Morgunblaðið - 29.11.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
✝
Davíð Janis
fæddist í Med-
an á eyjunni Sú-
mötru í Indónesíu
snemma á fimmta
áratug síðustu ald-
ar. Hann lést 12.
nóvember 2021 á
Landspítalanum í
Fossvogi. For-
eldrar hans voru
Munir og Rajani.
Davíð var elstur í
hópi fimm systkina en hin heita
Rukmini, Muniar, Murni og
Syafruddin.
Fyrri eiginkona Davíðs var
Dóra Pálsdóttir kennari, f. 29.6.
1947, d. 17.9. 2016, og saman
áttu þau þrjá syni. 1) Páll Ásgeir
lögfræðingur, f. 26.1. 1970,
maki Þórdís Filipsdóttir þerap-
isti, f. 18.3. 1979, börn: Vigdís
Grace Ólafsdóttir, f. 5.5. 2006,
Elíndís Arnalds Pálsdóttir, f.
11.10. 2009, og Filip Janis Páls-
son, f. 26.10. 2020. 2) Tryggvi
Björn hagfræðingur, f. 15.12.
1973, maki Fabienne Soulé
kennari, f. 24.3. 1974, börn: El-
ísa Björg, f. 13.11. 2001, Nína
Rajani, f. 20.4. 2005, Matthías
Skafti, f. 4.11. 2008. 3) Davíð
Indónesíu um 1960. Hann ferð-
aðist með því um mörg lönd
Asíu og tók meðal annars þátt í
Asíuleikunum árið 1962. Um
miðjan sjöunda áratuginn voru
blikur á lofti í Indónesíu og
flutti hann þá til Arizona í
Bandaríkjunum og stundaði
nám í viðskiptafræði við Há-
skóla Arizona í Tucson. Þar spil-
aði hann körfubolta með liðum
frumbyggja Norður-Ameríku
og vann fyrir sér á veitinga-
stöðum í Klettafjöllunum.
Árið 1970 fluttist hann til Ís-
lands og eftir að hafa unnið um
stund á togara hóf hann störf í
nýstofnaðri reiknivéladeild
Skýrsluvéla ríkisins og Reykja-
víkurbæjar. Þar starfaði hann
nær samfleytt allt fram til ársins
1996. Síðustu starfsárin vann
hann á Hrafnistu í Laugarási við
sundlaugarvörslu og ræstingar.
Meðfram vinnu áttu íþróttir hug
hans allan. Hann var einn af
fyrstu erlendu leikmönnunum í
íslenskum körfubolta og lék
mestan part með meistaraflokki
KR og þjálfaði síðar bæði
kvennaflokka og yngri flokka.
Meðan heilsan dugði til iðkaði
hann qigong og lét sig ekki
vanta á heimaleiki KR, sem
hann studdi alla tíð.
Minningarathöfn og jarðsetn-
ing fór fram 18. nóvember 2021.
Tómas matvæla-
fræðingur, f. 8.6.
1979, maki Elísabet
María Hafsteins-
dóttir útgefandi, f.
26.11. 1980, sonur
þeirra Hafsteinn
Munir, f. 1.3. 2019.
Seinni eiginkona
Davíðs er Guðrún
Erlendsdóttir leik-
skólakennari, f.
4.11. 1949, og lifir
hún mann sinn. Saman eign-
uðust þau 1) Margréti Rajani
Davíðsdóttur mannfræðing, f.
24.5. 1991, maki Bergur Guðna-
son fatahönnuður, f. 6.1. 1992,
dóttir þeirra Unnur Rajani, f.
12.12. 2019, en fyrir átti Guðrún
soninn 2) Þorstein Ásmundsson
forritara, f. 3.8. 1975, d. 14.12.
2013.
