Morgunblaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
✝
Dóra
Guðríður
Frímannsdóttir
fæddist 4. mars
1929 í Reykjavík.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sóltúni 25. nóv-
ember 2021.
Foreldrar
hennar voru Frí-
mann Ingvarsson,
f. 20. apríl 1898,
d. 24. júlí 1976, og Ingibjörg
Narfadóttir, f. 13. júní 1900,
d. 7. júní 2002. Systkini henn-
ar voru Árni Frímannsson, f.
26. maí 1925, d. 21.október
1992, Katrín Frímannsdóttir,
f. 11. janúar 1931, d. 21. sept-
ember 2017, Ögmundur Frí-
mannsson, f. 31. janúar 1932,
d. 24. desember 2018.
Dóra giftist Helga Jenssyni
1956, eiginmaður Björn Sig-
urbjörnsson, börn Sigurbjörn
Birkir, Embla Dóra, Nanna
Fanney og Helgi Jarl, barna-
börnin eru fjögur.
Dóra ólst upp á Grettisgöt-
unni í Reykjavík. Hún vann
við hatta- og fatasaum fyrir
hjónaband. Flutti með eig-
inmanni sínum í Mávahlíð og
síðar í nýbyggt hús þeirra í
Kópavogi þar sem hún bjó í
nær sjö áratugi. Samhliða
húsmóðurstarfinu vann hún
utan heimilis eftir því sem
aðstæður leyfðu. Hún var
virk í starfi Bylgjunnar, fé-
lags eiginkvenna loftskeyta-
manna og var um hríð for-
maður félagsins. En tíma
sínum helgaði hún að mestu
eiginmanni og afkomendum.
Útför Dóru fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 10.
desember kl. 10. Vegna
fjöldatakmarkana verða að-
eins nánustu ættingar við-
staddir. Athöfninni verður
streymt:
www.laef.is/dora
www.mbl.is/andlat
loftskeytamanni,
f. 13. apríl 1929,
d. 23. nóvember
1997. Börn þeirra
eru Frímann Ingi
Helgason, f. 1947,
eiginkona Anna
Sigurlaug Magn-
úsdóttir, börn
Helgi og Arna,
barnabörnin eru
fimm. Gunn-
laugur Jens
Helgason, f. 1951, eiginkona
Hanna Sveinrún Ásvalds-
dóttir, dætur Hrafnhildur,
Helga Þórunn og Hlín,
barnabörnin eru átta, Helgi
Helgason, f. 1952, eiginkona
Gunnur Rannveig Gunnars-
dóttir, börn Jóhannes, Elfar
Freyr og Gunnur Melkorka,
barnabörnin eru þrjú. Guð-
rún Sigríður Helgadóttir, f.
Við andlát tengdamóður minn-
ar, Dóru Frímannsdóttur, er
þakklæti mér efst í huga. Dóru
hef ég þekkt í tæp 50 ár og aldrei
borið neinn skugga á okkar vin-
áttu. Er ég hitti hana fyrst var ég
18 ára, Basli minn 23 ára og þau
Helgi tengdapabbi aðeins 46 ára
og í blóma lífsins. Helgi vann sem
loftskeytamaður í Gufunesi og
Dóra sá um heimilið. Húsið var
stórt, á tveimur hæðum, og feng-
um við eins og fleiri að byrja okk-
ar búskap á efri hæðinni. Það var
ekki amalegt að byrja uppi í risinu
á meðan við söfnuðum fyrir okkar
fyrstu íbúð. Síðan, einhverjum ár-
um seinna, meðan við byggðum
húsið okkar á Sæbólsbraut, feng-
um við að búa aftur í risinu með
Melkorku, dóttur okkar, ný-
fædda.
Dóra elskaði börn og ekki síst
barnabörnin sín. Hún var ótrú-
lega natin við þau og fann alltaf
upp á einhverju skemmtilegu.
