Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 ✝ Ellen Marie Sveins fæddist í Reykjavík 26. apríl 1929. Hún lést á Landspítalnum í Fossvogi 17. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Oddný Guðnadótt- ir, húsmóðir, f. 1905, d. 1936, og Carl Hemming Sveins skrifstofustjóri, f. 1902, d. 1968. Eftir andlát móður fluttist hún ásamt föður sínum á heimili móðursystur sinnar, Rósu Stein- unnar Guðdóttur, f. 1899, d. 1991, og eiginmanns hennar Hannesar Einarssonar, f. 1896, d. 1970, og ólst upp með þeirra börnum. Seinni kona Carls var Vilborg Matthildur Sveinsdóttir, húsmóðir, f. 1899, d. 1983. Ellen átti þrjú fóstursystkini: Guðna Hannesson, f. 1925, d. 2016, Ein- ar Hannesson, f. 1928, d. 2021, og Guðnýju Hannesdóttur, f. 1930. Ellen átti fjögur stjúp- systkini: Einar L. Nielsen, f. 1935, Edith Ingrid Warner, f. 1937, Björn L. Nielsen, f. 1939, d. 2010, og Alfhild Peta Nielsen, f. 1943. Ellen giftist Jóhanni Svavari Helgasyni, f. 1929, d. 2012, þann Fyrri eiginmaður Guðrúnar Ástu var Arne Wehmeier og syn- ir þeirra eru Arne Karl, f. 1989, í sambúð með Katrínu Ýr Krist- ensdóttur. Börn þeirra eru: Hörður Logi, f. 2009, Guð- mundur Brynjar, f. 2012, og Ey- rún Ásta, f. 2016. Tómas Helgi, f. 5. apríl 1993, í sambúð með Ingu Örnu Aradóttur. Sonur Tómasar er Tumi, f. 2015. 3) Sveindís Anna, f. 1969, eig- inmaður hennar er Arnar Sveinsson, f. 1972. Börn þeirra eru: Helga Rós, f. 2000, Edda Sóley, f. 2001, og Ellen María, f. 2007. Ellen ólst upp á Ránargötu 33 í Reykjavík og fór í Húsmæðra- skólann. Hún vann lengst af sem dagforeldri og saumakona. Birg- ir Svan Eiríksson, f. 1960, var hjá Ellen og Jóhanni í fóstri um skeið og myndaðist ævilöng vin- átta við fjölskyldu hans. Ellen og Jóhann byggðu hús í Blesugróf árið 1956, fluttust árið 1985 í Blöndubakka í Breiðholti og Ell- en fluttist loks á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2018. Útför Ellenar fer fram í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 29. nóvember 2021, kl. 13. Gestir eru beðnir um að framvísa nei- kvæðu Covid-hraðprófi við inn- ganginn sem tekið er á við- urkenndum stöðum og ekki eldra en 48 klst. gamalt. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 6. janúar 1952. For- eldrar hans voru Árný Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1891, d. 1976, og Helgi Sigurður Eggerts- son, f. 1890, d. 1984. Dætur þeirra eru: 1) Þorbjörg Rósa, f. 1952. Fyrr- verandi eiginmaður Grétar Ólafsson. Börn þeirra eru: Jó- hann Hemming, f. 1969, í sam- búð með Helgu Fanneyju Sig- urðardóttur. Sonur þeirra er Þorsteinn Bergmann, f. 2001. Sigríður Þórunn, f. 1973. Dóttir hennar er Þorbjörg Rósa, f. 2018. Ellen Ingibjörg, f. 1974, í sambúð með Mike Viney. Dóttir hennar er Þorbjörg María, f. 1998, og er hún í sambúð með Aðalborgari Teofil Guðlaugs- syni. Sonur Mike er Daníel Ottó, f. 1996, og á hann einn son, Andra Leó, f. 2017. Iðunn Krist- ín, f. 1981. Eiginmaður hennar er Haukur Þór Arnarson og börn þeirra eru: Emilía Sigrún, f. 2008, Hafþór Ingi, f. 2012, og Íris Eva, f. 2018. 