Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Muggur
Ó
liG
.Jóhannsson
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
V
efuppboð
nr.574
Stendur til
29. nóvember
Forsýning á verkunum hjá
Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
JÓLAPERLUR
úrval góðra verka á uppbod.is
Gunnlaugur Scheving Jóhannes S. KjarvalErró
Fyrir 10 árum,
hinn 29. nóvember
2011, samþykkti Al-
þingi Íslendinga sam-
hljóða ályktun um að
viðurkenna sjálfstæði
og fullveldi Palestínu
innan landamæranna
frá 1967. Jafnframt
var minnt á rétt pal-
estínsks flóttafólks til
að snúa heim á ný.
Hvort tveggja er í samræmi við
ályktanir Sameinuðu þjóðanna, en
Ísrael, Bandaríkin og vestræn
bandalagsríki þeirra hafa þver-
skallast við að viðurkenna Palest-
ínu.
29. nóvember
fyrir Palestínu
Dagsetningin var engin tilviljun.
29. nóvember varð örlagadagur
1947 þegar Sameinuðu þjóðirnar
samþykktu tillögu um að skipta
Palestínu til helminga milli palest-
ínsks heimafólks og gyðinga sem
voru að flytja til landsins unn-
vörpum. Tillagan var umdeild og
spurt var hví palestínska þjóðin
skyldi greiða fyrir glæpi nasism-
ans og gyðingahaturs í Evrópu.
Gyðingar höfðu búið öldum saman
í góðu sambýli við aðra Palest-
ínumenn. Nokkrum áratugum síð-
ar, þegar Ísraelsmenn höfðu lagt
alla Palestínu undir sig, tóku Sam-
einuðu þjóðirnar sig saman um að
gera 29. nóvember að alþjóðlegum
samstöðudegi með palestínsku
þjóðinni.
Íslensk stjórnvöld
viðurkenna Palestínu
Félagið Ísland-Palestína var
stofnað 29. nóvember 1987. Það
hafði frá upphafi sem eitt af meg-
inmarkmiðum sínum að Ísland við-
urkenndi PLO, Frelsissamtök Pal-
estínu, sem réttmætan fulltrúa
palestínsku þjóðarinnar og „rétt
Palestínumanna til að stofna líf-
vænlegt, sjálfstætt og fullvalda
ríki“. Sjónarmið félagsins fengu
byr undir báða vængi
þegar Alþingi gerði
samhljóða ályktun í
júní 1988, við-
urkenndi tilvistarrétt
Ísraelsríkis og jafn-
framt sjálfsákvörð-
unarrétt palestínsku
þjóðarinnar, þar með
talinn rétt flóttafólks
til að snúa heim aft-
ur.
Markmiðið um við-
urkenningu á PLO
ávannst árið 2000 er
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráherra tók upp fullt stjórn-
málasamband við Frelsissamtök
Palestínu. Hið síðara gerðist 2011
er Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra lagði fram tillögu um
að viðurkenna Palestínu, sem náði
fram að ganga í utanríkismála-
nefnd með vissum breytingum.
Það var síðan 15. desember 2011
að viðurkenning Íslands og stjórn-
málasamband þjóðanna var form-
lega staðfest á fundi utanrík-
isráðherranna Malkis og Össurar
við hátíðlega athöfn í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í Reykjavík.
Norðurlandaráð
hvetur til viðurkenningar
Það liðu þrjú ár þar til Svíþjóð
fetaði í fótspor Íslands og við-
urkenndi Palestínu haustið 2014.
Enn hafa hin norrænu löndin ekki
látið verða af því. Það hefur held-
ur ekki dugað til, þótt þing Norð-
urlandaráðs sem haldið var í
Reykjavík fyrir nokkrum árum
samþykkti að skora á ríkisstjórnir
hinna Norðurlandaþjóðanna að
gera slíkt hið sama og fara að for-
dæmi Íslands. Enn hefur ekkert
gerst. Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna valdi líka þennan dag,
29. nóvember, til að viðurkenna
Palestínu sem ríki með áheyrn-
araðild árið 2012.