Hún hefði orðið góður kennari og
kannski ekkert skrýtið að þrjú af
fjórum börnum hennar hafi orðið
kennarar. Hún var þeim greini-
lega góð fyrirmynd, enda sér
maður í þeim takta frá Dóru þeg-
ar þau eru öll komin með barna-
börn.
Minningarnar eru margar og
birtast manni eins og myndir á
tjaldi. Það var ávallt gott að koma
á Borgó, enda sóttu börnin og
barnabörnin mikið þangað. For-
eldrarnir fengu frið til að gæða
sér á kræsingum og spjalla saman
á meðan Dóra lék við börnin og
naut þess jafn mikið og þau.
Dóra og Helgi voru afskaplega
samrýnd og nutu þess að ferðast
saman. Helgi hætti sextugur að
vinna og ætlaði að eiga nokkur
góð ár með henni Dóru sinni. Það
var eins gott, því hann lést úr
krabbameini aðeins 68 ára að
aldri. Það var Dóru erfitt en hún
lifði í 24 ár eftir það. Lengst af var
hún í húsinu sínu, naut þess að
hugsa um garðinn og fá fólkið sitt
í heimsókn. Þegar heilsu Dóru
hrakaði fékk hún inni á Sóltúni og
bjó þar síðustu 2-3 árin. Þar var
vel hugsað um hana. Börnin henn-
ar, sem öll voru komin á eftirlaun,
voru sérstaklega dugleg að heim-
sækja hana og grínuðust með það
að fá kannski herbergi við hliðina
á henni.
Dóru tengdamóður mína kveð
ég með þakklæti og söknuði og
trúi því að hún sé komin í fang
ástvina og Helga síns. Með þökk
fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Gunnur Rannveig
Gunnarsdóttir (Veiga).
Í dag kveðjum við tengdamóð-
ur mína, hún er flogin í heiðríkj-
una þar sem bara kærleikurinn
ríkir. Okkar leiðir lágu saman fyr-
ir 54 árum þegar ég kom á heimili
hennar og Helga Jenssonar með
Inga elsta syni þeirra. Fyrsta sem
maður tók eftir var hve einstak-
lega falleg kona hún var og bar
sig alltaf vel alveg fram á tíræð-
isaldurinn. Það var einstaklega
gott að koma á heimili þeirra
Helga þar sem hún sá um fjörið
og að fæða hópinn sem stækkaði
með tilkomu tengdabarnanna og
Helgi bætti svo í með sinni hljóðu
en kærleiksríku nærveru.
Heimili þeirra bar vott um
mikla smekkvísi. Það kom fljótt í
ljós hver stjórnaði heimilinu,
fleyg urðu orðin sem Gulli og
Basli mágar mínir sögðu sem
kraftmiklir strákar: „Við erum
ekkert hræddir við pabba en við
erum svolítið hræddir við
mömmu.“ Þegar við tengdadæt-
urnar vorum allar komnar til sög-
unnar var oft spiluð félagsvist á
Borgó, þá hljóp Dóra fram í eld-
hús milli slaga til að galdra fram
girnilega rétti fyrir hópinn. Aldrei
var kvartað yfir því þó stofan og
aðrar vistarverur væru þaktar
flatsængum þegar allir gistu á
Borgó.
Við nutum öll góðs af því hve
elsk hún var að börnum, passaði
undantekningarlaust alltaf
barnabörnin þegar beðið var um
og reglan var, fyrstur kemur
fyrstur fær. Öll hafa barna- og
barnabarnabörnin verið mjög
hænd að ömmu sinni sem segir
mest um hvað hún gaf þeim mikið
af tíma sínum og ást.
Hafðu þökk fyrir allt, kæra
Dóra.
Anna.
Elskuleg tengdamóðir mín
Dóra Frímannsdóttir er farin yfir
í draumalandið, 92 ára. Hún var
alveg tilbúin að kveðja og fara til
fundar við látna ástvini sína, búin
að skila sínu hlutverki hérna meg-
in með miklum sóma og kærleik.