2) Guðrún Ásta, f. 1964, eigin- maður hennar er Guðmundur Pálsson, f. 1975, og dóttir þeirra er Valgerður Laufey, f. 2001. Elsku Ellen tengdamóðir mín hefur nú kvatt okkur sem eftir lif- um og er komin í faðm Jóa síns sem lést fyrir tæpum níu árum. Amma Ellen, eins og hún var allt- af kölluð, var með eindæmum lífs- glöð og alltaf stutt í brosið. Auð- velt var að gera grín og hlæja með henni og það alveg fram á hennar síðustu daga. Hún undi sér best í faðmi fólksins síns og var oft hrókur alls fagnaðar. Okkar fyrstu kynni voru í Blöndubakkanum þegar ég fór með henni Ástu minni að hitta verðandi tengdaforeldra. Var mér afskaplega vel tekið og tók Ellen ekki annað í mál en að knúsa mig og kyssa mig á kinnina við brottför. Þetta lýsir henni af- skaplega vel. Börnin okkar Ástu voru mikið hjá ömmu Ellen og afa Jóa sem bjuggu á næstu hæð fyrir ofan okkur í um 20 ár og áttu þau margar gæðastundir saman. Ég er þakklátur fyrir okkar kynni og allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig og minningu þína, elsku Ellen mín. Guðmundur Pálsson. Það er stutt á milli kveðju- stunda þetta árið. Þann 17. jan- úar lést móðir mín, Edda, eftir langvarandi veikindi og núna upp á dag, 10 mánuðum síðar, lést Ell- en tengdamóðir mín eftir erfið en skammvinn veikindi. Mamma og tengdamamma fluttust báðar á Hrafnistu árið 2018, með nokk- urra daga millibili en voru hvor á sinni hæðinni, Ellen bjó á 5. hæð- inni, í herbergi beint fyrir ofan mömmu. Í huga mér er þakklæti fyrir allar góðar stundir með tengdó, eins og ég kallaði hana oftast. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og heimili tengdaforeldra minna í Blöndubakkanum sann- kölluð fjölskyldumiðstöð. Ég hafði gaman að því að stríða tengdó og eitt sinn í sumarbú- staðarferð sagði ég henni frá því að ég væri búin að svindla á þeim í spilunum allt kvöldið. Tengdó rúllaði í snatri upp dagblaði og upphófst mikill eltingaleikur um bústaðinn með hlátrasköllum, því nú átti ég að fá ótuktarskapinn borgaðan. Lífsgleði, léttleiki og æðruleysi lýsa elsku tengdó best. Börnin í fjölskyldunni áttu hug hennar og hjarta og nutu dætur okkar Sveindísar allra stunda með ömmu sinni. Amma gerði bestu „bollur í bleikri“ í heimi, enginn gat toppað hennar upp- skrift. Jólaboðin og páskaboðin í Blöndubakkanum skipuðu fastan sess í hátíðarhöldum fjölskyld- unnar og var Ellen einnig mjög dugleg að sækja skólaskemmtan- ir, íþróttaviðburði, tónleika og danssýningar hjá barnabörnum meðan heilsa hennar leyfði. Ellen tók virkan þátt í félagsstarfi á Hrafnistu og lét sig ekki vanta í Kvennahlaupið þótt hún væri komin í hjólastól, keppnisskapið á sínum stað og auðvitað kom hún fyrst í mark! Á Hrafnistu er fyr- irmyndarstarf og öll tækifæri notuð til að brjóta upp hversdags- leikann. Á öskudag er hefð að fara í búninga og tók tengdó full- an þátt og vann búningaverðlaun tvö ár í röð. Hún var nú ekki lítið stolt af verðlaunabikarnum sín- um enda var hún glæsileg hvort sem það var apabúningurinn minn eða Bleiki pardusinn. Það er með söknuði sem ég kveð elsku Ellen tengdamóður mína, en þakka um leið fyrir alla hennar umhyggju og kærleik sem hún auðsýndi okkar fjölskyldu sem og stórfjölskyldunni allri. Arnar Sveinsson. Amma Ellen lifði löngu góðu lífi og var alltaf umvafin