Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 10.12.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021 VINNINGASKRÁ 186 11876 22105 32163 41887 52567 63113 71148 860 11883 22470 32405 41921 52837 63122 71481 1218 12139 22965 32724 42087 53029 63353 71594 1680 13562 23285 33578 42556 53060 63432 72385 1929 13817 23397 34213 42621 53227 63804 72520 2074 13954 24069 34712 43046 53243 64007 72874 2102 14199 24161 34916 43131 53765 64021 73239 2353 14241 24256 35142 43754 53860 64673 73643 2738 14360 24306 35256 43934 54255 65313 73969 2826 14506 24550 35703 43978 54335 65490 74168 2995 15128 24604 35812 44380 55081 65794 74428 3074 15516 25069 36124 44978 55574 65841 75113 3405 15714 25233 36145 45316 56849 65873 75336 3472 15967 25408 36359 45591 57266 66042 75612 3730 15992 25567 36680 45779 57623 66420 75959 3909 16520 25726 36869 46552 57638 66458 76122 4804 16648 26173 36999 46742 57904 66527 76389 5070 17483 26707 37052 46790 58478 66770 76641 5090 17516 27066 37109 46955 58534 67340 76663 5271 17538 27844 37177 48305 58611 67679 76677 7024 17619 27972 37521 48515 58747 68136 76850 7155 17695 28064 37560 48566 58846 68438 76905 8377 17816 28114 37578 48716 58858 68460 77418 8459 18325 28175 38075 49217 59115 68502 77421 8484 18545 28327 38526 49388 59969 68814 78318 8495 18669 28886 39283 49478 60539 68931 78425 8838 18763 28901 39963 49729 60557 68974 78853 8893 18988 28981 40308 50377 60585 69109 78924 8897 19085 29455 40459 50405 60656 69176 79380 9264 19469 29633 40666 51328 60965 69665 79735 9479 19583 30032 40778 51669 61088 69711 79803 9735 20417 30321 40801 51670 61567 69854 11075 20591 30399 40808 51772 61786 69961 11282 21003 30415 40975 51995 62208 70053 11288 21030 30645 40994 52014 62575 70275 11308 21607 31366 41106 52063 62664 70296 11652 21614 31503 41715 52484 63067 71028 480 10122 22064 30257 40395 46569 58012 69093 516 11654 22085 32695 41981 47253 58082 69177 1059 12161 22659 32943 42349 48157 58350 70423 1204 13978 23401 33079 42472 50020 58461 71166 1775 15157 23934 33321 42717 51893 59125 75464 2468 16598 24245 36474 43707 52344 59512 76456 4362 17626 25427 36770 43708 52693 59641 77072 4604 18052 26702 37154 43929 52696 61006 78749 4623 18392 27691 37367 44244 55792 64063 79879 5963 19135 28474 37408 44925 56694 64835 6902 19702 29281 38126 44991 56826 64993 7438 20743 29591 38257 45005 57484 65765 8297 21866 30220 39719 45530 57670 68057 Næstu útdrættir fara fram 16., 23. & 30. desember 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 4003 10698 29385 61753 64565 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4078 22912 34938 55781 70268 73343 6303 23164 42807 59932 72587 75806 7838 32865 51475 66924 72781 78926 13652 34358 55686 67137 72866 79160 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 8 5 7 6 32. útdráttur 9. desember 2021 Allt um sjávarútveg Hvað fær ungan kennara til að bjóða sig fram til embættis varaformanns Kenn- arasambands Íslands? Ástæðan fyrir fram- boði mínu er að ég tel þörf fyrir spennandi lausnir, nútímalega nálgun og held að ég geti nýst vel sem fram- sækinn leiðtogi í nýrri stjórn. Ég er vön því að láta verkin tala og hef frumkvæðið, þjónustu- miðað hugarfar og leiðtogahæfileika sem ég tel að geti nýst félagsmönn- um Kennarasambands Íslands vel til þess að hagur kennara og stjórn- enda í íslensku skólastarfi verði settur í öndvegi. En hver er þessi kona? Ég hef starfað sem grunnskóla- kennari í Breiðholtsskóla und- anfarin sex ár. Samhliða kennslunni sinni ég stigstjórn á yngsta