Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 15

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 Jólastemning í miðbænum Mikið var um að vera í miðbæ Reykjavíkur í gær, fyrsta sunnudag í aðventunni. Er enda ekki seinna vænna að fara að undirbúa gleðilega jólahátíð. Óttar Geirsson Á þeim tíma sem Breiðholtið byggðist upp var í gildi bygging- arreglugerð sem gerði kröfu um lyftur í þeim fjölbýlishúsum sem voru fimm hæðir eða fleiri. Niðurstaðan? Flest fjöl- býlishús urðu akkúrat fjórar hæðir. Þannig mátti spara bygging- arkostnað og ungir íbú- ar húsanna létu sig hafa stigann. Nú, áratugum síðar, búa þúsundir Reykvíkinga í lyftulausum fjögurra hæða fjölbýlishúsum. Fólk eldist og stiginn orð- inn að hindrun. Margir komast ekki auðveldlega leiðar sinnar og þurfa að flytja af heimilum sínum fyrr en þeir hefðu annars þurft. Þetta birtist líka í verð- mæti íbúðanna. Út frá formúlu fyrir fast- eignamat má sjá að reikn- að verðmæti íbúðar á 2. hæð eykst um 7% með að- gangi að lyftu. Á 3. hæð er hækkunin orðin 15% og 23% á þeirri fjórðu. Og þótt það sé kannski ekkert sérstakt kappsmál að hækka íbúða- verð þá endurspeglar þessi verðmun- ur einfaldlega þann mun á gæðum sem kaupendur telja að felist í að- gangi að lyftu. Með hverfisskipulaginu sem hefur þegar verið samþykkt í Árbæ og er að klárast í Breiðholti eru veittar heimildir til að bæta lyftum við fjöl- býlishús og fyrir því að bæta við inn- dregnum hæðum ofan á blokkirnar sem leið til að borga gerð lyftunnar og mögulega gott betur. Margt þarf auðvitað að ganga upp til að þetta geti gengið upp. Íbúarnir þurfa að sammælast um slíkar við- bætur og mögulega semja sín á milli um ýmislegt. Augljóst er til dæmis að þótt raskið af framkvæmdunum geti verið svipað fyrir alla er ávinning- urinn mjög misjafn eftir því hve hátt fólk býr. Síðan þarf auðvitað að hanna, fjármagna og framkvæma verkið sem getur allt verið flókið. En ef vel gengur munu verða til sérhæfð- ir aðilar sem öðlast reynslu af svona verkefnum og munu bjóða hús- félögum þjónustu sína. Bætt aðgengi að fleiri íbúðum er markmið sem Reykjavík vill vinna að. Á endanum verður frumkvæðið og áhuginn auðvitað að koma frá sjálfum íbúunum, án þeirra áhuga gerist ekk- ert. En borgin mun sjá til þess að þar sem sá áhugi er fyrir hendi muni fólk ekki þurfa að ráðast í dýrar breyt- ingar á deiliskipulagi til að koma fyrir lyftu eða aukahæð til að greiða fyrir hana. Heimildin fyrir hvoru tveggja verður þegar komin í hverf- isskipulaginu. Eftir Pawel Bartoszek » Borgin mun sjá til þess að fólk þurfi ekki að ráðast í dýra breytingu á deiliskipu- lagi til að koma fyrir lyftu eða aukahæð til að greiða fyrir hana. Pawel Bartoszek Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Aukahæðin borgar lyftu Eftirköst Covid-19- faraldursins eru enn ekki komin að fullu í ljós, þótt mesta rykið sé tekið að setjast. Ætla má að á næstu misserum og árum muni fara fram ítarleg greining á lagalegum afleiðingum faraldurs- ins, sérstaklega hvort ríki heimsins hafi staðið við alþjóðlegar skuld- bindingar sínar sem snerta faraldra og smitsjúkdóma. Flugiðnaðurinn hefur einna verst orðið fyrir barðinu á faraldrinum og hefur haft mest áhrif á millilandaflug, bæði vegna ótta almennings við ferðalög, en ekki síður vegna ýmissa takmarkana á landamærum. Nýleg skýrsla IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, um áhrif Covid-19-faraldursins leiðir í ljós að enginn annar atburður í heiminum hefur haft viðlíka áhrif á frið- artímum. Enn hefur alþjóðafarþega- flug ekki náð fyrri styrk og fyrir far- aldurinn, hvort sem miðað er við tekjur á hvern floginn kílómetra, framboð sæta á hvern floginn kílómetra eða sætanýt- ingu. Síðustu áratugi hefur ferðatími styst til muna með betri