Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.2021, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 9SJÓNARHÓLL F lestir hafa ekki farið varhluta af nýlegum fréttum um netárásir hérlendis, en þeim hefur fjölgað mjög að undanförnu. Raunar er það svo að fæstar net- árásir rata í fréttir og mörg fyrirtæki bera harm sinn í hljóði. Netárásir eru mun algengari og ófyrirsjáanlegri en áður þekktist og geta valdið umfangsmiklu fjárhagstjóni auk þess sem einstaklingar eiga á hættu að persónu- upplýsingar þeirra rati í rangar hendur. Því er ekki úr vegi að reifa hvenær stjórnarmenn fyrirtækja geta bakað sér bótaábyrgð þegar félög verða fyrir netárásum. Stjórnarmönnum og framkvæmdastjórum er sam- kvæmt hlutafélagalöggjöf skylt að bæta hlutafélagi það tjón er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi. Sama gildir þegar hluthafi eða aðrir, t.d. kröfuhafar, verða fyrir tjóni vegna brota á ákvæðum laga eða sam- þykktum félags. Þegar sök ein- stakra stjórnarmanna er metin í slíkum tilvikum er jafnan mið- að við vitneskju á þeim tíma sem ákvörðun var tekin, ráð- stöfun átti sér stað eða látið var hjá líða að grípa til aðgerða ef tjón má rekja til athafnaleysis. Dómstólar hérlendis hafa farið varlega í að endurmeta svonefndar viðskiptalegar ákvarðanir félaga. Hafi stjórn- armaður tekið ákvörðun í góðri trú, með hagsmuni félags- ins að leiðarljósi, þá getur slík ákvörðun almennt ekki leitt til bótaábyrgðar, jafnvel þótt ákvörðunin reynist síðar hafa verið slæm og leitt til tjóns fyrir félagið. Þessu kann þó að vera öðruvísi farið þegar ákvarðanir stjórnarmanna brjóta bersýnilega gegn lögum eða samþykktum félags, svo sem hvað hagsmuni félagsins áhrærir. Netárásir geta verið margvíslegar en einna skæðustu tegundirnar eru svokallaðar gagnagíslatökur (e. ran- somware). Gagnagíslatöku má lýsa sem svo að brotist er inn í tölvukerfi þar sem komist er yfir gögn sem eru í framhaldi dulkóðuð fyrir tilstilli svonefndrar óværu. Oft nýta hakkararnir sér þekkta veikleika í kerfum en einnig er algengt að höfðað sé til einstaklinga með því að senda sýkt skjöl eða hlekki í tölvubréfi. Vilji sá sem fyrir barðinu verður á slíkri háttsemi nálgast gögn sín á nýjan leik þarf viðkomandi að greiða lausnargjald til hinna óprúttnu aðila. Oftar en ekki skal greiða slíkt lausnargjald með rafmynt á borð við bitcoin, þar sem erfitt getur verið að rekja slíkar greiðslur. Mörg þekkt dæmi eru um að fyrirtæki greiði há lausnargjöld, en eigendur olíuleiðslunnar Colonial Pipel- ine greiddu t.d. rúmlega hálfan milljarð króna til að losna úr klóm hakkara og endurheimta gögn. Þá eru vísbend- ingar um að tæknifyrirtækið Garmin hafi greitt um 1,3 milljarða króna vegna gagnagíslatöku á síðasta ári. Hins vegar skal gjalda varhug við að greiða lausnargjald enda hefur reynslan sýnt að engin trygging er fyrir endurheimt gagna sé greiðsla innt af hendi auk þess sem oft er slík ráðstöfun einungis byrjunin á frekari fjárkúgunum. Eftir því sem netárásir verða sérhæfðari og rafrænum ógnum fjölgar er mikilvægt að fyrirtæki séu vel í stakk búin til að takast á við árásir af þessu tagi, og séu með öflugt netöryggi og raunhæfar viðbragðsáætlanir. Al- gengt er orðið að stjórnir fyrirtækja leiti ráðgjafar og formlegra úttekta öryggisfyrirtækja og setji á fót net- öryggisstefnu sem ætlað er að verja gögn fyrir innri og ytri ógnum og stuðla að upplýsingaöryggi. Huga þarf að atriðum á borð við lagskipt- ingu kerfa, aðgangsstýringu og þjálf- un starfsfólks. Þá hefur færst í aukana að hinir óprúttnu aðilar eyðileggi afrit gagnanna áður en þau eru dulkóðuð, svo nær ómögulegt getur verið fyrir viðkomandi að nálg- ast gögnin sín aftur án þess að greiða lausnargjaldið. Því er afar mikilvægt að örugg afritun gagna sé til staðar og að afrit séu aðskilin frá framleiðslukerfum, til að tryggja að þau glatist ekki, en slíkt