Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 7VIÐTÖL
8.700 krónur. Stærsta aðgerðin okkar
kostaði á fjórðu milljón, en það var
allsherjaruppbygging á kjálkum eftir
slys. Viðkomandi fékk kjálkalínu og
tennur eftir ljósmynd frá því fyrir
slys,“ segir Hjalti. Stærri aðgerðir séu
50-70% ódýrari en á Íslandi.
Miða allt við Íslendinga
Hjalti segir aðspurður að Klíníkin
taki ásamt Kreativ Dental á móti flest-
um Íslendingum í Búdapest.
„Okkar meginmarkaður er Ísland
enda miðum við allt við Íslendinga. Við
erum með íslenska ráðgjafa og erum
að fara að fá íslenska tannlækna líka.
Við erum með réttindi til að vera með
fólk í verklega þættinum í sérfræði-
menntuninni og íslenskir tannlæknar
hafa haft samband við okkur sem eru
að fara í sérfræðinám og geta þá tekið
verklega þáttinn hjá okkur. Við erum
jafnframt í samningaviðræðum við
stofnun innan Evrópusambandsins um
tannviðgerðir hjá um 30 þúsund
starfsmönnum hennar.
Þá er persneskt samfélag í Evrópu,
fólk sem flúði til Evrópu eftir að
klerkastjórnin tók völdin í Íran árið
1979, og afkomendur þeirra, í við-
ræðum um að koma og vera hjá okkur
en það er vel menntað og efnað fólk.
Þau eru kristin og baháítrúar. Loks
höfum við samið við Origo Studios,
sem er stærsta kvikmyndaverið í Ung-
verjalandi, um að sjá um allar tann-
viðgerðir ef upp koma bráðatilfelli hjá
kvikmyndastjörnum. En eins og ég
sýndi þér áðan komum við fólkinu hér
óséðu inn,“ segir Hjalti en sjúklingum
er ekið á bílum með skyggðum rúðum í
bílakjallara.
Hefja markaðsstarf í Færeyjum
Þessu til viðbótar hefur Klíníkin
samið við Íslending sem hefur verið
búsettur í Þórshöfn í Færeyjum í ald-
arfjórðung um að vera umboðsmaður
og sjá um hópferðir frá Færeyjum.
„Árið í ár er aðeins hálft rekstrarár
af því að við opnuðum í júní og á næsta
ári áætlum við að vera með minnst
1.200 heimsóknir. Við erum nú með
50% nýtingu á stólunum og getum tek-
ið á móti 63 sjúklingum á viku án þess
að þjónustan skerðist nokkuð. Svo get-
um við stækkað stofuna með því að
taka yfir rými sem er nú notað undir
líkamsrækt hér á hæðinni,“ segir
Hjalti og upplýsir að stofan hafi velt
440 milljónum króna 2019.
Grammið kostar 100 þúsund
Fram undan er jafnframt að inn-
leiða ýmsar nýjungar, þar með talið að
vera ein fyrsta tannlæknastofan í
Evrópu sem tekur upp nýja aðferð við
beinígreiðslu, þegar kjálkabeinið hefur
eyðst og erfitt er að koma fyrir fyll-
ingum og tannplöntum. Grammið af
gervitannefni kostar 100 þúsund krón-
ur en lækka má kostnaðinn með því að
nota tannefni úr eldri tönnum sjúk-
lings eða með því að nota blóð úr hon-
um og blanda við efnið í bein-
ígræðslunni. Með því styttist heilunar-
tíminn töluvert.
Hjalti segir þau hjónin ætla að vera
út starfsævina í Íslensku Klíníkinni.
Hrafnhildur hefur starfað við fyrir-
tækjaráðgjöf og fjárfestingar í Noregi
og mun hún sinna þeim störfum frá
Ungverjalandi en þangað flytur hún á
næstunni frá Noregi.
Klíníkin er á 2. hæð á hótelinu, hægra megin.Gestir Klíníkurinnar hafa aðgang að sundlaugagarði.
verkstæði og um það bil 30 tann-
smiðir og sérfræðingar. Hér eru 14
tannlæknastólar, tveir kjálkaskurð-
læknar og sérfræðingar í tannrótum,
tannholdi, tannplöntum og í almenn-
um tannlækningum og krónum.
Tannsmíðaverkstæðið er viður-
kennt af Vita Zahnfabrik sem er
stærsti postulínsframleiðandi í
heimi. Vita er þýskt fyrirtæki og
yfirmenn á tannsmíðaverkstæðinu
okkar eru sýnikennarar fyrir fyrir-
tækið,“ segir Grímur. Tannsmiðirnir
geti hitt gesti stofunnar, skoðað and-
litsfallið og skilað vönduðu verki sem
aftur skýri lengri og víðtækari
ábyrgðir en aðrar stofur bjóði.
Gátu opnað til Austurríkis
Faraldurinn setti strik í reikning-
inn hjá Kreativ Dental og að sögn
Gríms gat stofan verið með opið eftir
að landamærin við Austurríki voru
opnuð en með miklum og dýrum
varúðarráðstöfunum.
Kreativ Dental er með tvær bygg-
ingar undir tannlæknastofur og
tannsmíðaverkstæði og sú þriðja er
búin almennri hátækniskurðstofu en
bíður þess að verða tekin í notkun.
