Morgunblaðið - 03.11.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021VIÐTÖL
Hjalti Garðarsson athafnamaður mæt-
ir á svartri Mercedes Benz-bifreið á
hótel blaðamanns í hjarta Búdapest.
Svona er tekið á móti gestum Íslensku
Klíníkurinnar í borginni. Þaðan er um
20 mínútna akstur að hótelinu The
Aquaworld Resort þar sem Klíníkin er
til húsa.
„Ég kom hér fyrst árið 2013 og fór
þá sjálfur í aðgerð. Ég var búsettur í
Noregi og þetta var norsk tannlækna-
stofa. Þá kynntist ég þáverandi eig-
anda mjög vel og árið 2018 spurði hann
mig hvort ég hefði áhuga á að gerast
umboðsmaður og koma með íslenska
sjúklinga.
Ég var þá í góðri vinnu – vann 14
daga og var í fríi í 14 daga – og sá fram
á að vera hér í sjö daga hópferð við að
svara fyrirspurnum frá Íslendingum
áður en ég héldi aftur heim í eina viku
áður en ég færi svo í hina vinnuna
aftur.
En þegar ég kom með fyrsta hópinn
hringdi ég í konuna og sagði „ann-
aðhvort tökum við þetta alla leið eða
sleppum því“. Ég sagði upp vinnunni
og fór í fullt starf sem umboðsmaður
fyrir norsku stofuna.
Lokað í tíu mánuði
Hér var lokað í tíu mánuði í kórónu-
veirufaraldrinum – bæði hótelið og
stofan voru lokuð – og norsku fjárfest-
arnir voru ekki tilbúnir að halda
rekstrinum áfram. Þannig að ég gerði
þeim kauptilboð um að kaupa stofuna
alla, með hurðum og gluggum, og þeir
tóku því. Við hjónin opnuðum svo aftur
í júní þegar ferðalög byrjuðu aftur og
erum komin á fulla ferð,“ segir Hjalti.
Á stofunni eru sex hefðbundin að-
gerðaherbergi, að sögn Hjalta, og auk
þess stór og rúmgóð skurðstofa.
„Hjá okkur er enginn almennur
tannlæknir og það eru allir með fram-
haldsmenntun. Við erum með fjórtán
tannlækna og þeir eru allir sérfræð-
ingar. Við erum með tanngerva-
sérfræðinga sem sjá um krónur og
gervitennur. Við erum með skurð-
lækna, tannrótarsérfræðinga og sér-
fræðinga í tannholdssjúkdómum. Þá
hefur allt aðstoðarfólk hér annaðhvort
lokið fjögurra ára námi í fjölbrauta-
skóla eða tveggja ára háskólanámi
eftir menntaskólanám,“ segir Hjalti.
Hann útskýrir að hefðbundnar
tannréttingar borgi sig ekki ef fólk
þarf að fljúga nokkrum sinnum milli
landa og því sé boðið upp á kerfi með
allt að 30 gómum til að rétta tennur.
Íslenska Klíníkin í Búdapest skiptir
við fáa Ungverja og segir Hjalti skýr-
inguna m.a. þá að stofan noti aðeins
hágæðavörur og sé dýr fyrir heima-
menn. „Við erum einnig að fá til okkar
Íslendinga sem eru meðal annars bú-
settir á Spáni, í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Sviss og í Bandaríkjunum,“
segir Hjalti.
650 Íslendingar á einu ári
Árið 2019 var síðasta heila starfsárið
áður en faraldurinn skall á og fékk
stofan þá rúmlega þúsund heimsóknir
frá Íslendingum og áætlar Hjalti að
650 einstaklingar hafi verið að baki
þeim fjölda.
„Við erum að jafnaði með 20-30 Ís-
lendinga á viku og erum einmitt með
30 Íslendinga í þessari viku,“ segir
Hjalti. Flestir þeirra gisti á hótelinu og
njóti sérkjara enda sé Íslenska Klíník-
in stærsti viðskiptavinur hótelsins og
leigutaki á tannlæknarýminu. En Ís-
lendingarnir kaupa 6-7 þúsund gisti-
nætur ár hvert.
– En hvernig þjónustu eru Íslend-
ingar að kaupa hjá Klíníkinni?
„Helstu aðgerðir eru innplantar
[tannplantar], krónur og brýr. Einnig
beinuppbygging, rótfyllingar og stærri
aðgerðir. Meðalgreiðsla á hverja heim-
sókn er 380 þúsund krónur, en hafa
ber í huga að meðaltöl geta verið vill-
andi. Hingað koma til dæmis margir í
tannhreinsun og pússun en það kostar
Athafnahjónin Hjalti Garðarsson og Hrafnhildur Sigurðardótttir.
Íslenska Klíníkin færir út kvíarnar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hjónin Hjalti Garðarsson og
Hrafnhildur Sigurðardóttir
hafa byggt upp Íslensku
Klíníkina í Búdapest eftir að
þau keyptu hana af norsk-
um fjárfestum: Rekstur,
tæki, tól og lager.
Frá hægri: Dr. Rita Marton, Krisztina Gulyás og Nóra Trungel-Nagy.
Morgunblaðið/Baldur
Grímur Axelsson, umboðsmaður
fyrir Ísland hjá tannlæknastofunni
Kreativ Dental, var að læra alþjóða-
hagfræði í Búdapest þegar hann
heyrði skandinavíska læknanema
ræða um hversu góð þjónustan væri
á Kreativ Dental í Búdapest.
„Það gaf mér tilefni til að kanna
málið. Því ég hafði fylgst með um-
ræðunni á Íslandi og vissi að tann-
heilsa Íslendinga væri í molum og að
fólk veigraði sér við að fá þjónustu
vegna verðlags.
