Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 29.11.2021, Síða 27
að ári, en liðið hefur verið í fallbar- áttu á leiktíðinni. Bjarni lék 22 leiki á tímabilinu og skoraði eitt mark. _ Leik Burnley og Tottenham Hotsp- ur í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, sem átti að fara fram í gær, var frestað vegna veðurs. Mikil snjó- koma var á Englandi í gær en heima- völlur Burnley, Turf Moor, var snævi- þakinn þegar leikurinn átti að hefjast klukkan 14 að íslenskum tíma. Ekki er enn þá ljóst hvenær leikurinn muni fara fram en hann er hluti af þrett- ándu umferð deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er samningsbundinn Burnley og hefur leikið með liðinu frá árinu 2016. _ Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék glæsi- lega á lokahring sínum á lokamóti Evrópumótaraðar kvenna í golfi í Andalúsíu á Suð- ur-Spáni í gær. Guðrún lék á 69 höggum, þremur höggum undir pari, og voru aðeins fimm kylfingar á betra skori en Hafn- firðingurinn.Guðrún lék hringina fjóra á samtals 290 höggum og lauk leik á samtals tveimur höggum yfir pari. Hún hafnaði í 28-31. sæti á lokamótinu og fékk hún fyrir það rúmar 5.800 evrur en það samsvarar um 850.000 ís- lenskum krónum. _ Landslið Íslands í karate sótti tvo Norðurlandameistaratitla og fern önn- ur verðlaun á NM í Stavanger um helgina. Hugi Halldórsson varð Norð- urlandameistari í kumite 16–17 ára pilta, -76 kg flokk. Hugi er fyrsti Íslend- ingurinn til að vinna Norðurlanda- meistaratitil í einstaklingskeppni síðan Jóhannes Gauti Óttarsson vann –70 kg flokk 14–15 ára pilta árið 2010. Kvennasveit Íslands í hópkata vann einnig til gullverðlauna eftir sigur gegn Finnlandi í úrslitum. _ Unnið verður áfram að uppbyggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir íslenskt af- reksíþróttafólk en þetta kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála VG, Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks sem und- irritaður var á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í gær. Íslenskt íþróttalíf mun nú heyra undir framsókn- armanninn Ás- mund Einar Daðason sem verður ráðherra í nýju skólamála- og barnaráðu- neyti. Ásmundur var félagsmálaráð- herra í síðustu ríkisstjórn en tekur við öðrum verkefnum nú, samhliða þeim sem hann fékkst við í félagsmálaráðu- neytinu. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur einnig fram að unnið verði áfram að því að efla umgjörð um af- reksstarf íþróttafólks með afreks- íþróttasjóð og ferðajöfnunarsjóð til hliðsjónar. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2021 ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fyrirliði Chelsea, Jorginho, var í að- alhlutverki þegar liðið tók á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í Lundúnum í þrettándu umferð deildarinnar í gær. Jorginho gerði sig sekan um skelfileg mistök á 50. mínútu þegar hann misreiknaði boltann sem aftasti maður eftir hornspyrnu Chelsea. Jadon Sancho, sóknarmaður Unit- ed, hirti boltann af honum, slapp einn í gegn og skoraði örugglega fram hjá Eduard Mendy í marki Chelsea. Jorginho jafnaði svo metin fyrir Chelsea með marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu eftir að Aaron Wan- Bissaka hafði brotið klaufalega á Thiago Silva innan víteigs og lokatöl- ur því 1:1 í Lundúnum. Chelsea er áfram í efsta sæti deildarinnar með 30 stig en United er í áttunda sætinu með 18 stig, fimm stigum frá Evrópusæti. _ Sancho skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni en þetta var hans annað mark í síðustu tveimur leikjum. Hann skoraði einnig gegn Villarreal í Meistaradeildinni í nýlið- inni viku. _ 87% af mörkum Jorginho í ensku úrvalsdeildinni hafa komið af vítapunktinum en hann hefur skorað 13 af 15 mörkum sínum úr vítum. Þriðji sigur City í röð Það tók Fernandinho aðeins þrjár mínútur að skora fyrir Manchester City þegar liðið tók á móti West Ham á Etihad-vellinum í Manchest- er. Leiknum lauk með 2:1-sigri City en Fernandinho kom inn á sem vara- maður á 87. mínútu í leiknum. Áður hafði