Morgunblaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 Jólasnjór Ferðamenn fjölmenna til landsins þrátt fyrir heimsfaraldur og hafa síðustu daga fengið að upplifa alvörusnjó hér á landi, stundum með stórum og fallegum flygsum. Eggert Sérstök ástæða er til þess að lýsa ánægju með endurreisn ráðuneytis landbúnaðar, sjávar- útvegs og matvæla. Slíkt ráðuneyti var á teikni- borðinu hjá mér sem landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra 2009 til 2011. Ég vildi styrkja stjórnsýslulega stöðu þessara mála. „Kratarnir“ í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri- grænna 2009-2013 börðu í gegn- um þingið að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið yrði lagt niður og var það gert í ársbyrjun 2012. Þau höfðu ávallt horn í síðu landbúnaðarins og þess sem inn- lent var. Baráttan fyrir íslenskan landbúnað Gömlu „krötunum“ og ESB-sinnunum var mjög í mun á þeim tíma að leggja allt niður sem laut að sjálfstæðum einingum innan landbúnaðar og sjávarútvegs. Heitið land- búnaður mátti helst hvergi koma fyrir í stjórnsýslunni. Umsóknin um aðild að ESB var jú aðalmál for- mannanna í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 – þvert á gefin loforð og stefnu Vinstri-grænna. Andstaðan við inngöngu í ESB var mest innan greina landbúnaðar, sjávar- útvegs og matvælavinnslu – þeirra málaflokka sem ég stýrði sem ráðherra. Einmitt þess vegna lögðu „ESB-sinnarnir“ áherslu á að veikja allar stjórn- sýslueiningar landbúnaðarins í aðlögunarferlinu að ESB. Þarna var tekist hart á og lauk með því að „krat- arnir“ og ESB-sinnarnir náðu fram kröfu sinni. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytið var lagt niður í stjórnsýslunni í árslok 2011 og mér vikið úr ríkisstjórn. Ánægjuefni Ég hafði hins vegar gert það sem í mínu valdi stóð sem ráðherra til að standa vörð um þessa grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og stöðva ESB-umsóknina. Sú stöðvun stendur enn. Það er því sérstakt ánægjuefni fyrir mig sem fyrrverandi ráðherra þessa málaflokks að sjá endurreisn ráðuneytis á svipuðum grunni og ég barðist fyrir. ESB út af borðinu – landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti endurreist Nú eru báðir foringjarnir horfnir af vett- vangi stjórnmála sem börðust fyrir að leggja landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið nið- ur 2011 og ganga í ESB. Þá er vel við hæfi að ráðuneytið sé endurreist enda verkefnin mik- il og fjölþætt. Aðild að ESB er vonandi líka út af borðinu. Reyndar ætti ekkert lengur að vera því til fyrirstöðu að afturkalla umsókn- ina að ESB. Fiskveiðistjórnun Óskandi er að haldið verði einnig áfram þar sem frá var horfið í minni tíð með breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, verndun grunnslóða, eflingu strandveiðiflotans, auk- inn rétt sjávarbyggðanna og strandveiðar. Heildstætt frumvarp mitt þess efnis, sem lagt var fram í ríkisstjórn í nóvember 2011, finnst örugglega í ráðuneytinu. Kannski verða líka teknar upp tillögur okkar Atla Gíslasonar um að hefta og setja skorður við samþjöppun aflaheimilda og skera á hin margföldu krosseignatengsl í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þeim tillögum okkar var rækilega vikið til hliðar af ráðherr- um sem síðar komu í ráðuneytið. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn haustið 2011. Þær eru vafalaust enn til í ráðuneytinu og hægt að þróa áfram í endurreistu ráðuneyti. Árnaðaróskir Sérstakar árnaðaróskir færi ég nýjum ráð- herra landbúnaðar, sjávarútvegs og matvæla og nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur óska ég velfarnaðar. Eftir Jón Bjarnason » Ástæða er til þess að lýsa ánægju með endurreisn ráðuneytis landbúnaðar, sjávarútvegs og matvæla. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Endurreist landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti Það þarf vart að nefna hversu mik- ilvægt það er að fram- bjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi borg- arstjórnarkosninga á næsta vori séu sam- mála um stefnu í helstu viðfangsefnum borg- arinnar á næsta kjör- tímabili. Í því sam- bandi má einna helst nefna afstöðu þeirra til samgöngu- mála, ekki síst borgarlínu, þ.e. þeirrar tillögu sem nú liggur fyrir; rándýr fjárfesting í innviðum sem mun ekki skila þeim árangri sem vænst er, hvorki í umferðarmálum né loftslagsmálum. Einnig afstöð- una til framtíðar Reykjavík- urflugvallar, því ljóst er að hann fer aldrei í Hvassahraun, og síðast en ekki síst afstöðu til ofur- þéttingar byggðar í nokkrum hverfum borg- arinnar, aðallega há- hýsabyggðar, og mið- borgarmála almennt. Skýr afstaða frambjóðenda Í grein sem ég skrif- aði í Morgunblaðið 4. ágúst sl. nefndi ég að nauðsynlegt væri að frambjóðendur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í aðdrag- anda næstu borgarstjórnarkosninga kynntu vel skýra afstöðu sína til einstakra borgarmála. Í undanfara prófkjörs, sem stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur nýlega samþykkt að verði haldið við val á frambjóðendum, er áríðandi að stjórn fulltrúaráðsins beiti sér fyrir því að frambjóðendur upplýsi þá sem kosningarétt hafa í prófkjörinu um afstððu sína til helstu viðfangsefna borgarinnar. Svör frambjóðenda við fram- lögðum spurningum verði send þeim sem rétt hafa til þátttöku í prófkjörinu með góðum fyrirvara fyrir kosningadag prófkjörsins. Það auðveldar mörgum sem kjósa í prófkjörinu að taka afstöðu til ein- stakra frambjóðenda, en tryggir þó ekki samstöðu þeirra sem kosnir verða borgarfulltrúar um ýmis þýð- ingarmikil málefni á vettvangi borgarstjórnar. Það auðveldar þó væntanlega mörgum að taka af- stöðu til einstakra frambjóðenda. Að sjálfsögðu skiptir það veru- legu máli að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við næstu borgarstjórnarkosningar komi fram sameinaðir í stórum hagsmuna- málum borgarinnar en ekki sundr- aðir. Mikilvæg viðfangsefni fram undan Ef Sjálfstæðisflokkurinn velur að bjóða kjósendum í Reykjavík upp á framboðslista þar sem frambjóð- endur eru ósammála í nokkrum mikilvægum viðfangsefnum borg- arinnar á næsta kjörtímabili borg- arstjórnar næst ekki mikill árangur í starfi þeirra. Það er að sjálfsögðu afar nauðsynlegt að framboðslistinn sé skipaður einstaklingum sem eru í meginatriðum samstiga í þeim við- fangsefnum sem bíða þeirra, ekki síst í mikilvægum skipulags- og samgöngumálum. Árangur í komandi kosningum og síðan öflugt starf borgarstjórnarflokksins næst að sjálfsögðu ekki ef fyrir liggur í upphafi næsta kjörtímabils að óein- ing ríki í hópi nýrra borgarfulltrúa flokksins um stefnu í mikilvægum borgarmálefnum. Það er staða sem hinn almenni flokksmaður á ekki að þurfa að búa við áfram. Krafa almennra flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hlýtur að vera sú að samstaða ríki í borgarstjórnarflokknum við um- fjöllun og afgreiðslu mikilvægra málefna. Vissulega geta komið upp einstök ágreiningsmál innan hóps borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en ekki að ágreiningur í mik- ilvægum málum standi yfir sam- fellt í heilt kjörtímabil. Það er á hinn bóginn staða sem andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins kjósa sér. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Vissulega geta komið upp einstök ágrein- ingsmál innan hóps borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins en ekki að það sé viðvarandi allt kjörtímabilið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Samstaða til sigurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.