Ég kom inn í líf Dóru fyrir tæp-
lega 50 árum er ég bankaði upp á
að heimili hennar og Helga á
Borgó og kynnti mig sem Hönnu
hans Gulla. Hún tók mér opnum
örmum og þannig hefur það verið
öll árin, betri tengdamömmu var
ekki hægt að hugsa sér og hún
hefur verið mér mikil fyrirmynd í
mörgu í gegnum lífið. Dóra var
sérlega glæsileg og flott kona og
líkamlega vel á sig komin og svo
gat hún bara gert allt, saumað,
eldað, bakað allt svo listavel. Dóra
helgaði líf sitt fjölskyldunni sinni
og þegar ömmubörnin og seinna
langömmubörnin fóru að birtast
var hún heldur betur til taks að
passa og leika við þau. Litlu krílin
voru hennar yndi og hún þreyttist
aldrei á að sinna þeim, alls konar
leikir og föndur voru göldruð
fram, og þegar hún flutti í Sóltún
heilsu sinnar vegna hafði hún með
sér dótakassa fyrir litlu börnin
svo væri nú líka hægt að leika sér
þar. Dóra og Helgi bjuggu sér fal-
legt heimili og fallegan garð sem
þau nutu svo vel saman að hlúa að
og snyrta. Þau voru mjög sam-
rýnd hjón, það var því sárt þegar
Dóra missti Helga sinn fyrir rúm-
lega 20 árum. En hún hélt áfram
og afkomendur hennar voru
hennar stuðningur og gleði og
hún uppskar ríkulega af þeirri ást
og þeim kærleika sem hún hafði
ávallt sáð.
Nú kveð ég þig, elsku Dóra
tengdamamma, og takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur öll.
Þín tengdadóttir,
Hanna S. Ásvaldsdóttir.
Minning um ömmu
Árið er líklega 1988 og versl-
unarmannahelgin haldin hátíðleg
í sumarbústaðnum okkar, Apa-
völlum. Systkini pabba og fjöl-
skyldur komu og gistu á flatsæng,
ég man ekki alveg hverjir en
sennilega flestir sem voru fæddir.
Amma og afi komu líka og gistu í
hjólhýsinu sínu. Amma kom,
amma. Amma Dóra sko!
Ég er fimm að verða sex,
amma og afi eru ekki orðin sex-
tug.
Góður íslenskur sumardagur
er að kveldi kominn. Mikið af fiski
veitt og nammi borðað og gleðin
almennt í hámarki. Ég er í gleði-
vímu og yfir mig spennt fyrir
morgundeginum. Amma fleygir
fram í bríaríi: „Já, við byrjum aft-
ur að veiða klukkan 7 í fyrramál-
ið.“ Fullorðna ég skilur að þetta
var sagt í glensi og gríni en barnið
ég tók þessu af mikilli alvöru.
Ég rumska fyrir allar aldir og
átta mig á því að nýr dagur er að
hefjast. Þrátt fyrir beinverki og
hroll, sökum lítils svefns, staulast
ég á fætur og hendi mér í ein-
hverjar spjarir sem ég finn. Ég
gæti þess að vera afar hljóðlát og
vekja engan þegar ég læðist yfir
sofandi ættingja á dýnum uppi á
svefnlofti og staulast niður stig-
ann. Þó að ég sé hrædd um að
verða of sein í veiðarnar get ég
ekki annað en fengið mér að
borða. Orkan er engin og ég finn
að ég mun ekki hafa það af að
veiða á fastandi maga. Ég kann
ekki að útbúa morgunmat. Ég er
bara fimm ára. En þessu veiðiæv-
intýri skyldi ég ekki missa af. Eft-
ir hljóðláta leit finn ég pakka af
flatkökum. Þessum kassalöguðu,
hétu þær kannski Kóngaflatkök-
ur? Ég maula eina svoleiðis ein-
tóma því meiri matreiðslu réð ég
ekki við.
