Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 32

Morgunblaðið - 29.11.2021, Side 32
„Hljómsveitin Mosi frændi brýtur odd af oflæti sínu og sendir frá sér jólalag þar sem stuðst er við kunnuglega aðferð því látið er nægja að semja nýjan íslenskan jóla- texta við þekktan erlendan slagara,“ segir í tilkynningu frá sveitinni sem segist vera Baggalútur fátæka mannsins. Íslenskur titill lagsins er „Hvað segir Feiti- björn?“ en upphaflega heitir lagið „Born to Run“ og er úr smiðju Bruce Springsteen. Mosi frændi var stofnuð sem hljómsveit af af sex nemendum í MH 1985 og kom fyrst fram á tónleikum í Norðurkjallara MH vorið 1986. Sveitin Mosi frændi segist vera Baggalútur fátæka mannsins Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Listamaðurinn Úlfur Karlsson er meðal kollega á samsýningu sem opnuð var í Davíðsgalleríi í Kaup- mannahöfn um helgina og verður opin fram yfir miðjan desember. „Fyrir þremur árum tók ég þátt í samsýningu íslenskra listamanna á vegum íslenska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn og upp úr því spratt samstarf við sýningarhaldara sem stóðu að einkasýningu minni í sept- ember og buðu mér líka að vera með á þessari sýningu,“ segir hann um viðburðinn. Ferill Úlfs hófst með gerð stutt- og heimildarmynda en eftir að hafa útskrifast úr Kvikmyndaskóla Ís- lands 2008 sneri hann sér að mynd- listinni. Hann lauk fornámi í Mynd- listarskólanum á Akureyri 2009 og hélt síðan til Svíþjóðar, þar sem hann brautskráðist með BA-gráðu frá Valand School of Fine Arts í Gautaborg. „Fyrsta veturinn bjó ég í vinnustofunni. Í portinu söfnuðust upp málverk sem aðrir höfðu fleygt og ég tók þau upp, spreyjaði yfir verkin og gerði mín eigin verk. Á samsýningu nemenda seldi ég öll verk mín og þannig byrjaði listin að rúlla.“ Efniviður úr fréttum Úlfur býr í Kaupmannahöfn. Hann hefur haldið margar sýningar heima og erlendis, en segir að kór- ónuveirufaraldurinn hafi slegið á ferðalögin og þar með sýningar- haldið. „Þetta hefur verið dálítið erf- itt, því ferðalögin hafa gert mér mögulegt að kynnast sýningarhöld- urum sem hafa síðan boðið mér að sýna, meðal annars í Austurríki og Lettlandi.“ Hann leggur áherslu á að ekkert komi í staðinn fyrir það að kynnast rétta fólkinu. „Það skiptir svo miklu máli að geta kynnt sig og verkin til að fá að halda sýningu og fá inn tekjur af listinni.“ Hann segir ekkert ákveðið um frekari sýningar í nánustu framtíð en viðræður standi yfir um næstu skref. „Það er erfitt að ganga frá samningum þegar mað- ur kemst ekki á staðinn.“ Úlfur segir að liðnir atburðir og ekki síst viðburðir á líðandi stundu hafi oft áhrif á sköpunina hjá sér. „Erró hefur verið fyrirmynd mín að mörgu leyti enda hef ég alltaf litið upp til hans,“ segir hann um klippi- myndir sínar en hann málar einkum akrýlmyndir á striga. „Hugmynd- irnar verða einkum til úr fréttum af íþróttum og pólitík og svo geri ég mér líka mat úr súrrealískum teikni- myndablöðum.“ Þegar málverk Úlfs eru skoðuð segist hann vonast til þess að áhorf- endur sjái tengingu á milli sögunnar og verksins. „Við fyrstu sýn virðist hvert málverk sýna sérstakan heim, landslag, svæði eða borg, en þegar betur er að gáð og rýnt í smáatriðin eru tengingarnar augljósar.“ Verkin á núverandi sýningu eru mun minni en þau sem Úlfur sýndi á samsýningunni í haust. „Þau eru ekki eins pólitísk heldur byggð á æv- intýraheimi eins og Lord of the Rings, sem ég hafði gaman af sem krakki. Þetta er svona víkinga- þema.“ Víkingar höfða til myndlistarmanns - Úlfur Karlsson með verk á samsýningu í Kaupmannahöfn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Mutt-galleríi Úlfur Karlsson á sýningu sinni fyrr á árinu. Í Kaupmannahöfn Málverk eftir Úlf á sýningunni í Davíðsgalleríi. MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. FH minnkaði forskot Hauka í eitt stig á toppi úrvals- deildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, þegar liðið vann öruggan 31:26-sigur gegn Aftureldingu að Varmá í Mosfellsbæ í tíundu umferð deildarinnar í gær. Haukar eru með 16 stig í efsta sæti deildarinnar en FH fylgir fast á hæla nágranna sína með 15 stig. Valsmenn koma þar á eftir með 14 stig en Valur á leik til góða á Hafnarfjarðaliðin. » 26 Hafnarfjarðaliðin tvö á toppnum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.