Davíð lauk landsprófi frá ný-
stofnuðum menntaskóla í Medan
undir lok sjötta áratugarins og
eftir það ákvað hann að freista
gæfunnar í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu. Þar spilaði hann
körfubolta með áhuga-
mannaliðum samhliða námi og
var valinn til að taka þátt í
stofnun körfuboltalandsliðs
Það var enginn eins og Dav-
íð. Alltaf hlæjandi og tilbúinn
að sjá björtu hliðarnar á hlut-
unum. Hann vissi fátt betra en
góðan fótboltaleik í sjónvarpinu
eða bíóferð á einhverja hasar-
myndina með fólki sem honum
þótti vænt um. Og það var
ánægja að eiga slíkar stundir
með honum. Þrátt fyrir það
spurði hann mig þó yfirleitt út í
bækur þegar við hittumst, með-
vitaður um þetta sameiginlega
áhugamál okkar. Það var líka
svo lýsandi fyrir hann Davíð
fyrir mér, hann gat talað við
alla og fengið alla til að brosa.
Þrátt fyrir að eiga orðið erfitt
með gang og vera mikið kvalinn
núna undir það síðasta kvartaði
hann aldrei svo ég heyrði held-
ur tók lífinu með jafnaðargeði
og gleði í hjarta.
Margt við Davíð var ráðgáta
fyrir mér og mörgum öðrum.
Svolítið eins og goðsagnakennd-
ar verur var nefnilega ekki allt
á tæru varðandi einstök atriði í
bakgrunni hans. Enginn veit til
dæmis hvenær hann fæddist,
samkvæmt kennitölu hans var
það árið 1946 en systkini hans í
Indónesíu telja það allt að sex
árum of seint, að hann hafi lík-
lega fæðst nær árinu 1940.
Nafnið hans var líka aðeins á
reiki en þar sem hann fæddist
bar fólk bara eitt nafn og hafði
hann þar nafnið Anis. Þessu
breytti hann svo við komuna til
Bandaríkjanna, sem ungur
maður, en nákvæmlega af
hverju hann ákvað að taka upp
nafnið David, sem síðar varð
Davíð, og bæta þessum eina
staf við nafnið sem þá varð að
eftirnafni hans, Janis, höfum við
öll heyrt nokkrar útgáfur af.
Var það af því að hann þurfti að
svindla sér inn í skóla á föls-
uðum skilríkjum? Eða af því að
honum fannst þetta nafn, Dav-
id, fallegt og fannst jafnframt of
kvenlegt að bera nafnið Anis?
Hvað sem því líður áorkaði
hann miklu á sinni stórbrotnu
ævi, fluttist búferlum yfir hálf-
an hnöttinn, lærði nýtt tungu-
mál og aðlagaðist nýrri menn-
ingu, eignaðist dásamlega
fjölskyldu og skapaði sér líf.
Þrátt fyrir skilnað við Dóru,
fyrri eiginkonu sína, á níunda
áratugnum datt honum ekki í
hug að flytja aftur í hitann og
birtuna í fyrri heimkynnum því
það hefði þýtt það að fara frá
sonum sínum þremur. Við erum
þakklát fyrir það og fyrir dótt-
urina sem bættist þá í hópinn
nokkru síðar.
Ég er líka þakklát fyrir allan
góða matinn sem hann hefur
gefið mér – þökk sé honum veit
ég hversu gott það er að borða
hrísgrjón með lambalæri og
brúnni sósu. Ég er þakklát fyrir
allar samverustundirnar, bæði í
bíósal sem utan hans. Ég er
þakklát fyrir frábæru ferðina til
Indónesíu með honum og allri
fjölskyldunni og að fá að sjá
hann þar í öðru umhverfi, um-
vafinn systkinum sínum sem
dáðu hann svo greinilega. Ég er
þakklát fyrir „afa Davíð“ sem
sonur minn þreytist ekki á að
tala við í síma, hvort sem hann
er á hinum enda línunnar eða
ekki. Og auðvitað er ég þakklát
fyrir son hans, Davíð minn.
Hvíl í friði, elsku Davíð, og
takk fyrir allt.