Ég æði út og hleyp út að hjól-
hýsinu, langan göngustíg úr
rauðamöl. Ég ætlaði sko alls ekki
að missa af ömmu og fiskunum.
Ég kasta mæðinni og varpa önd-
inni samtímis. Ég sé að enn er
dregið fyrir gluggana. Bros fær-
ist yfir andlit mitt, ég missti ekki
af þeim.
Ég stend einhverja stund og
stari á hjólhýsið. Ekkert gerist.
Ég veit ekki hversu lengi ég
stóð og beið en sennilega ekki
lengi því ég var ágætlega skýrt
barn. Ég áttaði mig á að þessi
tímasetning væri ekki heilög, við
myndum bara veiða aðeins seinna
þegar fleiri væru vaknaðir.
En slíkt var aðdráttarafl ömmu
Dóru. Þar sem hún var vildi mað-
ur vera.
Ég hlakka til að veiða með þér
og afa í Nangijala síðar meir.
Arna Frímannsdóttir.
Í dag er komið að því að kveðja
elsku ömmu Dóru. Margs er að
minnast, margs er að sakna.
Amma hafði marga aðdáunar-
verða kosti í fari sínu. Hún var af-
skaplega glæsileg, þrautseig,
drífandi og kraftmikil. Nánasta
fjölskylda var henni allt og hélt
hún ákaflega vel utan um sitt fólk.
Það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar hugsað er til ömmu
er þó hversu ótrúlega mikil
barnagæla hún var. Öll börn elsk-
uðu ömmu og amma sá ekki sólina
fyrir þeim. Jafnvel undir lokin
þegar hún var orðin veik lýstist
andlit hennar upp og bros kom á
varirnar þegar hún sá myndir og
myndbönd af ungum afkomend-
um. Amma var ein af fáu full-
orðnu fólki sem gaf börnum
óskiptan tíma og athygli þegar
þau komu í heimsókn. Hún náði
að gera allt spennandi og ævin-
týralegt, enda var það skemmti-
legasta sem maður gerði sem
barn að fara í heimsókn til ömmu
Dóru og afa Helga. Amma leyfði
manni að hræra í bökunarskúff-
unum og hjálpa til við bakstur,
kenndi manni ýmis spil og kapla,
leyfði manni að klæða sig í gamla
kjóla, setja á sig alls konar stóra
spennandi skartgripi, sauma og
föndra. Amma átti líka stóran
garð þar sem spennandi var að
busla í uppblásinni sundlaug, tína
rifsber og jarðarber og rífa upp
gulrætur. Oft fékk maður líka að
rölta með ömmu út í Sækjör og
var þá haldist í hendur og val-
hoppað alla leið í búðina. Væri
maður í leik með frændsystkinun-
um var amma dugleg að koma
færandi hendi með dúkkubrauð,
sem var mun meira spennandi en
venjulegt brauð þrátt fyrir að
vera bara brauð með áleggi skor-
ið niður í litla bita.
Amma var mikill kokkur og
bakari og eyddi maður ófáum
stundum í eldhúsinu hennar að
hakka í sig allskonar góðgæti. Má
þar nefna bleika kanilsnúða, heita
karamellu, brúna lagköku, hjóna-
bandssælu, marengstertur og
mömmukökur. Hún útbjó glæsi-
legar kransakökur, heimsins
bestu flatkökur og dásamlega
gott spagettí. Það var líka mikill
lúxus að hafa ömmu í hverfinu
meðan á skólagöngunni stóð. Oft-
ar en ekki kíkti maður við hjá
henni í hádegishléinu, enda mun
meira spennandi að spila við
ömmu, borða grillað samloku-
brauð og drekka kókómjólk held-
ur en að hanga með bekkjarfélög-
unum og borða smurða samloku
að heiman.
Eftir því sem maður eltist
fækkaði heimsóknunum til ömmu
en alltaf var þó gott að koma til
hennar á Borgarholtsbrautina.
