Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 2

Morgunblaðið - 03.11.2021, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Minnsta lækkun HAGA -1,54% 64,00 Mesta hækkun FESTI +4,59% 228,00 S&P 500 NASDAQ +1,30% 15.649,219 +0,80% 4.633,35 +0,44% 7.281,32 FTSE 100 NIKKEI 225 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. +2,43% 2.9520,90 80 40 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)GULLVERÐ ($/únsu) 3.5.'21 1.500 2.000 1.791,4 3.5.'21 84,29 2.11.'21 67,56 2.11.'21 1.790,3 Björgvin Sighvatsson, forstöðumaður Lánamála ríkisins, segir að mörgu að hyggja þegar metið er hvort nú sé hagstæðara fyrir ríkissjóð að gefa út óverðtryggð eða verðtryggð skulda- bréf. Tilefnið er að verðbólguspár hafa verið endurskoð- aðar til hækkunar og er ástæðan meðal annars inn- flutt verðbólga. Birtist þetta meðal annars í því að ávöxtunar- krafa á óverð- tryggða ríkis- skuldabréfið RIKB 31 0124 hefur hækkað síðustu mánuði (sjá graf). Krafan náði há- marki í byrjun maí en lækkaði svo þar til í byrjun ágúst að hún tók að hækka á nýjan leik. Ávöxtunarkrafan á umræddu bréfi er nú 4,07% en til samanburðar mælist nú 4,5% verðbólga á Íslandi. Björgvin vísar svo til rannsóknar Kjartans Hanssonar, starfsmanns Seðlabanka Íslands, sem hafi rann- sakað ávinninginn af þeirri stefnu stjórnvalda frá aldamótum að leggja „markvissa áherslu á óverðtryggða frekar en verðtryggða ríkisbréfa- útgáfu í almennri fjármögnun ríkis- sjóðs“. Tímabil rannsóknarinnar var frá 2003 til 2014 og var niðurstaða Kjartans að sambærilegar verð- tryggðar útgáfur hefðu verið um 4% dýrari yfir allt tímabilið og kostað ríkissjóð 35 milljörðum króna meira. Þetta þýðir að sú ákvörðun að gefa frekar út óverðtryggð ríkisbréf í stað verðtryggðra ríkisbréfa sparaði ríkissjóði vaxtakostnað um sem nem- ur þessari fjárhæð. Verðbólguskotið hafði áhrif Björgvin segir það hafa haft áhrif á þessa niðurstöðu að verðbólga hækkaði snögglega í kjölfar efna- hagsáfallsins haustið 2008. Seðlabankinn hafi ekki uppfært þessa rannsókn sem gerð var 2015. Spurður hvort sagan sé að endur- taka sig nú, í kjölfar verðbólguskots eftir tímabil stöðugleika og sögulega lágra vaxta, segir Björgvin að óverð- tryggðar skuldir séu hagkvæmari fyrir ríkissjóð ef verðbólga hækkar óvænt, líkt og raunin sé nú. Hins veg- ar muni markaðurinn fljótt laga sig að breyttum aðstæðum, ef verðbólga verður viðvarandi, og það endur- speglast í hækkandi ávöxtunarkröfu á óverðtryggð ríkisskuldabréf. Munur endurspeglar væntingar Björgvin nefnir að krafan af áður- nefndu óverðtryggðu ríkisskuldabréfi (RIKB 31 0124) sé nú 4,07% en til samanburðar sé krafan af verð- tryggða ríkisskuldabréfinu RIKS 30 0701 nú um 0,5%. Þessi mismunur endurspegli verðbólguvæntingar markaðarins ásamt áhættuálagi. Munurinn gefi vísbendingar um væntingar markaðarins til verð- lagsþróunar næstu níu árin. Við samanburð á kostnaði ríkis- sjóðs af verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum þurfi að horfa á ein- stök lán, enda sé ríkissjóður að taka lán í hverjum einasta mánuði. „Það þarf að skoða sérhverja óverðtryggða útgáfu og bera saman við ávöxtunarferil verðtryggðra ríkis- bréfa með svipaðan líftíma. Þetta er því flóknara en það kann að virðast í fyrstu, því við erum alltaf að stækka sömu [skuldabréfa]flokkana aftur og aftur. Þá er krafan sem er í boði á hverjum tíma breytileg. Síðan þarf að bera greiðsluflæðið saman á þessum verðtryggðu og óverðtryggðu út- gáfum yfir tiltekið tímabil. Þróun verðlags ræður mestu um hvor útgáf- an reynist hagstæðari fyrir ríkissjóð sem útgefanda. Ávinning eða kostnað af óverðtryggðri