Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 11
Íslenskmyndlist ramma@simnet.is Innrömmun Íslenskmyndlist Málverk og eftirprenanir eftir Tolla FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Loftslagsógnin er mikilvægasta breytan í skipulagsmálum nú- tímans. Með ákvörðunum um hvernig landnýting og byggð þróast höfum við áhrif á hve mikið við losum og bindum af gróð- urhúsalofttegundum og hvernig við aðlögumst nýjum aðstæðum vegna breytinga á veðurfari. Ákvarðanir samkvæmt skipulagi um staðsetningu og tilhögun byggð- ar, samgöngur og ferðamáta, orkunýtingu og ráðstöfun lands í dreifbýli til fæðufram- leiðslu, votlend- isverndar og skógræktar ræður miklu um það hvernig kolefnisspor þróast til framtíðar. Þetta segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipu- lagsstofnunar. Styttir vegalengdir í daglegu lífi Með margvíslegri umfjöllun hefur því verið haldið til haga að undanförnu að rétt öld eru frá því fyrstu skipulagslögin voru sett á Íslandi. Hugmyndir fólks um hvernig umgjörð okkar daglega lífs skuli vera eru eðlilega í sí- felldri þróun og endurskoðun. Tímarnir breytast og mennirnir með; verðmætamat og væntingar. Þær áherslur sem helst einkenna skipulagsumræðuna á Íslandi – sem og annarsstaðar á Vest- urlöndum – eru meðal annars kenndar við endurreisn borga. „Þetta eru kenningar sem leggja áherslu á mannvænt, lifandi og fjölbreytt umhverfi í borg og bæ og fjölbreytta ferðamáta. Þetta eru um leið áherslur sem eru vel til þess fallna að vinna gagn með til- liti til lofslagsmála. Land undir byggð er takmarkað, reynt er að bæta rekstrarskilyrði þjónustu nærri heimilum með þéttri, bland- aðri byggð og með því að útfæra bæjarrými og götur. Fleiri ferða- mátum en einkabílnum sé gefinn viðeigandi gaumur,“ segir Ásdís Hlökk og heldur áfram: „Vel hönnuð bæjarrými og viðeigandi þéttleiki og blöndun byggðar styttir þær vegalengdir sem við þurfum að fara í daglegu lífi og gefur kost á að auka hlut- deild göngu, hjólreiða og almenn- ingssamgangna; ferðamátar sem skila okkur fljótt og vel samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru samgöngur sem taka minna landrými en einkabíllinn og gefa þann bónus að ýta undir heil- næma hreyfingu í daglegu lífi.“ Vinna að sjálfbærri þróun Ríkjandi sjónarmiða í skipu- lagsmálum í dag sér stað víða, þeg- ar litið er til nágrannalanda okkar, til dæmis í borgum sem verið er að breyta og ljá nýjan svip Þetta birtist meðal annars í stefnum um svokallaðar 15 eða 20 mínútna borgir, bæi og hverfi sem miðast við að fólk geti nálgast alla helstu þjónustu í nálægð og göngu- færi við heimili sín. Sömu hug- myndir birtast einnig í skipulags- stefnum sem settar er fram á samstarfsvettvangi þjóðríkja. Þar má nefna New Urban Agenda Sameinuðu þjóðanna og New European Bauhaus Evrópusam- bandsins. Þá er margt í nýrri inn- viðalöggjöf Bandaríkjastjórnar sem endurspeglar þessar áherslur í skipulagsmálum. Raunar er margt, að sögn Ásdísar Hlakkar, svipað í áherslum í skipulags- málum og var upp úr aldamót- unum 1900. „Nýir straumar í skipulags- málum berast sennilega helst inn í samfélagið með til dæmis skipu- lagsfræðingum, borgarhönnuðum, arkitektum, landslagsarkitektum og verkfræðingum; fólki sem hefur menntað sig og starfað erlendis. Svo er líka vaxandi hópur al- mennra borgara og stjórn- málafólks sem hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og hefur kynnt sér vel hvað er að gerast á þeim vettvangi,“ segir Ásdís Hlökk og bætir við: „Skipulagsmál eru hápólitísk í þeirri merkingu að þau varða vel- sæld okkar allra. Þau ráða hvernig farið er með þau takmörkuðu gæði sem felast í landrými og ýmsum landgæðum. Sömuleiðis hvernig aðstæður okkur eru búnar til bú- setu, aðdrátta, atvinnu og lífsgæða. Kenningar í skipulagsfræðum hafa almennt sem útgangspunkt að gæta almannahagsmuna, sem felur í sér að vinna að sjálfbærri þróun.