Elísabet.
Davíð Janis
Elsku Rósin-
krans. Þegar ég fékk
þetta símtal sem er
svo ógleymanlegt að
þú værir týndur úti á sjó, þá trúði
ég ekki þessum fréttum. Ég
skellti strax á og hringdi í þig og
ekkert svar kom, þá hringdi ég
strax í Hrefnu konuna þína og
heyrði hræðsluröddina hennar í
símann og börnin grátandi fyrir
aftan, tárin láku niður kinnar mín-
ar og ég fann fyrir þessum van-
mætti sem ég upplifði og fann að
það var ekkert sem ég gat gert
þar sem þú varst í öðru landi.
Það var algjör ófriður innra
með mér og ég gat ekki hætt að
hugsa til þín, konu þinnar,
barnanna og litla krílisins sem þið
tilkynntuð mér fimm dögum áður.
Það leið ekki á löngu áður en ég
var kominn út til Svíþjóðar til að
finna þig og við tóku sjö dagar af
gríðarlegri og umfangsmikilli leit
með hjálp vina, fjölskyldu og alls-
kyns fólks sem sýndi hug sinn til
okkar.
Það sló mann jafn mikið niður
þegar ég þurfti að snúa aftur til
fjölskyldu minnar og vita af þér
einhvers staðar úti á sjó eða úti á
ballarhafi. En það var þá mikill
léttir þegar þú fannst tveim dög-
um seinna, þó ekki með lífsmarki,
en við þurftum ekki að skilja þig
eftir ófundinn!
Allar þær minningar sem renna
í gegnum hausinn á mér hversu
dýrmætur þú hefur verið mér og
okkar fjölskyldu. Lífið þitt hefur
verið stórt og mikið og ég gleymi
Rósinkrans Már
Konráðsson
✝
Rósinkrans
Már fæddist 27.
desember 1979.
Hann lést 25. sept-
ember 2021.
Útför Rósin-
krans fór fram 5.
nóvember 2021.
aldrei þeim stundum
sem þú náðir í mig
og sýndir mér bílana
eða tækin sem þú
keyptir og varst svo
stoltur af. Eða þegar
þú kenndir mér að
hrista kokteilana og
heilla kvenþjóðina.
Svo þegar þú
hringdir í mig og
sagðir mér frá þess-
ari prinsessu sem þú
ætlaðir þér að ná í sama hvað, og
ekki leið á löngu áður en hún
Hrefna birtist í líf þitt og þá fór líf-
ið að snúast um fjölskyldu og allt
sem þú tókst þér fyrir hendur var
einungis til að gefa Hrefnu og
börnunum þínum fallega framtíð.
Það skipti engu máli hvort það var
brask með tæki og tól eða hvað
sem það var þá var það til að gefa
þeim fallegar minningar og fram-
tíð sem þú hafðir stóran hug um.
Hjarta þitt var gert úr gulli og
það var svo dýrmætt hvað þú
varst tilbúinn að hjálpa öllum,
gefa öðrum bjarta framtíð og
styrkja fólkið þitt með uppbyggj-
andi orðum. Þú horfðir alltaf á
gullið sem var grafið innra með
fólki, þó svo að framkoma þess
hafi ekki endilega verið sú besta
þá sástu alltaf í gegnum það og
það góða í fólki.
Ég fékk að upplifa svo dýr-
mæta minningu með þér áður en
þetta slys varð, þegar ég kom til
Svíþjóðar og heimsótti ykkur
fimm dögum áður, og sú minning
mun lifa um ókomna tíð.
Elsku Rósi, síðan þú fórst frá
okkur hef ég gert mitt besta til að
sýna konu þinni og börnunum þín-
um þann styrk sem ég mögulega
get og ég skal lofa þér því að ég
mun vera til staðar fyrir þau alla
mína tíð!
Þinn frændi,
Víðir Víðisson.
Elsku amma. Það
er ekki að ástæðu-
lausu að við Ingólf-
ur skírðum frumburð okkar Sól-
veigu Birnu í höfuðið á þér og afa.
Þá hafði ekki fæðst stúlka í stór-
fjölskyldunni hátt í fimm áratugi
og ég gleymi aldrei svipnum sem
skyndilega kom á andlit þitt þeg-
ar presturinn bar upp nafnið á
stúlkunni. Þú hefur ávallt reynst
mér traust og ljúf, frá fyrstu
kynnum urðum við nánar og mér
fannst ég strax geta kallað þig
ömmu þrátt fyrir að við Ingólfur
hefðum einungis verið saman í
nokkra mánuði og ég þá aðeins 16
ára gamalt stelpurassgat. Hjá
þér fann ég öryggi, hjá þér fékk
ég ráð, hjá þér gat ég talað um
hvað sem er án þess að mæta
gagnrýni, hjá þér mætti ég ávallt
skilningi og hjá þér fengum við
alltaf eitthvað með kaffinu. Þú
varst alltaf svo dugleg og áttir
erfitt með að þiggja og hvað þá
biðja um aðstoð. Við Ingólfur og
fleiri létum það þó ekki stoppa
okkur, sérstaklega ekki síðustu
árin, en þú varst nú aldrei langt
undan þegar ég tók vorhrein-
gerninguna í blómabeðunum,
pallurinn var þrifinn, húsið málað
eða húsbíllinn þrifinn. Þú varst
ávallt viðbúin að aðstoða aðra og
líka þá sem voru að aðstoða þig,
eins og sannur skáti sem þú
varst. Mér þótti afskaplega vænt
um að fá boð frá þér í Svanna-
sveitina og þaðan eigum við
margar góðar minningar sem ég
Guðmunda Sólveig
Harðardóttir
✝
Guðmunda Sól-
veig Harðar-
dóttir fæddist 27.
október 1946. Hún
lést 6. nóvember
2021.
Útför hennar fór
fram 13. nóvember
2021.
er mjög þakklát fyr-
ir.
Þegar ég kvaddi
þig einum tólf árum
eftir að við hittumst
fyrst kvaddi ég ekki
einungis ömmu
mannsins míns,
langömmu Sólveig-
ar Birnu og Selmu
Jóhönnu heldur
ömmu mína, vin-
konu og skátasyst-
ur. Sólveig Birna var mjög náin
þér og í byrjun hausts var hún
farin að rölta til ömmu og afa að
loknum skóladegi eins og faðir
hennar gerði oft. Þú reyndist
henni afskaplega góð og fátt var
það sem mátti ekki með ömmu.
Hjá þér fann hún ró, sótti í ör-
yggið, öryggið sem faðir hennar
sótti í og ég sjálf, þá sérstaklega
þegar ég var ófrísk að báðum
dætrum okkar, þegar ég var
heima og í námi, í fæðingarorlofi,
í vinnu eða bara eftir erfiða daga,
þá gat ég alltaf treyst á að vel
yrði tekið á móti mér á Þorsteins-
götunni. Ég mun sakna þín alla
daga elsku amma. Þú varst og ert
fyrirmynd okkar allra.
Allt er landið yfirleitt okkur mikils virði,
best er að hafa æsku eytt uppi í
Borgarfirði.
Þegar sumarsólin skín sindrar
skógarrjóður,
hvergi er fegri fjallasýn og fjölbreyttari
gróður.
Kátur foss í klettagjá kveður ljóð í þaula,
yfir hérað horfast á Hafnarfjall og Baula.
Þó að börn þín færist fjær og ferðist
hnöttinn kringum,
þú ert og verður alltaf kær öllum
Borgfirðingum.
(Númi Þorbergsson)
Jóhanna M. Þorvaldsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR HREINN SIGURJÓNSSON,
fyrrverandi skólameistari
Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum,
lést á Droplaugarstöðum 25. nóvember.
Útför fer fram 2. desember kl. 15:00.
Í ljósi aðstæðna munu einungis hans
nánustu vera viðstaddir. Streymt verður frá
athöfninni á www.streyma.is.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð
Alzheimersamtakanna, kennitala: 580690-2389,
reikningsnúmer: 0515-26-24302.
Svava Hafsteinsdóttir
Anna Ólafsdóttir Haraldur Hannesson
Andri Ólafsson Tinna Schram
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BJÖRG JÚLÍANA ÁRNADÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítala fimmtudaginn
25. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju
fimmtudaginn 2. desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt
Covid-hraðpróf eða PCR-próf sem er ekki eldra en 48 klst. við
komu í kirkju samkvæmt sóttvarnalögum.
Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa að ósk
hinnar látnu en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélagið og minningarsjóð líknardeildar og
heimahlynningar LSH.
Kristján Ólafsson
Sigrún Hildur Kristjánsdóttir Örnólfur Jónsson
Ólafur Þór Kristjánsson
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir
Aldís Lilja, Jón Kristinn, Kristján Ágúst, Styrmir, Ragnar
Freyr og Gylfi Örn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓSK BRYNJA HANNESDÓTTIR,
Grænahrauni, Hornafirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild
Landspítalans mánudaginn 22. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju
miðvikudaginn 1. desember kl. 11.
Jarðsett verður í Djúpavogskirkjugarði sama dag.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir athöfnina en
streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://hafnarkirkja.is.
Valþór Ingólfsson
Hansína Valþórsdóttir Bjartmar Ágústsson
Guðni Þór Valþórsson Lilja Björg Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ég kynntist Axel
þegar ég hóf störf
hjá Lánasýslu ríkis-
ins fljótlega eftir að
ég lauk háskólanámi. Axel kom
vel fyrir, virðulegur, skeleggur
og fróður um margt og það tók
tíma að kynnast honum en eftir
því sem árin liðu efldist vináttan.
Axel átti gott með samskipti og
nálgaðist verkefni sín af kost-
gæfni og virðingu, hvernig sem í
pottinn var búið. Ég minnist Ax-
els þar sem hann sat einbeittur
og eins og hann myndi stökkva
upp úr stólnum eins og fjöður ef
það væri nauðsynlegt. Axel var
gæddur mörgum kostum og tók
stundum að sér að leiða starfs-
mannaferðir upp á öræfi þar
sem hann þekkti hverja koppa-
grund og var þar á heimavelli.
Eftir að ég hætti störfum hjá
Lánasýslunni og fór til starfa hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í
Washington héldum við sam-
Axel Kristjánsson
✝
Axel Krist-
jánsson fæddist
20. nóvember 1928.
Hann lést 12. nóv-
ember 2021.
Útför Axels fór
fram 23. nóvember
2021.
bandi og þótt
stundum liði langt á
milli þá var eins og
við hefðum hist í
síðustu viku. Axel
var lífsreyndur
maður sem var
fulltrúi sinnar kyn-
slóðar. Þegar ungur
sonur minn var að
vinna að skólaverk-
efni um seinni
heimsstyrjöldina
þurfti hann að ræða við einhvern
sem hefði upplifað stríðstímana.
Axel brást vel við beiðninni og
skrifaði vandaða frásögn um lífið
á stríðstímunum sem hann upp-
lifði á táningsárum sínum og dró
upp mynd af lífinu, frá baráttu
Bismarck og Hood, síldveiði
hans sem ungs manns, Batt-
ersby-höttum í MR, djassi með
Lionel Hampton og að hugleið-
ingum um nútímaþjóðfélag og
framtíðarhorfur mannkyns, þar
sem náttúrunni voru gerð góð
skil.
Mér þykir vænt um greiðvikni
og vinarþel Axels sem sameinaði
kosti hans sem mannvinar og
fyrirmyndar um margt.
Hvíl í friði og takk fyrir sam-
fylgdina.
Þórður Geir Jónasson.