Viðurkenning Palestínu
á Ísrael
Sjálfstæði og fullveldi Palestínu
var lýst yfir á þjóðþingi PLO 15.
nóvember 1988 er Arafat forseti
las upp sjálfstæðisyfirlýsinguna.
Sama haust flutti Allsherjarþingið
sig um set, frá New York til Genf-
ar, til að geta hlýtt á ræðu Ara-
fats um sama efni. Bandaríkja-
stjórn hafði neitað Arafat um
vegabréfsáritun. Með stefnumörk-
un Arafats forseta og PLO 1988
um sjálfstæði og fullveldi innan
landamæranna frá 1967, Grænu
línunnar svokölluðu, var verið að
viðurkenna tilvist Ísraelsríkis.
Þessi stefnumótun PLO undir
forystu Arafats kostaði miklar
fortölur og innri baráttu í röðum
Palestínumanna enda felst ekki
lítil fórn í því fyrir Palest-
ínumenn að sætta sig við að
þeirra ríki nái aðeins yfir um
fimmtung af upphaflegri Palest-
ínu. Þessi stefna hefur þó smám
saman orðið ofan á hjá öllum
stjórnmálafylkingum, þar á með-
al Hamas-samtökunum.
Það eru raunar tveir áratugir
síðan leiðtogi þeirra, Sheik Yasin,
lýsti vilja til að semja vopnahlé
við Ísraelsríki, ef það héldi sér
innan landamæranna frá 1967,
hætti árásum á Palestínu og
hætti morðárásum og aftökum á
palestínsku forystufólki. Svarið
sem hann fékk löngu síðar var
stýriflaug Ísraelshers sem
sprengdi Sheik Yassin í loft upp,
son hans og fleira fólk sem var
að koma úr guðsþjónustu.
Ísrael virðir ekki
landamæri
Ísraelsríki hefur ekki komið til
móts við útrétta friðarhönd Pal-
estínumanna. Í Ísrael hafa verið
við völd öfl sem leyna ekki ásetn-
ingi sínum að sleppa engu af her-
tekinni Palestínu. Ísraelsríki
byggir á aðskilnaðarstefnu og
skilgreinir ekki landamæri gagn-
vart nágrönnum, og breytir engu
hver er við völd í Tel Aviv. Land-
ránið hefur verið í gangi frá
stofnun ríkisins og hernámið vex
stöðugt með sífellt meiri grimmd
landtökufólks og hers. Enginn er
öruggur og engum hlíft.
Meirihluti aðildarríkja Samein-
uðu þjóðanna viðurkenndi Palest-
ínu frá og með 1988 og á þessari
öld bættust við fjölmörg ríki. Ís-
land varð fyrst svokallaðra vest-
rænna ríkja til að bætast í þann
hóp. Ályktun Alþingis 29. nóv-
ember 2011 vakti athygli langt út
fyrir landsteinana og ekki síst í
Palestínu og Austurlöndum nær.
Henni þarf að fylgja eftir með
auknum stuðningi og samstarfi,
lifandi samstöðu með palestínsku
þjóðinni í baráttu hennar fyrir
frelsi og mannréttindum.
Fyrir 10 árum: Ísland viður-
kennir sjálfstæði Palestínu
Eftir Svein Rúnar
Hauksson » Ályktun Alþingis 29.
nóvember 2011 vakti
athygli langt út fyrir
landsteinana og ekki
síst í Palestínu og Aust-
urlöndum nær.
Sveinn Rúnar Hauksson
Höfundur er læknir og formaður fé-
lagsins Ísland-Palestína 1991-2016.
srhauks@gmail.com
Kunningja mínum,
sem ávallt hefur ver-
ið mikill áhugamaður
um knattspyrnu, og
það svo, að lítið sem
ekkert hefur í raun
komist að hjá honum
á langri ævi annað en
fótbolti, – þessum
manni segist svo frá,
að hann hafi aldrei,
aldrei nokkurn tíma,
ekki í eitt einasta skipti, látið
kappleik á gamla Melavellinum
fram hjá sér fara.