stigi og leiði þar hóp af kennurum sem sinna starfi sínu af heilindum. Eins sinni ég fjölbreyttum verkefnum er snúa að læsi og velferð barna í Breiðholtsskóla. Ég hef tekið að mér krefjandi verkefni sem snúa að samþættingu kennslu barna í 1. og 2. bekk. Eins tek ég þátt í nefnd- arstörfum er snúa að fræðslumálum í leik-, grunn- og frístundastarfi í Reykjavík. Mennta- og velferðarmál eru mín hugsjón og ástríða. Þess vegna valdi ég mér þennan farveg í lífinu. Mér hefur gengið mjög vel í samskiptum við nemendur, foreldra og sam- starfsfólk í þeim störfum sem ég hef sinnt síðustu ár. Mér hefur einnig veist auðvelt að tileinka mér nýja hugsun og aðferðir í síbreytilegu umhverfi mennta- og velferðarmála og finnst ánægjulegt að takast á við ögrandi verkefni. Ég er skipulögð í starfi, á auðvelt með að forgangs- raða og hef góða yfirsýn yfir þau verkefni sem bíða lausna hverju sinni. Ég hef víðtæka reynslu af stjórn- arsetu, sit meðal ann- ars í stjórn Kenn- arafélags Reykjavíkur og þekki vel þá ábyrgð sem fylgir því að taka ákvarðanir fyrir hönd félagsmanna til þess að hagur og velferð þeirra sem ég hef umboð fyrir sé ávallt í forgangi. Slíku umboði fylgir mikil ábyrgð og tel ég mikilvægt að fé- lagsmenn beri traust til þess sem fer með það á hverjum tíma og stjórn- armenn sinni störfum sínum af auð- mýkt og alúð. Varaformaður stjórnar þarf að geta unnið náið með formanni og öðrum í stjórn að verkefnum sem snúa að málefnum stéttarinnar, má þar nefna vinnuumhverfi, lausnir og nálgun til þess að minnka álag og draga úr líkum á kulnun í starfi hjá kennurum og stjórnendum. Eins þykir mér sveigjanleiki og valdefl- ing kennara mikilvæg. Ég vil sjá að kennarar fái svigrúm til að sinna starfi sínu út frá þeirri þekkingu og fagmennsku sem þeir búa yfir. Við þurfum að eiga samtal á milli skóla- stiga þannig að nýta megi þekkingu og leikni stéttarinnar þvert yfir öll skólastig, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. En af hverju ég? Myndi eitthvað breytast? Já, ég treysti mér til þess að svara þessari spurningu játandi. Mig langar að sjá nýjar áherslur innan sambandsins og að ungir kennarar fái tækifæri til að koma snemma að skipulagi og stjórnun, til að sýn og áherslur verði í takt við ný viðmið sem þróast með end- urnýjun stéttarinnar. Það þýðir ekki að þegja bara og geyma alls konar hugmyndir í kollinum; þá breytist ekkert. Ég er mjög jákvæð að eðlisfari og lífsglöð. Ég einblíni ekki á vandamál heldur lausnir. Ég er úrræðagóð og vinn vel undir pressu. Ég er ófeimin við að taka frumkvæði þegar þess þarf. Ég er trú, sjálfstæð og sterkur leiðtogi, þótt ég segi sjálf frá. Ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér hefur það enginn. Kennarastarfið á að vera eftirsóknarvert Ég vil sjá Kennarasamband Ís- lands þróast í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur nútímans. Ég vil að stéttin sæki fram af krafti og horfi til nýjustu strauma og stefna í faglegri forystu jafnt sem þess að halda í gömul gildi og það sem hefur reynst okkur vel í aldanna rás. Það gerum við sem ein heild. Mín ósk er sú að kennarastarfið verði eft- irsóknarvert og við eigum eftir að upplifa að sjá stéttina halda áfram að vaxa, mennta mikilvægasta fólkið okkar og verða áfram þær fyr- irmyndir sem við viljum vera í sam- félaginu. Ég vil sjá að kennarar og stjórnendur láti ljós sitt skína og verði áberandi í opinberri umræðu um skólastarf og þjóðmál almennt, til þess að hægt sé að halda áfram að byggja upp framúrskarandi og mannlegt skólasamfélag um allt land sem við getum