tengi- möguleikum, auknu samstarfi flugfélaga, aukinni flugdrægni og hagkvæmari flugflota. Með því móti má segja að flugiðnaðurinn hafi orðið fórnarlamb eigin velgengni, enda má gera ráð fyrir að veiran hafi náð að dreifast um heiminn jafn hratt og varð raunin fyrir tilstuðlan góðra flugsamgangna. Vekur það spurningar um ábyrgð ríkja til þess að koma í veg fyrir eða þá hefta út- breiðslu smitsjúkdóma sé vitneskja um tilvist þeirra. Regluverk millilandaflugs byggist á alþjóðlegum samningum og stað- bundnu regluverki. Grundvall- arsamningurinn er samningur um al- þjóðaflugmál, í daglegu máli kallaður Chicago-samningurinn. Flestöll ríki heims eru aðilar að samningnum, þar á meðal öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn hefur að geyma réttindi og skyldur samnings- aðila gagnvart öðrum samningsað- ilum, jafnt í samskiptum milli ein- stakra samningsaðila, sem og skyldur sem snúa beint að hags- munum allra samningsaðila. Í 14. gr. samningsins er með skýrum hætti kveðið á um skyldu samningsaðila til þess að grípa til árangursríkra ráð- stafana til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma. Ekki er nægjanlegt að samningsríki grípi til lágmarksráðstafana, heldur þurfa ráðstafanir að vera því marki brenndar að bera árangur. Í raun krefst ákvæðið að gripið sé til eins harðra ráðstafana og mögulegt er svo markmið þess náist og er það sett í hendur hvers samningsríkis að ákveða með hvaða hætti það nær markmiðum sínum. Raunar er kveðið á um í 1. gr. Chicago-samningsins að hvert aðildarríki hafi fullkominn yfir- ráðarétt yfir loftrými fyrir ofan yf- irráðasvæði þess sem og á grundvelli þeirrar meginreglu getur aðildarríki á grundvelli 9. gr. Chicago- samningsins lokað lofthelgi sinni á grundvelli almannasjónarmiða, en þó aðeins í undantekningartilfellum og að slíkum höftum sé beitt án mis- mununar gagnvart samningsríkjum og taki til allra samningsríkja. Skylda samningsríkja samkvæmt samningnum til þess að hefta út- breiðslu smitsjúkdóma vekur því eðlilega þá spurningu hvort og þá hvernig samningsríki þar sem veir- unnar varð fyrst vart uppfylltu skuldbindingar sínar samkvæmt fyrrnefndri 14. gr. Chicago- samningsins. Fram hafa komið upplýsingar um að einstök ríki þar sem veirunnar varð fyrst vart hafi ekki gripið til að- gerða til að hefta útbreiðslu veir- unnar alþjóðlega, meðan flug- samgöngur innanlands hafi verið heftar. Chicago-samningurinn gerir ráð fyrir því að önnur aðildarríki að samningnum grípi til aðgerða ef grunur leikur á um að samningsríki hafi gerst brotlegt gagnvart ein- stökum ákvæðum samningsins og getur ágreiningur, ef hann er ekki leystur með samningaviðræðum, endað fyrir Alþjóðadómstólnum. Ef komist er að þeirri niðurstöðu að samningsríki hafi brotið ákvæði samningsins getur það á endanum leitt til þess að atkvæðaréttur samn- ingsríkis á aðalþingi Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO As- sembly) eða innan ráðsins (ICAO Council) fellur niður. Hvort einstök stjórnvöld, þ.m.t. íslensk, muni taka upp samningsbrotamál innan ICAO verður látið ósvarað, en í ljósi al- þjóðastöðu faraldursins er fullt tilefni til þess að samningsríki láti reyna á aðgerðir þeirra ríkja sem fyrst greindu sjúkdóminn og hvort staðið hafi verið við þær alþjóðlegu skuld- bindingar sem hér hafa verið raktar. Eftir Björgvin Rafn Sigurðarson » Í ljósi alþjóðastöðu faraldursins er fullt tilefni til þess að samn- ingsríki láti reyna á að- gerðir þeirra ríkja sem fyrst greindu sjúkdóm- inn og hvort staðið hafi verið við alþjóðlegar skuldbindingar. Björgvin Rafn Sigurðarson Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum flug- og geimrétti. Uppfylltu samningsríki Chicago- samningsins skuldbindingar sínar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.