Hann fór fótgangandi neðan úr
miðbæ, vestur yfir Tjarnarbrúna
og fram hjá suðausturhorni
kirkjugarðsins gamla, uns komið
var að ókleifum bárujárns-
skíðgarði vallarins.
Eftir að hafa borgað fyrir sig
bljúgur í miðasölunni kvaðst
hann hafa kóklast, lítill fyrir
mann að sjá, meðfram stæðunum,
uns kominn var nálægt stúkunni,
svo nærri, að greinilega mátti
heyra hvatningarópin í Agli
heitnum rakara á Vesturgötunni,
og heyrðist þá jafnframt vel í
manninum, sem einlægt kallaði:
„Þegiðu Egill!“ Þá var og mikill
siður sumra manna að hrópa full-
um hálsi: „Út af með dómarann!“
Þótt hann hefði gaman af því
að horfa á þá, sem kallaðir voru
línuverðir, þá sagðist hann, ef
satt skyldi segja, hafa haft mest-
an áhuga á að fylgjast með
manninum, sem gekk fram og
aftur á vellinum með skúffu fulla
af góðgæti á maganum og sagði í
sífellu, án þess þó að vera ágeng-
ur: „Sælgæti, sígarettur og vindl-
ar.“
Ekki fór þó fram hjá honum
snilli Ríkharðs sáluga af Skipa-
skaga Jónssonar og færni hans
með knöttinn. Helgi sæli Daní-
elsson, frægasti markvörður Ís-
lands, renndi boltanum einatt
hæglátur til Ríkharðs, sem rakti
hann listilega á undan sér eftir
leikvanginum endilöngum óáreitt-
ur og skoraði ljómandi fallegt
mark, með öllu eðlilega og fyr-
irhafnarlaust, og alveg í friði fyr-
ir þeim, sem með honum voru á
íþróttavellinum. Eftir
þennan glæsilega ein-
leik lét Ríkharður
það samt ógert að
rífa sig úr að ofan og
renna sér hljóðandi á
hnjánum, enda hefði
hann þá hruflað sig
illa á hárbeittri möl-
inni. Kæmi hins veg-
ar fyrir, sagði kunn-
ingi minn, að
mótstöðumaður tæki
sprettinn á eftir Rík-
harði á framrás hans, segjum til
dæmis sá frækni drengur, Hörð-
ur heitinn Felixson, svo stór-
stígur og aðgangsharður sem
hann gat verið, og væri jafnvel
kominn hættulega nærri Rík-
harði, þá mátti heyra kven-
persónu hrópa í skrækri falsettu:
„Maður í rassgat!“
Sigurður heitinn frændi lags-
bróður míns Sigurðsson íþrótta-
fréttaritari, afkomandi ungverska
prestsins í Hruna, síra Franz
Íbssonar (sjá „Komiði sæl“ bls.
26, Vaka, Reykjavík 1983), stillti
sig ævinlega um að fella dóma yf-
ir leikmönnum ellegar tjá sig um
það, sem betur mætti fara í
keppninni. Hann brýndi ekki
heldur raustina, fór aldrei að tala
hraðar en honum var eiginlegt,
en skýrði eftir atvikum rólegur
og yfirvegaður frá því, að nú
hefði knötturinn hafnað aftur fyr-
ir endamörk – og því yrði vænt-
anlega tekin hornspyrna.
Aldrei kvaðst kunningi minn
muna eftir því að höfuðin á kepp-
endum skyllu saman svo heyrðist
smellur, eða kæmi til handalög-
mála á vellinum, hvað þá að leik-
menn slægjust ellegar væru
bornir burt á sjúkrabörum.
Segjum þetta gott.
Heilt yfir heil og sæl og njótiði
dagsins.
Eigum við ekki að fá lag?
Knattspyrna
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
»Heilt yfir heil og
sæl og njótiði
dagsins. Eigum við
ekki að fá lag?
Höfundur er pastor emeritus.