Ilkay Gündogan komið City yfir á 33. mínútu en Manuel Lanzini klóraði í bakkann fyrir West Ham í uppbótartíma í stöðunni 0:2. City er með 29 stig í öðru sætinu en West Ham er í því fjórða með 23 stig. _ Enginn miðjumaður í ensku úr- valsdeildinni hefur skorað fleiri mörk en Ilkay Gündogan frá því í byrjun síðasta tímabils, ef frá eru talin mörk úr vítaspyrnum, en hann hefur skorað fimmtán mörk í 37 leikjum. Bruno Fernandes, miðju- maður United, kemur þar á eftir með 13 mörk í 49 leikjum. Liverpool skorar og skorar Þá skoraði Portúgalinn Diogo Jota tvívegis fyrir Liverpool þegar liðið valtaði yfir Southampton á Anfield í Liverpool á laugardaginn. Ásamt Jota voru þeir Thiago Alc- antara og Virgil van Dijk einnig á skotskónum í leiknum sem lauk með 4:0-sigri Liverpool en Bítlaborg- arliðið, sem er með 28 stig í þriðja sætinu, leiddi 3:0 í hálfleik. _ Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, hefur komið að 25 mörk- um í öllum keppnum á tímabilinu, skorað 17 mörk og lagt upp önnur 8. Þá styrkti Arsenal stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar með 2:0- sigri gegn Newcastle á Emirates- vellinum í Lundúnum þar sem þeir Bukayo Saka og Gabriel Martinelli skoruðu mörk Arsenal í leiknum. _ Það tók Martinelli 93 sekúndur að skora fyrir Arsenal eftir að hann kom inn á sem varamaður. Þrjú lið í sérflokki á Englandi - Mohamed Salah tókst ekki að skora en er samt í sérflokki á Englandi AFP Fyrirliðar Jorginho og Bruno Fernandes eigast við á Stamford Bridge. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Víkin: Víkingur – HK ........................... 19.30 Í KVÖLD! Subway-deild kvenna Haukar – Fjölnir .................................. 72:77 Staðan: Njarðvík 9 7 2 628:530 14 Keflavík 8 6 2 665:561 12 Fjölnir 9 6 3 713:650 12 Valur 8 6 2 647:545 12 Haukar 6 4 2 440:341 8 Grindavík 9 3 6 668:739 6 Breiðablik 8 1 7 545:623 2 Skallagrímur 9 0 9 474:791 0 1. deild kvenna Vestri – Tindastóll ................................ 68:89 Fjölnir b – KR....................................... 57:76 Hamar/Þór – ÍR ................................... 57:62 Rúmenía Phoenix Constanta – Satu Mare ........ 59:87 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig fyrir Phoenix Constanta, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 28 mínútum. >73G,&:=/D Olísdeild karla Grótta – ÍBV ......................................... 36:26 Selfoss – KA.......................................... 25:24 Stjarnan – Fram................................... 31:31 Afturelding – FH.................................. 26:31 Staðan: Haukar 10 7 2 1 301:264 16 FH 10 7 1 2 284:253 15 Valur 9 6 2 1 261:228 14 ÍBV 10 7 0 3 301:293 14 Stjarnan 10 6 1 3 299:293 13 Afturelding 10 4 2 4 289:282 10 Selfoss 10 5 0 5 258:254 10 Fram 9 4 1 4 253:255 9 Grótta 9 3 1 5 240:245 7 KA 10 3 0 7 272:294 6 HK 8 0 0 8 198:229 0 Víkingur 9 0 0 9 192:258 0 Grill 66 deild karla Afturelding U – Valur U...................... 26:26 Grill 66 deild kvenna ÍBV U – Valur U................................... 29:27 Stjarnan U – Selfoss ............................ 30:29 Þýskaland Minden – Magdeburg.......................... 26:31 - Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í hópnum. Flensburg – Wetzlar ........................... 27:25 - Teitur Örn Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad. Lemgo – Hannover-Burgdorf............ 31:33 - Bjarki Már Elísson skoraði 12 mörk fyr- ir Lemgo. Heiðmar Felixson er aðstoðar- þjálfari Hannover-Burgdorf. Hamburg – Melsungen ....................... 26:25 - Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen, Elvar Örn Jónsson eitt en Alexander Petersson ekkert. B-deild: Nordhorn – Gummersbach ................ 22:28 - Hákon Daði Styrmisson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars- son eitt. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Aue – Eisenach .................................... 24:33 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 10 skot í marki liðsins. Danmörk SönderjyskE – Ringsted..................... 