Morgunblaðið - 29.11.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að 29. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.55
Sterlingspund 174.19
Kanadadalur 102.38
Dönsk króna 19.821
Norsk króna 14.506
Sænsk króna 14.366
Svissn. franki 141.11
Japanskt jen 1.1442
SDR 182.42
Evra 147.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.1398
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það tók ögn lengri tíma en spáð hafði
verið, fyrir gagnaukinn veruleika (e.
augmented reality) að ná almennri
útbreiðslu. Hefur samt jafnt og þétt
fjölgað í hópi þeirra fyrirtækja sem
nota þessa sniðugu tækni til að gera
vörur sínar áhugaverðari eða bæta
þjónustu við viðskiptavini.
Gagnaukinn veruleiki felur í sér að
nota snjallsíma- eða spjaldtölvuskjá
til að kalla t.d. fram myndir eða fígúr-
ur sem virðast hluti af því umhverfi
sem horft er á í gegnum myndavél
snjallsímans. Árið 2012 ræddi Morg-
unblaðið við breska fyrirtækið Blipp-
ar sem á þeim tíma var að ryðja
brautina með forriti sem þótti mjög
nýstárlegt og gat t.d. greint merki-
miðann á Heinz-tómatsósuflösku og
látið líta út eins og uppskriftabók
hefði sprottið upp úr flöskunni – svo
lengi sem horft væri á hana í gegnum
símann.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá og er gagnaukinn veruleiki
núna nýttur víða, bæði á stórum og
smáum skala. Þannig geta viðskipta-
vinir IKEA notað gagnaukinn veru-
leika til að „máta“ húsgögn í stofunni
heima, og þeir sem eru spenntir fyrir
nýjustu strigaskónum frá Adidas
geta notað tæknina til að sjá hvernig
skórnir fara þeim, án þess að stíga
fæti inn í skóverslun.
Bætir við nýrri upplifun
Íslensk fyrirtæki hafa líka tekið
gagnaukinn veruleika í sína þjónustu,
og fáir náð jafn langt á því sviði og
Sýsla ehf. (www.sysla.is) sem stofnað
var 2013.
„Við höfum gefið út spilastokka,
leiki, jóladagatal, og ýmsar aðrar
vörur sem eru einkum stílaðar á er-
lenda ferðamenn og nota gagnaukinn
veruleika til að gefa vörunni aukna
dýpt og gera upplifunina skemmti-
legri,“ útskýrir Pétur framleiðslu-
stjóri fyrirtækisins og aðalhönnuður.
Jólasveina-spilastokkurinn lýsir
eiginleikum tækninnar vel: „Notend-
ur hlaða sérstöku forriti inn á snjall-
símann sinn og beina síðan myndavél
símans að korti úr stokknum. Jóla-
sveinninn sem er á spilinu sprettur
þá fram og getur gert ýmsar hreyf-
ingar, dansað, og sagt sögur. Hann er
ekki bundinn við spilið heldur er
hægt að láta líta út eins og hann
standi í fullri stærð inni á miðju stofu-
gólfinu hjá fólki,“ segir Pétur en jóla-
sveinarnir sem birtast í gagnaukna
veruleikanum tala, að svo stöddu,
bæði íslensku og ensku, og einnig
hægt að hlýða á danskan sögumann
sem kynnir hvern jólasvein. „Það eru
hér umbil ein til tvær mínútur af efni
tengdar hverju spili og hægt að fá um
það bil hálftíma upplifun í gagnaukn-
um veruleika með spilastokknum.“
Risaeðlur bregða á leik
Eldfjalla-útgáfa Sýslu hefur líka
vakið lukku en þar er dagatölum,
póstkortum, veggspjöldum og spila-
stokkum gefin ný vídd í gagnauknum
veruleika, og hægt að framkalla fróð-
leik um jarðfræði Íslands og eldgos-
asögu á íslensku, ensku, þýsku og
kínversku, auk þess að skoða frá öll-
um sjónarhornum þrívítt módel af
eldgosinu í Fagradal. „Einnig gerum
við spilastokk með 52 fróðleiksmolum
um Ísland, sem segja frá hápunktum
í sögunni allt frá landnámi. Er þar t.d.
spil um Thomsenbílinn, fyrsta bílinn
á Íslandi, og hægt að kalla fram mód-
el af bílnum til að skoða hann hátt og
lágt,“ segir Pétur.
Kristinn Gylfi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Sýslu, bætir
við að tæknin bjóði upp á þann mögu-
leika að bæta sífellt við og uppfæra
forritið sem gagnaukni veruleikinn
byggir á, og t.d. bæta við nýjum
tungumálum án þess að átt sé við
prentuðu vöruna. „Gagnaukinn veru-
leiki bætir allt annarri vídd við þessar
vörur og möguleikarnir nánast
ótæmandi. Þannig erum við t.d. að
fara af stað með vöru sem við köllum
AR PopUp Cards sem eru tækifær-
iskort sem höfða mjög til yngstu not-
endanna. Kortin skarta m.a. frum-
skógardýrum, risaeðlum og
sjóræningjum, sem hægt er að kalla
fram með gagnauknum veruleika.