verið stolt af. Það eru krefjandi en jafnframt spennandi tímar fram undan kæru kollegar, ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim verkefnum sem bíða og til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning. Valdefling kennara og framsækin forysta Kennarasambands Íslands Eftir Guðnýju Maju Riba »Nýjar lausnir og nútímaleg nálgun í framsækinni forystu þannig að hagur kenn- ara og stjórnenda verði settur í öndvegi í ís- lensku skólasamfélagi. Guðný Maja Riba Höfundur er kennari. gudny.maja.riba.petursdottir@rvk- skolar.is Flestir kannast við slagorð sem notað var um eina tegund af kexi; gott báðum megin. Að sjálfsögðu skiptir það máli að kexið sé gott báðum megin, það er alls ekki í lagi ef önnur hliðin er góð en hin ekki. Mér datt þetta í hug þegar ég sá útspil rík- isstjórnarinnar til lífeyr- isþega landsins. Eldri borgurum er verulega mismunað með þessu útspili. Veruleg kjarabót til vinnandi Nú getur eft- irlaunaþegi unnið fyrir 200 þús. kr. á mánuði án þess að greiðslur frá Trygg- ingastofnun skerðist. Hækkun úr 100 þús. kr. í 200 þús. kr. á mánuði. Þetta tekur gildi strax um næstu áramót. Hér er um verulega kjarabót að ræða fyrir þá eldri borgara sem hafa heilsu og vilja til að vinna. Vel má vera að það muni margir notfæra sér þetta enda hefur forysta eldri borg- ara kallað á þessa lausn. Þetta er virkilega gott fyrir þá sem eiga þess kost og vilja notfæra sér. Þetta er góða hlið- in á kexinu. Hvað með þá sem ekki geta unnið? Nú er það svo að þegar árin færast yfir stækkar sá hópur, sem ekki hefur heilsu til að vinna. Margir hafa í gegnum tíðina unnið erfið störf og eðlilegt að eftir 50 ára starf séu möguleik- arnir ekki miklir að vinna úti. Mörgum finnst einnig að þeir hafi lagt nægjanlegt af mörk- um í atvinnulífinu og það sé því eðlilegt að geta notið elliáranna með góða afkomu og fengið þokkalegar greiðslur frá sínum lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins. Sama gildir um þær konur sem eyddu góðum hluta starfsævi sinnar í að sjá um heimili og uppeldi barna. Það getur ekki gengið að sá sem hefur 200 þús. kr. á mánuði úr lífeyr- issjóði byrji eftir 25 þús. kr. á mán- uði að skerða greiðslur sínar frá Tryggingastofnun. Hér er orðinn alltof mikill munur á atvinnutekjum og lífeyrissjóðstekjum. Þetta þarf að laga strax um næstu áramót. Stjórnvöld hljóta að sjá að þarna er verið að mismuna lífeyrisþegum veru- lega. Það sem eldri borgarar fá úr sín- um lífeyrissjóði eru raunverulega frestaðar launagreiðslur. Það á eftir að samþykkja end- anlega fjárlagafrumvarpið. Ég skora á þingmenn að taka þetta mál til mik- illar skoðunar og laga þetta óréttlæti við endanlega afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins. Meira sem þarf að laga Enn einu sinni þarf að minna á að greiðslur frá Tryggingastofnun rík- isins þurfa að hækka í samræmi við þróun launavísitölu. Ár eftir ár hefur verið miðað við neysluvísitölu þrátt fyrir að launavísitala hafi verið hærri. Þeir sem minnst hafa í hópi eldri borgara hafa því dregist aftur úr ár- um saman í samanburði við þá sem eru á vinnumarkaðnum. Þetta gengur ekki. Það er mjög margt jákvætt í því sem ríkisstjórnin boðar. Kjör almennt hafa batnað mjög á síðustu árum. Það er því nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að gleyma ekki lífeyrisþegum. Kexið þarf að vera gott báðum megin. Gott öðrum megin Eftir Sigurð Jónsson » Stjórnvöld hljóta að sjá að þarna er ver- ið að mismuna lífeyrisþegum verulega. Sigurður Jónsson Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.