Biðin skýrist af faraldrinum en
Grímur segir hana eina þá fullkomn-
ustu í Evrópu og til dæmis jafn vel
búna og skurðstofuna á háskóla-
sjúkrahúsinu í Leuven í Belgíu. Þar
verður, að sögn Gríms, boðið upp á
stærri kjálkaaðgerðir og almennar
skurðlækningar.
Bjóða almennar aðgerðir
Innan skamms verði Íslendingum
m.a. boðið upp á liðskiptaaðgerðir
sem sé spennandi nýjung. Hversu
fljótt ráðist af framgangi faraldurs-
ins. Þá verði boðið upp á háls-, nef-
og eyrnaaðgerðir, og almennar eins
dags skurðaðgerðir, en upplýsingar
um aðgerðirnar verði birtar á heima-
síðu Kreativ Dental.
„Við ætlum að bjóða fólki sem þarf
að fara í aðgerðir að fá þjónustu
fljótt og vel og í hæsta gæðaflokki,“
segir Grímur.
Velta stofunnar er trúnaðarmál.
Hún er með umboðsmenn víða um
heim. Þar með talið í Þýskalandi,
Bandaríkjunum og Rússlandi.
„Kreativ Dental er með samninga
við mörg stærstu tryggingafélög í
Þýskalandi sem senda viðskiptavini
sína hingað. Þýsk tryggingafélög
myndu ekki senda þá hingað nema
allt væri í topplagi. Svo hefur stofan
verið með ISO 9001-vottun síðustu
10-15 ár, en það er alþjóðleg gæða-
vottun. Tannlæknastofan hefur verið
í hópi fremstu tannlæknastofa heims
um árabil,“ segir Grímur.
KD er með tannsmíðaverkstæði.Aðgerð undirbúin á stofunni.
Krónur eru festar á tannplanta.
Loránd Horváth tekur á móti blaða-
manni og leiðir inn í friðað hús, sem
er byggt í Art Deco-stíl, og upp á aðra
hæð. Við göngum svo um stofuna sem
er með ellefu aðgerðaherbergi og bú-
in fullkomnasta tækjabúnaði, að sögn
Horváths, sem upplýsir að árlega
þjónusti fyrirtækið um þrjú þúsund
erlenda viðskiptavini, þar af um 500
frá Íslandi. Til samanburðar þjónusti
Madenta tíu til tólf þúsund heima-
menn á ári.
Madenta hóf markaðssetningu á Ís-
landi árið 2018 en þaðan koma margir
viðskiptavinir frá Danmörku, Noregi,
Þýskalandi og Sviss.
Fá upplýsingar á Íslandi
„Við komuna til Búdapest fá ís-
lensku gestirnir upplýsingar um með-
ferðina á íslensku en áhersla er lögð á
að viðskiptavinir upplifi meira að þeir
séu í tannheilsufríi en séu eingöngu
mættir til tannlæknis,“ segir Erika
Orosz, aðstoðarframkvæmdastjóri
Madenta sem stýrir stefnumótun og
er ábyrg fyrir upplifun viðskiptavina.
„Við erum samanlagt með 30 tann-
læknastóla á fjórum stofum okkar hér
í Búdapest og erum því stærsta tann-
læknafyrirtækið í borginni. Nærri
sextíu tannlæknar starfa hjá okkur á
morgunvakt og síðdegisvakt,“ segir
Horváth um umsvifin en stofan hefur
um 220 starfsmenn.
Eigendurnir sameinuðu nokkrar
stofur undir hatti Madenta til að bæta
þjónustuferla og efla markaðs-
setningu á erlendum mörkuðum.
Frumherjar í útflutningi
Horváth er alþjóðlegur fjárfestir
og hefur reynslu af uppbyggingu
fyrirtækja víða í Evrópu. Því leikur
blaðamanni forvitni á að vita hvernig
hann skilgreini markaðinn ytra.
Hann segir tannlæknaþjónustu í
Ungverjalandi skiptast í þjónustu
fyrir heimamenn og svo þjónustu til
handa erlendum viðskiptavinum.
Ungverjar hafi verið frumherjar í
að selja erlendum viðskiptavinum
tannlækningar en sterk hefð sé fyrir
öflugu læknanámi í Ungverjalandi.
„Viðskipti með tannlækningar eru í
vexti í Evrópu og er ein ástæðan að
fólk er að eldast og vill njóta meiri
lífsgæða á efri árum,“ segir Horváth.
Áætlað sé að fyrir kórónuveiru-
faraldurinn hafi um 200 þúsund
manns árlega keypt tann-
læknaþjónustu yfir landa-
Markaðurinn
í örum vexti
Morgunblaðið/Baldur
Erika Orosz og Loránd Horváth, fulltrúar Madenta-stofunnar.
Þjónustuborðið hjá Madenta við Madách Imre-torgið í Búdapest.
Við Madách Imre-torgið í
miðborg Búdapest er ein
af fjórum tannlæknastofum
Madenta í borginni.
8
ta til tannlækna í Búdapest
Íslendinga farið á þá stofu og þrjár aðrar sem ViðskiptaMogginn sótti heim í síðari hluta októbermánaðar - Aðgerðirnar sagðar mun ódýrari en á Íslandi
á fjarlægari markaði, þ.m.t. á Íslandi, en Norðurlönd eru mikilvægt markaðssvæði stofanna - Íslendingar í öðrum löndum leita líka þangað