Morgunblaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
24.995.- / St. 41-47
Vnr.: SOR-1760181-257
29.995.- / St. 41-45
Vnr.: SOR-1915541-256
SOREL VETRARSKÓR
Vatnsheldir leðurskór með stömum sóla
29.995.- / St. 41-46
Vnr.: SOR-1977751-244
29.995.- / St. 41-46
Vnr.: SOR-1924331-281
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tónlistarfólk krefst þess að stjórn-
völd grípi tafarlaust inn í þá niður-
sveiflu sem tónlistariðnaðurinn hafi
þurft að ganga í gegnum vegna kór-
ónuveirufaraldursins. Farið er fram
á aukin fjárframlög í stað niður-
skurðar. Þetta kemur fram í umsögn
Samráðshóps íslensks tónlistariðn-
aðar við fjárlagafrumvarp næsta árs.
Í umsögninni segir að íslensk tón-
list beri mjög skarðan hlut frá borði
miðað við aðrar listgreinar í frum-
varpinu. „Tekjutap tónhöfunda og
flytjenda vegna hruns í tónleikahaldi
er gífurlega þungt högg fyrir alla þá
sem byggja afkomu sína á slíkri
starfsemi. Aðrir sem koma að tón-
leikahaldi hafa einnig orðið fyrir
sambærilegum tekjumissi,“ segir
þar meðal annars og rakið er að um
80% hrun hafi orðið í tekjum af tón-
leikahaldi árið 2020. Útlit sé fyrir að
tekjur af tónleikahaldi verði enn
minni í ár en í fyrra. Ástæðan er að í
fyrra hafi tónleikahald verið með
eðlilegum hætti fyrstu tvo mánuði
ársins og yfir hásumarið. Sú hafi
ekki verið raunin í ár.
„Staðan nú er sú að möguleikar til
tónleikahalds eru enn alvarlega
skertir auk þess sem vilji almenn-
ings til að sækja stærri viðburði er
ekki hinn sami og áður. Því veldur
ekki síst að krafa um hraðpróf virðist
því miður fæla fjölmarga frá því að
sækja tónleika,“ segir í umsögninni.
Undir þetta tekur Eiður Arnarsson,
tónlistarmaður og hópverji í sam-
ráðshópnum. „Stærra tónleikahald
fram til jóla virðist ætla að ganga
þokkalega en það byggist allt á miða-
sölu áður en reglur um hraðpróf voru
settar. Eftir það hefur lítið selst.
Reglurnar hafa hins vegar mikil
áhrif á smærri tónleika og á viðburði
utan höfuðborgarsvæðisins.“
Í umsögn samráðshópsins er þess
krafist að framlög til tónlistarsjóðs,
hljóðritasjóðs og útflutningssjóðs
verði hækkuð verulega til að við-
spyrnu verði náð í geiranum, en ekki
lækkuð eins og til standi, að beinn
fjárhagslegur stuðningur þurfi að
koma til tónleikageirans að nor-
rænni fyrirmynd og tryggja þurfi
nauðsynlegt fjármagn til undirbún-
ings stofnunar tónlistarmiðstöðvar.
Þá þurfi að fjölga starfslaunaþegum
í tónlistargeiranum og hækka starfs-
launin auk þess sem hækka ætti end-
urgreiðsluhlutfall fyrir hljóðritun á
Íslandi í 35% eins og stefnt sé að í
kvikmyndageiranum.
Krefjast hækkunar í stað lækkunar
- Tónlistarfólk ósátt við fjárlagafrumvarpið og vill hærri framlög til að bregðast við áhrifum kórónu-
veirunnar - Minni tekjur af tónleikahaldi í ár en í fyrra - Hraðprófin fæla fólk frá því að sækja viðburði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tónleikar Mikið var um dýrðir þegar GDRN tróð upp með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Eldborgarsal Hörpu í lok sumars eftir langa bið vegna Covid.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bókanir í ferðir á vegum Ferða-
félags Íslands í ár hafa farið vel af
stað, en ferðaáætlun ársins var
kynnt fyrir viku. Á aðeins hálftíma
seldist upp í söguferð, þar sem með-
al annars verður fjallað um hörm-
ungar í Húnaþingi, og fyrstu dag-
ana bókuðu um 600 manns sig í
ferðir á vegum FÍ.