Bæði er það upplifun að sjá stóra
risaeðlu eða sjóræningja birtast en
hverju korti fylgir líka stutt hljóðbók
fyrir viðtakandann að hlusta á í gegn-
um gagnaukinn veruleika.“
Gæti verið framlenging
á lyfjapakkningum
Spurður hvar annars staðar í at-
vinnulífinu mætti nýta gagnaukinn
veruleika betur nefnir Kristinn m.a.
matseðla veitingahúsa, matvöru-
pakkningar og lyfjapakkningar: „Það
gæti t.d. verið gaman að skoða
lambalæri í kæli úti í búð og geta not-
að gagnaukinn veruleika til að kalla
fram uppskriftabók. Lyfjaframleið-
endur ættu hiklaust að skoða hvort
að gagnaukinn veruleiki geti hjálpað
þeim að koma mikilvægum lyfjaupp-
lýsingum á framfæri, enda oft lítið
pláss fyrir texta á lyfjaumbúðum.“
Tæknin á bak við gagnaukinn
veruleika þarf heldur ekki að vera
svo flókin eða dýr. „Það má t.d. leita í
sérstaka gagnabanka sem virka rétt
eins og myndabankar en geyma þrí-
víð módel, og að bæta gagnauknum
veruleika s.s. við vöruumbúðir er
kannski fjárfesting upp á svo lítið
sem nokkur hundruð þúsund krón-
ur.“
Eins og jólasveinn
standi á stofugólfinu
- Fyrirtækið Sýsla hefur vakið athygli með gjafavöru
sem öðlast nýja vídd með gagnauknum veruleika
Lifandi Þrívíður jólasveinn sprettur
upp úr spili, dansandi og hress.
Sýndarheimur Pétur og Kristinn fyrir framan hluta af vöruúrvalinu. Með gagnauknum veruleika verður spila-
stokkur eða afmæliskort að mun áhugaverðari vöru. Nýlega bættist við jóladagatal sem notar þessa tækni.
Morgunblaðið/Eggert
Recep Tayyip Erdogan Tyrklands-
forseti sagði á föstudag að skyndilega
veikingu tyrknesku lírunnar mætti
rekja til „fjárhagslegra skemmdar-
verka“ af hálfu „alþjóðlegra baróna
fjármála- og stjórnmálaheimsins“ og
tyrkneskra bandamanna þeirra sem
vilja viðhalda háum stýrivöxtum í
landinu.
Sagði forsetinn
jafnframt að ekki
kæmi til greina að
hvika frá þeirri
efnahagsstefnu
sem stjórnvöld
hafa markað, og
sakaði hann utan-
aðkomandi aðila
um að nota gjald-
miðlamarkaðinn
til að koma höggi
á stjórnvöld og
tyrkneska hagkerfið.
Hefur Erdogan lýst stefnu ríkis-
stjórnarinnar sem „efnahagslegu
sjálfstæðisstríði“ Tyrklands: „Við
sjáum það vel hvaða leik er verið að
spila með gengi lírunnar, vexti og
verðhækkanir, af hálfu þeirra sem
vilja bola landinu okkar út úr mynd-
inni,“ sagði forsetinn í nýlegu ávarpi.
Lítið eftir af lírunni
Líran veiktist um 15% á þriðjudag
eftir ákvörðun stjórnvalda um áfram-
haldandi lækkun stýrivaxta. Gengið
styrktist lítillega þegar leið á vikuna
en það sem af er þessum mánuði hef-
ur líran veikst um hér um bil fjórðung
gagnvart helstu gjaldmiðlum.
Erdogan hefur þrýst á seðlabanka
Tyrklands að beita aðgerðum á pen-
ingamarkaði til að örva hagkerfið,
með það fyrir augum að hvetja til fjár-
festinga, styrkja útflutningsgeinar og
skapa ný störf. Hafa stýrivextir lækk-
að um 400 punkta frá því í september
en inngripin virðast hafa orðið að litlu
gagni. Greinir Reuters frá að þvert á
móti hafi efnahags- og peningastefn-
an einkum leitt til þess að verðbólga í
Tyrklandi mælist nú 20% og gengi lír-
unar hefur verið í frjálsu falli.
Frá því í febrúar hefur líran veikst
um nærri helming gagnvart banda-
ríkjadal og evru og hefur enginn ann-
ar gjaldmiðill veikst jafn mikið á
þessu ári, að því er Reuters greinir
frá.
Gagnrýnendur segja Erdogan vera
að gera tilraun á hagkerfi Tyrklands
og að aðgerðir hans bitni einkum á
heimilunum í landinu. Mikið rót hefur
verið á efnahags- og peningastefnu
landsins undanfarin misseri og hefur
Erdogan skipt um seðlabankastjóra í
þrígang síðan í júlí 2019.
Í ritstjórnargrein FT á sunnudag
er vakin athygli á því að undirstöður
tyrkneska hagkerfisins virðast nokk-
uð góðar og mældist afgangur af
vöru- og þjónustuviðskiptum í ágúst
og september bæði vegna vaxandi út-
flutnings og aukins streymi ferða-
manna til landsins. Segir FT það vera
fyrst og fremst stefnu og hringlanda-
hætti Erdogans að kenna að líran
skuli vera á niðurleið.
Tyrkneska fréttaveitan Anadolu
greindi frá því á laugardag að Erdog-
an hefur fyrirskipað rannsókn á hvort
að óeðlileg gjaldmiðlaviðskipti hafi átt
þátt í veikingu lírunnar.
ai@mbl.is
AFP
Dýrtíð Vegfarandi skoðar úrvalið hjá kaupmanni í Istanbúl. Tyrknesk
heimili hafa þurft að halda fast um pyngjuna vegna verðbólgu.
Kennir öðrum
um hrun lírunnar
- Erdogan fyrirskipar rannsókn
Recep Tayyip
Erdogan