fólki sem elskaði hana. Enda var ósköp ein- falt að elska hana ömmu, hún tók ávallt öllum opnum örmum og hafði húmorinn ávallt í fyrirrúmi. Þau sem voru svo heppin að þekkja hana ömmu Ellen vita að erfitt er að finna fólk með stærra hjarta, hún var svo sannarlega með hjarta úr gulli. Við systurnar höfum fengið þau forréttindi að fá stuðning, ást og umhyggju frá ömmu alla tíð. Við gistum oft hjá ömmu í Blöndubakkanum, alveg fram á menntaskólaaldur, þar voru ætíð allir velkomnir. Það var mikið fjör í Blöndubakkanum hvort sem við vorum að spila, púsla, flytja dans- sýningar, eða leita að háværum klukkum, alltaf tók amma þátt í öllu gríni og glensi með okkur. Hún klappaði svo dögum skipti eftir tilraunir til að endursýna All out of luck atriði Selmu Björns. Amma sá alltaf til þess að allir upplifðu sig sem mikilvægustu manneskju í heimi, ef maður prjónaði þá prjónaði enginn bet- ur, þeir sem sungu voru heimsins bestu söngvarar, eftir þátttöku á íþróttamóti þá var sko alveg greinilegt að atvinnumennskan var ekki langt undan, þrátt fyrir kornungan aldur. Amma sjálf var einnig sprækasta kona sem lifað hefur, hún spurði sig oft hvaða gamla kona þetta væri nú, sem mætti henni stundum í speglin- um. Hún upplifði sig aldrei „gamla“ eða að hún væri jafn gömul og lífaldurinn sagði. Til að sýna okkur hvað hún væri „ung og liðug“ stóð hún upp, beygði sig fram og lét lófana í gólfið eins og ekkert var. Hún var einstaklega þrautseig og lét ekkert stoppa sig, þegar hún gat ekki lengur staðið í fæt- urna kom hún því þannig fyrir að hún gæti setið við eldavélina svo við myndum nú ekki svelta, bollur í bleikri voru á leiðinni! Þegar hún átti erfitt með tröppurnar heima hjá sér, skutlaði hún vesk- inu sínu upp á næsta stigapall svo hún gæti notað báðar hendur til að toga sig upp. Ömmu var um- hugað að talað væri rétt mál og hún var alveg stórkostleg í að leiðrétta. Ef starfsfólki Hrafnistu varð það á að segja löpp eða lapp- ir átti hún til að bregða á leik og segja: „Voff“ Heldur þú að ég sé hundur? Þegar amma gat ekki lengur prjónað fann hún sér nýtt áhugamál en það var að mála. Hún hafði góða hæfileika á því sviði og þótti henni ekkert leið- inlegt að heyra að ef hún hefði nú byrjað fyrr að mála þá hefði hún orðið frægur listmálari. Amma gaf öllum í fjölskyldunni og nán- ustu vinum mynd eftir sig og eiga þær myndir eftir að minna okkur á ömmu og ást hennar á okkur öll- um. Við eigum endalaust af minn- ingum með ömmu okkar og get- um sagt hreinskilnislega að þær allar séu fullar af gleði og hlátri. Okkur þykir einstaklega sárt að þurfa kveðja hana og við vitum fyrir víst að nú sé lífið mikið breytt, eina huggunin er sú að nú er hún sameinuð með afa, sæta stráknum með krullurnar. Við tökum ömmu og afa bæði til fyr- irmyndar í einu og öllu sem við gerum og getum einungis óskað þess að verða jafn óheppin og þau í spilum en heppin í ástum. Minning þín er ljós í lífi okkar, þínar ömmustelpur Helga Rós, Edda Sóley og Ellen María Arnarsdætur. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma, en komin til elsku afa í sumarlandinu. Amma Ellen var alveg einstök kona eins og allir sem kynntust henni vita vel. Hún var sterkur persónuleiki og ákveðin en svo af- skaplega góð. Umhyggja hennar fyrir öðrum leyndi sér ekki og hún elskaði alla jafn mikið, af öllu hjarta. Gleði og hlátur einkenndu heimilið hennar og afa sem var oftast eins og umferðamiðstöð, allir voru velkomnir og frá því að ég man eftir mér átti ég alltaf annað heimili hjá ömmu og afa. Það var því afar heppilegt að besta vinkona mín bjó við hliðina á þeim nánast alla grunnskóla- gönguna svo að gistinæturnar hjá þeim voru ófáar. Sumarfrí, jólafrí, veikindadagar var öllum eytt hjá ömmu og afa í Blöndu- bakkanum, og þegar við krakk- arnir vorum ekki hjá þeim þá voru þau hjá okkur. Amma og afi voru alltaf í aðalhlutverki. Hún sótti mig á hverjum degi í skól- ann, hún lærði með mér, hlýddi mér yfir og svo spiluðum við Marías (þar sem mér fannst ekk- ert skemmtilegra en að lýsa með hjónum (þó svo ég vissi ekkert hvað það væri) og svo bað ég hana aftur og aftur að syngja lagið um lonníetturnar. Og alltaf söng amma og svo kunni hún líka að halda fimm boltum á lofti og svo spiluðum við Super Mario Bros. í Nintendo. Það var ekkert sem amma gat ekki gert. Þegar ég bjó í Ameríku þá fannst henni ekkert skemmtilegra en þegar ég tók upp Glæstar vonir og sendi henni spólu og svo hringdi hún í mig og við fórum yfir allt sem gerðist í „bóldinu“. Amma elskaði að hafa fólk í kringum sig, hún átti ótalmargar vinkonur og börnin og barna- börnin og barnabarnabörnin. Þegar nýtt barn fæddist í fjöl- skyldunni var alltaf eins og amma hefði unnið í lottó, ný lítil mann- eskja til að elska. Amma var sí- ung og hún sagði að það væri vegna þess að hún ætti svo mikið af börnum. Ég var hjá henni fyrir nokkru síðan og þá sagði hún: „Veistu, mér líður ekki eins og ég sé níutíu og tveggja ára inni í mér.“ Hún var alltaf svo ung í anda, glöð, skemmtileg og alltaf með allt á hreinu. Mundi hvað all- ir hétu og hvenær allir áttu af- mæli. Það mátti alls ekki gleyma afmælisgjöfunum, og helst áttu þau að kaupa sér eitthvað fallegt. Eða alla vega eitthvað sem þau gætu notað. Það gerir það að verkum að börnin mín eiga fullt fullt af minningum um lang- ömmu. Hún gaf Hafþóri einu sinni „basúkku“ í jólagjöf sem stóð algjörlega upp úr öllu og sér- staklega því amma gaf honum hana. Sagði öllum vinunum frá eitursvölu langömmu sinni. Ég get setið í allan dag og talið upp allt sem við amma brölluðum saman og hversu kær hún er mér. Amma er eins og sú allra dýr- mætasta perla sem maður getur eignast og allir sem þekktu hana vissu hversu einstök hún var. Það allra dýrmætasta sem hún gaf mér og kenndi var sú hlýja sem hún sýndi öllum og það er það sem hún skilur eftir sig. Svo óendanlega mikla ást. Allir voru mikilvægir hjá ömmu og hún passaði upp á alla. En ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín. Ég vona elsku amma að þú haf- ir það gott í sumarlandinu, ég hugsa til þín alla daga og elska þig svo mikið. Þín einlæg, Iðunn. Elsku hjartans amma mín er fallin frá. Það er mér svo erfitt að kveðja hana. Við amma vorum nánar, ég bjó fyrir neðan hana og afa í rúm 17 ár. Minningarnar eru margar og mikið er ég þakklát fyrir það að hafa fengið að alast upp með ömmu og afa á