Páll Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Ferðafélags Íslands, segir að í
ár sé ferðaáætlunin í fyrsta skipti
birt eingöngu og að öllu leyti með
rafrænum hætti. Flestar eru ferð-
irnar með hefðbundnum hætti, en
einnig er boðið upp á nokkrar nýj-
ungar í ár. Laugavegurinn, Frið-
landið að Fjallabaki og Þórsmörk
eiga sinn sess hjá Ferðafélaginu.
Einnig Hornstrandir, en í sumar er
boðið upp á tólf sumarleyfisferðir
þangað, og þegar er vel bókað í
gönguferðir á Öræfajökul næsta
vor.
Margir „safna“ fjöllum
Sautján fjallaverkefni verða í
boði, en þá skuldbindur fólk sig til
þátttöku í lengri tíma og „safnar“
fjöllum á nokkrum mánuðum. Sömu
sögu er að segja um hreyfiverkefni
sem m.a. tengjast hlaupum og jóga.
Þá má nefna að Ferðafélag
barnanna er á sínum stað, en það
hefur notið vinsælda.
Sú ferð sem seldist upp á aðeins
30 mínútum er söguferð undir far-
arstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur,
varaforseta FÍ og formanns ferða-
nefndar félagsins, en hún hefur
stýrt söguferðum í um áratug.
Ferðin nefnist: Yfirvald, ógæfufólk
og yfirsetukona.
Í lýsingu á ferðinni segir meðal
annars: „Í þessari sögugöngu fetum
við í fótspor þeirra sem koma við
sögu í hörmungum sem áttu sér
stað í Húnavatnssýslu á fyrri hluta
19. aldar þegar Natan Ketilsson og
Pétur Jónsson voru myrtir og bær-
inn á Illugastöðum brenndur í kjöl-
farið. Þetta leiddi til síðustu aftöku
á Íslandi.“ Fjöldi þátttakenda var
takmarkaður við 34.
Nýting umfram áætlanir
Páll segir að nýting í skálum
Ferðafélagsins hafi verið betri í ár
en gert hafi verið ráð fyrir í áætl-
unum og meiri umferð verið á fjöll-
um. Yfir háannatímann hafi nýt-
ingin í skálunum farið í 70-80% og
sumir skálanna verið fullbókaðir
þegar umferð var mest. Útlend-
ingar hafi verið um 70% af þeim
sem gistu í skálunum.
Þetta er talsvert meira en var
2020, en stendur metárinu 2016
nokkuð að baki.
Margir vildu fræðast um
hörmungar í Húnaþingi
- Rafræn áætlun Ferðafélagsins - Bókanir fara vel af stað
Ljósmynd/FÍ
Þórsmörk Skagfjörðsskáli í Langadal er meðal fastra viðkomustaða.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ekki hefur verið kveikt á nýjum
bjórkæli í Vínbúð ÁTVR á Eiðistorgi
á Seltjarnarnesi síðan búðin var
opnuð eftir gagngerar endurbætur
um miðjan september. Íbúar á Eið-
istorgi kvörtuðu yfir hávaða sem
bærist frá kælibúnaði og í ljós kom
að ekki var leyfi fyrir hendi til að
kæla bjór í búðinni.
„Við töldum að húseigendur hefðu
gengið frá fullnægjandi leyfum fyrir
ÁTVR enda lá það fyrir gagnvart
húseigendum að það ætti að setja
upp kæli þegar Vínbúðin var stækk-
uð og endurbætt,“ segir Sigrún Ósk
Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri
ÁTVR. Hún segir að eftir að kvartað
var yfir kælinum hafi komið í ljós að
ekki var rétt gengið frá leyfisveit-
ingu.
„Málið er í vinnslu hjá húseiganda
og byggingarfulltrúa og við vonum
að innan skamms finnist viðeigandi
lausn og við getum sett kælinn í
gang,“ segir Sigrún Ósk.
Tilkoma bjórkælisins var hluti af
miklum endurbótum á Vínbúðinni á
Eiðistorgi í sumar. Búðin var stækk-
uð um hundrað fermetra og er nú
um 400 fermetrar. Kostnaður við
endurbæturnar nam 53 milljónum
króna að sögn Sigrúnar. Þar af var
kostaður við bjórkælinn 6,1 milljón.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Biðstaða Seltirningar þurfa að sætta sig við ylvolgan bjór úr Vínbúðinni
enn um sinn eftir að nágranni kvartaði undan hávaða frá nýja kælinum.
Kælirinn óvirkur eftir
kvörtun frá nágrönnum
- Kostaði sex milljónir króna í haust