Þar hitti maður oft frænkur og
frændur, enda átti amma stóra og
samheldna fjölskyldu sem var
dugleg að heimsækja hana. Alltaf
var jafn gaman að fylgjast með
ömmu leika við litlu börnin og sjá
gleðina skína jafnt úr andliti
ömmu og barnanna.
Amma og afi voru mjög sam-
hent og var hann ávallt ofarlega í
huga hennar. Hún saknaði hans
mikið þó hún bæri sig vel og alltaf
kom fallegt blik í augun á henni
þegar hann barst í tal. Þegar hún
heimsótti hann í kirkjugarðinn nú
í haust sagði hún: „Helgi minn, nú
fer ég að koma.“ Finnst mér það
til marks um hversu sátt hún var,
óhrædd við dauðann og það sem
koma skyldi.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Gunnur Melkorka
Helgadóttir.
Amma Dóra er farin að hitta
afa en hann lést þegar við vorum
krakkar. Þau voru samhent og
alltaf svo hrifin hvort af öðru og
kenndu okkur með því hvernig á
að hlúa að hjónabandi sínu.
Amma var sú sem breiddi vængi
sína yfir okkur krakkana. Það
sem stendur upp úr er hve inni-
lega glöð hún var þegar hún var
með börnum. Hún var ekki bara
að passa og líta eftir okkur heldur
var hún foringinn í leikjum okkar
og tók sjálf virkan þátt. Þetta hélt
svo áfram í samskiptum hennar
við okkar börn.
Hún kunni að bregða sér í alls
kyns hlutverk allt eftir aldri leik-
félaganna og í veislum sat hún oft
á gólfinu í leik með okkur barna-
börnum sínum þegar fullorðnir
voru að spjalla saman. Hún bjó til
„Palla“ handa okkur úr útigöllum
okkar með því að setja púða og
handklæði inn í gallana og svo
uppblásna blöðru inn í hettuna
með áteiknuðu andliti og þannig
var kominn leikfélagi. Hún kunni
að búa til dúkkuhús og bílskúra
úr pappakössum og eins kunni
hún að búa til leikrit. Búninga-
kassinn hennar var stór og alls
kyns hattar og hálsfestar voru til
reiðu, hárkollur og allt mögulegt.
Hún kunni nokkra galdra sem
virkuðu vel á mjög unga krakka
sem urðu alltaf jafn hissa og
horfðu aðdáunaraugum á ömmu.
Seinna kenndi hún okkur þessar
kúnstir svo sem atriðið „Fljúgðu
burt Pétur og fljúgðu burt Páll“.
Á jólunum hafði hún alltaf bingó
fyrir krakkana, en með smá
svindli gat hún galdrað fram
vinninga jafnt á alla. Amma vildi
alltaf gefa vel að borða og við
máttum oft ráða hvað var í mat-
inn hjá henni og aðstoða. Hjóna-
sæla og fleira gott var oftast á
boðstólum. Þegar við vorum
krakkar kom hún oft til okkar í
Mosfellsdalinn og þá var í boði að
fara upp í fjall og niður að á og
fleira skemmtilegt. Hún var mik-
ill útikennari og sýndi okkur ým-
islegt svo sem alls kyns grjót sem
hún sá kynjamyndir í. Amma var
þagmælsk og mátti oft vita eitt og
annað á undan öðrum. Traust og
virðing ríkti alla tíð. Nú þegar
hún er farin erum við með gott
veganesti frá henni. Við kveðjum
hana með þakklæti og ást og vit-
um að hún hefur fengið ósk sína
um endurfundi við hann afa okkar
uppfyllta.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Embla Dóra, Nanna
Fanney og Helgi Jarl.
Fyrir nær nákvæmlega 67 ár-
um fluttu kornung hjón með þrjá
litla drengi inn í nýbyggt fallegt
hús á Kársnesinu. Synirnir voru
bornir inn veikir svo hægt væri að
halda jólin á nýja heimilinu.