efri hæðinni, sem voru alltaf til staðar sama hvað bjátaði á. Öllum var tekið með hlýju heima hjá ömmu og afa og var besti matur í heimi á boð- stólnum í hvert skipti, hvort sem það voru bollur í bleikri, kjöt í karrý, hjónabandssæla eða blátt Maryland kex. Amma var einstök, hún hafði svo gott hjartalag og vildi öllum vel. Ég gat alltaf leitað til ömmu, hún var traust og það var gott að fá knús í hlýja fanginu hennar. Húmorinn var alltaf til staðar þegar við tvær vorum saman, við gátum grínast heillengi og hlegið endalaust. Amma var mikil fjölskyldu- kona, hún hugsaði vel um fólkið sitt og vildi allt fyrir okkur gera. Hún gladdist yfir velgengni og hvatti mann áfram og var til stað- ar í gegnum erfiðleika. Alltaf þegar við kvöddumst sögðum við ég elska þig og send- um fingurkoss í dyragættinni. Ég á engin orð til að lýsa söknuðinum en þakklát er ég fyrir að hafa átt bestu ömmu í heimi. Takk fyrir allt amma mín. Ég elska þig alltaf og sendi þér fingurkoss. Knúsaðu afa frá mér. Þín, Valgerður Laufey. Elsku amma okkar kvaddi 17. nóvember. Amma var með gull- hjarta og var einstök fyrirmynd. Okkar helsta minning um ömmu var þegar amma og afi bjuggu í Blöndubakkanum í tæp 34 ár, að- eins skemur hjá afa því hann kvaddi okkur árið 2012. Blöndó var staður þar sem best var að vera. Margar góðar minningar kvikna upp í kollinum þegar við hugsum um ömmu. Við eigum yndislegt fólk að en það voru for- réttindi að hafa haft ömmu og afa. Amma opnaði faðm sinn fyrir öll- um og enginn var skilinn út und- an. Amma var stolt af öllu sínu fólki og það gladdi hana mikið að hafa alla hjá sér og fólkið hennar skipti hana mestu máli. Amma var elskuð af öllum sem þekktu hana og var afi aðalaðdáandi hennar, enda sá hann ekki sólina fyrir henni. Gaman er að rifja upp gamla tíma, sérstaklega matinn sem amma var vön að búa til. Það sem stendur upp úr voru bollur í bleikri, það var í uppáhaldi hjá okkur. Enginn annar gerði það eins og amma. Mikið var hlegið þegar hún hrærði í pottinum og bingó-vöðvarnir fóru á fullt. Amma var með mest smitandi hlátur og þegar hún hló þá hlógu allir með. Önnur minning er þeg- ar amma hélt á bala fullum af vatni svo afi gæti farið í fótabað, rak hún þá tána í teppið fyrir framan hann en okkar kona var ekki lengi að hugsa hvort hún ætti að fórna sér eða balanum og fékk afi gusuna yfir sig. Hann röflaði og sagðist ekkert vita hvað konan væri að hugsa, það risti ekki djúpt og fyrirgaf hann ömmu fljótlega. Stundum var gripið í spil í Blöndó en það er okkur minnisstætt að amma var alltaf einbeitt við spilamennskuna, sér- staklega þegar spilaður var Manni. Þá átti hún það til að hneykslast á afa ef henni fannst rangt spil koma frá honum, stutt var í hláturinn samt sem áður. Afmælis-, páska- og jólaboðin t.a.m. hlakkaði hún mikið til því þá kom fólkið hennar saman. Þar var setið, spjallað og frábær mat- ur borðaður og mikið hlegið. Ár hvert þegar jólin nálguðust var rauði sófinn í Blöndubakkanum notaður undir jólagjafir. Hver fjölskylda var með sína eigin hrúgu í sófanum, svo mikið var stundum af gjöfunum að ekki sást í sófann fyrir öllu hafinu, allt var vel skipulagt svo enginn pakki myndi