Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 13

Morgunblaðið - 29.11.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, hefur farið sem storm- sveipur um alþjóðasamfélagið. Fjöl- mörg ríki hafa hert reglur á landa- mærum sínum og sett takmarkanir á ferðir til sunnanverðrar Afríku en afbrigðið greindist fyrst í Suður- Afríku í nóvember. Til að mynda hafa ísraelsk stjórn- völd lokað landamærum sínum fyrir öllum ferðamönnum en aðeins fjórar vikur eru síðan landamærin voru opnuð þar í landi. Eitt tilfelli Ómí- kron-afbrigðisins hefur greinst í Ísr- aelsríki. „Við erum að draga upp rautt flagg,“ sagði Naftali Bennett, for- sætisráðherra Ísrael, en ísraelsk stjórnvöld hafa nú þegar keypt tíu milljónir Covid-prófa til þess að stemma stigu við þessu „mjög svo hættulega“ afbrigði. Katar, Bandaríkin, Sádi-Arabía, Kúveit, Holland og Bretland hafa sett strangar reglur á komur ferða- manna frá sunnanverðri Afríku. Þá hafa Bretar einnig almennt hert reglur við komuna til landsins og sett á grímuskyldu innanlands en þrjú tilfelli af afbrigðinu greindust um helgina. Um helgina greindist 61 farþegi úr tveimur flugvélum sem komu til Hollands frá Suður-Afríku með kórónuveiruna, að minnsta kosti 13 tilfelli eru af nýja afbrigð- inu. Ómíkron hefur meðal annars einnig greinst í Hong Kong, Ástr- alíu, Danmörku, Tékklandi og Þýskalandi. „Refsað“ fyrir afbrigðið Vísindamenn eru nú í kappi við tímann í að greina eðli afbrigðisins, sérstaklega vörn bóluefna gegn því. Vísindamenn í Suður-Afríku hafa nú þegar greint að minnsta kosti tíu stökkbreytingar af Ómíkron, sam- anborið við Delta-afbrigðið sem hef- ur einungis tvær stökkbreytingar. Antony Blinken, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefur hælt vísindamönnum í Suður-Afríku fyrir að greina Ómíkron svo snemma og gegnsæi suðurafrískra stjórnvalda fyrir að deila upplýsingum um af- brigðið með alþjóðasamfélaginu. Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa hins vegar gagnrýnt viðbrögð ann- arra ríkja og segja þeim vera „refs- að“ fyrir að uppgvöta afbrigðið með ferðatakmörkunum til landsins. Keppast við að setja á ferðahömlur - Takmarka ferðalög til sunnanverðrar Afríku - Ísraelar loka landamærum - Bretar herða sótt- varnareglur innanlands - Vísindamenn hafa greint að minnsta kosti tíu stökkbreytingar af Ómíkron AFP Ferðabann Ísrael hefur lokað landamærum sínum vegna Ómíkron en einungis mánuður er síðan þau opnuðu. Þrír létust í Bretlandi á föstudag af völdum óveð- ursins Arwen sem herjaði á landið um helgina. Þeir sem létust urðu fyrir trjám sem féllu á þá í Skotlandi, Norður-Írlandi og Norðvestur- Englandi. Þá þurftu þúsundir í Skotlandi að búa við rafmagnsleysi í nokkra daga. Í borginni Aber- deen voru dísilvélar notaðar til þess að miðla raf- magni til sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila. Þá lágu lestarsamgöngur niðri víða. AFP Þrír létust af völdum óveðursins Arwen í Bretlandi Frá og með deginum í dag mun eyrík- ið Barbados yfirgefa Bresku krúnuna og þar með verða lýðveldi. Því verður Elísabet Bretlandsdrottning ekki lengur þjóðhöfðingi ríkisins en Barbados var nýlenda Bretlands áður en það hlaut sjálfstæði árið 1966. „Það er kominn tími til þess að skilja við fortíð okkar sem nýlendu fyrir fullt og allt, “ sagði Sandra Mason, ríkisstjóri Barbados. Mason er 73 ára og mun hún sverja embættiseið í dag. Því verður hún fyrsti forseti eyríkisins þar sem búa um 300 þúsund manns. Þingið kaus Mason til forsetaembættisins í októ- ber. Karl Bretaprins verður við- staddur athöfnina sem heiðursgestur. Síðasta ríki til þess að aðskilja sig frá bresku krúnunni var eyríkið Má- ritanía árið 1992. Bæði Barbados og Máritanía eru þó enn hluti af breska samveldinu. Yfirgefa krúnuna - Eyríkið Barbados verður lýðveldi Barbados Elísabet drottning og Sandra Mason, nýr forseti. AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.