getur reynst dýrkeypt. Störf stjórnenda og viðeigandi ábyrgð þeirra verður hverju sinni að taka tillit til þess síbreytilega umhverfis sem félög starfa í. Í núverandi viðskiptaumhverfi, þar sem öryggisógnum fer fjölgandi, verður að telja eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja geri markvissar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem félagið hefur undir höndum, þ.m.t. að félagið starfi í samræmi við lög og regl- ur. Hafi engar slíkar ráðstafanir verið gerðar af hálfu stjórnar má leiða að því líkur að stjórnarmenn geti eftir atvikum borið ábyrgð á tjóni af völdum netárása. Er slíkt auk þess í samræmi við úrlausnir erlendra dómstóla sem fjallað hafa um sambærileg sakarefni. LÖGFRÆÐI Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu Gagnagíslataka og ábyrgð stjórnenda ” Störf stjórnenda og við- eigandi ábyrgð þeirra verða hverju sinni að taka tillit til þess sí- breytilega umhverfis sem félög starfa í. vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Höfuðborg Champagne-héraðs í Frakklandi er Reims. Í hjarta henn- ar stendur gríðarmikil dómkirkja, Notre-Dame de Reims sem stund- um er sögð smættuð útgáfa af nöfnu sinni í París. Sú lýsing er þó villandi enda mannvirkið annað en smátt eða lítilmótlegt. Núverandi bygging var í bygg- ingu frá 13. öld og fram á þá 15. Er hún hönnuð í hágotneskum stíl og á grunni eldri kirkja, þeirrar síðustu sem eyddist í miklum bruna árið 1210. Ótrúlegt en satt virtust bylting- armennirnir á 18. öld vilja hlífa byggingunni og það var ekki fyrr en í hildarleik fyrri heimsstyrjaldar sem gríðarlegar skemmdir urðu á henni. Hún hafði hins vegar djúp- stæða merkingu í huga Frakka og var hún endurreist með miklum erf- iðismunum um miðja síðustu öld. Konungar krýndir Byggingin og fyrirrennarar henn- ar hafa sérstaka þýðingu í franskri sögu enda hafa flestir konungar Frakklands verið krýndir þar. Sú hefð tengist þeirri staðreynd að heilagur Remigíus skírði Klóvís Frankakonung þar, sennilega árið 496 e.Kr. Klóvís er þakkað það stór- virki að hafa sameinað alla þjóð- flokka Franka undir einni stjórn. Í hinni miklu dómkirkju eru fjölmarg- ir steindir gluggar og margir þeirra stórkostlegir. Má þar m.a. nefna ótrúleg lista- verk Marc Chagall sem sett voru upp í einni af hliðarkapellum kirkj- unnar árið 1974.Um miðja síðustu öld tóku kampavínshúsin og rækt- endurnir í Champagne sig saman, ásamt kampavínsbirgjum víða um heiminn og fjármögnuðu gerð gluggasetningar í suðurhluta kirkj- unnar þar sem helsta verkþekking héraðsins er hyllt og tignuð, vín- gerðin sem er samtvinnuð allri menningu og trú þeirra sem svæðið byggja. Voru listamennirnir Jacques Sim- on og dóttir hans Brigitte Simon- Marcq til þess að færa þessar óskir í form steindra glugga. Sótti hann efnivið frásagnarinnar til víngerð- arinnar sem slíkrar, rækt- unarstarfsins, uppskerutíðar, vín- gerðar og starfs kjallarameistaranna. Tengir hann það allt saman við gróður jarðar, sem er frumforsenda allrar víngerð- ar, sögur Biblíunnar og frelsarann sjálfan. Brúðkaupið í Kana er við- fangsefni hans, síðasta kvöld- máltíðin og sögulegum persónum Biblíunnar, t.d. Jóhannesi skírara, verndardýrlingi kjallarameist- aranna, bregður fyrir. Það sama má segja um Dom Pérignon, munkinn fræga sem sagður er hafa mótað þær gæðakröfur sem enn móta vín- gerðina í Champagne. Dómkirkjan er á heimsminjaskrá UNESCO og hefur verið frá árinu 1991. Hún er merkur sögustaður sem vert er að sækja heim. Gluggar þessir draga ekki úr ástæðu til þess að koma þar við. ses@mbl.is HIÐ LJÚFA LÍF Gluggarnir eru engin smásmíði, um 10 metrar á hæð, hver um sig. Mögnuð kirkja þar sem vínið er allt um lykjandi Víngerðarmenn að störfum við pressun ávaxtarins á uppskerutíð. Dómkirkjan er engin smásmíði og turnarnir teygja sig 81 m til himins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.