýnatöku-
dagurinn. Sýni sem höfðu verið tekin
um morguninn áttu að fara með flugi
í bæinn í hádeginu en þegar fluginu
var aflýst bauð einn skipstjórinn sig
fram til að bruna í bæinn með sýnin í
skottinu til þess að freista þess að fá
niðurstöðurnar í tæka tíð fyrir byrjun
vinnuvikunnar.
Það er mikið í húfi að sögn Skjald-
ar, en sóttkvíin, og lamandi áhrif
hennar á fyrirtækið, hafa reynst
þungbær. Með snörum handtökum
tókst þó að bjarga hráefni og verð-
mætum fiskvinnslunnar, svo ekki
færi til spillis, áður en skella þurfti í
lás og allir sendir heim í sóttkví.
Skjöldur býst við því að með því að
hluti starfsmanna losni úr sóttkví,
geti fyrirtækið haldið uppi lágmarks-
vinnslu fyrir mikilvægustu viðskiptin,
en fram undan sé afar mikilvægur
tími í sölu hjá fyrirtækinu og því von-
ast hann til þess að það bætist ekki
margir í hóp þeirra smituðu. Að-
spurður segir hann að þetta atvik
muni líklega verða til þess að fyrir-
tækið endurskoði hvort hægt sé að
gera betur í hólfaskiptingu og smit-
vörnum hjá fyrirtækinu.
thorab@mbl.is
Skipstjóri skaust
með sýnin í bæinn
- Oddi í lamasessi
eftir smit - Patreks-
fjörður í sóttkví
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Patrekur Það hefur verið rólegt á
Patreksfirði að undanförnu.