gleymast. Svo komu allir og sóttu sitt og amma bauð upp á smákökur, mandarínur og fleira. Piparkökurnar hennar voru best- ar og bökum við þær enn þá. Amma kenndi okkur svo margt, ekki er hægt að setja tölu á það sem hún kenndi okkur. Það er því að miklu leyti ömmu að þakka, það sem hefur ræst úr okkur. Hún hjálpaði svo sannar- lega til við að móta okkur og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum í dag. Þótt það séu rúm 23 ár á milli okkar mæðgna þá breyttust aldrei áherslurnar hjá ömmu á milli áranna. Þú varst alltaf sannur vinur sem og elsku- leg amma. Elsku amma, þú átt stóran stað í hjörtum okkar. Þú varst ljósið í lífinu. Minning þín lifir hjá okkur að eilífu og þín verður sárt saknað. Hvíl í friði fal- legi engill, nú þegar þú ert komin í draumalandið með afa, mömmu þinni og pabba. Við biðjum að heilsa afa, knúsaðu hann frá okk- ur, takk fyrir allt. Þínar Ellen og Þorbjörg María. Á lífsleiðinni tengist og kynnist fólk af ýmsum ástæðum, og það er mikil gæfa að eiga samleið með góðu fólki sem bætir lífið og léttir hverja stund. Mikilvægast er þó að fá til liðs við sig í umönnun barnanna sinna þann sem á enda- lausa gæsku að gefa og tak- markalausan tíma til sinna því sem þarf hverju sinni. Lukkan okkar Auðar var að hitta Ellen dagmömmu á þeim tíma sem við þurftum mest á auka-ömmu að halda í lífinu, og hún varð sann- arlega mikilvægasta manneskjan í lífi okkar í þau tæplega 6 ár sem Auður var hjá henni. Aldrei gat mamman hugsað sér að setja barnið í leikskóla og taka hana þar með úr þessu elskulega fangi og frá þessu ljúfa heimili, þar sem allir voru henni svo góðir og önn- Ellen Marie Sveins Ég vil með nokkrum orðum minnast móður- bróður míns Snæ- bjarnar Kristjáns- sonar. Móðir mín Sigríður og Snæbjörn voru einu alsystkinin og einhvern veginn voru fjöl- skyldur okkar alltaf mjög nánar þótt langt væri á milli. Á upp- vaxtarárum okkar systkina kom- um við á hverju sumri í Lauga- brekku og gistum gjarna eina eða nokkrar nætur. Meðal minn- inganna eru hlaðin borð með glænýjum silungi úr Másvatni með kartöflum og bræddu smjöri sem voru fastur liður á dagskrá. Laugar voru svolítill ævintýraheimur, það var hægt að fara í göngutúr upp á heiði, skoða Norðurpólinn, byggja Snæbjörn Kristjánsson ✝ Snæbjörn Kristjánsson fæddist 26. júní 1924. Hann lést 11. nóvember 2021. Útförin fór fram 20. nóvember 2021. stíflu í læknum, eða heimsækja gömlu konurnar Kristrúnu og Guðrúnu sem bjuggu hjá þeim Snæbirni og Helgu og sníkja brjóstsyk- urmola sem þær áttu alltaf. Í Lauga- brekku var alltaf nóg heitt vatn og þegar ég man fyrst eftir kom bara heitt vatn úr krönunum, en kalda vatnið bættist nú við fljótlega. Seinna þegar ég var sjálfur kominn með fjölskyldu heimsótt- um við Laugabrekku í hvert sinn sem tækifæri gafst. Snæbjörn notaði heita vatnið til að hita sundlaug sem hann byggði bak við hús og börnin mín eiga góðar minningar úr henni. Það eru margar ljúfar minningar til að ylja sér við. Ég sendi börnum Snæbjarnar og Helgu og fjöl- skyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur og bið þeim allrar blessunar. Kristján Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.