Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 14

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Annað ráðu- neyti Katrínar Jakobsdóttur tók við í gær og urðu ýmsar breytingar frá fyrsta ráðuneyti hennar sem fékk lausn frá störfum sama dag. Ráð- herrum fjölgaði um einn og eru nú tólf sem segja má að sé með mesta móti. Fjölgunin kemur þó ekki á óvart því að Framsóknar- flokkurinn sótti á í kosningunum og ekki óeðlilegt að sá aukni þingstyrkur endurspeglist við ríkisstjórnarborðið. Hinir flokk- arnir tveir halda sínu, sem er í samræmi við kosningaúrslit í til- viki Sjálfstæðisflokksins, en Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð, sem missti þrjá þingmenn, má vel við una, ekki síst þegar til þess er horft að flokkurinn held- ur forsætisráðuneytinu þrátt fyrir að vera langminnsti flokk- urinn. Augljóst er að það skýrist alfarið af stöðu formanns flokks- ins, sem hefur áunnið sér traust út fyrir raðir flokksins, meðal annars hjá formönnum sam- starfsflokkanna. En formenn stjórnarflokk- anna þurftu ekki aðeins að skipta á milli sín ráðherrum, stól for- seta Alþingis þurfti einnig að skipa og féll það í hlut Sjálf- stæðisflokksins að þessu sinni og má segja að það hafi verið vel tímabært að breyting yrði þar á. Birgir Ármannsson, sem áform- að er að taki við því embætti um miðja vikuna er með mikla þing- reynslu og þekkingu – og er þá ekki aðeins átt við í samanburði við þá litlu reynslu sem meðal- þingmaðurinn hefur eftir ör skipti í nokkrum undanförnum kosningum. Þó að endurnýjun sé nauðsynleg mikilvægri stofnun eins og Alþingi er stöðugleiki það einnig. Á milli endurnýjunar og stöðugleika þarf að gæta jafn- vægis, en hæpið er að halda því fram að það hafi tekist vel í und- anförnum kosningum. Þetta hef- ur átt þátt í ýmsum undarlegum uppákomum og hefur ekki orðið til að efla traust á Alþingi, sem þó er brýnt að gera. Vonandi hafa þingmenn þetta í huga, jafnt stjórnarþingmenn sem þing- menn stjórnarandstöðu, á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Forystumenn í stjórnarand- stöðunni hafa þegar tjáð sig um ráðherraskipan og stjórnarsátt- mála og halda uppi gagnrýni líkt og við mátti búast og í samræmi við hlutverk þeirra. Sumt af því sem þar kemur fram á rétt á sér, svo sem varnaðarorð um að fleiri ráðherrum og uppstokkun í ráðuneytum fylgi aukinn kostn- aður. Annað eru hrein öfugmæli, meðal annars gagnrýni á að ekki sé lengra gengið í umfjöllun um breytingar á stjórnarskrá í stjórnarsáttmálanum. Ekkert og enginn kallaði eftir því að haldið yrði áfram að sóa dýrmætum tíma og pólitískum kröftum í slíka vinnu. Í kosningabarátt- unni var varla minnst á stjórnar- skrána, enda öllum fyrir löngu orðið ljóst að sú atlaga sem að henni var gerð fyrir rúmum áratug var órétt- mæt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fleira í stjórnarsáttmálanum vekur upp spurningar og jafnvel furðu en eitthvað af því skýrist vonandi þegar fram í sækir. Það hringl með verkefni og ráðu- neyti, þar með talið með nöfn ráðuneyta, sem kynnt var í gær er þó erfitt að sjá að hægt verði að skýra að fullu nema með vísan til pólitískra skammtímasjónar- miða. Stjórnarsáttmálinn hefur þeg- ar verið gagnrýndur fyrir að hann sé bersýnilega saminn til að sætta gjörólík sjónarmið. Þetta verði til þess að hann sé hvorki fugl né fiskur og svari ekki fjölda áleitinna og brýnna spurninga. Nokkuð er til í þess- ari gagnrýni en við þessu var að búast. Og stjórnarsáttmáli á ekki heldur og getur ekki svarað öllu því sem upp getur komið. Hluti af því að eiga í ríkisstjórn- arsamstarfi er að hafa burði til að leysa þau mál sem upp koma. Þetta breytir því ekki að miklu skiptir fyrir almenning og atvinnulíf í landinu hvernig margt af því sem nefnt er í stjórnarsáttmálanum verður út- fært. Þar segir til að mynda: „Horft verður til frekari eflingar almannaþjónustu og skattalækk- ana í samræmi við þróun rík- isfjármála. Markmiðið er að bæta lífskjör þeirra sem verst standa og styrkja samkeppn- isstöðu fyrirtækja.