Rúmu ári síðar bættist svo telpa í
fjölskylduna.
Húsið byggðu þau af dugnaði
og útsjónarsemi og með dyggri
aðstoð náinna ættingja. Það æv-
intýri var að gerast víða í Kópa-
vogi, frumbyggjarnir voru að
byggja nýjan bæ. Hefðbundin
verkaskipting var á milli þeirra,
mamma var heima að gæta bús og
barna en pabbi dró björg í bú.
Smátt og smátt og af ráðdeildar-
semi var ráðist í frekari fram-
kvæmdir, efri hæðin standsett og
leigð út. Þar eignuðumst við lífs-
tíðarvini. Lóð og bílskúr voru
næst á dagskrá en aldrei reistu
hjónin sér hurðarás um öxl. Þarna
var yndislegt að búa meðal góðra
granna og í þessu umhverfi. Lé-
legt gatnakerfi skipti engu máli
því hvorki við né flestir nágrann-
anna áttu bíl.
Heima var mamma drottning.
Glæsileg og vel gerð kona. Saum-
aði allt á okkur krakkana og stóð
sannarlega sína plikt við eldavél-
ina. Til viðbótar við hefðbundinn
mat töfraði mamma fram fram-
andi rétti eins og djúpsteiktan
fisk og franskar, spaghettí og
fleira sem var nær óþekkt á þess-
um árum. Hjónabandssælan
hennar var best í heimi, táknræn
fyrir þá hamingju sem ríkti á
heimilinu. Marengskökur voru
sérgrein hennar, svo góðar að
pabbi stakk upp á því í gamni að
við tækjum upp ættarnafnið Mar-
engs. Til að drýgja heimilistekj-
urnar bakaði mamma og seldi
flatkökur. Síðar vann hún við
ræstingar í Kársnesskóla með
nokkrum nágranna- og vinkon-
um. Þegar pabbi fór á eftirlaun
tóku þau að sér ræstingar,
mamma var verkstjóri en pabbi
starfsmaður á gólfi.
Á unglingsárum fengum við
sérherbergi á efri hæðinni. Þar
var eldhús og þegar tengdabörnin
bættust í hópinn var auðvelt að
hefja búskap þar.
Þegar um hægðist og sólar-
landaferðir urðu algengar var það
fastur liður hjá þeim að fara utan
ýmist bara tvö eða með vinum og
ættingjum. Yndi þeirra var að
rölta um á strönd eða í bæjum og
njóta sólar og samveru.
Þegar afkomendur bættust í
hópinn voru þau sannarlega tilbú-
in til að taka á móti þeim. Þau
elskuðu heitt þessa nýju fjöl-
skyldumeðlimi og það var gagn-
kvæmt. Mamma sá ekki sólin fyr-
ir börnunum og sinnti þeim af
áhuga og alúð. Pabbi sem aldrei
skipti skapi og hækkaði sjaldan
róminn tók þau mjúklega í fangið
og kyssti á koll.
En fyrir tæpum aldarfjórðungi
reið svo holskeflan yfir. Pabbi
veiktist alvarlega og lést aðeins
68 ára gamall. Mamma lagði allt í
sölurnar til að hann gæti átt sína
síðustu mánuði heima. Hún
hjúkraði honum af einstakri ást
og umhyggju þar til yfir lauk. Í
rúm tuttugu ár bjó hún svo ein í
húsinu þeirra sem oftar en ekki
fylltist af afkomendum sem alltaf
áttu þar hauk í horni.
Síðustu misserin bjó hún á Sól-
túni þar sem hún naut alúðar og
góðrar þjónustu sem hún og við
afkomendur hennar erum þakk-
lát fyrir. Mamma dó sátt við lífið
og dauðann, viss um að ferðalagið
myndi færa hana til pabba, og
annarra horfinna ástvina. Farðu í
ást og friði elsku mamma og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ingi, Gunnlaugur,
Helgi og Guðrún.
Dóra Guðríður
Frímannsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar