Morgunblaðið - 10.12.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2021
✝
Kolbrún
Valdi-
marsdóttir fæddist
í Glóru í Hraun-
gerðishreppi í Ár-
nessýslu 24. nóv-
ember 1933. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Lundi, Hellu,
27. nóvember
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Valdimar
Stefánsson, f. 1893, d. 1990,
og Sigrún Sigurjónsdóttir, f.
1901, d. 1973.
Fósturforeldrar voru Jón
Gísli Högnason, f. 1908, d.
1999, og Katrín Skúladóttir, f.
1909, d. 1959.
Systkini hennar voru Stef-
án, f. 1928, látinn; Sigurjón
Steinþór, f. 1949, lést í frum-
bernsku; Þorbjörg Gyða, f.
1931; Guðjón Baldur, f. 1936,
látinn; Hörður, sammæðra, f.
1942.
Árið 1956 giftist hún Leifi
Einarssyni, f. 21. nóvember
1933, d. 3. október 2014. Þau
skildu. Foreldrar hans voru
Einar Einarsson, f. 1897, d.
1970, og Katrín Vigfúsdóttir,
f. 1891, d. 1967.
Börn Kolbrúnar og Leifs
1952 til 1953. Vann í mötu-
neyti við byggingu Ljósa-
vatnsstöðvar og mötuneyti
Skógaskóla. Eftir það hófu
hún og Leifur búskap í
Nýjabæ, Vestur-Eyjafjöllum.
Búið stækkaði og vélvædd-
ist eftir því sem árin liðu,
nútímahúsakostur byggður,
tún voru ræst fram og
ræktuð, meðal annars korn-
rækt.
Kolbrún var virk í félags-
lífi sveitarinnar, var félagi í
Kvenfélaginu Eygló og söng
í kirkjukór sóknarinnar og
öðrum kórum. Árið 1997
skildu Kolbrún og Leifur.
Kolbrún fluttist á Hvolsvöll
og starfaði þar á prjóna-
stofu. Keypti sér síðan íbúð
í Furugrund 68 í Kópavogi.
Starfaði á kaffistofu félags-
máladeildar Kópavogs til
starfsloka og í allmörg ár
við heimilisþrif eftir form-
leg starfslok. Kolbrún var í
danshópi sem einnig fór í
göngur og ferðalög erlendis
en þar átti hún marga góða
vini.
Í maí fékk Kolbrún pláss
á dvalarheimilinu Lundi á
Hellu, var þá orðin veik af
krabbameini.
Útför Kolbrúnar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 10.
desember 2021, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Hlekkir á streymi:
https://fb.me/e/13XNulTgF
https://www.mbl.is/andlat
eru: 1) Katrín, f.
1956, maki Jón
Pálmi Pálsson.
Þau eiga fjögur
börn. 2) Valdís, f.
1958, maki Odd-
ur Helgi Jónsson.
Þau eiga þrjú
börn. 3) Grétar
Steinn, f. 1959,
maki Guðfinna
Guðmundsdóttir.
Þau eiga þrjú
börn, fyrir átti Grétar einn
son. 4) Kristín Erna, f. 1962,
maki Baldur Ólafsson. Þau
eiga þrjú börn. 5) Sigrún
Björk, f. 1963, maki Óskar
Kristinsson. Þau eiga fimm
börn, tvö eru látin, fyrir átti
Sigrún einn son. 6) Sigurlaug
Hanna, f. 1972, maki Ólafur
Björnsson, skilin. Þau eiga
þrjú börn. Sambýlismaður
Guðmundur Örn Ólafsson.
Þau eiga eitt barn.
Afkomendur Kolbrúnar
eru orðnir liðlega sextíu tals-
ins.
Kolbrún ólst upp á Læk í
Hraungerðishreppi hjá fóst-
urforeldrum sínum. Hún
gekk í barnaskóla í Þing-
borg, stundaði nám við Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf
þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
Með landnemum sigld’ún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakt’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó, hún var ambáttin rjóð
Hún var ástkonan hljóð
Hún var amma svo fróð.
Ó, athvarf umrenningsins
Inntak hjálpræðisins
Líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkrað’ og stritaði gleðisnauð
ár
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alföður kær.
Hún er Guðsmóðir skær.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elsku mamma mín, hafðu
þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Katrín.
Það er sárt, en á sama tíma
dýrmætt, að fá að fylgja þér
síðustu skrefin og kveðja þig
elsku amma.
Það er svo ótal margs að
minnast og þakka fyrir.
Það var alltaf hægt að stóla á
kraftinn og dugnaðinn í þér.
Við munum vel eftir þeim fjöl-
mörgu skiptum þegar þú komst
í heimsókn og fórst að taka til
hendinni, það var aldrei hægt
að finna neitt eftir að þú varst
búin að endurraða öllu á heim-
ilinu.
Að koma í heimsókn til þín
var notalegt, alltaf hægt að
stóla á eitthvað gott með
kaffinu og nóg um að slúðra.
Þú varst hrókur alls fagn-
aðar. Oftar en ekki að dansa
með vinkonunum og skemmta
þér. Við gleymum því seint
þegar við vorum með þér niðri í
bæ á Menningarnótt eitt árið,
þá heyrðist klingja í flöskum í
veskinu þínu. Auðvitað varstu
klár með breezer, ef þú skyldir
nú rekast á stelpurnar!
Við munum sakna þess að
hafa þig hjá okkur og sakna
þess að knúsa þig, þú varst
með svo hlýjan faðm og gott
knús.
Takk fyrir allt elsku amma,
þangað til næst.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig
og gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þín ömmubörn,
Páll Gísli, Karitas,
Unnar Valgarð og Salome.
Jæja sagði amma. Jæja nú
er kaffitíminn búinn. Jæja farið
þið nú út að ná í graslauk. Jæja
ætli hænurnar séu búnar að
verpa. Jæja amma mín, nú er
það „deser“. Og sterkt kaffi því
þú færð bara í magann af
þunnu kaffi. Og Geirmundur
sendir þig í nýtt ferðalag í
syngjandi sveiflu. Minningarn-
ar hellast yfir og tárin volg af
hlýrri sorg flæða eins og
Krossá.
Við systkinin minnumst þín
með hlýju í hjarta. Það var allt-
af svo gaman að hanga með
þér. Að koma í mat til þín í
Furugrundina þar sem hlátur-
sköstin tóku yfir allt. Á jól-
unum í Móabarðinu þegar þú
varst Diddú í hver er maðurinn
ár eftir ár og við hlógum alltaf
jafn mikið.
Jörundur langömmustrákur-
inn þinn komst svo að orði þeg-
ar hann minntist þín: Hún
amma Kolla var alltaf eins og
unglingur. Enda vildir þú engar
kerlingarlegar slæður í jólagjöf.
Þú varst annálaður snyrtipinni
og ofurskvísa (já þú samdir við
okkur að hafa þetta með í minn-
ingargreininni og auðvitað
verðum við við þeirri ósk). Þú
hugsaðir um línurnar og fórst
reglulega í mótun til Báru, með
gelneglur frá því þú hættir að
mjólka kýrnar og varaliturinn
var á náttborðinu til síðasta
dags.
Mikið vonum við að við höf-
um erft glæsileikann þinn.
Svo áttir þú hann Jóhann,
ómetanlegan vin og dansfélaga.
Við erum ævinlega þakklát fyr-
ir að þú hafir átt svona góðan
félaga síðustu árin þín.
Tölustafurinn 8 er tákn ei-
lífðar, táknrænt fyrir eilífðar-
ungmennið að kveðja okkur ný-
orðin 88 ára (og tími til kominn
að fara að hátta). Svo færðu þér
bara kaffi ef þú getur ekki sofn-
að.
Allt er eins og það á að vera.
Dísí kræs hvað við eigum eft-
ir að sakna þín mikið elsku
glæsilegasta amma Kolla.
Þín barnabörn,
Jón Atli, Kolbrún Vaka
og Bergrún.
Við sömdum þessar vísur í
tilefni 80 ára afmælis elsku
ömmu Kollu.
Margs er að minnast, margs
er að sakna.
Amma Kolla ung og spræk
fædd og uppalin á Læk.
Alltaf vill hún vera fín
dansar hún og gerir grín.
Raða, þrífa, skrúbba og skeina,
alla vill hún hafa hreina.
Af tuskuastma þjáist hún
rekur okkur út á tún.
Borubrött þó áttræð sé
þolir illa háð og spé.
Fer oft upp á háa-c
og lætur ekki stjórna sér.
En yndisleg hún amma er,
út um trissur með Jóhann fer.
Upp á fjöll og út á nes,
finnst okkur það svolítið spes.
Amma þú ert svo sæt
fyrirmynd og hreint ágæt.
Við elskum þig og dáum
og aldrei nóg af þér fáum.
Þínar vinkonur og dætradæt-
ur,
Bergrún og Salome.
Kolbrún
Valdimarsdóttir
Vinur minn
Gunnar Sigurður
flutti í næsta hús
við mig fjögurra ára ásamt tví-
burabróður sínum Kjartani og
fjölskyldu sinni. Þar sem ég og
tvíburarnir vorum á sama aldri
var mikið brallað saman og vor-
um við stundum kallaðir þríbur-
arnir. Á Melhaganum voru
margir krakkar fæddir á árunum
1948-1953 og var þetta stórt leik-
svæði fyrir börnin, sem léku sér
úti allan daginn.
Þegar við vorum búnir að læra
að hjóla á Melaskólalóðinni og
eignast notuð hjól, þá var gjarn-
an hjólað niður Suðurgötuna og
að Austurvelli og heim Tjarnar-
götuna eftir að hafa skoðað
fuglalífið eða verið á skautum á
Tjörninni. Margar ferðirnar
voru niður á Vesturgötu þar sem
reiðhjólaverkstæðið Baldur var
og stutt þaðan niður á höfn.
Árin liðu og höfðum við báðir
áhuga á ljósmyndun, framköllun
og því sem fylgdi. Uppi á háalofti
hjá mér gerði ég framköllunar-
herbergi sem var mikið notað. Þá
var útivera og skíðaferðir á
Skálafelli í KR-skálann vinsæl
iðja, þótt lyftan væri ekki löng,
það var bara labbað hærra.
Skíðaskálinn var líka heimsótt-
ur, betri rútuferðir þangað.
Þegar aðalaldursáfanga var
náð, 17 árum og bílprófi, var
betra að ferðast, en áhuginn
stundum of mikill. Eitt skiptið á
aðfangadag komu Toni, tvíbur-
arnir og ég 15 mínútur í sex
heim.
Það var gengið á nálæg fjöll,
Vífilsfellið, Ármannsfell, Snæ-
fellsjökul o.fl. Útivera var alltaf í
uppáhaldi og mikið tekið af góð-
um myndum. Gunnar og Land
Roverinn og ég fórum um allt
land með tjald, svefnpoka og
myndavél á þessum árum.
Þegar Gunni var ekki í
vinnunni eða sveitinni byggði
hann sér og sínum hús í Mos-
fellssveit um 1973 og síðan í
Grafarvoginum nær Mosó um
1991. Dugnaður hans og atorka
var einstök og vandvirkni og þol-
inmæði öðrum til fyrirmyndar.
Á þessum tímamótum, þegar
farið er yfir yndislega samleið
með Gunnari, þakka ég honum
fyrir allt.
Sverrir Örn Kaaber.
Gunnar hitti ég fyrst í upphafi
árs 1978. Þá hóf ég nám í prent-
iðn í Kassagerð Reykjavíkur, og
strax á mínum fyrsta degi í starfi
kynntist ég þessum hægláta
manni. Leiðir okkar áttu svo eft-
ir að liggja saman eftir það, sem
vinnufélagar og vinir. Gunnar
var sérstakur persónuleiki, hæg-
ur og traustur, ekki maður
margra orða, en ávallt að vinna
eða sinna einhverjum verkefn-
um, sér til ánægju og oft öðrum
til gangs. Landslagið og náttúr-
an áttu hug hans allan, ýmist í
ferð með góðum vinum eða hann
einn með sjálfum sér. Alltaf var
myndavélin með í för. Gunnar
var ljósmyndari af Guðs náð,
hann hafði listrænt innsæi og
næmt auga fyrir fegurð. Hans
ævistarf varð svo tengt því að
fanga ljósið, á einn eða annan
hátt, sem offsetljósmyndari og
prentsmiður. Hægt er að nefna
ótal verk sem bera Gunnari vitni
um vandvirkni og þolinmæði fag-
manns. Efst eru mér í huga
dagatöl Eimskipafélags Íslands
Gunnar S.
Guðmundsson
✝
Gunnar Sig-
urður Guð-
mundsson fæddist
6. júlí 1949. Hann
lést 25. nóvember
2021.
Útför Gunnars
fór fram 8. desem-
ber 2021.
og Kassagerðarinn-
ar. Þar átti Gunnar
ljósmyndir svo ár-
um skipti, og sá svo
um litgreiningu fyr-
ir prentun, á eigin
ljósmyndum. Sam-
an rákum við lítið
fyrirtæki um tíma,
Prentþjónustuna
Litsjá. Þar nýttist
fagmennska og
þekking Gunnars
vel. Oft var unnið langt fram á
kvöld og nótt, og lítil skil dags og
nætur í vinnu. Þótt Gunnar væri
rólegur og yfirvegaður gat gust-
að af honum þegar mikið lá við.
Hann hafði góða nærveru og það
var þægilegt að vinna og vera í
návist hans.
Þegar kemur að leiðarlokum
og litið er til baka er mér efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir að
forlögin hafi leitt okkur saman í
upphafi árs 1978, og þakklæti
fyrir að hafa átt kost á því að
verða samferða Gunnari á lífsins
leið.