38:28 - Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir SönderjyskE. Aalborg – GOG .................................... 30:30 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins. - Viktor Gísli Hallgrímsson varði ekki skot í marki GOG. Pólland Kielce – Zaglebie ................................. 38:24 - Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk fyrir Kielce og Sigvaldi Guðjónsson 2. Frakkland Montpellier – Nimes............................ 32:29 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Montpellier. Noregur Elverum – Halden ............................... 37:34 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum. Evrópubikar karla 32ja liða úrslit, seinni leikur: Skövde – Ramat Hasharon................. 35:29 - Bjarni Ó. Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde sem vann 72:57 samanlagt. Intersport-mót kvenna Noregur – Suður-Kórea ..................... 35:23 Noregur – Rússland ............................ 28:29 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. %$.62)0-# Aliyah Mazyck skoraði 24 stig fyr- ir Fjölni þegar liðið heimsótti Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Ásvelli í Hafnarfirði í 9. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 77:72-sigri Fjölnis en Haukar leiddu með fjórum stigum í hálf- leik, 40:36. Fjölni tókst að minnka forskot Hauka í tvö stig í þriðja leikhluta en Hafnfirðingar náðu mest níu stiga forskoti í fjórða leikhluta, 70:61, en Fjölnir skoraði 16 stig gegn 2 stigum Hauka á lokamín- útum og þar við sat. Sanja Orozovic skoraði 19 stig og tók tólf fráköst í liði Fjölnis og þá skoraði Iva Bosnjak 19 stig. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stigahæst í liði Hauka með 27 stig og Lovís Björt Hennings- dóttir skoraði 14 stig. Þá tók Hai- den Palmer fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Fjölnir er með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar en Haukar eru með 8 stig í fimmta sætinu. Haukar eiga hins vegar tvo til þrjá leiki til góða á liðin fyrir of- an sig. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Vörn Fjölniskonan Aliyah Mazyck sækir að Hafnfirðingnum Lovísu Björt Henningsdóttur en þær áttu báðar góðan leik fyrir sín lið í Ólafssal í gær. Sterkari í fjórða leikhluta FRÁ STAVERN Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Íslenskar lyftingakempur gerðu heldur betur strandhögg á Norð- urlandameistaramótinu í ólymp- ískum lyftingum unglinga og ung- menna í Stavern í Noregi um helgina og sópuðu bókstaflega til sín gull- og silfurverðlaunum við óslitin fagn- aðarlæti viðstaddra. Alls féllu fern gull- og þrenn silf- urverðlaun Íslendingum í skaut og er óhætt að segja að stálstúlkan Úlf- hildur Unnarsdóttir, Úlfurinn svo- kallaði, hafi þar jarðað alla sam- keppni jafnframt því að verða Norðurlandameistari og setja nýtt Íslandsmet í snörun, en Úlfhildur lyfti 181 kílógrammi samanlagt í tveimur keppnisgreinum ólympískra lyftinga og blés vart úr nös í vel út- færðum lyftum sínum á pallinum. Úlfhildur ræddi við mbl.is á laug- ardaginn og kvað þar skrýtið að etja kappi við löndu sína, Bergrós Björnsdóttur, Selfyssinginn hrika- lega sem hafnaði í öðru sæti í sama flokki eftir harða atlögu þeirra Úlf- hildar að fyrsta sætinu. Íslenskir verðlaunahafar á mótinu um helgina auk þeirra, sem þegar hefur verið getið, voru Erla Ágústs- dóttir, Bjarki Breiðfjörð og Brynjar Logi Halldórsson í undir 20 ára flokki og Sólveig Þórðardóttir, Tinna María Stefnisdóttir, Bríet Anna Heið- arsdóttir, Ari Tómas Hjálmarsson, Þórbergur Ernir Hlynsson og Bjarni Leifs Kjartansson í undir 17 ára. Þá var einn íslenskur dómari, Erna Héðinsdóttir, við dómgæslu á mótinu, og má lesa viðtal við hana á íþróttavef mbl.is undir fyrirsögninni „Það ert bara þú og stöngin“. Íslensk sigurför á NM í ólympískum Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Hrikalegar Úlfhildur og Bergrós lyftu öllu sem fyrir þær var lagt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.