Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handa-
vinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hádegis-
matur. kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir
velkomnir. Sími 411 2600.
Boðinn Bingó kl. 13. Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Myndlist kl. 13. Sund-
laugin er opin kl. 13.30-16.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og
spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með
Halldóru á RUV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Heimaleikfimi á RÚV kl. 1313.10.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi
kl. 12.40. Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30-15.40. Stólajóga
kl. 11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20. Zumba
Gold kl. 16.30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30. Leikfimi fyrir
eldri borgara í ÍR-heimilinu, kl. 10-11. Kóræfing kl.13-15. Ókeypis
námskeið í tæknilæsi (Apple) hefst kl. 13-16. Allir velkomnir. Skráning
stendur yfir í aðventuferð.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-10.30 botsía í
hreyfisal. Kl. 9-11.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 10.50-12.15
JÓGA í hreyfisal. Kl. 13-16 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl.
13.15-15 kanasta í aðalsal. Kl.16.30-18.30 kóræfing hjá Söngvinum í
aðalsal.
Grafarvogskirkja Á morgun, þriðjudaginn 30. nóvember, verður
opið hús í Grafarvogskirkju fyrir eldri borgara, kl. 13-15. Margt er til
gamans gert. Boðið er uppá kaffi og meðlæti að opna húsinu loknu.
Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Að
henni lokinni er hádegisverður gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega
velkomnir!
Gullsmári 13 Handavinna kl. 9. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 10.
Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla-jóga kl. 10.
Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheið Ýr kl.
12.20. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun, opinn hópur kl. 13-16.
Brids kl.13. Gönguhópur, lengri ganga kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er kaffispjall í setustofu kl. 10.30-
11.30. Bókabíllinn Höfðingi heimsækir okkur Skúlagötu-megin kl.
13.10-13.30. Eftir hádegi, kl. 13.15-14 spilum við botsía í setustofu 2.
hæðar. Opin vinnustofa verður í handavinnustofu 2. hæðar kl. 13-16.
Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á Lindargötu 59. Við hlökkum
til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir, Skólabraut kl. 9.
Billjard, Selinu kl. 10. Jóga/leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11. Handa-
vinna, samvera og kaffi í salnum kl. 13, og á sama stað og tíma
verður kynning og sala á ávaxtasultum sem líknar- og vinafélagið
Bergmál selur til styrktar langveikum börnum. Upplagt til gjafa og
allir velkomnir. Glernámskeið kl. 13. og vatnsleikfimi kl. 18.30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nú þegar engir sendibílar eru
fáanlegir í heiminum eigum við
þennan til á lager !
Nýr 2021 Ford Transit Trend L3H3.
Til afhendingar strax!
Verð: 5.500.000,- án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
með
morgun-
!$#"nu
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Þá ertu farinn
elsku best pabbi
minn, tekinn frá
okkur af þessum
ömurlega sjúkdómi.
Ég minnist þess er ég var lítill
hve stoltur ég var að eiga þig
sem pabba. Þú varst ekki bara
hetja mín í fótboltanum heldur
líka allra Eyjamanna þau 20 ár
sem þú barðist fyrir stolti
Eyjanna. Við bræðurnir reynd-
um að feta þín fótspor í mark-
mannshlutverkinu. Betri fyrir-
mynd var erfitt að finna og ég
var fullur tilhlökkunar þegar þú
kenndir mér hina ýmsu mark-
mannstakta. Þegar ég svo full-
orðnaðist sá ég enn betur hve
virtur og þekktur markvörður
þú varst hjá Eyjamönnum og
fólki af landsbyggðinni sem
þekkti til þín. Þær fjölmörgu
greinar sem eru til á timarit.is
með þínu nafni bera líka vott um
það.
En þú varst ekki bara frábær
íþróttamaður heldur einnig mjög
góður faðir, hlýr og stuðnings-
ríkur. Þú hélst mér við efnið í
minni þroskagöngu og ég minn-
ist sérstaklega margra nýárs-
nátta þar sem þú tókst mig
óharðnaðan unglinginn á sér-
stakt tal til að ræða hvernig síð-
asta ár hafi gengið og hvað væri
fram undan á nýju ári. Þú bauðst
mér alltaf aðstoð þína þegar ég
Páll Pálmason
✝
Páll Pálmason
fæddist 11.
ágúst 1945. Hann
lést 6. nóvember
2021.
Útför Páls fór
fram 19. nóvember
2021.
þurfti að taka til
hendinni, líka þegar
heilsan þín fór að
hraka og þú ekki
fær í flestan sjó, svo
göfugt var trygg-
lyndið þitt.