“ Þetta getur þýtt eitt og annað og tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig þetta verður útfært. Sömu sögu er að segja um margt annað sem í stjórnarsáttmál- anum er að finna. Þá á eftir að koma í ljós hvern- ig sú nýskipan ráðuneyta sem kynnt var í gær á eftir að reynast í raun. Verða til skýrari línur með þessum nýju nöfnum og uppstokkun verkefna, eða verða mál óljósari og enn snúnara fyrir almenning að átta sig á hvar ábyrgðin liggur? Mennta- og menningarmálaráðuneytið virð- ist nú til dæmis hafa verið bútað niður í þrjú ráðuneyti og er ávinningurinn ekki augljós. Þá má nefna að mannréttindamál og málefni þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd hafa verið færð úr dómsmálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti og eru rökin fyrir því ekki mjög sannfærandi. Eins og áður sagði er það þó útfærslan sem mestu skiptir og um hana er ekkert hægt að stað- hæfa að svo stöddu. Vonandi tekst vel til og ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar, sem flestir takast á við ný verkefni, jafnvel í ger- breyttum ráðuneytum, bera von- andi gæfu til að gera það á far- sælan hátt með þjóðarhag fyrir augum. Uppstokkun ráðu- neyta er ekki að fullu skýrð og um margt óljóst hvað fram undan er} Útfærslan ræður N ú hefur stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar loks litið dagsins ljós. Eitt af einkennum hans eru tækifærin sem blasa við. Tími er nú kominn til að láta hendur standa fram úr ermum svo tækifærin renni ekki úr greipum okkar. Til þess þarf ekki síst hugrekki og kraft. Atvinnulífið er að taka hressilega við sér og þeir atvinnuvegir sem skipta hvað mestu máli á landsbyggðinni eru í fullum blóma. Það er mikil lukka að loksins hyllir undir almennilega loðnuvertíð sem skila mun veglega til þjóð- arbúsins og dreifðari byggða um landið allt. Útflutningsverðmæti eru sífellt að aukast og bendir margt til að hugverkaiðnaðurinn verði ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs og skipti þar af leiðandi sköpum í framtíð efna- hagslífs Íslands. Landsbyggðin á þar einnig mikið undir, því Covid hefur einmitt kennt okkur mý- margt um tækifærin í tækninni og að staðsetning þurfi ekki að skipta máli hvort sem er í námi eða starfi. Skynsamlegt væri að efla þá háskóla sem framarlega hafa staðið í því að efla sveigjanlegt námsform. Þar að auki er vert að nefna að með bættu flutningskerfi raforku verður brátt nóg um orkuna í Eyjafirðinum og því ekkert sem vantar nema ákvarðanir um ný verkefni til nýtingar á henni. Undanfarin misseri hefur margt verið í bígerð sem sýnir kraftinn sem leynist í Norðausturkjördæmi. Tækifæri landshlutanna verða svo að endurspeglast í sóknaráætlunum þeirra, en sóknaráætlanir fela í sér framtíðarsýn og stefnu heimamanna á stöðu landshlutans. Landshlutasamtök sveitarfélagana gegna mikilvægu hlutverki í eflingu byggða og því er mikilvægt að stjórn- völd nýti sér þekkingu heimamanna á áskor- unum landshlutanna. Því er ákaflega gott að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar verði sóknaráætlun nýtt til að styrkja landshlutana og svo að lagaleg staða lands- hlutasamtakanna verði skýrð gagnvart verk- efnum þeirra. Það er svo ávallt mikilvægt að hið opinbera sé ekki að þvælast fyrir að óþörfu og reynir hér á að stjórnvöld taka ákvörðun um að ein- falda regluverk og standast þá freistingu að reglusetja atvinnulífið um of. Reglur atvinnu- lífsins verða að vera skýrar og réttlátar, hafa tilgang og markmið. Má því nefna annan já- kvæðan punkt í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að stefnt verði að því að sameina Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu. Verkefni sem mun efla íslenska sam- keppni, neytendavernd og samkeppnishæfni Íslands í al- þjóðlegu tilliti. Hlutverk stjórnvalda er þannig ekki einungis fólgið í því að setja lög og reglur, heldur vera glögg að þekkja tækifærin og hugrökk í því að standa ekki í vegi fyrir þeim. berglindosk@althingi.is Berglind Ósk Guðmunds- dóttir Pistill Bjartsýn og um leið hugrökk Höfudur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is I nnanríkisráðherrar Frakk- lands, Belgíu og Þýskalands funduðu