Ég votta Heru Brá, Njáli og
afabörnunum, sem Gunnar unni
og talaði oft um, svo og öðrum
aðstandendum, samúð.
Almar Sigurðsson prentari.
Góður vinur okkar er látinn,
Gunnar Sigurður Guðmundsson.
Í okkar huga Gunni S., Útivist-
arfélagi. Við kynntumst í Útivist
og vinskapurinn hefur haldist í
áratugi.
Það er svo ótal margs að
minnast. Við fórum saman í alls
kyns ferðir. Hvort sem það var
stutt gönguferð eða margra daga
ganga í óbyggðum mátti alltaf
njóta samverunnar með Gunna.
Sama gilti um skíðaferðir og
hjólaferðir. Aldrei þurftum við
að hafa áhyggjur þó Gunni ljós-
myndari drægist aftur úr. Hann
var léttur á sér og náði hópnum
alltaf.
Vinnuferðir í Bása og aðra
skála Útivistar voru margar. Þar
unnu „margar hendur létt verk“.
Samstaðan var mikil líkt og í
nefndarstörfum félagsins. Gunni
var í myndanefndinni. Sú nefnd
heldur reglulega myndakvöld og
þar mæðir líka á fólki þegar velja
skal myndir í ferðaáætlun Úti-
vistar. Gunni átti margar falleg-
ar myndir í áætluninni sem báru
vitni um listrænt auga.
Gunni var viljugur að taka að
sér að trússa í ferðum þar sem
farangur var keyrður á milli
náttstaða. Þar þótti hann sýna
hjálpsemi og lipurð. Ef jólasvein-
unum seinkaði í aðventuferðum
var hann boðinn og búinn að
bjarga málum.
Vinahópurinn fór saman í
margar sumarbústaðaferðir.
Alltaf voru sameiginleg áhuga-
mál í hávegum höfð, að hreyfa
sig, njóta náttúrunnar og góðs
matar. Þá sem endranær var
ljúft að hafa Gunna með því hann
hafði svo góða nærveru.
Það má sannarlega segja að
Gunni S. hafi verið „lífsnautna-
maður“ á sinn hæga og rólega
hátt. Hann var mikill fagurkeri.
Hann spáði í fegurð náttúrunn-
ar, ljósmyndir, hönnun og svo
má lengi telja.
Við þökkum Gunna fyrir vin-
skapinn og sendum hugheilar
samúðarkveðjur til Heru, Njáls
og afastrákanna.
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
(Davíð Stefánsson)
Trausti, Hrafnhildur,
Sylvía, Emma og Marrit.
Kveðja frá Ferðafélaginu
Útivist
Ferðafélagið Útivist hefur
misst góðan liðsmann og félaga.
Gunnar hefur verið virkur í
starfi félagsins í áratugi og eru
þær orðnar margar ánægju-
stundirnar sem Útivistarfélagar
hafa átt með honum úti í nátt-
úrunni. Gunni var jafnan hæglát-
ur, fór ekki um með hávaða og
látum, en alltaf var stutt í húmor
og gleði. Við munum hann gjarn-
an með myndavélina á lofti og
eins og oft er með góða ljós-
myndara gaf hann sér góðan
tíma og vandaði hvern ramma.
Stundum gátu samferðamenn-
irnir orðið óþolinmóðir en þegar
vandað er til verka er árangur-
inn eftir því. Myndir Gunna úr
Útivistarferðum og af náttúru
landsins eru margar hverjar
hreinustu listaverk. Útivist naut
góðs af því við útgáfu á árlegri
ferðaáætlun félagsins. Þar lagði
hann til margar góðar myndir,
auk þess sem hann vann mikla
sjálfboðavinnu við litgreiningu
og lagfæringar á myndum fyrir
prentun.
Útivistarfélagar þakka Gunn-
ari samfylgdina í ferðum og
starfi félagsins. Aðstandendum
hans sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
F.h. Ferðafélagsins Útivistar,
Skúli H. Skúlason.
Bróðir okkar,
HAUKUR GÍSLASON,
Einholti 7,
Akureyri,
lést á öldrunaheimilinu Hlíð 3. desember.
Útför hans mun fara fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Systkini hins látna
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR,
Neskaupstað,
lést á hjúkrunardeild FSN 6. desember.
Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju
mánudaginn 13. desember klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á FB-síðu Norðfjarðarkirkju.
Eiríkur Þór Magnússon
Sjöfn Magnúsdóttir
Hanna Sigga Magnúsdóttir
og aðrir aðstandendur