“ Fagurfræði og lífsgæði Þegar kom að því að skipu- leggja bæi fyrir öld síðan var meg- inlínan að bæirnir vítt og breitt um landið byggðust upp frá höfninni, þar sem opinberar þjónustubygg- ingar, skóli, kirkja og slíkt voru nærri sjónum. Svo grisjaðist byggðin eftir því sem fjær eða ofar dró. Svipur margra byggða allt í kringum landið er með þessu móti. En hvernig væru bæir skipulagðir og byggðir í dag, kæmu hönnuðir að alls ónumdu landi og hefðu frítt spil? „Í sjálfu sér væri nálgunin kannski ekki svo ýkja ólík,“ segir Ásdís Hlökk. „Það væri ekkert slæmur útgangspunktur að horfa til ýmissa áherslna um fagurfræði og lífsgæði sem koma fram í lögum um skipulag kauptúna og sjáv- arþorpa frá 1921. En vissulega væri það í fæstum tilfellum útgerð, fiskvinnsla og höfnin sem væru sama þungamiðja bæjarskipulags- ins og almennt var á þeim tíma. Út- gangspunkturinn væri án vafa 15 eða 20 mínútna hverfið og að út- færa byggðina með tilliti til lyk- iláskorana næstu áratuga, lofts- lagsmála, sjálfvirknivæðingar og hækkandi aldurs fólks. Annars má segja að flestir þættir mannlífsins hafi áhrif í skipulagsmálum; því hvernig umhverfi okkar og sam- félag er mótað.“ Græn svæði mikilvæg Útivistarsvæði og grænir reit- ir eru áberandi í skipulagsstefnu nútímans. Gönguferðir, hjólreiðar og önnur hreyfing til heilsubótar eru hluti af daglegu lífi tuga þús- unda Íslendinga – og því svara sveitarfélög til dæmis með lýð- heilsustefnu og aðstöðu fyrir al- menningsíþróttir. Í þessu sam- bandi má nefna góða aðstöðu til útivistar til dæmis í Laugardal, El- liðaárdal og við Reynisvatn í Reykjavík, og stíga um höfuðborg- arsvæðið þvert og endilagt. Heið- mörkin er heillandi staður og fleiri skógar á höfuðborgarsvæðinu mætti tiltaka. Góð aðstaða til úti- vistar er við Hvaleyrarvatn og Búrfellsgjá ofan við Hafnarfjörð og Garðabæ og á Langisand á Akranesi. Einnig í Kjarnaskóg við Akureyri og víðar. „Faraldurinn hefur vakið fólk til meðvitundar um mikilvægi úti- vistarsvæða í þeirra nánasta um- hverfi. Fallegar og aðgengilegar leiðir og svæði til göngu, hlaupa, hjólreiða, leikja og samveru eru verðmæt. Þetta varðar bæði torg, götur, stíga og garða inni í byggð- inni en líka náttúrusvæðin sem um- lykja og fléttast inn í byggðina, segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Nýir straumar í skipulagsmálum sem skapa framtíðina og varða líf allra, segir forstjóri Skipulagsstofnunar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skipulag Gamli Vesturbærinn í Reykjavík með reisulegum húsum og grónum görðum er eftirsóttur til búsetu. Umhverfið er hlýlegt og stutt í þjónustu. Hverfi þetta var byggt fyrir um öld síðan og skipulagið hefur staðist tímans tönn. Í nýjum miðbæ á Selfossi eru fyrirmyndirnar sóttar í fortíðina. Mannvænt umhverfi í borgum og bæjum - Ásdís Hlökk Theodórsdóttir er fædd 1966. Með meistara- gráðu í skipulagsfræðum frá háskólanum í Reading á Eng- landi. Hún hefur einnig lagt stund á doktorsnám í skipu- lagsfræðum í Stokkhólmi. Tók við embætti forstjóra Skipu- lagsstofnunar 2013. - Starfaði áður við Háskólann í Reykjavík sem aðjúnkt og brautarstjóri meistaranáms á sviði umferðar og skipulags. Var einn af stjórnendum Skipu- lagsstofnunar 1996-2005. Vann einnig í nokkur ár hjá ráð- gjafarfyrirtækinu Alta og kom þar að fjölbreyttum skipulags verkefnum víða um landið. Hver er hún? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skógur Óvíða á landinu eru í nágrenni þéttbýlis jafn góð útivistarsvæði og á Akureyri, en þar er Kjarnaskógur er rétt sunnan við bæinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.