í gær í Calais í Frakklandi um vandann sem hefur fylgt fjölgun þeirra flótta- manna sem reyna að komast yfir Ermarsundið á smábátum. Fund- urinn í var haldinn í kjölfar þess að 27 flóttamenn létust á leið sinni yf- ir Ermasundið í síðustu viku. 17 karlmenn, sjö konur og þrjú börn vonuðust eftir að fá hæli í Bret- landi en um er að ræða mannskæð- asta sjóslys flóttafólks á Erm- arsundinu. Innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, var afboðuð á fundinn eftir að Boris Johnson forsætisráð- herra Bretlands sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta bréf í síðustu viku á Twitter. Í bréfinu lagði Johnson til að Frakkar tækju þegar í stað við öllu því flóttafólki sem hefur komið til Englands eftir að hafa siglt yfir Ermarsundið. Eftir að Bretar gengu úr Evrópu- sambandinu hafa þeir ekki rétt á að senda flóttafólks aftur til Evrópu við komuna til landsins. Þá sagði Johnson að ef Frakk- ar taki við flóttafólkinu þá muni það draga verulega úr, jafnvel al- farið stöðva, þessar siglingar. Það myndi bjarga mörg þúsund manns- lífum með því að eyðileggja við- skipti glæpasamtaka sem stundi mansal með þessum hætti. Macron sagði tillögur Johnson „ekki vera alvarlegar“ og hafnaði þeim. Frönsk stjórnvöld urðu einn- ig fyrir vonbrigðum með að bréfið var gert opinbert áður en þau fengu það í hendur. Kenna hvor öðrum um „Frakkland kennir Bretlandi um, Bretland kennir Frakklandi um,“ sagði Lisa Nandy, skuggaut- anríkisráðherra Bretlands, í viðtali við Sky News um stöðuna. „Sann- leikurinn er sá að báðar rík- isstjórnir taka þátt í leik sem snýst um að saka hvor aðra á meðan börn drukkna við strandlengjuna. Það er einfaldlega samviskulaust,“ sagði hún og bætti við að ríkisstjórnir beggja ríkja Ermarsundsins ættu að leggja ágreining sinn til hliðar og vinna að sameiginlegu mark- miði. „Þetta er sameiginlegt vanda- mál sem einungis verður leyst með sameiginlegri lausn.“ Breska innanríkisráðuneytið sendi yfirlýsingu frá sér í gær þar sem sagði að Patel hafði rætt við Ankie Broekers-Knol, innflytj- endamálaráðherra Hollands. „Harmleikur atburða síðustu viku sýna mikilvægi samstarfs Evr- ópuríkja,“ sagði í yfirlýsingunni. Vakta strandlengjuna Eftir fundinn sagði innanrík- isráðherra Frakklands, Gerald Darmanin, að samstarf þyrfti að ríkja við Bretlandi. „Bretland yf- irgaf Evrópu, en ekki heiminn.Við þurfum að vinna að þessum vanda án þess að vera gísl breskra innan- ríkisstjórnmála.“ Stephan Mayer, undirmaður þýska innanrík- isráðherrans, sagði eftir fundinn að mikilvægt væri að stofna til nýs samkomulags um málefni flótta- fólks á milli Bretlands og Evrópu- sambandsins í stað Dyflinn- arreglugerðarinnar. Þá sagði Dramanin að ríkin öll yrðu vinna saman gegn glæpa- samtökunum sem stunda mannsal. „Aðalmálefnið á þessum fundi var baráttan gegn smyglurum sem nýta sér landamæri okkar og ríki. Aukning í fólksflutningum heldur áfram og eykst stöðugt,“ sagði Darmanin. Vitað er að mörg glæpasamtakanna aðhafast í Belg- íu, Hollandi og Þýskalandi þar sem að þar sé hægt að kaupa björg- unarvesti án þess að vekja grunn- semdir yfirvalda. Þeim sé síðan smyglað ásamt flóttafólki til Norð- ur-Frakklands þar sem það reynir við siglinguna til Bretlands. Frönsk stjórnvöld segjast hafa handtekið fimm einstaklinga á landamærum Belgíu í síðustu viku í tengslum við sjóslysið í vikunni. Þau segjast hafa bjargað alls 7.800 einstaklingum á Ermarsundinu frá byrjun árs og handtekið 1.500 smyglara. Á fundinum voru einnig við- stödd Ylva Johansson, fram- kvæmdastjóri innanríkismála hjá Evrópusambandinu, fulltrúar landamærastofnunnar (Frontex) og löggæslustofnun (Europol) Evr- ópusambandsins. Frá og með 1. desember mun Frontex vakta strandlengjuna frá Frakklandi til Hollands allan sólarhringinn með flugvélum. AFP Fundarhöld Innanríkisráðherrar Frakklands, Belgíu og Þýskalands fund- uðu í gær fjölgun flóttafólks sem reynir að sigla yfir Ermarsundið. Flóttamannavandinn veldur pólitískum usla AFP Hættuferð 27 flóttamenn létust í síðustu viku á Ermarsundinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.