Morgunblaðið - 10.12.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Lengri þjónustutími en áður hefur
tíðkast á almenningsbókasöfnum á
Íslandi verður í safninu í Úlfarsárdal
í Reykavík sem
opnað verður á
morgun, laugar-
dag. Í hverfis-
miðstöðinni sem
Reykjavíkurborg
reisir í dalnum og
nú er verið að
taka í notkun er
inngangur í sund-
laug og safn á
sama stað. Því
getur fólk nálgast
bækur og annan safnkost á af-
greiðslutíma laugarinnar, frá 6.30 til
22 á kvöldin. Alls starfa í bókasafn-
inu átta manns sem verða þar á
þjónustutíma milli kl. 10 og 18. Í
annan tíma er sjálfsafgreiðsla í út-
lánum, en starfsfólk laugar til halds
og hjálpar ef þarf.
Miðstöð samfélags
„Bókasöfn nútímans eru öðrum
þræði menningarhús og sú stefna
sem Borgarbókasafnið starfar eftir í
dag ber yfirskriftina Opið rými allra.
Í því felst að hingað getur fólkið
komið á sínum eigin forsendum; til
sækja sér fróðleik eða afþreyingu, til
að vinna eða læra, hitta vini og svo
framvegis,“ segir Unnar Geir Unn-
arsson, forstöðumaður í Úlfarsárdal,
þar sem er 7. menningarhús Borgar-
bókasafnsins.
„Hér er verið að skapa vettvang
til samvinnu margra, það er leik- og
grunnskóla, félagsmiðstöðvar, sund-
laugar, bókasafns og íþróttafélags-
ins Fram. Í þessu felst meðal annars
að hér í safninu verður lögð áhersla
á heilsu, umhverfi og samfélag, bæði
í safnkosti og viðburðahaldi. Bækur
verða ekki aðalatriðið, heldur að
þetta sé miðstöð samfélags með
starfi í sífelldri þróun.“
Vellíðunartilfinning
Í safninu í Úlfarsárdal er fullbúið
upptökuhljóðver, þar sem fólk fær
aðstöðu til að spila inn tónlist og
söng eða stjórna upptökum. Að al-
menningur eigi svo auðvelt aðgengi
að hljóðveri er nýmæli. Jafnhliða
verður boðið upp á námskeið í tón-
smíðum, söng og fleiru, rétt eins og
fæst í krafti árskorts í bókasafnið.
Umsjónarmaður hljóðversins starf-
ar í bókasafninu, annar sér um tölvu-
ver, einn um skólabókasafn Dalskóla
og svo framvegis.
Ef til vill truflar fólk við fyrstu
hugsun að sundlaug og bókasafn séu
á sama stað. Blautar bækur koma
upp í huga. „Fyrirkomulagið er samt
úthugsað,“ segir Unnar Geir. „Að
vera á sama stað og sundlaugin var
ósk safnafólks við hönnun, enda lít-
um við svo á að þessar tvær stofanir
eigi sitthvað sameiginlegt. Sund er
vinsæl almenningsíþrótt Íslendinga,
sem eru líka bókaþjóð. Það má líka
ímynda sér að þegar fólk kemur úr
sundi með vellíðunartilfinningu í lík-
ama eftir að hafa legið í pottinum sé
fínt að koma við á bókasafninu; líta í
bók eða spjalla við fólkið sem þú
hittir í pottinum. Þetta getur varla
klikkað.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Úlfarsárdalur Öllu er haganlega fyrir komið í anddyri hverfismiðstöðvarinnar, sem opnuð verður á morgun.
Bókasafn og sundlaug
- Hverfismiðstöð í Úlfarsárdal opnuð á morgun - Opið
rými fyrir alla - Hljóðver í bókasafni - Heilsa og umhverfi
Lífsgæði Úr skólabókasafninu er horft yfir sundlaugina. Ósk safnafólks var
að vera á sama stað í byggingunni og laugin, enda sitthvað sameiginlegt.Unnar Geir
Unnarsson
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Allt stefnir nú í oddvitaslag hjá
sjálfstæðismönnum í Reykjavík eft-
ir að Hildur Björnsdóttir borgar-
fulltrúi greindi frá því að hún myndi
sækjast eftir 1. sæti flokks síns í
kosningunum, sem fram fara í maí
komandi.
Áður hafði Eyþór Arnalds, odd-
viti, sagst gera ráð fyrir því að leiða
listann að óbreyttu.
Enn liggur þó ekki fyrir með
hvaða hætti listinn verður valinn.
