Morgunblaðið - 10.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
Óðinn Viðskiptablaðsins gerir
umfjöllun Rúv. um sjónarmið
Stefáns Ólafssonar um stuðning við
barnafjölskyldur að umjöllunarefni
þessa vikuna. Óðinn rifjar upp að
Rúv. hafi slegið því
upp „á mánudag að
barnafjölskyldur á Ís-
landi hljóti minni fjár-
hagslegan stuðning en
í flestum vestrænum
hagsældarríkjum og
vitnaði í Stefán Ólafs-
son, sérfræðing í
vinnumarkaðs- og lífs-
kjararannsóknum hjá stéttarfélag-
inu Eflingu.“
- - -
Óðinn nefnir að Stefán vitni
þessu til stuðnings í tölur frá
Efnahags- og framfarastofnuninni
(OECD), en Óðinn rýnir einnig í töl-
urnar og segir: „Þegar litið er til
alls þess fjárstuðnings sem barna-
fjölskyldur í löndum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar fá, hvort
sem það er í formi barnabóta, nið-
urgreiðslu á leikskólagjöldum og
menntun, gjaldfrírri læknisþjón-
ustu eða hvaða annarri þjónustu við
börn, sést að Ísland er mjög fram-
arlega meðal OECD-þjóðanna.
- - -
Ísland ver um 3,3% af vergri
landsframleiðslu í stuðning við
fjölskyldur og er í 3.-4. sæti ásamt
Lúxemborg. Aðeins Svíþjóð og
Danmörk verja stærri hluta lands-
framleiðslunnar eða 3,4%. Mun-
urinn er aðeins 0,1%. Þessar tölur
eru frá árinu 2017 en stofnunin hef-
ur ekki birt nýrri tölur.
- - -
Fullyrðing Stefáns Ólafssonar
um að framfærslubyrði barna-
fólks sé að öðru jöfnu meiri á Ís-
landi er því einfaldlega röng.“
- - -
Og Óðinn nefnir einnig að Rúv.
leiti ekki annarra sjónarmiða
um þetta en láti hina röngu frétt
standa.
Barnastuðningur
óvíða meiri en hér
STAKSTEINAR
Bráðabirgðatölur veiddra laxa á
stöng í sumar sem leið sýna að um
36.300 laxar veiddust. Það er um
19,5% fækkun milli ára og um 12,5%
undir meðalveiði síðustu áratuga.
Síðustu sex ár hefur veiði villtra laxa
verið undir langtímameðaltali
áranna frá 1974 en minnst var veiðin
2019 þegar veiddust 29.218 laxar.
Þegar litið er til veiðinnar á ein-
stökum landsvæðum í sumar sýna
tölur Hafrannsóknastofnunar að frá
sumrinu 2020 jókst veiði á Vestur-
landi, Reykjanesi, Vestfjörðum og
Norðurlandi vestra en dróst saman
á Norðurlandi eystra, Austfjörðum
og á Suðurlandi.
Þegar veiði í hafbeitarám eins og
Rangánum er ekki talin með og
áætlaður fjöldi laxa sem er endur-
veiddur (veitt og sleppt) dreginn frá
er heildarstangveiði villtra laxa um
23.500 laxar, sem er fimmta minnsta
stangveiði villtra laxa síðan farið var
að skrá veiði í rafrænan gagna-
grunn.
Í ám sem byggja á sleppingu
gönguseiða, hafbeitarám, veiddust
um 7.500 laxar, sem er um helm-
ingur þess sem veiddist árið 2020.
Aldrei hafa veiðst fleiri hnúðlaxar
í ám landsins en í sumar sem leið.
Endanlegar tölur liggja ekki fyrir en
þeir veiddust í öllum landshlutum.
Laxveiði dróst saman um nær 20%
- Fimmta lakasta laxveiðisumarið
sé horft bara til náttúrulegra stofna
Morgunblaðið/Einar Falur
Eftirsóttur Vænn hængur kominn
að landi eftir glímu við veiðimann.
Félagsdómur hefur kveðið upp þann
dóm að Costco við Kauptún í Garða-
bæ sé skylt að greiða starfsmönnum
fyrir ferðir til og frá vinnu á þeim
tíma sem strætisvagnar ganga ekki,
án tillits til þess hvernig starfsmenn
haga ferðum til og frá vinnu á öðr-
um tíma, enda sjái fyrirtækið starfs-
mönnum ekki fyrir ferðum.
Í sama máli kemst Félagsdómur
einnig að þeirri niðurstöðu að ef
starfsmenn Costco nota eigin bifreið
til að komast til eða frá vinnu í
versluninni á þeim tíma sem
strætisvagnar ganga ekki skuli
fyrirtækið greiða þeim aksturs-
kostnað ef það sér starfsmönnum
ekki fyrir ferðum.
Deilt um akstursgreiðslur
Dómur félagsdóms var kveðinn
upp 30. nóvember í máli sem ASÍ
höfðaði fyrir dóminum fyrir hönd
VR gegn Costco. Fram kemur að
ágreiningur hafi verið á mili VR og
Costco um greiðslur til starfsmanna
vegna ferða til og frá vinnu þegar
strætisvagnar ganga ekki og krafði
félagið Costco í nóvember 2018 um
akstursgreiðslur til starfsmanns
sem vann í bakaríi Costco og hóf oft-
ast störf klukkan fjögur á nóttunni.
Jafnframt krafðist VR þess að fyrir-
tækið greiddi öðrum starfsmönnum
vangoldnar akstursgreiðslur.
Þessu hafnaði Costco og kom deil-
an þá til kasta félagsdóms. ASÍ vís-
aði til greinar 3.4 í kjarasamningi
VR og SA um kostnað vegna ferða
til og frá vinnustað og krafðist þess
að greiðsluskylda fyrirtækisins yrði
viðurkennd í Félagsdómi. Fyrir-
tækið hélt því m.a. fram að ákvæðið
ætti ekki við þegar starfsmaður
mætti til vinnu á eigin bifreið utan
aksturstíma strætisvagna og yrði
ekki fyrir neinum viðbótarkostnaði.
Afdráttarlaust ákvæði
Í niðurstöðu félagsdóms segir að
ákvæði kjarasamningsins sé afdrátt-
arlaust og ekki sé gerður greinar-
munur á því með hvaða hætti starfs-
menn ferðast almennt til og frá
vinnu. Því síður sé greiðsluskylda
skilyrt við að starfsmaðurinn hafi í
reynd borið kostnað, svo sem vegna
ferðar með leigubifreið.
Féllst dómurinn því á báðar dóm-
kröfur ASÍ í málinu og var stefnda
gert að greiða stefnanda 600 þúsund
kr. í málskostnað. omfr@mbl.is
Greiði fyrir ferðir ef
Strætó gengur ekki
- Félagsdómur féllst á kröfur ASÍ gegn
Costco um kostnað við ferðir til og frá vinnu
SPORTÍS
DÚNALOGN
SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/