Fyrir mér varstu
ekki bara pabbi
minn heldur einn af
mínum bestu vin-
um. Liverpool-
leikja og snókers
nutum við saman og dýrmætar
minningar urðu til í afmælisferð
okkar feðga á Anfield árið 2016.
Þú hafðir mjög góða nærveru,
alltaf léttur, jákvæður og hlýr.
Það var ávallt líflegt að fara með
þér að hitta þá fjölmörgu vini og
kunningja sem þú hafðir eignast
hvort sem var í vinnunni, Kiw-
anis, búningsklefanum í boltan-
um eða Hólnum á Hásteinsvelli.
Alltaf var tekið hraustlega til
orða, skotið fast á viðkvæma
bletti, þeim varist fimlega og
rifjuð upp gömul atvik. Minn-
isstæðar eru heimsóknirnar
hans Sigga Valló á Dvergham-
arinn þar sem þakið á húsinu
bókstaflega lyftist við orða-
skylmingar ykkar. Þú hafðir
nefnilega mjög gaman af þessum
körlum sem höfðu munn fyrir
neðan nefið og vitnaðir oft í orð
þeirra og sögur.
Þú varst hnyttinn í tilsvörum
alveg fram á síðasta dag. Þegar
ég fór með þig út af spítalanum
til að viðra þig í hjólastólnum og
þú áttir erfitt með tjáningu,
sagði ég að gamni hvort við ætt-
um ekki að rúlla í bæinn og fá
okkur einn kaldan, þá svaraðir
þú lipurt: „Nú talar þú af viti.“
Einnig þegar við fjölskyldan
söfnuðumst saman í kringum
stólinn þinn, þá voru þín einu
orð: „Er ég stjarnan í dag?“
Þú varst óheppinn að fá heila-
bilun en fyrir utan það varstu al-
mennt heppinn í lífinu enda má
segja að þú hafir skapað þér þá
lukku mikið til sjálfur með þín-
um karakter. Keppnisleikir féllu
oft með þér þegar þú varst í
stuði og svo vannst þú fyrsta
vinning í Happaþrennunni og
byggðir fyrir það sólhús við
Dverghamarinn sem gaf okkur
margar góðar minningar. En
allra mesta lukkan sem þér
hlotnaðist í lífinu var að eignast
hana Gunnu þína sem stóð með
þér eins og klettur í gegnum
súrt og sætt og þú eignaðist fullt
af góðum minningum með.
Takk fyrir allt sem þú gafst
okkur elsku pabbi minn, minning
þín lifir.
Grétar Víðir Pálsson.
Minn kæri tengdapabbi hefur
kvatt okkur eftir erfið veikindi
síðastliðin fjögur ár.
Þegar ég hugsa til Palla, þá
kemur upp í hugann mynd af
honum heima í Dverghamrinum
með blítt bros og blik í augum að
bjóða okkur fjölskylduna hlýlega
velkomna til Eyja. Þetta gerði
hann ætíð þegar við komum í
heimsókn til þeirra ljúfu hjóna,
Gunnu og Palla. Á Dverghamr-
inum var gott að vera og tel ég
að allir sem þangað komu séu
mér sammála. Við áttum margar
góðar stundir úti á palli í sólinni
með útsýnið yfir hafið og smá-
eyjarnar og í sólhúsinu að ræða
allt milli himins og jarðar. Palli
sagði okkur margar sögur frá
hans yngri fótboltaárum, frá
ferðum með landsliðinu til Ber-
múda, ÍBV-ferðum til Berlínar
og Póllands.
Einnig var dýrmætt að heyra
hans upplifun og frásögn frá
gosinu ásamt bernskuárunum í
Eyjum. Hlýleiki var hans ein-
kenni þegar ég kom inn í líf
Grétars fyrir um áratug, þá tóku
bæði Palli og Gunna einstaklega
vel á móti mér og ekki síst börn-
unum mínum þremur. Hann
sýndi okkur fjölskyldunni alltaf
áhuga og vildi vera inni í mál-
unum og vita hvað væri í gangi í
lífinu hjá hverjum og einum.
Palli var frábær afi og hafði
unun af því að fíflast með barna-
börnunum. Samband hans við þá
yngstu, Heklu Þöll sem er sex
ára dóttir okkar Grétars, var
einstakt. Hún var mikil afa-
stelpa, elskaði þegar afi stríddi
henni og var það sárt þegar
sjúkdómurinn hafði náð slíkum
tökum á Palla að hann missti
færni til að eiga samskipti við
hana. Við erum þó lánsöm að
eiga fjölmargar góðar minningar
með Palla til að rifja upp þegar
söknuður gerir vart við sig.
Hekla Þöll sagði mér frá dýr-
mætustu minningunni sem hún á
með afa stuttu eftir að Palli
kvaddi okkur. Í einni heimsókn-
inni í Eyjum tók afi sig til, fór
einn með hana út í garð á Dverg-
hamrinum og bjuggu þau saman
til snjókarl með hatt, trefil og
risastórt gulrótarnef til að sýna
Gunnu ömmu. Þau voru ekki
sammála um hvernig hann ætti
að líta út en afi gaf sig og leyfði
afastelpunni sinni að ráða. Það
er afar dýrmætt fyrir hana að
muna eftir honum og hvernig
hann var áður en sjúkdómurinn
tók völdin.
Ég kveð elsku Palla með
söknuð í hjarta og von um að nú
líði honum betur meðal englanna
eins og við Hekla Þöll trúum.
Kærleikskveðja,
Lilja Logadóttir.
✝
Ellen Margr-
ethe Guð-
jónsson, fæddist
20. feb. 1925 í
Lumby í Dan-
mörku. Hún lést í
Reykjavík 27. októ-
ber 2021. Faðir
Jens Ludvig Jen-
sen, bóndi Hjorslev
á Fjóni, f. 8. maí
1894. Móðir Anna
Marie Jensen, f. 12.
mars 1902. Ellen átti tvo yngri
bræður, Hans og Arne Jensen,
báða búsetta í Danmörku og
eru nú látnir.
Maki 9. des. 1950, Andrés
Guðjónsson, tæknifræðingur og
síðar skólastjóri Vélskóla Ís-
lands, f. 13. júní 1921, d. 22.
jan. 2009. Börn: Jens, f. 9. apr.
1952, d. 27. jan.
2021. Ívar, f. 11.
nóv. 1953, d. 8. ág.
1977, og Grímur, f.
27. ág. 1955.
Barnabörn: Óskar,
Ágúst, Ívar, Ellen
Margrethe og
Anna Kristín Jens-
börn, Andrés Ív-
arsson og Rósa og
Friðrik Grímsbörn.
Hún lauk hjúkr-
unarnámi við Amtssygehuset í
Fåborg í maí 1947. Starfaði
víða sem hjúkrunarfræðingur
bæði í Danmörku og á Englandi
og síðar á Íslandi. Hún starfaði
á Landspítalanum, Borgarspít-
alanum og lauk starfsævinni á
Droplaugarstöðum.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Minningarnar eru margar af
ömmu Ellen og afa Andrési i
Hvassaleitinu. Þar var alltaf gos
í kæliboxi í þvottahúsinu og
falskur héri í matinn. Það allra
besta við það var sósan og kart-
öflurnar og ég fékk mér alltaf
tvöfaldan skammt. Ég hafði
mikla matarást á ömmu Ellen
enda kunni hún að veita vel. Við
krakkarnir fengum okkur Sprite
en afi og pabbi fengu sér alltaf
Pripps með mynd af blárri
skútu. Ég hélt að það væri af
því að afi og pabbi voru gamlir
sjómenn og drukku þá skútu-
bjór, sem auðvitað var pilsner
því bjórinn var ekki enn leyfður.
Heima í Hvassaleitinu átti ég
ömmukjól sem ég fór alltaf í og
þar var líka fallegt bollastell
geymt í skókassa sem var dreg-
inn fram og boðið upp á kaffi.
Um jólin spiluðum við alltaf
jólakassettuna hans Ómars
Ragnarssonar. Við fengum líka
að tala við jólasveininn frammi í
þvottahúsi í gegnum lúgu í loft-
ræstingunni og það liðu mörg ár
áður en Ívar bróðir sagði mér að
það væri bara afi sem stæði inni
í geymslu á annarri hæð og kall-
aði til baka!
Það voru að sjálfsögðu þús-
und Andrésar Andar blöð á
dönsku, pent raðað í möppur, og
VHS-spólur með Olsenbanden
sem við horfðum á þangað til við
kunnum myndirnar utan að.
Við vorum ekki bara í
Hvassaleitinu heldur fórum við í
ógleymanlega ferð til Gilleleje
eitt sumarið. Ívar bróðir og ég
flugum ein frá móður okkar í
Noregi – ég kunni norsku og
Ívar kunni á klukku, nema flug-
freyjan talaði dönsku og ég
skildi ekki neitt, enda skilur
enginn Dani þótt þeir tali ís-
lensku. Þetta hafðist og ég man
svo skýrt þegar amma og afi
stóðu og tóku á móti okkur.
Eins og allir vita er Danmörk
flöt en akkúrat í Gilleleje voru
nokkrar hæðir og í hvert sinn
sem við keyrðum yfir þær gaf
afi í botn og við hrópuðum
„Gilleleje“ á meðan við flugum
yfir svo það kitlaði í magann.
Við bjuggum í sumarbústaða-
hverfi við ströndina. Afmælis-
dagurinn minn nálgaðist og ég
hafði áhyggjur af að það kæmu
engin börn í afmælið. Þá tók
amma Ellen þéttingsfast í hönd-
ina á mér og við röltum um
hverfið og buðum öllum börnum
sem við komum auga á og var
þetta heljarinnar veisla að hætti
ömmu Ellenar. Svona var hún
amma Ellen; bara „rett på sak“.
Ekkert múður. Allir með. Ég
man hún gat talað við hverja
einustu manneskju, á götum úti
eða í veislum. Eða skipað þeim
fyrir, allt eftir því hvernig á
stóð. „Komdu, sestu hérna hjá
okkur,“ heyrði ég hana oft segja
ef einhver sat aleinn. Hún
minntist oft á vandann fyrir
skírnarveisluna mína sem haldin
var í Jónshúsi, hverjum ætti að
bjóða, því eins og í flestum fjöl-
skyldum töluðust ekki allir við.
Hún leysti það með því að bjóða
öllum! Og allir mættu. „Skide-
godt, Egon.“
Ellen Margrethe.
Þannig hverfur dýrð heimsins
okkur sem nú sitjum eftir og
syrgjum ömmu Ellen. Að eign-
ast aukaömmu er eitthvað sem
var mér framandi, fyrst þegar
ég kom í Hvassaleitið og hitti
ömmu Ellen og afa Andrés í
fyrsta skiptið. Að finna fyrir
opnum örmum þeirra og fá
tækifæri til þess að þroskast
undir leiðsögn þeirra er mér af-
ar kær minning.
Allt það sem þau lögðu til
geymi ég í hjarta mér um
ókomna tíð og nýti á vegferð
þeirri sem fyrir mér liggur. Það
eru forréttindi að fá að kynnast
sögunni, heiminum sem hún
kom frá, lærdómnum og leið-
arljósinu hennar fyrir börnin sín
og öll barnabörnin, ásamt ár-
unum sem mótuðu allt sem var
og verður.
Að koma í Mánatúnið og fá
alltaf konunglegar móttökur, fá
tækifæri til þess að líta með
henni á þær stundir sem voru
henni kærastar og að vera hluti
af fjölskyldunni eru fríðindi sem
ég verð ævarandi þakklátur fyr-
ir.
Ljóslifandi í huga mér eru
þær stundir að fá að koma í
heimsókn þar sem amma Ellen
gekk alltaf úr skugga um að
maður færi aldrei svangur heim
og að ég hefði gos í hendi. Alltaf
var eitthvað til í eldhúsinu og ef
maður kom með kjúkling eða
annan mat meðferðis urðu
klukkustundirnar hjá henni
fleiri og samtölin lengri.
Þegar ég kynntist Lönu, eig-
inkonu minni, tók amma Ellen
henni sérlega vel og mér þótti
alltaf vænt um hve hlýlega hún
talaði við hana og minnti á að
amma hefði nú líka verið nýr Ís-
lendingur þegar hún kom til Ís-
lands fyrir mörgum árum. Ég á
einnig afskaplega kærar minn-
ingar frá afmælisdögum ömmu
Ellenar, þegar Lana lék fyrir
hana ljúfa og fallega tónlist.
Þetta eru ógleymanlegar stund-
ir. Okkur þótti líka einstaklega
vænt um það þegar hún bað
okkur um að spila báða þjóð-
söngvana - sem hún sagði að
hefði verið upphafið á veru sinni
hér á Íslandi.
Það er svo margt sem reikar
um hugann, svo margar minn-
ingar sem ég á, sem valda því að
kveðjustundin verður sár og
þeim mun sárari vegna vitneskj-
unnar um að ekki verði um fleiri
slíkar minningar að ræða. En
efst í huga er þakklæti, þegar
ég fylgi henni síðasta spölinn á
þessari jörð, og ég kveð hana
með tár á hvarmi og miklum
söknuði. Megi hinn hæsti höf-
uðsmiður himins og jarðar
fylgja henni á þeirri vegferð
sem hún leggur nú í og ég bið
fyrir bestu kveðjur héðan til
Andrésar, Jens og Ívars sem
taka á móti henni við dyr eilífð-
arinnar.
Í minningu hverrar konu lifir
ódauðleikinn og ég lifi í minn-
ingu ömmu Ellenar og öllum
þeim stundum, hvar sem leiðir
okkar lágu saman.
Jón (Nonni).
Ellen Margrethe
Guðjónsson