útgáfu, í stað verð- tryggðrar útgáfu, getur maður aldrei vitað fyrirfram. Tíminn einn leiðir það í ljós,“ segir Björgvin. Fram kemur í ritinu Stefna í lána- málum 2021-2025, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gaf út 30. des. sl., að viðmiðunarreglur þær sem stefnt skal að fyrir samsetningu lánasafns ríkissjóðs séu þær að óverðtryggð lán skuli vega 50-70%, verðtryggð lán 20- 30% og erlend lán 15-25%. Vógu 71,5% af skuldunum Til samanburðar sagði í markaðs- upplýsingum Lánamála ríkisins í september að hreinar skuldir væru þá 943,4 milljarðar króna. Þar af vógu óverðtryggðar skuldir 71,5%, verð- tryggðar skuldir 25,5% og erlendar skuldir vógu 3% (sjá graf). Til samanburðar var hrein skuld ríkissjóðs 596 milljarðar í mars 2020, í upphafi faraldursins, og hafa hreinar óverðtryggðar skuldir aukist úr 332 milljörðum í 674 milljarða sem jafn- ast nokkurn veginn á við aukningu hreinna ríkisskulda í faraldrinum. Léttir skuldabyrði ríkissjóðs Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björgvin Sighvatsson, for- stöðumaður Lánamála rík- isins, segir óverðtryggðar skuldir hagkvæmari fyrir ríkissjóð ef verðbólga hækkar óvænt, líkt og nú. 2. nóv. 2020 til 2. nóv. 2021 Ávöxtunarkrafa RIKB 31 0124 (óverðtryggð ríkisbréf) 4,25% 4,00% 3,75% 3,50% 3,25% 3,00% 2,75% nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. 2020 2021 Heimild: Seðlabanki Íslands 3,09 4,07 4,17 4,05 Hrein skuld ríkissjóðs* Nafnverð í lok september 2021, ma.kr. *Heildarskuldir að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu. Heimild: Lánamál ríkisins. Óverðtryggðar skuldir, 674 Verðtryggðar skuldir, 241 Erlendar skuldir, 28 2020 2021 Skuldir ríkissjóðs Frá ársbyrjun 2020, ma.kr. 1.600 1.200 800 400 0 Hreinar skuldir* Heildarskuldir Heildarskuldir sem% af VLF Hreinar skuldir sem% af VLF 29,4% Hlutfall hreinna skulda af vergri landsfram- leiðslu (VLF) Alls 943 ma.kr. Björgvin Sighvatsson ÁLIÐNAÐUR Álverð hefur lækkað um tæplega 500 bandaríkjadali á tonnið eftir að það fór í tæplega 3.200 dali í kaup- höllinni með málma í London (LME) fyrir hálfum mánuði. Verðið er nú um 2.700 dalir og er eftir sem áður hátt í sögulegu samhengi. Það fór niður í 1.470 dali í maí í fyrra. Á vef Shanghai Metal Markets (SMM), sem sérhæfir sig í umfjöllun um málmiðnaðinn, segir að megin- skýringin á verðlækkuninni sé lækk- andi verð á kolum en orka úr þeim knýr mörg álver í Kína. Auka innflutning á kolum Samkvæmt frétt á vef CNBC hafa kínversk stjórnvöld brugðist við litlum birgðum á kolum með því að heimila aukna framleiðslu og inn- flutning. Jókst innflutningur í sept- ember um 76% milli ára. Orkuverð hefur líka lækkað í Evrópu. Til dæmis á norrænum orkumarkaði, NordPool, en verðið var að meðaltali 86 evrur í sept- ember en rúmar 57 evrur í október, og verð á raforku fyrir 2022 hefur lækkað um 34% á einum mánuði og er nú 31 evra á megavattstund. Sérfræðingur á álmarkaði sem ViðskiptaMogginn ræddi við sagði að með lækkandi kolaverði væri aft- ur orðið hagkvæmt að viðhalda og jafnvel auka framleiðslu í álverum sem áður var talið að þyrfti að loka. Það hafi óveruleg áhrif á álverðið að Bandaríkjastjórn skuli hafa sam- ið um það á G20-fundinum í Róm að endurskoða 25% tolla á stál og 10% tolla á ál frá Evrópu. Eftir breyt- inguna munu tollar á innflutt ál frá Evrópu verða stighækkandi eftir því sem magnið eykst. baldura@mbl.is Álverð lækkar með lækkandi orkuverði Álverð frá 1. október Heimsmarkaðsverð, $/tonn 3.200 3.000 2.800 2.600 H ei m ild :L M E .c o m 1. okt.'21 3. nóv.'21 2.712,5 3.179,5 2.864,0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.