Síðast fór fram sérstakt oddvita-
prófkjör, sem Eyþór sigraði með
miklum yfirburðum, en listinn að
öðru leyti valinn af uppstillingar-
nefnd við mismikinn fögnuð.
Flestir hafa þó gert ráð fyrir
hefðbundnu opnu prófkjöri og fyrir
sitt leyti hefur stjórn Varðar – full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík samþykkt að gera tillögu
um að flokkurinn haldi hefðbundið
prófkjör í borginni.
Kvisast hefur út að þar horfi
menn einkum til laugardagsins 26.
febrúar, en Jón Karl Ólafsson, for-
maður Varðar, verst allra frétta um
það.
„Stjórnin hefur samþykkt að gera
tillögu, en hún verður kynnt og bor-
in upp á fundi fulltrúaráðsins.“
Ekki er ljóst hvenær boðað verð-
ur til hans, en stjórnin mun hittast
til þess að ræða það í þessari viku,
svo ekki er ólíklegt að fundurinn
verði boðaður í næstu viku.
Að sögn Jóns Karls þarf prófkjör
og endanleg uppstilling að eiga sér
eðlilegan aðdraganda, kosningar
verði í maí og páskar í apríl, svo þá
komi helst fyrstu tveir mánuðirnir
til greina til prófkjörs. Endanleg
ákvörðun um það sé þó vitanlega í
höndum fulltrúaráðsins.
Síðast var haldið almennt próf-
kjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
fyrir borgarstjórnarkosningarnar
2014, en það fór fram í nóvember
2013. Þátttaka þá var fremur dræm,
en 5.075 greiddu atkvæði. Í próf-
kjöri flokksins í sumar fyrir þing-
kosningarnar greiddu 7.493 at-
kvæði.
Prófkjör í Reykjavík
ráðgert í lok febrúar
- Oddvitaslagur hjá sjálfstæðismönnum
Eyþór
Arnalds
Hildur
Björnsdóttir
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjar-
fulltrúi í Mosfellsbæ, leitar eftir því
að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í
komandi bæjar-
stjórnarkosn-
ingum í maí á
næsta ári og til-
kynnti í gær að
hún byði sig fram
í 1. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðis-
manna í bænum,
sem fram fer 5.
febrúar. Har-
aldur Sverrisson,
bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, greindi frá því í liðnum
mánuði að hann gæfi ekki kost á sér
til endurkjörs.
Kolbrún er varaformaður bæjar-
ráðs og formaður fræðslunefndar,
en hún hefur setið í bæjarstjórn frá
árinu 2014 og var áður fyrsti vara-
bæjarfulltrúi 2010-2014. Auk þess
hefur hún setið í stjórn skíðasvæð-
anna og situr fyrir hönd bæjarins í
stjórn Sorpu.
Kolbrún er kennari og lýðheilsu-
fræðingur að mennt og stundar nú
nám í stjórnun menntastofnana við
Háskóla Íslands. „Ég hef búið í Mos-
fellsbæ með hléum í 45 ár, gekk í
Varmárskóla og Gaggó Mos. Ég á
þrjá syni, einn í heimahúsi, og tveir
eldri búa einnig hér í Mosó með sín-
um fjölskyldum. Mitt hjarta slær í
Mosó og brenn ég fyrir þeim verk-
efnum sem ég tek að mér,“ segir í
yfirlýsingu frá henni.
Síðast þegar sjálfstæðismenn
efndu til prófkjörs í Mosfellsbæ
hlaut Kolbrún kjör í 3. sæti.
Kolbrún sækist eftir
1. sæti í Mosfellsbæ
- Prófkjör sjálfstæðismanna 5. febrúar
Kolbrún G.
Þorsteinsdóttir
Baldur Borg-
þórsson, vara-
borgarfulltrúi
Miðflokksins í
Reykjavík, til-
kynnti í gær að
hann hefði geng-
ið í Sjálfstæð-
isflokkinn, en
hann sagði sig úr
Miðflokknum í
liðnum mánuði
vegna ágreinings við Vigdísi
Hauksdóttur, borgarfulltrúa Mið-
flokksins, en hann kvaðst ekki geta
sætt sig við starfshætti hennar og
framkomu í borgarstjórn.
Baldur segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann íhugi framboð á
vegum Sjálfstæðisflokksins á vori
komanda.
„Að sjálfsögðu er það eitthvað,
sem ég hugsa mjög alvarlega um.
Ég hef mikinn áhuga á borgarmál-
unum og þessu starfi í þágu borg-
arbúa, svo það væri rökrétt fram-
hald eftir þetta skref.“
Baldur Borgþórsson
í Sjálfstæðisflokkinn
Baldur
Borgþórsson