Stóð í fyrsta skipti til boða
Svo árið 2016 fór ég að bjóða þjón-
ustu Kreativ Dental á Íslandi. Það
kom mörgum Íslendingum spánskt
fyrir sjónir, enda í fyrsta skipti sem
slík þjónusta stóð til boða. Hins veg-
ar er það eðlilegur hluti af lífi fólks á
meginlandi Evrópu að sækja alla
mögulega þjónustu yfir landamæri,“
segir Grímur. Þetta spurðist út og
tveimur árum síðar voru fleiri tann-
læknastofur í Búdapest farnar að
bjóða Íslendingum þjónustu.
„Íslendingarnir sögðu að það væri
eins og að koma til framtíðarinnar í
tannlækningum að koma til Kreativ
Dental,“ segir Grímur og bendir á að
byggingin sé sérhönnuð fyrir tann-
lækningar. Þar sé jafnframt eitt full-
komnasta tannsmíðaverkstæði í
Evrópu. Þá sé stofan í fremstu röð í
allri tækniþróun og noti meðal ann-
ars fullkomið bitmælingarkerfi sem
sé við hvern stól.
Ábyrgðirnar með þeim bestu
„Það þýðir að hver einasta tönn er
hönnuð í tölvu. Allir sérfræðingar
eru hér innanhúss og hafa yfir 25 ára
reynslu í meiriháttar viðgerðum og
þekkja því vinnu hver annars út og
inn. Það sýnir sig í ábyrgðunum sem
eru þær bestu sem þekkjast. Það er
fimm til sex ára ábyrgð á svona krón-
um og ef eitthvað kemur upp á er
flugið til Búdapest greitt sem og hót-
el og hlutirnir lagaðir,“ segir Grímur
og bendir á að ágreiningur geti risið
um skiptingu kostnaðar, ef tann-
læknastofa og tannsmíðaverkstæði
eru ekki rekin af sama aðila.
„Hér er allt unnið innanhúss og
stofan hefur alla tíð verið í eigu sömu
fjölskyldunnar,“ segir Grímur og vís-
ar til Knott-fjölskyldunnar.
Grímur segir yfir 3.500 Íslendinga
hafa komið í aðgerðir frá árinu 2016.
Fyrir faraldurinn hafi komið 650-800
viðskiptavinir á mánuði, þar af 100-
150 að jafnaði frá Íslandi.
„Það er alltaf töluvert stór hluti
sem kemur vegna þess að hann þarf
á allsherjar uppbyggingu tanna að
halda. Nokkuð sem Kreativ Dental
hefur sérhæft sig í síðustu 25 ár.
Margir eru líka að koma til að fá einn
tannplanta og krónu og borga fyrir
það frá um 140 þúsund krónum eða
frá 970 evrum,“ segir Grímur sem
telur það borga sig fyrir Íslendinga
að fljúga út fyrir slíka aðgerð. Fyrir
utan sparnað taki tvær heimsóknir
og að jafnaði fimm daga að setja upp
tannplanta og krónu sem sé veruleg-
ur tímasparnaður.
Kostar 10-20 þúsund evrur
Spurður hvað dýrustu aðgerðirnar
kosta úti segir Grímur að stærri að-
gerðir geti kostað allt að 10-20 þús-
und evrur. Kostnaðurinn sé frá tvö-
falt til fjórfalt hærri á Íslandi og
sökum þess að allt sé gert hjá einum
aðila taki verkefnið fjórar vikur ytra.
Allir fái ítarlegar upplýsingar á ís-
lensku um meðferðina, séu þjónust-
aðir á staðnum á íslensku og þá séu
allir reikningar á íslensku og sam-
þykktir af Sjúkratryggingum Ís-
lands. Tveir tannsmíðanemar á loka-
ári við tannlæknadeild Háskóla
Íslands hafi tekið önn hjá Kreativ
Dental og það gefið svo góða raun að
til skoðunar sé að bjóða fleiri nemum
að taka hluta af námi sínu við tann-
læknadeildina hjá Kreativ Dental.
Samkeppni leiddi til auglýsinga
„Fyrstu tvö árin auglýstum við
ekki neitt en hefð var fyrir því á Ís-
landi að tannlæknar auglýstu ekki.
Það var ekki fyrr en aðrar stofur er-
lendis byrjuðu að auglýsa að við
ákváðum að gera það líka. Við erum
leiðandi og höfum kynnt nýjungar.
Verðskráin hefur ekki hækkað frá
2016. Helsta verkefni mitt sem um-
boðsmanns er að gera fólki grein fyr-
ir mun á þjónustunni, utanumhaldinu
og ábyrgðunum hjá Kreativ Dental.
Hátt í hundrað manns koma að
starfseminni. Hér er tannsmíða-
Hafa þjónustað þúsundir Íslendinga
Morgunblaðið/Baldur
Grímur Axelsson á skurðstofunni sem Kreativ hyggst taka í notkun.
Tannlæknastofan Kreativ
Dental í Búdapest hóf að
markaðssetja tannlækn-
ingar fyrir Íslendinga 2016.
Hún hefur síðan þjónustað
um 3.500 Íslendinga.
Þúsundir Íslendinga leita ti
- Síðan tannlæknastofan Kreativ Dental hóf að bjóða Íslendingum þjónustu í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, hafa þúsundir Íslendinga farið
- Ungverjar hafa orðið miklar tekjur af sölu tannlæknaþjónustu yfir landamæri í Evrópu - Tilkoma lággjaldaflugfélaga hefur styrkt sóknina á fjarlægar